Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 27 ERLENT Farþegar ganga af göflimum í Madríd Ný frjósemistækni vekur umræðu um siðferðileg álitamál Gæti hugsanlega frestað tíðahvörfum Reuters Prófessor Roger Gosden svarar spurningum fréttamanna í gær. London. Reuters, The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR og breskir læknai- tilkynntu í gær að þeir hefðu þróað aðferð til að græða vef úr eggja- stokkum í konur. Pannig væri kon- um sem gangast þurfa undir með- ferð við krabbameini gert kleift að eignast börn síðar, og jafnvel er hugsanlegt að í framtíðinni verði hægt að fresta eða afstýra tíða- hvörfum. Bandaríski skurðlæknirinn dr. Kutluk Oktay gerði í febrúar að- gerð á ungri bandarískri konu til að gera henni kleift að eignast börn. Margaret Lloyd-Hart var haldin sjúkdómi og þurfti þess vegna að gangast undir erfiða meðferð, sem valdið getur ófrjósemi. Dr. Oktay notaði aðferð sem breski prófessor- inn Roger Gosden þróaði til að fjar- lægja vef úr eggjastokkum hennar fyrir meðferðina á siðasta ári. Vef- urinn vai- geymdur í frysti og var honum svo komið fyrir aftur eftir að meðferðinni var lokið. Hefur Lloyd-Hart gengist undir hormónameðferð síðan, og nýlega hafði hún egglos. Læknarnir segja að áhrif aðgerðarinnar verði ekki að fullu ljós fyrr en níu mánuðum eftir að hún var framkvæmd, en þeir binda vonir við að Lloyd-Hart muni senn hafa eðlilegan tíðahring og reglulegt egglos. Lögðu þeir þó áherslu á að of snemmt væri að full- yrða nokkuð um árangur aðgerðar- innar. Læknamir sögðu á fréttamanna- fundi í gær að þó að það væri fræði- lega mögulegt að beita aðferðinni til að fresta tíðahvörfum um sinn væri afar ólíklegt að unnt væri að afstýra þeim varanlega. Orsök tíðahvarfa er sú að eggin í eggjastokkunum klár- ast, og þar sem vitað er að um 70% eggja eyðileggjast við eggjastokka- ígræðsluna er ljóst að aðgerðin get- ur ekki virkað til frambúðar. Lögðu læknarnir einnig áherslu á að það væri að öllum líkindum heppilegra fyrir konur á breytingaskeiði að nota hefðbundna hormónameðferð en að gangast undir eggjastokka- ígræðslu. Stór orð í fjölmiðlum Oktay og Gosden kynntu niður- stöður sínai’ á árlegum fundi Amer- íkusamtaka um frjósemislækningar í Toronto í Kanada síðdegis í gær. Fréttir um rannsóknir þeirra höfðu þó birst í fjölmiðlum fyrr um daginn og ollu mikilli umræðu. Dæmi voru um að fjölmiðlar slægju því upp í fyrirsögnum að tíðahvörf heyrðu nú sögunni til, en læknarnir vöruðu á fréttamannafundinum við því að draga slíkar ályktanir. í dagblöðum birtust vangaveltur um hvort upp mjmdu koma sið- ferðileg álitamál, eins og til dæmis hvaða afleiðingar það hefði ef not- aðir væru eggjastokkar úr fóstrum sem hefði verið eytt. Ef kona sem gengist undir slíka ígræðslu yrði þunguð væri líffræðileg móðir bams hennar fóstur. Dr. Oktay og prófessor Gosden tóku þó skýrt fram á fréttamannafundinum að markmiðið með tilraunum þeirra væri eingöngu að hjálpa konum sem gangast þurfa undir erfiðar meðferðir við sjúkdómum, og að þeir hefðu ekki hugsað sér að gera tilraunir með að græða vef úr einni konu í aðra. „Eg tel að við séum að upplifa miklar framfarii’. Fyrsta tilfellið opnai’ alltaf flóðgáttirnar og það sem ekki var talið mögulegt verður það skyndilega,“ sagði prófessor Robert Edwards í gær, en hann þróaði ásamt dr. Patrick Steptoe tæknifrjóvgunaraðferðina fyrir rúmum tuttugu árum. Madnd. Reuters. TVÖ hundruð ævareiðir farþeg- ar sein urðu síðla kvölds stranda- glópar á flugvellinum í Madríd, höfuðborg Spánar, reyndu í vik- unni að brjótast inn í flugvél til að leggjast þar til hvflu. Farþegarnir hugðust fljúga með Iberia-flugfélaginu frá Ma- dríd til Barcelona. Flugvél þeirra átti að taka á loft klukkan ellefu að kvöldi sl. þriðjudags, en flug- inu var aflýst á síðustu stundu og gat flugfélagið ekki útvegað far- þegunum gistingu. Farþegarnir gátu ekki sætt sig við að eyða nóttinni á göngum flugstöðvarinnar og brutust út í ranann sem liggur að flugvélun- um. Börðu þeir á dyr flugvélar- innar sem átti upphaflega að flytja þá til Barcelona og reyndu að þvinga þær upp, að því er tals- maður flugfélagsins skýrði frá. „Flugfreyjurnar hlupu allar í burtu,“ hafði spænska dagblaðið El Pais eftir öldruðum ferða- manni sem varð vitni að atburð- inum. Öryggisverðir á flugvellin- um skárust í leikinn og herlög- reglumenn voru meira að segja kallaðir á staðinn, en flugvélin mun ekki hafa skemmst í hama- ganginum. Málið leystist á þann veg að hinir æstu farþegar flugu með annarri vél til Barcelona eftir fjögurra klukkustunda bið. Þr/'r góöir dagar til bílakaupa - fóstudagur, laugardagur og sunnudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.