Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 44
'■«$44 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐUR * ZOPHANÍASSON + Hörður Zoph- aníasson fædd- ist í Reykjavík 12. mai 1955. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítal- ans hinn 19. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar Harðar eru Zophanias Kri- stjánsson, biikk- smiður, f. 27.7. 1931 og Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 11.8. 1927. Þau slitu samvistum. Bræður Harðar eru Kristján, f. 19.4. 1957 og Viðar, f. 5.6. 1963. Systir samfeðra er Steinunn Kristbjörg, f. 14.6. 1973. Hörður kvæntist 1981 Sol- veigu Jóhannsdótt- ur, f. 1.7.1957. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Hrönn, f. 3.5. 1974, sambýlismaður hennar er Þor- steinn Lýðsson, f. 13.3. 1969. 2) Erna, f. 2.5. 1983. Hörður var raf- virkjameistari að mennt og vann hin síðari ár við versl- unarstörf sem tengdust iðn hans. Einnig stundaði hann af og til störf á sjó, bæði á farskipum og fiskiskipum. Útför Harðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Eg hélt þú myndir vinna þetta stríð, ég trúði fram á síðustu mínútu að þú myndir vakna og brosa til okkar og segja: „Hvað er það sem ég get ekki gert?“. En þetta var of mikið, meira *að segja fyrir þig, sterki pabbi minn. Þú ert núna laus eftir allar þessar hræðilegu vikur og það er það eina sem huggar mig að þér líð- ur ekki illa núna. Ég vil trúa því að þú sért að fylgjast með okkur og verðir hjá okkur Ernu því við þurf- um svo á þér að halda, þú varst svo mikill vinur okkar og félagi. Minn- ingin um þig, hjartans pabbi minn, mun lifa með okkur öllum sem söknum þín svo sárt. Ég er og verð alltaf „Gússasinn" þinn. ^ Þín elskandi dóttir, Hrönn. Elsku pabbi minn. Ef þú bara vissir hvað ég elska og sakna þín mikið. Ekki veit hvemig ég á að fara að þessu án þín en ég veit að þú vilt ekki að ég _gefist upp og vilt að ég sé sterk. Eg veit að þetta á eftir að verða erfitt, því þú varst ekki bara besti pabbi í heimi heldur líka besti vinur minn. Ég vil þakka þér fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með þér og allar góðu minn- ingamar. Nú líður þér vel, laus við öll veikindin. Þú barðist eins og hetja, elsku pabbi minn. Þú sagðir ^íka alltaf „ef ég get þetta ekki get- ur það enginn". Við felum guði genginn öðlingsmann, góð er heimvon, það er allra vissa. Samt spyr ég stöðugt: Hvers vegna einmitt hann? Hann sem vildi ég síst af öllu missa. (J.J.) Þín Erna (Úmus). Elsku stóri bróðir, elsku Lolli minn, hvemig gat þetta gerst? Hvemig gátum við látið bera okkur svona ofurliði? Manstu þegar við fómm á landsleiki og töpuðum, þá "*Sagðist ég aldrei fara aftur á lands- leik, það væri til þess eins að pirr- ast og eiga ónýtan dag. Þú svaraðir alltaf: „Svona Kristján, hvernig dettur þér í hug að við vinnum þessi stóm lönd, til þess að vinna þurfa þeir slæman dag og við góð- an, það hefur nú gerst.“ I þessari baráttu þinni með landslið Land- spítalans undir hetjulegri stjóm Þorsteins Svarvaðar var sigur ekki svo fjarlægur. Við áttum okkar góðu daga og vonir. Svo er einsog atburðarrásin taki óvænta stefnu ^feg áður en maður veit er allt tapað. A þessari stundu er gott að eiga minningar um þig frá upphafi. Allar bemskuminningar mínar tengjast þér. Ég man þegar þú fórst með mig á 3-bíóin, Sundhöllina þar sem mamma vann, sunnudagssteikur til Astu ömmu og kókósbolluferð til Kristjáns afa. Við söfnuðum leik- ^ramyndum sem svo gengu kaup- um og sölum innan vinahópsins. Þú kenndir mér að hjóla, á stelpuhjól- inu sem pabbi gerði upp, en gafst upp við að reyna að kenna mér á gítar. Svo í Vogaskóla gat ég leitað til þín frá eldri hrekkjusvínum og þegar ég lauk námi í Bandaríkjun- um vomð þið Solia mætt á staðinn. Það var fátt sem þú gast ekki feng- ist við. Stelpurnar þínar, litlu frænkurnar mínar, sögðu alltaf: „Pabbi getur allt nema hætt að segjast geta allt.“ _ Þessar pabbastelpur þínar, Úmus og Gússass, em framlenging á þér, þínu góða upplagi og breiða faðmi. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með támm. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið - En þegar þig hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Óþ. höf.) Þinn bróðir, Kristján. Elsku Lolli, stóri bróðir. Fyrir einhverjum ámm sagði Úmus dóttir þín við ömmu sína, þegar þær voru bensínlausar á miðjum gatnamótum og allir í kring lágu á flautunni: „Þetta er bara draumur, mig dreymir stundum svona, en svo bara vakna ég.“ Þótt ég viti, sjái og skilji að þetta sé ekki draumur finnst mér samt þetta bara vondur draumur og ég vakni bráðum, hvorki reiður, hissa né dapur. Takk fyrir samfylgdina, elsku bróðir, og sérstaklega seinustu misseri sem við náðum að vera sam- an og rækta böndin. Elsku Ema, Hrönn, pabbi og mamma, megi æðri máttur styðja ykkur í sorginni. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Viðar Zophaníasson. Kæri Hörður. Nú er stuttum en erfiðum veik- indum þínum lokið, þar sem þú barðist hetjulega en varðst að lok- um að lúta í lægra haldi. Mig langar að þakka þér fyrir árin sem við átt- um saman og þó leiðir hafi skilið reyndist þú dætrum okkar alltaf hlýr og góður faðir. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. Hvíl í friði. Solveig. Mér er minnisstætt þegar ég sá Hörð mág minn í fyrsta skipti. Ég var á leiðinni að heimsækja Krist- ján bróður hans í Hraunbæinn. Herði mætti ég á leiðnni upp stig- ann og ekki virðist ég nú hafa þekkt Kristján meira en það, eða þeir bræður svona sláandi líkir, að ég ruglaði þeim saman og heilsaði Herði eins og um Kristján væri að ræða. Hörður brosti góðlátlega, leiðrétti misskilninginn og hélt sína leið. Ég hinsvegar skammaðist mín hræðilega og var lengi miður mín (svo mjög að ég man þetta enn í dag), því gjaman viU maður halda ákveðinni reisn þegar maður hittir tengdafólkið sitt í fyrsta skipti. Meðan Hörður og Solla bjuggu í Viðarásnum vorum við Kristján tíð- ir gestir á heimili þeirra, einfaldlega vegna þess að þar leið okkur betur en á flestum öðrum stöðum. Það var alltaf höfðinglega tekið á móti okk- ur þó að þeim hjónum hafi örugg- lega stundum fundist nóg um áganginn. Eftir að þau Solla skildu fækkaði því miður þeim gæðastund- um sem ég átti með Herði, en ein- hvem veginn fannst mér við hafa alla framtíðina fyrir okkur í þeim efnum. En hlutirnir fara oft öðravísi en maður ætlar. Sá sem kynntist Herði gat ekki annað en þótt vænt um hann. Alltaf brosandi, hlýr, segj- andi eitthvað fallegt, uppörvandi, hughreystandi Tilbúinn með opinn arminn og þétt faðmlag þegar ein- hver átti um sárt að binda Gaf alltaf stærstu og úthugsuðustu gjafimar þó að hann hefði ekki mikið hand- anna á milli, svo mikla þörf hafði hann fyrir að gleðja fólkið sitt. Reyndist mér klettur þegar ég þurfti á að halda. Þegar ég hugsa tO baka er ekki laust við að ég fái sam- viskubit, mér finnst að ég hafi þegið miklu meira en ég gaf. Hann var aðeins 44 ára gamall, alltof ungur til að deyja. Það er þó enginn vafi í mínum huga að Hörð- ur verður áfram meðal okkar, bara á annan hátt en áður. Aðskilnaður- inn er erfiður en varir þó aðeins brot af eilífðinni. Elsku Hrönn, Ema, Inga, Sófi, Kristján, Viðar og Steina, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hafið hugfast: Að lifa er að elska, og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið. (Gunnar Dal.) Og til þín Hörður beini ég eftir- farandi ljóðlínum: Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Björk Ólafsdóttir. Elskulegur vinur minn, Hörður, eða Haui eins og ég kaUaði hann aUtaf, er látinn langt um aldur fram. Hann var fluttur fársjúkur á sjúkrahús í ágústmánuði þar sem hann sofnaði síðan svefninum langa sunnudaginn 19. september. Hvenær eða hvemig kynni okkar hófust man ég ekki nákvæmlega. Það hefur verið upp úr 1970 eða fyr- ir hartnær þrjátíu áram. Það var á tíma bjölluatanna og símaatanna, Selássjoppunnar og Halla Þór. Það var þegar mjólkin var á hymum og maður var sendur í mjólkurbúðina með grænt net. Við höfðum bæði flutt úr Vogunum upp í Arbæ og bjuggum nánast hlið við hlið. Bæði héldum við tryggð við okkar gamla hverfi til að byrja með, sóttum þangað skóla og héldum í gamla fé- laga. Ég var látin skipta um skóla eftir fyrsta veturinn og gerðist þar með Arbæingur. Haui var eldri og hélt áfram í Vogaskóla. Kristján bróðir hans og ég urðum bekkjarfé- lagar en það breytti engu um vin- áttu mína og stóra bróður. Kristján fór sínar eigin leiðir og átti aðra vini en krakkahópurinn var stór og stundum vora allir saman. Við Haui voram mikið saman og hafði búseta okkar þar vafalaust einhver áhrif, það var svo stutt að skjótast. Það þótti heldur ekki algengt að ung- lingar af gagnstæðu kyni héldu slíkri vináttu jafn lengi og við gerð- um. Ýmislegt var brallað og spjall- að. Við gátum endalaust spjallað enda ágætlega málgefin bæði og svo hlustuðum við auðvitað á tónlist. Haui var mikill þungarokksaðdá- andi og Deep Purple var hans uppá- haldshljómsveit. Við höfðum bæði séð Led Zeppelin á tónleikum í Laugardalshöllinni og þótti það sko ekki lítið merkilegt. Ég hafði bætt um betur og líka náð Deep Purple- tónleikunum sem hann öfundaði mig ekki lítið af og var það senni- lega það eina sem ég gat virkilega strítt honum á. Inga, móðir Haua, hafði oft stóran krakkaskara á heimili sínu og var einstakt hve gæska hennar og þolinmæði var mikil. Þetta fundum við og þótti gott að vera á heimili hennar og strákanna. Árin liðu og smám sam- an mótaðist vinahópurinn í þá mynd sem hann hélst í næstu árin. Ég kynnti Haua fyrir bekkjar- systur minni og vinkonu, Solveigu Jóhannsdóttur, Sollu, þau urðu par. Fleiri fóru að festa ráð sitt og böm- in tóku að fæðast. Haui og Solla urðu mjög ung foreldrar sem varð reyndar raunin með fleiri vini okk- ar. Þau vora óaðskiljanleg árið sem við vinkonumar, Solla, Rut og ég voram í landsprófi. Þá var Haui far- inn að vinna fyrir sér og hafði til umráða forláta Moskowitz-station- bíl og hann keyrði okkur oft heim þennan vetur. Það vora skemmti- legar og eftirminnilegar ferðir. Það var alltaf glatt á hjalla þar sem þetta Arbæjargengi kom sam- an, mikið hlegið og óspart gert grín að hinum ýmsu meðlimum hópsins. Þar fór Haui fremstur í flokki enda skapgóður að eðlisfari, glaðsinna og hláturmildur. Hann hafði gaman af að segja sögur, leika þær og ýkja, t.d af sér og Vigga sem tók öllu af stöku æðraleysi og leyfði vini sínum að láta móðan mása og láta eins og honum var einum lagið. Við hin lág- um aivelta af hlátri og hlustuðum á vel kryddaðar frásagnir af Vigga og Haua borðandi svið uppi á Geithálsi, sveitaballaferðum, útileguferðum, ballferðum í Klúbbinn, ferðum á rúntinn svo að eitthvað sé tínt til. Og ef eitthvert okkar hafði látið ein- hver orð falla sem orkuðu tvímælis og verið svo óheppinn að Haui hafði heyrt þau þá urðu til sprenghlægi- legar sögur af því sem urðu margar býsna lífseigar. Þegar ég svo dró kærastann og væntanlegt mannsefni mitt á fund þessara háværa og hláturmildu fé- laga minna var sem á hann rynnu tvær grímur. Hvers lags fólk þetta væri eiginlega? Honum var nú samt tekið opnum örmum og varð fljót- lega einn af okkur. Hópurinn sam- anstóð af Haua, Sollu, Asdísi, Vigga, Önnu Björgu, Dóra, Möggu, Bryn- dísi, Rabba, Rut (og síðar Bigga) mér og Hjalla. Margir fleiri hafa komið við sögu en þetta er sá kjami sem enn stendur og hefur haldið sambandi í gegnum öll þessi ár. Tíminn leið og hópurinn tók að tvístrast, hver og einn upptekinn við nám og störf, stofna heimili og síðast en ekki síst að flytja úr Ár- bænum. Haui og Solla eignuðust tvær myndarstúlkur, Hrönn og Emu, en þau slitu sambúðinni fyrir nokkram áram. Eftir það höfðum við Haui lítið samband. Við voram samt að rekast hvort á annað nokkram sinnum sl. tvö ár. Haui vann hin ýmsu störf í gegnum árin. Hann lærði rafvirkjun og vann við það um tíma en vann einnig sem sölumaður og svo fór hann alltaf á sjóinn inn á milli. Síðastliðið ár vann hann sem leigubílstjóri. Við vinkonumar hittumst hjá Sollu í vor til að líta augum nýtt heimili hennar og Emu. Þetta var 12. maí, á afmælisdegi míns kæra vinar, Haua. Hann kom og keyrði okkur heim og það urðu nú heldur en ekki fagnaðarfundir. Ég knúskyssti hann svoleiðis á hlaðinu hér heima að hann sá ástæðu til að segja frá því. Ég held að honum hafi svo sem aldrei blandast hugur um það að mér þætti alltaf jafn vænt um hann. Hvoragt okkar leit á þetta sem einhvers konar kveðjustund en vissulega hafði ég áhyggjur af heilsu hans. Nú er þessi vinur minn allur og ég votta eftirlifandi aðstandendum djúpa samúð. Einnig flyt ég kveðjur frá vinahópnum. Elsku Hrönn, Ema, Inga og Solla, megi góður Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúó þinni er sáð og gleði þín uppskorin Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur afheilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Þvi að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni. (Ur Spámanninum.) Þóra Ársælsdóttir. Gamall vinur og fyrram starfsfé- lagi er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, og okkur félagana langar að minnast hans í fáeinum orðum. Hörður, þessi Ijúfa sál, hafði sína kosti og galla eins og við öll en við ætlum ekki að minnast hans hér með einhverri væmni. Það hefði ekki verið í hans anda og við gætum eins átt von á því að hann myndi vitja okkar fyrir tiltækið. Við getum þó ekki komist hjá því að minnast að- eins á glettni hans og húmor sem vora hans aðalsmerki. Drengurinn var ótrúlega orðheppinn og snöggur að átta sig á aðstæðum, alltaf tilbú- inn með einhveijar hnittnar athuga- semdir. Fyrir nokkram áram þegar Hörð- ur var á leið í vinnu einn júnímorg- unn heyrðist í fréttunum að hret hefði gert fyrir norðan og snjóað niðrí hlíðar. Það stóð ekki á okkar manni, hann branaði í vinnuna, greip tólið, hringdi norður í viðskiptavini sína og óskaði þeim gleðilegra jóla. Mikið hlakkaði í honum þá - og Norðlendingamir montuðu sig ekki meira af veðrinu það árið. Þetta lýsir Herði í hnotskum, aldrei nein logn- molla í kringum hann. Það var aUtaf spennandi að mæta í vinnuna og sjá hverju hann tæki upp á eða hvaða guUmolar myndu falla af vöram hans þann daginn. Hörður sá tU þess að okkur leiddist aldrei í vinnunni. Kæra aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúð, megi minning- in um góðan dreng vera ykkur styrkur í sorginni. Hörður Guðjónsson, Gunnar Þórarinsson. Þegar um nætur þögla stund ég þreyi einn og felli tár og hjartað slegið und við und um öll sín hugsar djúpu sár, þá er sem góður andi þrátt að mér því hvísli skýrt, en lágt: „Senn er nú gjörvöll sigruð þraut, senn er á enda þymibraut." (Kristján Jónsson) Hörður, minn kæri vinur. Ég mun ávallt sakna þín. Þú gast alltaf komið manni til að hlæja með þínum góða húmor og saklausa prakkara- skap. Þrátt fyrir ýmsar raunir og áföll í lífinu þá tókstu þeim með æðraleysi og karlmennsku. Þú varst óeigingjam vinur í raun og ávallt tilbúinn að hjálpa. Ég veit að sökn- uður þinna nánustu er gríðarlega mikill, en minning um góðan dreng mun ávallt lifa. Ég veit að nú spilar þú með þeim bestu. Hvfl í friði vinur minn. Helgi Björnsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.