Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skriðjöklar og Húfan í Sjallanum HLJÓMSVEITIN Skriðjöklar og dægurlagapönkhljómsveitin Húfan leika á stórdansleik í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 25. september. Báðar hljómsveitirnar eiga rætur að rekja til Akureyrar og verður vafalítið glatt á hjalla á heimavígstöðvunum. Skriðjöklar eru í hópi þekktustu hljómsveita landsins en sveitin lék síðast í heimabæ sínum um verslun- armannahelgina fyrir troðfullu húsi og stóð gleðin fram undir morgun. Dægurlagapönkhljómsveitin Húf- an er skipuð þeim Rögnvaldi gáfaða og Hreini Laufdal. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli um land allt fyrir frumlega tónlist og sviðs- framkomu, auk þess sem gjafmildi sveitarinnar er annáluð en hún leys- ir jafnan hlustendur sína út með gjöfum af ýmsu tagi. Hafnarfram- kvæmdir í Hrís- ey ganga vel ÞESSA dagana er unnið að fram- kvæmdum við hafnargarðinn í Hrísey. Verið er að lengja garð- inn um sjötíu metra og að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey, mun þetta bæta innsiglinguna í höfnina og auka öryggi sjófarenda til muna. Verkinu skal lokið 30. september og sagðist Pétur Bolli ekki vita annað en að það myndi standast enda hefðu framkvæmdirnar gengið vel. Það er verktakinn Eyjólfur Þór Jónsson sem sér uin framkvæmd þessa verks. „Allt grjót er tekið úr gamalli grjótnámu hér í eynni. Við lögðum stuttan vegarspotta hér meðfram strandlengjunni svo að bílarnir þyrftu ekki að keyra gijótinu í gegnum bæinn,“ sagði Pétur Bolli. Hann sagði að verkið gengi ljómandi vel og taldi það næsta öruggt að því yrði lokið um mánaðamót. Halló Akureyri enn til umræðu í félagsmálaráði Gróðasjónarmið ekki sett ofar velferð barna FELAGSMALARAÐ hefur fjallað nokkuð um hátíðina Halló Akureyri, sem haldin var um vérslunarmanna- helgina. Mikill fjöldi gesta á ýmsum aldri sótti Akureyri heim þessa helgi og var ástand fjölmargra ung- menna ekki alltaf upp á það besta, auk þess sem mikill fjöldi fíkniefna- mála kom upp í tengslum við hátíð- ina. Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar tók saman greinargerð eftir Halló Akureyri-hátíðina í sumai-. Þar kemur fram að ráðgjafadeild bæjar- ins hafi staðið fyrir barnaverndar- vakt um verslunarmannahelgina þriðja árið í röð. Þetta árið skar sig verulega úr miðað við fyrri ár að því Morgunblaðið/Kristján leyti að verkefni barnaverndarvakt- arinnar voru miklu fleiri og alvar- legri. Nú komu starfsmenn að 26 málum vegna 28 barna og snéru þau flest að fíkniefnamálum. Einnig að áfengismálum, nauðgunum, óspekt- um og sjálfsmorðstilraun. Félagsmálaráð samþykkti bókun á fundi sínum nýlega vegna greinar- gerðar fjölskyldudeildar, þar sem kemur m.a. fram að áðumefnd tilvik séu sum hver mjög alvarlegs eðlis og stefni augljóslega lífi og heilsu bama og unglinga í hættu. „Félagsmálaráð Akureyrarbæjar lítur þessa þróun mjög alvarlegum augum og telur það sameiginlega skyldu foreldra og bæjaryfirvalda að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að koma í veg fyrir áhættu- hegðun bama og unglinga. Félags- málaráð telur vímuefnaneyslu bama og unglinga með öllu óásætt- anlega og hvetur til þess að skamm- vinn gróðasjónarmið séu ekki sett ofar velferð barna og unglinga,“ segir ennfremur í bókun félags- málaráðs. Viðhorf foreldra umhugsunarefni I greinargerð fjölskyldudeildai' kemur jafnframt fram að áberandi hafi verið hversu margt ungt fólk hafi verið í bænum og hversu drukkið það var. Einnig virtist vera mikið um fíkniefnaneyslu og viðhorf unglinganna sem tekin voru með eða undir áhrifum fíkniefna voru á þann veg að draga megi þá ályktun að fíkniefnaneysla sé töluvert al- menn meðal unglinga. „Viðhorf foreldra eru einnig um- hugsunarefni þar sem foreldrum fannst í nokkrum tilvikum það ekki tiltökumál þó að 16 ára bam þeirra væri með mikið magn af áfengi und- ir höndum og höfðu jafnvel lagt blessun sína yfir það. Spyrja má hvort við erum að gleyma þeim (fiVMDUSTflSHÖLIHH 6 AKUREVRI ny námskeið hefjast 27. september Skráning í síma 462 4958 Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Giljahverfi Borgarsíða — Bakkasíða Munkaþverárstræti — Helgamagrastræti Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. I Morgunblaðið | Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að faera lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. IMHSl Morgunblaðið/Knstján Það er orðið haustlegt um að litast í Vaglaskógi í Fnjóskadal en þang- að komu margir gestir í sumar. Vaglaskógur vel sóttur í sumar VAGLASKÓGUR í Fnjóskadal var vel sóttur í sumar en gisti- nætur á tjaldsvæðunum í skógin- um urðu liðlega 12.000 talsins. Þetta er svipaður fjöldi gistin- átta og árið 1997 en í fyrra voru gistinæturnar aðeins um 5.000. Meðalíjöldi gistinátta siðustu ár er um 10.000 gistinætur en árið 1990 voru gistinæturnar lið- lega 15.000. Sigurður Skúlason, skógarvörður Skógræktar ríkis- ins á Vöglum, sagði að veðrið réðu mestu um aðsókn í skóginn en gestir væru nú á ferðinni á styttri tíma yfir sumarið en áð- ur. „Flestir tjaldgestir eru nú á ferðinni frá síðustu viku júní- mánaðar og fram í fyrstu viku ágúst en skógurinn var opnaður um miðjan júní.“ Sigurður áætlaði að 30-40.000 manns hefðu komið í heimsókn í Vaglaskóg í sumar en að margir gestir stoppuðu þar aðeins dagpart. Hann sagði að stór hluti af starfsemi Skóg- ræktarinnar tengdist þessum mikla ferðamannastraumi. Það hafí hins vegar ekki verið við- urkennt af ríkinu miðað við þær fjárveitingar sem fást vegna þessa. „Við erum alltaf að reyna að gera fleiri skóga aðgengilega fólki. Fjöldi fólks fer bæði í berja- og sveppatínslu í skóga við Vaglir og Þelamörk í Glæsi- bæjarhreppi en þar er að vaxa upp mikill skógur, bæði villtur og gróðursettur," sagði Sigurð- ur. vanda sem áfengisneysla ungmenna er í ákafanum við að uppræta fíkni- efnaneyslu. Rétt er að rifja upp í því samhengi að áfengisneysla er í nán- ast öllum tilvikum undanfari fíkni- efnaneyslu,“ segir í greinargerð fjölskyldudeildar. Önnur viðhorf um verslunarmannahelgi I lok greinargerðarinnar kemur. fram, að sem innlegg í umræðu um Halló Akureyri megi einnig velta því fyrir sér hvort þau noi-m og við- mið sem íbúar Akureyrar hafa alla jafna t.d. varðandi áfengisneyslu á götum úti séu allt önnur um þessa einu helgi ársins. Það sé sláandi um verslunarmannahelgi að sjá um há- þjartan dag unglinga veltandi um dauðadrukkna og ekki sé góður kostur fyrir fólk með yngri börn að horfa upp á slíkt. Minjasafnið á Akureyri Góð að- sókn í sumar AÐSÓKN að sýningum Minja- safnsins á Akureyri var góð í sumar, mun betri en undanfar- in ár. Safnið var opnað að nýju 19. júní síðastliðinn eftir hátt í tveggja ára lokun vegna við- gerða á húsnæði og uppsetn- ingar á nýjum sýningum. Opnaðar voru í sumarbyrjun tvær nýjar sýningar á safninu, báðar hannaðai- af Þórunni S. Þorgrímsdóttur. Annars vegar Eyjafjörður frá öndverðu, sýn- ing sem rekur sögu Eyjafjarð- ar frá landnámi og fram yfir siðaskipti og er þetta eina sýn- ing byggðasafns á Islandi sem fjallar um miðaldir. Hins vegar er sýningin Gersemar, fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í vörslu Þjóðminjasafns íslands. Þóra Kristjánsdóttir listfræð- ingur á Þjóðminjasafninu valdi gripi á sýninguna, en hún stendur yfir til áramóta og var sett upp í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmæli. Þátttaka í viðburðum sum- arsins var einnig mjög góð, en Minjasafnið stóð m.a. fyrir gönguferðum um Akureyri, fyrirlestrum, starfsdegi í Lauf- ási, tók þátt í íslenska safna- deginum og hélt upp á afmæli Minjasafnsgarðsins auk þess sem efnt var tii vel heppnaðrar sýningar á beinagrind forn- mannsins sem fannst við Hraukbæ síðari hluta ágúst- mánaðar. Þá voru haidnar söngvökur í Minjasafnskirkj- unni, 15 alls og var aðsókn góð. Skólabörn skoða safnið Vetrarstarf Minjasafnsins á Akureyri er nú að hefjast, en safnið verður opið á sunnudög- um frá kl. 14 til 16 í vetur. Mót- taka skólabarna er nú komin í fullan gang aftur eftir tveggja ára hlé. I vetur verður efnt til ritgerðarsamkeppni meðal nemenda í 6. bekk grunnskóla í Eyjafirði í tilefni kristnitökuaf- mælisins. Þá er vinna hafin við undirbúning vegna opnunar nýrrar sýningar um sögu Akureyrar. Sýningin mun fjalla um tímabilið frá kaup- staðamyndun á Akureyri fram til okkar daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.