Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 1
216. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vitað um meira en 2.000 látna af völdum jarðskjálftanna á Taívan og rúmlega 300 er saknað Minni líkur á að fínna fólk á lífí múrsteinninn verið drýgður með tómum dósum. Sólveig Olafsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Islands, er nú stödd í Nantou-héraði á Taívan en það og Taichung urðu harðast úti í skjálft- anum enda næst upptökunum. Sagði hún í samtali við Morgun- blaðið, að í Nantou hefðu um 900 manns týnt lífí og tuga manna væri saknað. Sagði hún, að í borginni væru margar erlendar björgunar- sveitir að störfum og væri skipu- lagning og allt verklag Taívananna með ágætum. „Líkurnar á því að fínna fólk á lífi minnka hins vegar með hverri klukkustundinni sem líður. Þær eru eðlilega mestar í upphafí, fyrstu 48 stundirnar, en síðan dregur ört úr þeim. Menn halda þó lengi í von- ina,“ sagði Sólveig. Bara múrsteinahrúga Sólveig kvað það hafa verið und- arlega reynslu að koma til Nantou. Sums staðar væri enga misfellu að sjá en síðan göptu við opin sár í húsaröðinni, t.d. hlaðin hús, sem væru nú bara múrsteinahrúga. Annars staðar væru stór hús hálf- vegis á hliðinni og nokkuð væri um, að neðstu hæðir hárra húsa hefðu molnað saman og efri hæðimar lagst ofan á rústir þeirra. Sólveig hefur undanfama mánuði verið við upplýsingastörf í Peking vegna aðstoðar Rauða krossins við fólk, sem varð illa úti í flóðunum í Kína, en í Taívan vinnur hún við að skipuleggja alþjóðlegt hjálparstarf sem fulltrúi Alþjóðasambands Rauða kross-félaganna. Olíuverð rýkur upp London. Reuters. VERÐ á hráolíu hækkaði mikið í gær eða um rúmlega 80 bandarísk sent olíufatið. Stafar hækkunin af þeirri ákvörðun OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, að halda fram- leiðslunni í skefjum a.m.k. út mars á næsta ári. Verð á Brent-olíu fór í gær í 23,77 dollara fatið og hækkaði um 84 sent. Segja markaðssérfræðing- ar að allar verðbreytingar á næst- unni muni verða upp á við enda sé vetur að ganga í garð á norðurhveli og eftirspurnin þar með vaxandi. Hefur olíuverðið mmlega tvöfald- ast frá því í mars. Charles Schumer, öldungadeild- arþingmaður fyrir New York, sagði á þriðjudag, að verðhækkan- irnar væru ekkert annað en „efna- hagslegur hernaður" og skoraði á stjórnvöld að hefja sölu á þeim miklu birgðum, sem þau réðu yfir. Reuters Björgunarmenn leita enn að fólki í rústunum þótt vonir um að finna einhverja á lífi dvíni óðum. Hér er verið að leita í rústum húss í Taipei, höfuðborg Taívans. Rússar gera loftárásir á skotmörk í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju Pútín segir árásirnar gerðar í varnarskyni Grozní. Reuters. RUSSNESKAR orrustuflugvélar létu sprengjum rigna yfir flugvöll- inn í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær og réðust einnig á önnur skot- mörk í borginni. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær, að ekki væri þó fyrirhugaður meiriháttar hernaður gegn Tsjet- sjníju. Með árásunum væri aðeins verið að verjast „glæpamönnum". Talsmaður rússneska flughersins sagði í gær, að sprengjum hefði ver- ið varpað á flugvöllinn í Grozní og einnig á vopnabúr við flugvöllinn og á ratsjárstöð. Segja Rússar, að tsjetsjenskir skæruliðar hafi notað hana til að fylgjast með ferðum rússneskra flugvéla. Voru árásar- hrinurnar tvær og að auki ráðist á eldsneytisgeyma, olíuvinnslustöð og rafmagnsstöð í úthverfum Grozní- borgar. I árásinni á ílugvöllinn var flutningaflugvél, sú eina í eigu Tsjetsjena, eyðilögð og einn maður lét lífið, armenskur tæknimaður. Ætla að veijast „glæpamönnum" Pútin, forsætisráðherra Rúss- lands, sagði í Astana, höfuðborg Kasakstans, í gær, að Rússar hygðu ekki á stórhemað gegn Tsjetsjen- um í líkingu við hina misheppnuðu herför á hendur þeim 1994-96. „Við ætlum hins vegar að verja okkar fólk fyrir glæpamönnum og það mun koma í ljós með hvaða hætti það verður," sagði Pútín. Arásir Rússa á liðssafnað skæru- liða og búðir þeirra í Tsjetsjníju héldu áfram í gær en talsmaður rússneska hersins sagði, að skæru- liðamir væra að undirbúa nýja inn- rás í Dagestan. Komið í veg fyrir hermdarverk Lögreglumenn í borginni Ryazan í Vestur-Rússlandi fundu í fyrrinótt öfluga sprengju, sem hafði verið tímastillt og átti að springa í gær- morgun. Hafði sprengiefninu verið blandað saman við sykur og sekkj- unum komið fyrir í kjallara fjölbýl- ishúss. Varð einn íbúa hússins var við það er þeir vom bornir inn og lét lögregluna vita. TALAN yfir þá, sem létust í jarð- skjálftanum á Taívan fyrir fjómm dögum, var í gær komin í 2.109 að sögn Reuters-fréttastofunnar og þá var talið, að 306 manns væru enn grafnir í húsarústum. Áður hafði allt að 2.000 manns verið saknað. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, sendi- fulltrúa Rauða kross íslands, minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi með hverri klukkustund sem líður. Hún er nú stödd í borginni Nantou, þar sem skjálftinn var harðastur. Hjálparsveitir frá ýmsum lönd- um, m.a. Bandaríkjunum, Japan, Rússlandi, Tyrkiandi og Singapore, hafa aðstoðað innlenda björgunar- menn við leit að lifandi fólki eða látnu en margir eftirskjálftar, sumir meira en fimm á Richterskvarða, í fyrrinótt og í gær gerðu þeim erfitt fyrir. Reynt er að gera göng inn í og undir rústir sumra húsanna en þau vilja hrynja saman í nýjum skjálft- um og ekki er vogandi fyrir björg- unarmenn að fara inn í þau meðan á hræringunum stendur. Byggingarverktíiki handtekinn Yfirvöld á Taívan handtóku í gær byggingarverktaka, sem er granað- ur um efnissvik, og frystu eignir annars byggingarfyrirtækis meðan á rannsókn stendur. Þrjú þeirra húsa, sem byggingai-verktakinn reisti, hrandu í skjálftanum og gróf- ust undir þeim um 100 manns. Ljóst þykir, að steypustyrktar- jámið í þeim hafi verið of veikt og einnig hefur komið í ljós, að í nokkrum hlöðnum húsum hafði Raísa kvödd Moskvu. Reuters. MIKHAIL Gorbatsjov virtist óhuggandi er Raísa Gorbatsjova, eiginkona hans í Qörutíu ár, var borin til grafar að viðstöddu fjölmenni í Novodevítsjí- grafreitnum, sem skartaði sínu fegursta í haustsól- inni í miðborg Moskvu í gær. Raísa lést sl. mánudag úr sjaldgæfum blóðsjúkdómi eftir langa sjúkralegu í þýsku borginni Miinster. Gorbatsjov var þreytulegur við athöfnina er hann kvaddi Raísu í hinsta sinn. Langt og farsælt hjóna- band þeirra og glæsileiki Raísu voru á sínum tíma talin táknræn fyrir þær breytingar, sem voru að verða í Sovétríkjunum. „Hvenær sem við hittumst, voru þau saman,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sem bundist hefur Gorbatsjov vinabðndum. Kohl var við athöfnina ásamt Naínu, eiginkonu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, og eiginkonu hans auk ann- arra gesta. Rússneskir fjölmiðlar lögðu mikla áherslu á jarð- arförina í fréttum sinum. Þótti það breyting frá því sem áður var en Gorbatsjov-hjónin urðu fyrir mik- illi gagnrýni fyrir og eftir fall Sovétríkjanna. „Fyrirgefðu okkur og vertu sæl,“ sagði í fyrir- sögn Sevodnya yfir mynd af Mikhaíl Gorbatsjov. Reuters Gorbatsjov leggur blóin á leiði konu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.