Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ fMnfgtiínMaMlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARANGUR LÖGREGLU OG TOLLGÆZLU MIKILL árangur hefur náðst hjá lögreglu og tollgæzlu í baráttu gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna. Lögreglan í Reykjavík lagði nýlega hald á 24 kg af hassi, 6 þúsund e-töfl- ur, 4 kg af amfetamíni og 1 kg af kókaíni. Fjórir menn sitja í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins og tveggja er enn leitað erlendis. Ennfremur hefur lögreglan lagt hald á átta dýrar bifreiðir, sem tengjast mönnunum, sem handteknir hafa verið. Verðmæti þeirra ásamt fleiri eignum þeirra, sem eru í gæzluvarðhaldi, mun nema um 51 milljón króna. Árangur yfír- valda í baráttunni gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna hefur því borið verulegan árangur, því að þetta magn er meira en áð- ur hefur fundizt í baráttunni gegn fíkniefnainnflutningi. I Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag segir m.a.: „Ánægja ríkir meðal lögreglu og tollgæzlu með samstarf það sem leitt hefur af sér þann árangur, sem náðst hefur nú þegar í málinu. Telur tollgæzlan að í málinu hafi reynt á samstarfssamning í fíkniefnamálum, sem gerður var milli embættis ríkislögreglu- stjóra og tollgæzlunnar í vetur. Þá hefur mannafli beggja aðila verið samnýttur og tollgæzlan tekið aukinn þátt í rannsókninni sem slíkri, m.a. farið í húsleitir ásamt lögreglu sem telst nýlunda í starfsemi tollgæzlunnar.“ Fyrir rétt rúmum 6 mánuðum var umræddur samstarfs- samningur milli ríkislögreglustjóra og ríkistollstjóra undirrit- aður. Það er því ánægjulegt að þessi árangur næst svo fljótt sem raun ber vitni. Samningarnir voru kynntir á sínum tíma undir kjörorðinu „Tökum höndum saman gegn fíkniefnum," en vinnuhópur á vegum beggja embætta hafði þá unnið að tillög- um um samstarfið frá því í nóvember á síðasta ári. Ríkislögreglustjóri sagði er samstarfið var kynnt í marz- mánuði síðastliðnum að með samningnum væri verið að koma í veg fyrir að ííkniefnamarkaðurinn á Islandi fengi að vera óáreittur. „Við erum að reyna að ráðast gegn fíkniefnamarkað- inum með samstilltum vinnubrögðum lögreglu og tolls.“ Þau vinnubrögð hafa þegar skilað mikilvægum árangri og ber að fagna því. MENNTUN OG ATVINNULÍF FJÖLBREYTNI í íslenzku atvinnulífi hefur farið stöðugt vaxandi undanfarin ár og krefst það margs konar sér- fræðiþekkingar og tæknikunnáttu, sem ekki þekktist fyrir ör- fáum áratugum. Nýjar atvinnugreinar hafa sprottið upp, sem eru taldar vaxtarbroddur efnahagslífsins og má þar nefna hug- búnaðargerð. Þörf hefðbundinna atvinnugreina á sérmenntuðu og sérþjálfuðu fólki vex hratt, m.a. vegna örrar tækniþróunar. Þetta hefur haft í för með sér, að sumar greinar atvinnulífsins eiga í erfiðleikum með að fullnægja þörf á vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki. Það hefur aftur í för með sér, að álag er víða of mikið á starfsfólki og vinnutími langur. Fari fram sem horfír má búast við, að þetta hamli nauðsynlegri tæknivæðingu og þróun atvinnulífsins, en það mun spilla samkeppnishæfni ís- lenzkra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, vék sér- staklega að menntunarmálum í ræðu sinni á stofnfundi þeirra fyrir skemmstu. Hann lýsti því sem einu af meginmarkmiðum samtakanna í framtíðinni að taka þátt í umfjöllun bæði hér- lendis og erlendis um menntamál, rannsóknar- og þróunar- störf, auk þess sem umhverfis- og orkumál yrðu mikilvæg í starfsemi þeirra. Hann kvað Samtök atvinnulífsins myndu leggja áherzlu á, að fyrirtækin ættu kost á vel menntuðu fólki á vinnumarkaði og að ungt fólk ætti völ á áhugaverðum störf- um og góðri afkomu í íslenzku atvinnulífi. Finnur kvað mikilvægi menntunar sívaxandi fyrir atvinnu- lífið og leyfa þyrfti framtakssömum einstaklingum að spreyta sig á rekstri skóla. Nýjar lausnir ættu að vera eftirsóknar- verðar bæði fyrir nemendur og kennara - og ekki sízt atvinnu- lífið, sem bráðvantaði hæft og menntað starfsfólk. Formaður SA hefur hreyft hér athyglisverðri hugmynd, sem full ástæða er til að fylgja eftir. Vafasamt er, að hefðbundnir skólar geti menntað og þjálfað nemendur í takt við þá öru þró- un, sem einkennir atvinnulíf nútímans, nema þá með sérstök- um ráðstöfunum. Eðlilegt er, að Samtök atvinnulífsins taki þau mál upp við menntamálaráðuneytið og geri þá nánari grein fyrir þeirri hugmynd, sem nýkjörinn formaður þeirra hefur nefnt um nýjar lausnir á skólarekstri. Skattleysismörk hafa dregist aftur úr launaþróun segir í skýrslu ASÍ og BSRB Dregið hefur úr tekjujöfn- unarhlutverki skattkerfísins Tekjumunur hefur aukist í þjóðfélaginu vegna breytinga á tekjuskattskerfínu á und- anförnum árum. I skýrslu Alþýðusambands —7---------------------------------------- Islands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um launamanninn og skattkerfið segir að þar sem skattleysismörk hafí dregist aftur úr launaþróun hafi skattbyrðar hinna lægst launuðu aukist hlutfallslega mest. EKJUSKATTSKERFIÐ hefur tekið umtalsverðum breytingum á síðustu árum þar sem skattleysismörk hafa dregist mjög aftur úr launaþró- un. Slík breyting þyngir skattbyi'ðar hinna lægst launuðu hlutfallslega mest og eykur því tekjumun í samfé- laginu. Ráðstöfunartekjur þeirra aukast hlutfallslega minna en þeirra sem hæst hafa launin og því hefur dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins þrátt fyrir lækkun tekjuskattshlutfallsins um 4 prósentu- stig á síðustu árum. Þetta kemur meðal annars fram í ít- arlegri skýrslu sem Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna rík- is og bæja hafa unnið um launamann- inn og skattkerfið. Á blaðamannafundi í gær þar sem skýrslan var kynnt sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, að með því að leggja fram þessa skýrslu nú vildu samtökin kort- leggja stöðuna í þessum efnum til að mynda hvað varðaði samspil bóta og skattkerfisins. Skýrslan yrði umræðu- grundvöllur í samtökunum, en auðvit- að vildu þau einnig að skýrslan yrði notuð sem vinnugagn og upplýsingarit hjá þeim sem endanlega tækju ákvarðanir um skattkerfisbreytingar. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Islands, tók í sama streng. Samtökin væru ekki með þess- ari skýrslu að kynna tillögur til breyt- inga á sköttum. Fyrst og fremst væru samtökin að kynna hér mjög gagnlega úttekt á skattkerfinu sem yrðu vænt- anlega á næstu vikum skoðaðar með hliðsjón af hugsanlegri tillögugerð til breytinga á skattkerfinu við gerð kjarasamninga. „Eg ætla ekkert að fullyrða um hvort það verður, en ef það verður þá eru þetta mjög mikil- vægar upplýsingar sem við erum með hér. Þær gera okkur líka mun auð- veldara að bregðast við tillögum og hugmyndum um breytingar á skatt- kerfinu," sagði Grétar. Hann bætti því við að samtökin legðu mikla áherslu á það í framtíðinni að allar ákvarðanir sem teknar væru um breytingar á skattkerfinu grund- völluðust á mjög ítarlegri úttekt á hvaða afleiðingar þær myndu hafa. Umsamdar launahækk- anir skila sér misvel Skýrsluhöfundar eru Edda Rós Karlsdóttir og Rannveig Sigurðar- dóttir, hagfræðingar ASI. I skýrslunni segir að skoða verði sérstaklega áhrif skattkerfisins og breytinga á því á ráðstöfunartekjur hinna lægst laun- uðu og þeirra sem beri þyngstar fram- færslubyrðar með það að markmiði að tryggja að þessir hópar njóti í raun kjarabóta. Það sé staðreynd að um- samdar launahækkanir og tekjuaukn- ing almennings skili sér misvel og nið- urstaðan sé sú að rót vandans felist í samspili tekjuskattkerfisins og tekju- tengingar bóta. „Þótt skattbyrði sé lægri hér á landi en í flestum við- skiptalöndum Islands og umtalsverð tekjujöfnun eigi sér stað í gegnum skattkerfið er sá vandi enn óleystur að þeir hópar sem verða harðast fyrir barðinu á svokölluðum ,jaðaráhrifum“ skatta- og bótakerfis er fólk með lágar millitekjur og þungar framfærslu- byrðar. Auknar tekjur vegna launa- hækkana eða meiri vinnu skila sér mun verr til þeirra sem hafa börn á framfæri og njóta barnabóta eða bera miklar vaxtabyrðar vegna húsnæðis- skulda,“ segir í skýrslunni. Þá segir að eitt af þeim vandamál- um sem menn standi frammi fyrir þegar gera eigi úrbætur á skattkerf- inu sé hvernig hægt sé að draga úr jaðaráhrifum á þá hópa sem verst hafi orðið fyrir barðinu á þeim án þess að eyðileggja um leið þau áhrif til jöfnun- ar tekna og aðstöðumunar sem sé ann- að af meginmarkmiðum skattkerfisins að rnati verkalýðshreyfingarinnar. I skýrslunni er farið yfir ýmsa möguleika á lagfæringum innan nú- verandi skattkerfis, auk þess sem hugmynd um fjölþrepa skattkerfi er varpað fram sem mögulegri lausn. „Helsti kostur fjölþrepa skattkerfa, sem tíðkast í nær öllum ríkjum OECD nema hér á landi, er sá að jaðaráhrif vegna hækkandi tekna og tekjujöfn- unar skattkerfisins, fer fram með sjálfri tekjuskattsálagningunni. Greitt er hærra skatthlutfall af hærri tekj- um. Þetta felur einnig í sér að hægt er að hafa bein áhrif á skattbyrði mis- munandi tekjuhópa, ólíkt því sem er í núverandi kerfi þar sem allar breyt- ingar snerta alla skattgreiðendur. Auðveldara verður því að beita skatt- kerfinu til sveiflujöfnunar. Helsti ókosturinn er sagður vera flókin fram- kvæmd. En eins og fram kemur í greinargerð ríkisskattstjóra vegna fyrirspurnar skýrsluhöfunda, hefur ný upplýsingatækni auðveldað mjög alla framkvæmd. Auk þess snýr „einfald- leiki“ íslenska tekjuskattkerfisins bara að innheimtuaðilanum en ekki launafólki. Það er staðreynd að launa- fólk sem hefur börn á framfæri og skuldar húsnæðislán stendur frammi fyrir sex mismunandi skattþrepum vegna tekjutengingar bóta. Gagnvart launafólki er því helsti munurinn á hinni íslensku útgáfu af fjölþrepa skattkerfi og þeim sem tíðkast í öllum helstu viðskiptalöndum okkar sá að hér eru hæstu skattprósenturnar hjá þeim sem eru með lágar millitekjur," segir síðan. Sex skattþrep en ekki tvö í einstökum köflum skýrslunnar er fjallað um ólíka þætti skattkerfisins hér á landi og erlendis. Til að mynda er fjallað ítarlega um tekjujöfnun og ráðstöfunartekjur einstakra fjöl- skyldugerða og fjallað um samspil skattleysismarka, hátekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta og birt dæmi þar um. Til dæmis kemur fram að úti- vinnandi hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára og hitt eldra, sem skulda 5 milljónir króna, og hafa 150 þúsund krónur í heildartekjur á mán- uði fá rúmar 31 þúsund krónur til baka úr skatt- og bótakerfinu í hverj- Meðalskattbyrði hjóna með tvö börn Heildartekjur Tekju- Barna- Vaxta- Bætur - Meðal- á mánuði skattur bætur bætur skattur skattur kr. 150.000 -8.552 20.200 19.418 +31.066 -20,7% 200.000 -26.955 15.700 17.167 +5.912 -3,0% 250.000 -45.358 11.200 14.167 -19.991 +8,0% 350.000 -82.164 2.200 8.167 -71.797 +20,5% Hversu mörg eru tekjuskattsþrepin? Skattþrep hjóna sem ekkert skulda og ekki eiga börn Fjöldi skattþrepa Tekjumörk m.v. skattstofn Skatt- prósenta 0 0% 1. þrep 121.695 38,34% staðgreiðsla hefst 2. þrep 533.000 45,34% greiðsla hátekjuskatts hefst Skattþrep hjóna með tvö börn og 4 m.kr í húsnæðisskuld Fjöldi skattþrepa Tekjumörk m.v. skattstofn Skatt- prósenta 0 0% 1. þrep kr. 54.144 6% skerðing vaxtabóta hefst 2. þrep 97.464 15,00% skerðing barnabóta hefst 3. þrep 121.695 53,34% staðgreiðsla hefst 4. þrep 241.581 44,34% barnabætur búnar 5. þrep 377.788 38,34% vaxtabætur búnar 6. þrep 533.000 45,34% greiðsla hátekjuskatts hefst Skattþrep einhleypra foreldra með tvö börn og 3 m.kr í húsnæðisskuld Fjöldi skattþrepa Tekjumörk m.v. skattstofn Skatt- prósenta 0 0% 1. þrep kr. 48.732 9% skerðing barnabóta hefst 2. þrep 60.848 47,34% staðgreiðsla hefst 3. þrep 87.633 53,34% skerðing vaxtabóta hefst 4. þrep 266.500 60,34% greiðsla hátekjuskatts hefst 5. þrep 283.333 54,34% vaxtabætur búnar 6. þrep 356.665 45,34% barnabætur búnar um mánuði eða sem nemur 20,7%. Ef sömu hjón eru með 350 þúsund króna mánaðartekjur greiða þau hins vegar tæpar 72 þúsund krónur í skatt á mánuði og er skatthlutfall þeirra því um 20%. I framhaldinu er fjallað um jaðar- skatta og bent á að skattþrep barna- fólks með húsnæðisskuldir eru í raun sex í samanburði við tvö hjá þeim sem engin börn eiga og ekkert skulda. I síðara tilvikinu er einungis um að ræða tekjuskattsprósentuna 38,34% og hátekjuskattinn til viðbótar þegar tilteknum tekjum er náð. Skattpró- senta þeirra verður hæst 45,34% á fjölskyldutekjur umfram 533 þúsund krónur. Skattprósenta hjóna með tvö börn og húsnæðisskuld sem nemur fjórum milljónum króna verður hins vegar hæst 55,34% og rúm 60% hjá einhleypu foreldri með tvö börn og þriggja milljón króna húsnæðisskuld. Er það við 266 þúsund króna mörkin þegar greiðsla hátekjuskatts hefst. Þá er í sérstökum kafla fjallað um kjarasamningana 1997 og skattbreyt- ingarnar síðan þá, en á þessu tímabili hefur skattprósentan lækkað um fjög- ur prósentustig. Þá hefur hátekju- skattur hækkað úr 5% í 7% og tekju- viðmið hans úr 234 í 260 þúsund kr. hjá einstaklingi og 520 þúsund kr. hjá hjónum, auk þess sem barnabætur voru að fullu tekjutengdar. Fjallað er um samhengi skattleysismarka, per- sónuafsláttar og skattprósentu og bent á að ef persónuafslætti sé haldið óbreyttum þegar tekjuskattsprósenta sé lækkuð hækki skattleysismörkin, en þau lækki hins vegar í raun sé þeim haldið óbreyttum þegar tekjuskatts- prósenta lækki. í fyrra tilvikinu kost- ar lækkun tekjuskatts um eitt pró- sentustig ríkissjóð 2,6 milljarða króna, en í því seinna 1,5 milljarð króna og því skipti þetta samhengi meginmáli. Fram kemur að með því að láta skattleysismörk dragast aftur úr launaþróun sé meðvitað verið að auka tekjumun í þjóðfélaginu, því ráðstöf- unartekjur láglaunafólks aukist hlut- fallslega minna en ráðstöfunartekjur hálaunafólks þrátt fyrir hlutfallslega sömu launahækkun. „Undanfarin ár hefur 4% lækkun á skattprósentu ekki dugað til að vega upp á móti þróun skattleysismarka hjá ákveðnum hóp- um. Þessi þróun bitnar fyrst og fremst á þeim sem hafa mjög lágar tekjur og þeim sem eru á bótum almannatrygg- inga; elli- og örorkulífeyrisþegum,“ segir síðan. Þróist í samræmi við lágmarks- hækkanir samninga Spurningu um það hvernig rétt sé að skattleysismörkin þróist er svarað á þann veg í skýrslunni að út frá sjón- arhóli verkalýðshreyfingarinnar verði skattleysismörk að minnsta kosti að fylgja lágmarkshækkunum sam- kvæmt kjarasamningum. Þannig sé tryggt að kjarabætur skili sér að fullu til þeirra sem fái einungis launahækk- anir samkvæmt kjarasamningum. Meðalskattbyrði aukist hins vegar eitthvað hjá þeim sem njóti launa- skriðs umfrarn umsamdar hækkanir en lækki hjá þeim sem af einhverjum ástæðum verði fyrir launatapi. Ef skattprósentan sé hins vegar lækkuð þurfi að tryggja að skattleysismörk hækki a.m.k. þannig að meðalskatt- byrði láglaunafólks þyngist ekki á sama tíma og skattbyrði annarra létt- ist. I skýrslunni segir að það sé að mörgu leyti byggt á misskilningi að halda því fram að það sé dýrt að láta skattleysismörk fylgja launum. Það kosti ekki neitt, því ef skattleysismörk fylgi launaþróun aukist tekjur ríkis- sjóðps jafnt og tekjur í landinu. Það sé hins vegar mjög freistandi að láta skattleysismörk ekki fylgja launaþró- un, því þá hækki tekjur ríkissjóðs mun meira en tekjur almennings. Tekið er dæmi af 10% hækkun launa. Ef skattleysismörk og persónu- afsláttur haldist óbreytt hækka sam- anlagðar skatttekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga um 17,6%. Útsvarstekj- ur sveitarfélaga hækka um 10% og tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti um rúm 20%. Tekjur aukist um 12 millj- arða króna og meðalskattbyrði launa- fólks hafi aukist. Ef hins vegar skatt- leysismörk og persónuafsláttur hækka hlutfallslega jafnmikið og laun þá aukast tekjur ríkissjóðs hlutfallslega um það sama. Tekjuauki hins opin- bera er tæplega 7 milljarðar og meðal- skattbyrðin helst óbreytt. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 33 _________________a__H_^__________^^^.........______ M Jafnaðarmenn skortir ímynd í augum kjósenda Niðurstöður kosninganna í Saxlandi í Þýskalandi um síðustu helgi voru mikið áfall fyrir þýska jafnaðarmenn. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, segir aðstæður í Saxlandi hafa ráðið miklu um úrslitin sem séu engu að síður hluti af víðtækari vanda jafnaðarmanna. Hans Eichel, fjárniálaráð- herra Þýska- lands, kynnir hin umdeildu niðurskurðar- áform á Sam- bandsþinginu fyrr í mánuð- inum. Gerhard Schröder kanslari hlýðir á. Reuters ÍÐASTLIÐINN sunnudagur var sá þriðji í röð sem kosið var til landsþings í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. Að þessu sinni var kosið í fjölbýlasta sambandslandi fyrrverandi Austur- Þýskalands, Saxlandi. Þótt einungis 63% hafi nýtt kosningarétt sinn í landsþingskosningunum í Saxlandi að þessu sinni, jókst þátttakan um 5% frá því í kosningunum 1994. Fyrir fimm árum náðu Kristilegir demókratar (CDU) besta árangri sín- um í sögu Sambandslýðveldisins þeg- ar frambjóðandi þeirra í Saxlandi, Kurt Biedenkopf, hlaut 58,1% at- kvæða. Eini flokkurinn sem hefur náð betri árangri í landsþingskosn- ingum er bæverski systurflokkurinn CSU sem hlaut rúmlega 62% at- kvæða í kosningum árið 1974. Skoðanakannanh’ undanfarinna vikna spáðu því að Biedenkopf, sem verið hefur forsætisráðherra Sax- lands í níu ár, tækist að verja hreinan meh'ihluta líristilegra demókrata á landsþinginu í Dresden. Úrslit kosn- inganna voru þau að flokkurinn hlaut 56,9% atkvæða, tapaði einungis rúmu prósenti og hélt öllum 77 þingmönn- um sínum. Kristilegh' demókratar stóðu þannig uppi sem öruggir sigur- vegarar kosninganna, og tryggðu sér hreinan meirihluta á landsþinginu í þriðja sinn. Aðalritari Kristilegra demókrata, Merkel, sagðist eiga erfitt með að finna orð til að lýsa þessum þriðja sigri Kristilegra demó- krata á jafn mörgum vikum, en hún túlkaði úrslitin sem „gífurlega traustsyfirlýsingu“. Hún sagði úrslit- in endurspegla aukið fylgi CDU á landsvísu svo og góðan árangur ríkis- stjórnarinnar í Saxlandi. Stjórnmálaskýrendur benda þó á að kosið var um persónur fremur en flokka og minna á að lýðræðið í Aust- ur-Þýskalandi sé ennþá með öðrum hætti en í vesturhluta landsins. Hinn vingjarnlegi föðurlandsvinur Bieden- kopf, sem áður var einn harðasti gagnrýnandi Kohls, virðist falla vel að þeim anda sem verið hefur ráðandi í Austur-Þýskalandi eftir fall múrs- ins, en íbúar Saxlands nefna hann gjarnan „Kurt konung". Biedenkopf sagði að á komandi kjörtímabili myndi flokkurinn beita sér áfram fyr- ir uppbyggingu efnahagsins, vinna gegn atvinnuleysi og efla vísindi og rannsóknir. Hann sagðist jafnframt ætla að beita sér fyrir því að samn- ingurinn um efnahagsaðstoð frá sam- bandslöndunum í Vestur-Þýskalandi verði endumýjaður, en Saxland fær árlega 5,4 milljarða marka aðstoð fram til ársins 2004. Sósíalistar einnig sigurvegarar Ekki minni athygli vakti þó annar sigurvegari kosninganna: Flokkur hins lýðræðislega sósíalisma PDS). Líkt og í Thuringen vikunni áður fór PDS, arftaki austur-þýska sósíalista- flokksins (SED), fram úr Jafnaðar- mannaflokknum (SPD) og er nú ann- ar sterkasti flokkurinn í Saxlandi. Sósíalistar bættu við sig tíu þingsæt- um, hlutu 22,2% atkvæða (16,5% árið 1994), og fengu þannig um helmingi fleiri atkvæði en Jafnaðarmanna- flokkurinn. Fyrsti maður á lista Sósíalista- flokksins, Peter Porsch, segir að ár- angurinn megi rekja tO þess að flokk- urinn hafi einblínt á spurninguna um félagslegt réttlæti, og raunar má segja að „félagslegt réttlæti“ hafi verið slagorð PDS í kosningabarátt- unni. Porsch sagði markmið PDS hafa verið að hindra að Kristilegir demókratar næðu aftur hreinum meirihluta á þinginu, og sagðist harma að þetta mai'kmið hefði ekki náðst sökum þess að Jafnaðarmanna- flokkurinn hefði brugðist. Porsch sagði að það væri greinilega orðið nær sjálfgefið að PDS næði meira fylgi í Austur-Þýskalandi en Jafnað- armannaflokkurinn, og var þannig að vísa til þeirrar staðreyndar að sósí- alistar eru orðnir næststerkasti flokkurinn í tveimur sambandslönd- um í Austur-Þýskalandi, Saxlandi og Thuringen. Porsch sagði að Biedenkopf gæti átt von á sterkum mótvindi stjómai'- andstöðunnar. Gregor Gysi, leiðtogi sósíalista á sambandsþinginu, sagðist ekki lengur hafa neinar áhyggjur af framtíð flokksins, sem tvöfaldað hef- ur fylgi sitt á þessum áratug. Gysi sagði jafnaðarmenn geta kennt sjálf- um sér um slæmt gengi, og að tími væri kominn til að endurskoða stefnu Schröders, en sósíalistar gagnrýndu sparnaðaraðgerðir jafnaðarmanna ít- rekað í kosningabaráttunni. Með slagorðinu „Nýja miðjan“ virðast safnaðaiTnenn vera að tapa ímynd sinni sem „vinur litla mannsins" með- al þýskra kjósenda og í kjölfarið hef- ur PDS nýtt sér það sóknarfæri sem myndast hefur á vinstri vængnum. Ljóst er að kjósendur sem sneru baki við SPD kusu frekar PDS en CDU. Einnig er talið að PDS hafi lað- að að fyrrum kjósendur hægri öfga- flokka, og að margh' kjósendur veiti flokknum atkvæði sitt í mótmæla- skyni. Nú er að bíða og sjá hvemig kristilegir demókratar bregðast við þeirri staðreynd að sósíalistar séu orðnir sterkasti flokkur stjórnarand- stöðunnar, en á síðasta kjörtímabili kom fyrir að þingmenn þeirra yfir- gáfu þingið þegar þingmenn sósí- alista tóku til máls. SPD í mikilli lægð Saxland á sér rauða fortíð og í upp- hafi aldarinnar vom forystumenn þýski'a jafnaðarmanna á borð við August Bebel og Wilhelm Liebknecht fulltrúar Saxlands á ríkisþinginu. Fyrir fimm árum fékk Jafnaðar- mannaflokkurinn aðeins 16,6% at- kvæða eða 0,1% meira en PDS og þóttu úrslitin mikið áfall. Að þessu sinni biðu jafnaðarmenn hins vegar versta kosningaósigur sinn í kosning- um í fimmtíu ár. Þeir hlutu aðeins 10,7% atkvæða sem þýðir að þriðj- ungur kjósenda flokksins 1994 hefur ákveðið að veita flokknum ekki at- kvæði sitt. Jafnaðarmenn hafa nú um 45% minna fylgi í Saxlandi en CDU, en enn verri þykir sú staðreynd að flokkurinn fékk helmingi minna fylgi en PDS. Slæmt gengi jafnaðarmanna á landsvísu virðist ekki ætla að taka enda. Franz Muntefering, fram- kvæmdasjtóri SPD, sagði flokks- bræður sína í Saxlandi hafa lent í erf- iðri stöðu milli vinsæls forsætisráð- herra sem hefði tekist að persónu- gera stjórnmál annars vegar, og vægðarlauss lýðskrums tækifæris- sinnaðra sósíalista hins vegar. Sem annan áhrifavald úrslitanna í Saxlandi nefndi hann stjórnmálaá- standið í kjölfar undanfarinna lands- þingskosninga, en flokkurinn tapaði meirihluta sínum í Saarlandi, 15% fylgi í Brandenburg og í Thuringen féllu jafnaðarmenn í fyrsta skipti nið- ur í þriðja sæti. Múntefering ítrekaði að þrátt fyrir slæmt gengi ætluðu Jafnaðannenn engar breytingar að gera á niður- skurðaráætlun sinni (sem gerir ráð fyrir 30 milljarða marka niðurskurði á ári). Hann sagði engan annan val- kost standa til boða. Það væri sama hver væri við stjóm, óhjákvæmilegt væri að gera það sem sambands- stjórnin gerir nú. Hann skammaði stjórnarandstöðuna fyrir að viður- kenna ekki þessa staðreynd. Karl-Heinz Kunckel, frambjóðandi jafnaðarmanna í Saxlandi, sagði nið- urstöðuna sýna að flokknum hefði ekki tekist að koma kjósendum í skilning um að sparnaðaraðgerðir sambandsstjórnarinnar væru nauð- synlegar ætluðu menn sér að styrkja framtíðarstöðu Þýskalands og vinna þannig að félagslegu réttlæti. Skoð- anakannanir sýna þó að ónægja kjós- enda beinist fyrst og fremst að því að þeir hafi ekki tekið nægilega á spurn- ingunni um félagslegt réttlæti. Schröder virtist sér meðvitandi um þetta í viðtali ríkissjónvarpsins kvöld- ið eftir kosningarnar, þar sem hann ítrekaði að eingungis með því að draga úr opinberum skuldum mætti stuðla að félagslegu réttlæti í fram- tíðinni. Hann sagði sambandsstjórn- ina hafa beitt sér fyrir félagslegu réttlæti á ýmsum sviðum, m.a. með því að stuðla að réttlátari skattlagn- ingu. Rök SPD sannfæra ekki Þótt ætla megi að Þjóðverjar séu almennt móttækilegir fyrir sparnað- ai'áformum virðist sem þýskum kjós- endum finnist rök sambandsstjórnar- v innar fyrh' sparnaðaraðgerðunum lítt sannfærandi. Sparnaður sparnaðar- ins vegna virðist ekki nægja kjósend- um og ljóst er að mai'gir kjósendur SPD vilja staðfestingu á því að að- gerðir þessar bitni ekki einungis á tekjulægri hópum. Fyrir sambands- þingskosningarnar boðuðu jafnaðar- menn minna atvinnuleysi, en hálfu ári síðar var megináherslan á niðurskurð ríkisútgjalda. Því má ætla að atvinnu- lausir séu meðal þeirra sem refsað hafa jafnaðarmönnum að undan- fömu. Auk þess virðast íbúar Saxlands, svo og íbúar annarra sam- bandslanda austurhluta Þýskalands, þehTar skoðunar að Schröder hafi vanrækt samskiptin við Þjóðverja í ~ austurhlutanum, hann geri of lítið th að jafna út lífskjör milli austurs og vesturs. Skoðanakannanir sýna að 74% íbúa Saxlands eru þeirrar skoð- unar að sambandsstjómin geri of lítið fyrir Austur-Þýskaland. Áhyggjur andstæðinga Andstæðingar SPD jafnt til vinstri og hægri hafa áhyggjur af stöðunni. Kristilegir demókratar hafa áhyggjur af auknu fylgi PDS í austurhlutanum en flokknum sem flestir töldu að yrði skammlífur eftir fall múrsins hefur í millitíðinni tekist að tvöfalda fylgi sitt. Biedenkopf sagðist sem lýðræð- issinni hai'ma hið slæma gengi jafn- aðarmanna í Saxlandi. Kristilegir demókratar kenna jafnaðarmönnum um þessa þróun, og segja þá ekki hafa dregið skýrar línur milli sín og PDS eftir myndun fyrstu samsteypu- stjórnar SPD og PDS í fyrra. Kristi- legir demókratar líta á PDS sem „vinstri öfgaflokk", þó svo að þeir forðist að nota þetta heiti, og vísa óspart til kommúnískrar fortíðar flokksins. Dvínandi fylgi SPD vekur einnig takmarkaða ánægju í röðum sósí- alista þar sem ætlun þeirra var að koma í vega fyrir hreinan meirihluta Kristilegra demókrata. Sósíalistar virðast ekki sækjast eftir að leysa jafnaðaiTnenn af hólmi og eru þeir meðvitaðir um að jafnaðarmenn séu mikilvægt afl á vinstri vængnum. Græningjar og Flokkur frjálsra demókrata (FDP), svo og ellefu minni flokkar sem buðu sig fram, eiga sem fyrr enga fulltrúa á lands- þinginu. Gunda Röstel, frambjóðandi Græningja, sem hlutu 2,6% atkvæða miðað við 4,1% fyrir fimm árum, sagði úrslitin vera sárt tap og að staða Græningja í austurhluta Þýska- lands væri orðin mjög erfið. Hún minnti á að Græningjar hefðu hvergi aukið við fylgi sitt síðan kosið var í . Hamborg 1997. Hægri öfgaflokkarn- ir, NPD og Repúblíkanar (REP), hlutu báðir fleiri atkvæði en FDP sem hlaut einungis 1,1% atkvæða (1,7% árið 1994) og er nú aðeins átt- undi stærsti flokkur Saxlands. Hinn 69 ára gamli Biedenkopf hef- ur lýst því yfír að hann muni ekki bjóða sig fram að fimm árum liðnum og búast má við því að erfitt verði fyrir CDU að finna arftaka sem getur náð nægilegum vinsældum til að tryggja flokknum áframhaldandi hreinan meirihluta á saxneska lands- þinginu. En það er langt í þær kosn- - ingar og nú er að bíða úrslita síðustu kosninga þessa árs, þegar gengið verður til kosninga í sambandsland- inu Berlín 10. október. Fátt bendir til þess að fylgishrun jafnaðarmanna muni taka enda og samkvæmt skoð- anakönnunum er talið að CDU fái helmingi meira fylgi en jafnaðar- menn í höfuðborginni. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.