Morgunblaðið - 23.09.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 59f
KIRKJUSTARF
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kjósa börnin
leikskóla án
starfsmanna?
Frá Guði-únu Maríu
Oskarsdóttur:
ÉG þakka Guðjóni Bergmann til-
skrif hans þann 11. sept sl. sem eru
að mínum dómi einlæg og sönn, en
hann ræðir málefni leikskólanna
sem hafa löngum verið mér hug-
leikin sökum starfa minna um tíma
á þeim vettvangi. Það er mér sífellt
meira undrunarefni að faglærðir
og ófaglærðir á leikskólum skuli
ekki enn sjá sér hag í því að mynda
með sér bandalag, hvað varðar eig-
ið starfsumhverfi, með það að
markmiði að knýja á um breyting-
ar í þá veru að viðunandi stöðug-
leiki í starfsemi skólanna geti litið
dagsins ljós. Ef tO vill veltur það á
verkalýðsforkólfum viðkomandi fé-
laga að slikt geti orðið að veruleika.
Nú er það svo í raun að leiðbein-
endur (ófaglærðir) sinna sömu
störfum og menntaðir leikskóla-
kennarar, en til þess hafa þeir hinir
sömu sótt sérstök starfsmennta-
námskeið, þ.e þeir er hafa kosið að
dvelja á þessum starfsvettvangi
lengur en nokkra mánuði. Deildar-
ábyrgð er þó yfirleitt í höndum
leikskólakennara er ber ábyrgð á
faglegu starfi og fær mér best vit-
anlega fjóra tíma á viku í undir-
búning til þess að sinna skipulagn-
ingu þess.
Hinn ófaglærði fær einn tíma til
þess að undirbúa sín verkefni í
vinnu, en tekur álagi vinnunnar
meðan leikskólakennarinn sinnir
sínu undirbúningsstarfi og fundar
með faglærðum um fagleg mál. I
stai-fsmannaskorti falla slík funda-
höld og undirbúningur að sjálf-
sögðu meira og minna niður, sök-
um lágmarks mannafla til lág-
marks öryggisgæslu í starfs-
mannaskorti.
Fjármagn yfirvalda
á röngum stað
Það er sorgleg staðreynd að
bæði ríki og borg verja ómældum
fjármunum í „forvarnir" á ung-
lingsárum sem og í meðferðarúr-
ræði handa ungu fólki á villigöt-
um, fólki er ef til vill hefði ekki
lent á villigötum ef nægilegt atlæti
frá fæðingu hefði verið til staðar.
Ef til vill hefði það komið ein-
hverjum börnum betur að hafa
alltaf sömu „fóstruna" á leikskól-
anum sínum hvort sem hún var
ómenntuð eða ekki, úr þvf að
mamma þurfti að fara út á vinnu-
markaðinn.
Ekki var verra að hún væri
menntuð en ef ekki þá, aðeins þá
sömu. Hefur einhver hugsað út í
það álag fyrir lítið barn er fylgir
því að kynnast sífellt nýju fólki,
Frá Ágústu P. Snæland:
í MORGUNBLAÐINU 16. þ.m.
var grein eftir Hildi Fjólu Antons-
dóttur frænku mína, þar sem hún
talar fyrir munn
félags ungra fem-
inista Bríeti um
klám og erótík.
Vil ég þakka
henni og þeim
fyrir að ýta við
mér, gamalli kon-
unni, og hvetja
mig og aðra til að
skoða hug minn
og tjá mig um
þessi mál í dag. Þrátt fyrir mót-
bárurnar sem æpa á mig að skipta
mér ekki af því - það er óþægi-
legt! Þrátt fyrir freistinguna að
bregða yfir mig hjúpi siðavendni,
fordóma eða dómhörku - eins og
minni kynslóð hættir til, í stað
þess að skoða á heiðarlegan og
opinn hátt.
barn sem er að reyna að læra
traust í mannlegum samskiptum
og er kannski aðeins tveggja ára.
Ef til vill þarf barnið einnig að
taka því álagi að dvelja sitt hvora
helgina á sitt hvoru heimili
mömmu og pabba sem hafa skilið.
Hvernig, ég endurtek hvernig á
blessað barnið að byggja upp
traust ef til þess vinnst aldrei tími,
sökum þess að starfsfólk byrjar og
hættir er það fær launaseðilinn,
jafnvel eftir fjögurra ára menntun
til starfanna. Það er nefnilega
hægt að finna hærri laun við það
að selja börnum sælgæti við búð-
arkassa, heldur en að ala þau upp.
Það er einnig betur launað að gefa
út skýrslur um hve mikið vanda-
mál það sé að hafa ekki nóg starfs-
fólk í þessum störfum og það er
einnig mun betur launað að stunda
verðbréfaviðskipti. Hvers vegna
eru foreldrar upp til hópa ánægðir
með að greiða gjald fyrir þjónustu
sem þessa, án þess þó að þjónustu-
stigið sé ekki sem skyldi alls stað-
ar, þar sem börn eru vistuð? Það
er undarlegt og halda mætti að hér
þurfi að koma til veruleg hugar-
farsbreyting, almennt, þar sem
stokka þurfi spilin að nýju hvað
varðar gildismat til lengri tíma lit-
ið. Bensínhækkanir koma við
pyngjuna, en bflinn er vél og hægt
að nota strætó, en börnin vaxa upp
og skilyrði þeirra velta á því hvaða
atlæti við sköpum þeim, einkum og
sér í lagi fyrstu uppvaxtarárin, þar
sem mannlegur kærleikur, traust
og hlýja er veitir öryggi, jafnvel
ævina á enda, skiptir sköpum. Það
þarf að hvetja starfsmenn launa-
lega til þess að dvelja í störfum
sem þessum, mánuð fyrir mánuð
og ár eftir ár. Taka þarf upp skipu-
lag er tekur alvarlega á þessum
málum, hvort sem þar er um að
ræða fagstétt eða ófaglærða því
allir vinna að sama markmiðinu,
sem er það að: „Lengi býr að
fyrstu gerð“ í lífi ungra íslend-
inga, á leið inn í nýja öld. Ég heiti
hér með á kvenborgarstjóra þann
sem nú ríkir í höfuðborg landins að
taka af myndugleik á málum þess-
um í eitt skipti fyrir öll, svo mikið
sem það er á hennar valdsviði,
ekki hvað sízt vegna kven-
mennsku, þótt það kosti lánsfjár-
magn um tíma. Slíkt mun nefni-
lega skila sér til baka betur en
mjög margt annað sem til umræðu
er og ef til vill marka kaflaskil í
framsýni stjórnmálamanna al-
mennt.
Ég sé að þessi mál koma mér
við. Þau koma unglingum við og
þau og þeirra mál eru mér mjög
hugleikin.
Mér hrýs hugur við því, að ást,
erótík og kynlíf skuli vera brenglað
og skrumskælt á þennan hátt, aug-
lýst sem samkeppnisíþróttagrein
og listgrein en er í raun peninga-
mylla óprúttins fólks. Látum það
nú vera, en hitt, sem að ungu
óreyndu fólki snýr er þó öllu verra.
Þessi mál eru viðkvæm og vand-
meðfarin reynslulitlum unglingum
og ranghugmyndir geta valdið
óbætanlegum skaða og óhamingju.
Heilbrigt ástalíf með elskaðri per-
sónu er ein dýrmætasta gjöf lífsins
sem þarf að þroska og njóta í ein-
lægni og fegurð. Astalífið er verð-
mæti og einkamál sem elskendur
eiga samen ein. Að spilla því og ata
auri er illt verk.
ÁGÚSTA P. SNÆLAND,
Brávallagötu 42, Reykjavík.
Safnaðarstarf
Glatt á hjalla
í Hjallakirkju
VETRARSTARF Hjallakirkju er
að hefjast um þessar mundir og
sannarlega mikið framundan. Und-
anfarna vetur hefur verið lögð
áhersla á fjölbreytni í helgihaldi og
eiga allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi í kirkjustarfinu. Guðs-
þjónustur eru með ýmsu móti. Má
þar nefna fjölskylduguðsþjónustur,
lofgjörðarguðsþjónustur, tónlistar-
guðsþjónustur, almennar guðs-
þjónustur og messur. Allar guðs-
þjónusturnar eru byggðar upp á
sama hátt og felst mismunur á milli
þeirra í tónlistarflutningi. Mikil
áhersla er lögð á þátttöku safnað-
arins í guðsþjónustunum sem hæfa
öllum aldurshópum. Á hverjam
þriðjudegi kl. 18 eru svo bæna- og
kyrrðarstundir í kirkjunni en þær
miðast fyrst og fremst að því að
efla bæna- og trúarlíf einstaklings-
ins.
Barna- og æskulýðsstarf Hjalla-
kirkju mun einnig starfa í fullum
blóma í vetur. Að þessu sinni fara
barnaguðsþjónustur á sunnudög-
um fram á tveimur stöðum í sókn-
inni kl. 13 í Hjallakirkju og kl. 11 í
Lindaskóla. Þá er einnig starf í
kirkjunni fyrir 7-9 ára krakka, en
sá hópur kallast því skemmtilega
nafni Kirkjuprakkarar.
Kirkjuprakkarar eru í kirkjunni á
fimmtudögum kl. 16.30-17.30. Tíu
til tólf ára bömin fá einnig eitthvað
fyrir sinn snúð því á miðvikudögum
hittist TTT-hópurinn kl. 17-18.
Markmið þessara starfsþátta er að
sjálfsögðu að börnin fái að kynnast
Jesú Ki'isti, sem og hvert öðru og
skemmta sér við líf og leik í kirkj-
unni. Unglingamir fá einnig tæki-
færi til að gera slíkt hið sama en
fundir í Æskulýðsfélagi Hjalla-
kirkju era sérhvert mánudags-
kvöld kl. 20.30-22. Þar verður
sannarlega mai-gt skemmtilegt í
gangi en fundirnir era fyrir ung-
linga á aldrinum 13-15 ára.
Fjölskyldumorgnar hófu starf-
semi sína nú í september og verða
á miðvikudögum kl. 10-12. Þar
gefst foreldrum kostur á að koma
með börnin sín til þátttöku í helgi-
haldi, kynnast öðrum og miðla af
reynslu sinni. Hjálparmæður á
vegum Barnamála, áhugafélags um
brjóstagjöf, starfa árið um kring í
Hjallakirkju og eru með fundi sína
1. og 3. þriðjudag í mánuði kl.
14-16.
Kórar í kirkjulegu starfi eru
ómissandi hluti þess og tilvalinn
vettvangur söngiðkunar fyrir hæfi-
leikaríkt söngfólk. Kór Hjalla-
kirkju mun starfa að krafti í vetur
og nýir félagar era ætíð velkomnir.
Á haustmisseri mun kórinn m.a.
fiytja þýska messu eftir Johann N.
David, kantötu nr. 61 eftir J.S.
Bach fyrsta sunnudag í aðventu og
halda aðventutónleika hinn 5. des-
ember.
Eins og sjá má er nóg að gerast í
safnaðarlífi Hjallasóknar. Hér er
þó einungis stiklað á stóru í vetrar-
starfi safnaðrins. Á meðal þess sem
enn er ótalið er t.d. öldrunarstarfið
sem unnið er í samvinnu við Digra-
nessöfnuð og fer fram á þriðjudög-
um í Digraneskirkju.
Hjallakirkja stendur öllum opin
og er fólk hvatt til að koma og
kynnast kirkjulegu starfi innan
hennar.
Grafarvogs-
kirkja - söngfólk
KÓR Grafarvogskirkju getur bætt
við sig söngfólki, einkanlega í
karlaraddii'. Margt skemmtilegt er
framundan, meðal annars vígsla
kirkjunnar á næsta ári. Áhugasam-
ir hafi samband við Hörð Bragason
organista í síma 551 2512 eða Gerði
Bjarnadóttur, formann kórsins, í
síma 567 5671.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17.
GUÐRUN MARIA
ÓSKARSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði.
Dýrmætasta gjöf lífsins
Ágústa P.
Snæland
Hjallakirkja.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl.
10-12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21.
Langholtskirkja. Foreldra- og
bamamorgunn kl. 10-12. Fræðsla:
Sigríður Jóhannesdóttir hjúkrun-
arfræðingur. Söngstund með Jóni
Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les
fyrir eldri börnin. Opið hús - há-
degistónleikar kl. 12-12.30. Kjart-
an Sigurjónsson, organisti Digra-
neskirkju. Orgeltónleikar kl. 20.
Jón Stefánsson, organisti Lang-
holtskirkju.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00.
Orgeltónlist til kl. 12.10. Að
stundinni lokinni er léttur máls-
verður í safnaðarheimilinu. Ein-
falt, fljótlegt og innihaldsrikt í
erli dagsins.
Neskirkja. Síðdegistónleikar kl. 18.
Steingrímur Þórhallsson, orgel-
nemi í Róm.
Árbæjarkirlga. TTT-starf fyrir
10- 12 ára í Ártúnsskóla kl.
16.30-17.30.
Breiðholtskirkja. Mömmumorg-
unn á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Kfl. 11.15 leikfimi
aldraðra.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11- 12 ára kl. 17-18. Æskulýðsfélag
fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Grafar vogsk i rkj a.
Mömmumorgnar kl. 10-12. Fræð-
andi og skemmtilegar samveru-
stundir, heyrum guðs orð og
Súrejmsvörur
Karin Herzog
Kynning í dag
kl. 14-18
Hagkaup, Skeifunni
syngjum með börnunum. Kaffisopi
og spjall. Alltaf djús og brauð fyr-
ir börnin.
Kópavogskirkja. Kyrrðar- og
bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna-
efnum má koma til prests eða
kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
fyrir ung börn og foreldra þeirra
kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strand-
bergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í
Vonarhöfn, Strandbergi, kl.
17-18.30. ^
Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bi-
blíulestur kl. 21.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Viðistaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Opið hús fyiir 10-12 ára
börn kl. 17-18.30.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Helgistund í Hraunbúðum kl. 11.
Gestir velkomnir. Kl. 17.30 TTT
gera eitthvað skemmtilegt í Landa-
kirkju. Opið hús unglinga í KFUM. _
& K húsinu kl. 20.30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld
aldraðra fimmtudagskvöld kl. 20.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30.
PALLALVFTUR
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
m
tiL utlanda
-auövelt að muna
SÍMINN
www.simi.is
Ókeypis lögfræðiaðstoð
íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema