Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
íslendingar vilja kaupa 51% í Stoke:
Stoke handa Guðjóni
- landsliðsþjálfaranum boðinn kaupréttur og bónusar 111
'3 ■ 1
EEEi/ (3-/MUAJQ
W ??
Á lappirnar með ykkur,
Guðjón er að koma.
Tilbúnir blómvendir
afsláttur
Verð
Verð áður J«i4ð0ð
Ver
Verð áður kr-3M0'
Verð
Verð áður kr-§000'
Verð áðurjb-^Oeð
Rósir
10 stk
kr. 799
Ráðstefna um málefni leikskólans
Hvernig
læra börn
í leikskóla?
Idag hefst á Grand
Hóteli í Reykjavík
ráðstefna undir yfír-
skriftinni: Hvernig læra
börn í leikskóla? Ráð-
stefnan er haldin á vegum
Félags íslenskra leik-
skólakennara og Félags
leikskólafulltrúa. Jóhanna
Einarsdóttir dósent held-
ur inngangserindi á ráð-
stefnunni. Um hvað skyldi
það fjalla?
„I inngangserindinu
ætla ég að fjalla um rann-
sóknir sem gerðar hafa
verið um áhrif leikskóla-
dvalar á börn og er meg-
inniðurstaða að börn hafi
verulegan ávinning af að
ganga í góða leikskóla. I
framhaldi af því mun ég
velta upp spurningunni:
Hvað er góður leikskóli?
Þá ætla ég líka að fjalla um nýjar
rannsóknir um nám og kennslu
ungra barna. En niðurstöður
þeirra benda til þess að mikil-
vægi kennarans eða þess full-
orðna sem annast börnin sé jafn-
vel enn meira en áður var talið.
Börn læra best þegar þau eru
virk og hafa samband við annað
fólk. Hlutverk kennarans er að
styðja við börnin og örva þau svo
að viðfangsefnin verði eins og
áskorun sem þau takast á við.“
- Hvert er markmið þessarar
ráðstefnu?
„Það er annars vegar að upp-
lýsa þá sem fjalla um leikskóla-
mál í sveitarfélögum um innra
starf leikskólans og þá þróun og
strauma sem efst er á baugi í
þessum málaílokki. Hins vegar
er markmið ráðstefnunnar að
kynna nýja aðalnámskrá leik-
skóla og þau námssvið sem þar
eru sett fram. I nýrri aðal-
námskrá kemur fram að hver
leikskóli skuli byggja upp sína
skólanámskrá. Sett eru fram sex
námssvið leikskóla og til að
tryggja þeim veglegan sess í
leikskólastarfinu ber hverjum
leikskóla að semja skólanámskrá
og gera uppeldis- og námsáætl-
anir. Skólanámskrá er stefnu-
skrá hvers leikskóla og á að sýna
hvernig hann hyggst vinna að
þeim markmiðum sem aðal-
námskráin setur. Þessi ráðstefna
er sem sagt líka hugsuð sem
vettvangur til að ræða fram-
kvæmd og uppbyggingu skóla-
námskráa fyrir leikskóla.“
- Hvað fleira verður á dag-
skrá ráðstefnunnar?
„Hrönn Pálmadóttir, kennari
við leikskólaskor KHI, mun í
sínu erindi ræða tengsl leiks og
náms og meðal annars fjalla um
samþættingu náms og svokallaða
könnunaraðferð í kennslu leik-
skólabarna, en í þeirri aðferð er
gengið út frá spurningum sem
börnin setja fram. Leitað er
svara við þeim spurningum með
því að fara og kanna málið og að
lokum draga börnin -------------
saman niðurstöður
sínar og gera þær
sýnilegar öðrum í
máli, myndum, söng _______
og tónlist. Námssviðin
sem sett eru fram í nýrri aðal-
námskrá verða kynnt á ráðstefn-
unni en þau eru: Heilsa og hreyf-
ing, mál og málörvun, mynd-
sköpun og myndmál, tónlist og
tónlistariðkun, náttúran og um-
hverfíð og menning og samfélag.
Leikskólakennarar sem hafa sér-
Jóhanna Einarsdóttir
►Jóhanna Einarsdóttir fæddist
í Reykjavík 1952. Hún lauk
kennaraprófi frá Kennarahá-
skóla íslands 1973 og stúdents-
prófi frá sama skóla 1974. BS-
prófi í kennslufræði lauk hún
frá háskólanum í Illinois í
Bandaríkjunum og MED-prófi
frá sama skóla 1977 í menntun-
arfræðum yngri barna. Hún er
nú að vinna að doktorsverkefni
um kennsluaðferðir lcikskóla-
kennara. Jóhanna hefur starfað
við kennslu og nú er hún dósent
við Kennaraháskóla Islands og
skorarstjóri við leikskólaskor
þess skóla. Jóhanna er gift
Bjarna Reynarssyni skipulags-
fræðingi og eiga þau þrjú börn.
Við eigum vel
útbúna
leikskóla
hæft sig í einstaka námssviðum
munu kynna þau og gera grein
fyrir hvernig þeir hafa unnið
með þau. Þess má geta að Guð-
rún Alda Harðardóttir, lektor við
Háskólann á Akureyi'i, mun
fjalla um tölvur og leikskólabörn
en það er efni sem menn velta
gjarnan fyrir sér nú á tímum
tölvu- og upplýsingatækni."
-Hvað telur þú vera góðan
leikskóla?
„Það eru nokkrir þætth’ sem
koma oftast fram þegar reynt er
að skilgreina gæði leikskóla. Það
eru bæði ytri og innri þættir.
Hvað snertir ytri þætti er hæfni
starfsfólks mikilvæg forsenda
góðs uppeldisstarfs við leikskól-
ann. Annar þáttur er fjöldi barna
í umsjá hvers starfsmanns og
hópastærðir. Svo er stöðugleiki í
starfsmannahópnum þriðji þátt-
urinn sem hefur áhrif á gæði
leikskólans. Hvað varðar innri
þætti er ein mikilvægasta við-
miðunin um gæði í leikskólum
samskipti fullorðinna og barna.
Svo og að námskráin taki mið af
þekkingu á börnum almennt og
þekkingu á börnunum í leikskól-
unum. Til að viðhalda og bæta
gæði leikskólans er nauðsynlegt
að meta starfið skipulega. Aðrir
þættir sem eru mikil-
vægir mælikvarðar
eru efniviður og um-
hverfi, samstarf við
foreldra og stjórnun
leikskólans."
-Eigum við góða leikskóla á
íslandi?
„Já, við eigum vel útbúna leik-
skóla þar sem fram fer gott
starf, en ég vildi samt gjarnan
sjá fleiri menntaða leikskóla-
kennara við störf í leikskólum
landsins.“