Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI ÍSLANDS Á AUSTURLANDI Yngsta kynslóð Vopnfirðinga tók hlýlega á móti forsetanum. Hrafnkell A. Jónsson, héraðsslqalavörður, útskýrir byggingu tilgátuhússins. Heimsókn forseta íslands til Austurlands Menningar- og sögulegar áherslur FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt í gær áfram ferð sinni um Austurland. En hann er nú í opin- berri heimsókn í Norður-Múlasýslu og Fjarðabyggð og voru Fellabær, Norður-Hérað, Bakkafjörður og Vopnafjörður heimsótt að þessu sinni. Það var Lárus Bjamason sýslu- maður sem tók á móti forsetanum við sýslumörkin á Fagradal og var ekið þaðan til Fellabæjar þar sem oddvit- inn, Eyjólíúr Valgarðsson, tók á móti gestum og fylgdi þeim um bæinn. í Fellaskóla ræddi forsetinn við nemendur og skoðaði vinnu þeirra. En þar mátti sjá 7. bekkjar nemendur vinna hörðum höndum að gerð fresku, sem unnin er fyrir samtökin ,Art Child“. Freskan sem sýnir framtíðar- sýn nemendanna, verður send til New York ásamt annarri, en þar verður hún hluti sýningar þar sem börn víðs- vegar að úr heiminum tjá framtíðar- sýn sína. Fellaskóli er eini íslenski skólinn sem tekur þátt í verkefninu. Leikskólaböm í Hádegishöfða voru sótt heim þar sem þau sátu og lituðu Lagarfljótsorminn og fullvissuðu þau forsetann um tilvist ormsins. Þá var virkjanasvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella skoðað í fylgd Guðmundar Da- víðssonar, framkvæmdastjóra Hita- veitunnar. En þar bættist í hópinn Hákon Aðalsteinsson, hreppstjóri Fljótsdalshrepps, sem veitti forseta og fylgdarliði leiðsögn um nálægar sveitir. Bygging tilgátuhússins skoðuð Því næst var haldið til Norður-Hér- aðs, en þar veitti Hrafnkell A. Jóns- son héraðsskjalavörður leiðsögn um tilgátuhúsið að Litla-Bakka. Torf- kirkjan sem þar rís er hluti tilrauna til að endurgera fomminjar í sem upp- runalegastri mynd, en reyna á þannig að kanna um leið stað- og lifnaðar- hætti fólks á fyrri öldum. Fram- kvæmdin vakti töluverðan áhuga hjá forsetanum sem sagði hana merka og áhugavert yrði að fylgjast með hvem- ig tíminn og veðráttan leiki kirkjuna. A Norður-Héraði vora einnig heim- sóttir nemendur Brúarásskóla og starfsfólk Sláturhúss KHB. Hádegis- verður var snæddur í Svartaskógi í boði Fellabæjar og Norður-Héraðs og léku nemendur tónskóla Norður-Hér- aðs þar nokkur lög. Oddviti Bakkafjarðar, Steinar Hilmarsson, tók á móti forsetanum á svæði smábátahafnar Bakkafjarðar og var litið inn í fiskverkun Gunnólfs hf., gamla bryggjan skoðuð og rætt við heimamenn yfir kaffisopa í grann- skóla staðarins. A Vopnafirði var forsetanum síðan tekið opnum örmum af yngri kynslóð- inni, sem fagnaði honum veifandi fán- um og tók nokkur lög fyrir gesti eftir að hafa reynst ófeimin við að ræða við forsetann um skólann, lífið og hvað- eina annað sem þeim lá á hjarta. Grannskóli Vopnafjarðai’ var þá skoð- aður í fylgd Aðalbjöms Bjömssonar, en unnið er að mikilli stækkun á skól- anum, sem mun hafa bætt við sig bæði bókasafni og tónlistarskóla næsta haust. Þá var gengin stuttur hringur um bæinn og m.a. numið stað- ar við minnisvarða skáldsins Gunnars Gunnarssonar. Kvöldverður var snæddur á Hótel Tanga og héraðssamkoma haldin síð- ar um kvöldið í íþróttahúsi staðarins. Þar afhenti forseti „Hvatningu forseta íslands til ungra íslendinga", auk þess sem fram komu Samkór Vopna- fjarðar og nemendur úr Tónlistar- skóla Vopnafjarðar. Morgunblaðið/Þorkell Nemendur í sjöunda bekk Fellaskóla mála fresku sem tjáir framtíðar- sýn þeirra. Myndin verður send á sýningu í New York. Sjö ungmenni hljóta viðurkenningu Á HÁTÍÐARSAMKOMU á Vopnafirði í gærkvöld var sjö ungmennum veitt viðurkenning forseta íslands, „Hvatning for- seta íslands til ungra íslend- inga“, en hún var fyrst veitt haustið 1996. Á Vopnafirði fór afhendingin fram á héraðssam- komu í íþróttahúsi staðarins. Við- urkenninguna hlutu að þessu sinni: Helga Ösp Bjarkadóttir, 15 ára Vopnfirðingur, en hún hefur sýnt mikinn dugnað í félagsmál- um og unnið ötullega og af ósér- hlífni fyrir unglingadeild Björg- unarsveitarinnar Vopna. Ingi- björg Ólafsdóttir, 15 ára Vopn- firðingur, sem hefur þrátt fyrir erfíð veikindi sýnt eftirtektar- verðan dugnað við að þjálfa sig og stundar nú íþróttir af miklu kappi. Jóhann Gunnarsson, 18 ára, frá Refsstað. Jóhann er afar góður nemandi og hefur sýnt ein- stakan námsárangur á landsvísu. Kári Gautason, 10 ára, frá Grænalæk, En hann er skapandi einstaklingur með góða hæfileika til að túlka hlutina á fjölbreyttan hátt í máli, myndum og með leik- rænni tjáningu. Theodóra Rún Baldursdóttir, 11 ára Vopnfirð- ingur, sem þykir frábær nemandi og hefur sýnt einstakan námsár- angur á landsvísu. Tryggvi Aðal- björnsson, 13 ára Vopnfirðingur, sem er afburðanámsmaður og hefur einnig sýnt góða hæfileika í tóniistarnámi. Hann hefur á skömmum tíma tekið III stig í saxófónleik. Þuríður Árnadóttir, 10 ára, frá Vopnafirði, sem hefur sýnt framúrskarandi árangur og skjótar framfarir í hljóðfæra- námi. V opnfírðingar áminning um mikil- vægi menningar FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði söguna og bók- menntir að umræðuefni sínu á hér- aðssamkomu í íþróttahúsinu á Vopnafirði í gærkvöld. Þar sagði hann m.a. að þakka bæri Vopnfirð- ingum sinn þátt í íslenskri bók- menntasögu og sagði menningará- huga þeirra þarfa áminningu fyrir íslendinga. I ræðu sinni sagði forsetinn sögu og bókmenntir, jafnt fomar sem nýjar, eiga djúpar rætur á Vopna- firði, því í umhverfí staðarins væri að finna bæði söguslóðir og efnivið skáldverka sem ættu sér tryggan sess í íslenskri menningu. Vopnfirð- ingasaga væri t.d. gott dæmi um slíkt, auk helsta skálds staðarins, Gunnars Gunnarssonar. Andinn sem er innblástur listamanna Vestur-íslendingar með ættir að rekja tU Vopnafjarðar urðu forset- anum einnig að umræðuefni, en hann sagðist hafa hitt marga þeirra á ferð sinni um Bandaríkin og Kanada fyrr á árinu. Forsetinn sagði þá áhugasama um uppruna sinn og heimabyggðir forfeðra sinna á Vopnafirði. Verðugt viðfangsefni væri að rækta tengsl við þá og gam- an í því sambandi að búa tU dag- skrár sem gerði Vestur-íslending- um kleift að kynna sér heimabyggð forfeðranna. Forsetanum varð einnig að um- talsefni menningaráhugi Vopnfirð- inga en þeir hafi á síðari árum skapað sér menningardaga og -vik- ur sem vakið hafi athygli allrar þjóðarinnar sakir frumleika, at- orku og víðsýni. Slíkt væri sönnun þess að í austfirskum byggðum búi andinn sem veiti hirðmönnum list- anna innblástur til ódauðlegra verka. Menningarviðburðir á Vopnafirði væru því þjóðinni þörf áminning um að rækta vel efnivið- inn sem búi í byggðum landsins, sem og að varðveita hæfUeika til nýrra verka og listrænnar túlkun- ar. Þetta væri ekki síst áminning um að menning sé sameign þjóðar- innar og sem slík ekki bundin við starfstíma stofnana á höfuðborgar- svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.