Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arni bæberg Fjölmennt var á ráðstefnu um umhverfisfræðslu á Hótel Örk í gær og má hér sjá umhverfisráðherra ásamt nokkrum öðrum framsögumönnum ráð- stefnunnar. Frá vinstri eru: Stefán Bergmann, lektor við Kennaraháskóla íslands, Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Hall- dór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, Þorvaldur Örn Árnason, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og Freysteinn Sigurðsson, fundarstjóri. Fjárfesting í umhverfís- stefnu skilar arði ísland er 10-15 árum á eftir nágrannalönd- unum á sviði umhverfismála, bæði hvað varðar kennslu í skólum og þátttöku at- vinnulífsins. Fæst íslensk fyrirtæki hafa áttað sig á því að markviss umhverfisstefna skilar beinum fjárhagslegum arði til fyrir- tækja. Ragna Sara Jónsdóttir sat ráð- stefnu Umhverfisfræðsluráðs og Staðar- dagskrár 21 þar sem m.a. kom fram að fræðsla og þekking á umhverfinu er grund- völlur þess að fólk láti sig umhverfið varða. UMHVERFISFRÆÐSLURÁÐ efndi til ráðstefnu um umhverfis- fræðslu á Hótel Örk í Hveragerði í gær, í samvinnu við Staðardagskrá 21. Umhverfisfræðsluráð hóf störf snemma árs 1998 og er markmið þess meðal annars að stuðla að um- hverfismennt og auka umhverfis- fræðslu í samfélaginu. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra benti í ávarpi sínu á að áhugi á umhverfismálum hefði farið vax- andi í þjóðfélaginu á undanförnum árum. Sagði hún að sá áhugi endur- speglaðist greinilega í þátttöku á þessari ráðstefnu, en hún var mjög fjölmenn og sóttu hana um 120 manns. Ráðherra sagði einnig að þessi aukni áhugi kæmi fram í því að auknar kröfur væru gerðar til stjórnvalda um að beita sér á svið- inu. Á ráðstefnunni kom margoft fram að fræðsla og þekking á umhverfis- málum væri lykill að árangri á svið- inu. Ráðherra benti á að þekking á umhverfismálum færi vaxandi og það væri ekki síst börnunum að þakka. Sum skólabörn fái umhverfis- fræðslu og veiti foreldrunum oftar en ekki tiltal varðandi meðferð á heimilissorpinu og annarri umgengni við umhverfíð. Þorvaldur Örn Árnason, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, benti á í erindi sínu að fólk verndaði fremur það sem það þekkti og þætti vænt um og því væri mikilvægt að fræða fólk um náttúruna og um- hverfið og umgengni við það. Hann sagði vænlegast að sínu mati að um- hverfisfræðsla væri ekki ein náms- grein í viðbót sem bætt yrði í skól- ana, heldur væri hún hluti af endur- skipulagðri kennslu í náttúru-, fé- lags- og hugvísindum. Grænt bókhald og sparnaður Að sögn Stefáns Bergmann, lekt- ors við Kennaraháskóla ísiands, er Island um 10 til 15 árum á eftir ná- grannalöndunum hvað varðar stöðu umhverfisfræðslu. Kennsla á sviðinu hefði vissulega aukist mjög á sl. 5 ár- um og allmargir skólar hefðu nú töluverða reynslu af því að flétta um- hverfismennt inn í greinar eins og náttúrufræði, lífsleikni og samfélags- fræði. Aðrir skólar hefðu þó litla sem enga reynslu. Stefán sagðist í samtali við Morg- unblaðið telja að af um 200 grunn- skólum í landinu hefðu nokkrir tugir skóla stundað kennslu á sviði um- hverfismála. Hann sagði að á heild- ina litið værum við mun verr stödd en til dæmis Norðurlöndin og Bret- land. Þar hefði verið unnið markviss- ara starf að því að koma á umhverf- isfræðslu en hérlendis. Hér hefðu stjórnvöld ekki farið að hvetja tii umhverfísmenntar fyrr en undir lok níunda áratugarins, en þá var fyrst minnst á umhverfisfræðslu í aðal- námskrá. Vandkvæðin í dag væru þó enn að vissu leyti bundin við það að umhverfisfræðsla byggðist á ein- stakiingsbundnum áhuga kennara eða stjórnenda skóla og alltaf væri hætta á að kennslan legðist niður þegar þær manneskjur létu af störf- um. I atvinnulífinu eru Islendingar einnig á eftir nágrannalöndunum hvað varðar umhverfismál, að mati Halldórs Grönvold skrifstofustjóra ASÍ. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að erlendis væru fyrirtæki farin að sjá að fjárfesting í aðgerðum á sviði umhverfismála skilaði beinum hagnaði til fyrirtækisins. Hann sagði að annars vegar gæti fyrirtæki metið beinan fjárhagslegan ávinning með svoköiluðu grænu bók- haldi. Það tengdist sparnaði á ýms- um sviðum svo sem eins og lægri kostnaði við förgun á úrgangi, og orkunotkun. „Það hefur sýnt sig að þau fyrirtæki sem nota þessa að- ferðafræði koma út með hreinan fjá- hagslegan arð,“ segir Halldór. Markaðurinn hérlendis ekki tilbúinn I öðru lagi benti hann á að fyrir- tæki sem markaðssetja sig sem hrein fyrirtæki nái oftar en ekki for- skoti í samkeppni vegna þess að þau séu að selja hreina vöru. Slíkar vörur séu eftirsóttar af markaðnum, og neytendur jafnvel tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hana. Aðspurður segist Halldór þó ekki telja að mark- aðurinn hérlendis sé tilbúinn fyrir slíkt. „Eg sé ekki merki þess ennþá að við séum tilbúin til þess að gera þetta. Viðhorfið í samfélaginu er ekki enn orðið þannig að það að vera umhverfisvænn sé einhvers virði. Hérlendis líta flestir á umhverfismál sem gott mál og þarft, en skynja ekki ennþá, eins og gerst hefur í ná- grannalöndunum, að þau séu ein- hvers virði, að þau séu líka spurning um peninga. Markaðurinn hér verð- ur ekki tilbúinn fyrr en hann sér að umhverfismál eru ekki bara gott mál heldur líka einhvers virði,“ segir Halldór. ÞORVALDUR GYLFASON Viðskiptin BÚK30% EEffiHasrTsoi- Viðskiptin efla alla dáð Nýtt greinasafn um hagfræðileg efni sem kemur afar viða við, bæði hérlendis og erlendis Mál og menning malogmenning.ís I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Yfírbókað í próf- stofur hjá HÍ MISBRESTUR er á því að að all- ur sá fjöldi háskólastúdenta sem skráður er í einstök námskeið mæti til prófs og hefur prófstjóri Háskóla Islands oft þann háttinn á að yfirbóka í prófstofur í ljósi lakr- ar mætingar. Haldið verður próf í þjóðhagfræði nk. laugardag og eru 10% fleiri stúdentar skráðir í próf- ið en húsakynni rýma. „Það er ekkert nýtt að við höf- um yfirbókað í prófstofur. Það er ekki nógu mikið að marka stúd- enta Háskólans sem skráningar- hóp. Stúdentar hafa frest fram að þremur dögum fyrir endanlegan prófdag til þess að segja sig úr námskeiði án þess að fá fall í því. Mörg sinna því en til er í dæminu að þeir sinni því ekki einu sinni þá. Það er sérkennilegt að gefa stúdentum kost á því að taka þessa ákvörðun þremur dögum fyrir lokapróf í námskeiði. Þegar 3-4 vikur eru liðnar af námskeiði ætti sá sem er einbeittur í sínu námi að vera búinn að gera það upp við sig hvort hann vilji segja sig úr námskeiði," segir Hreinn Pálsson, prófstjóri í Háskóla ís- lands. Hann sagði að það myndi jafn- framt veita stúdentum meira að- hald í námi ef þeir vissu að þeir gætu ekki sagt sig úr námskeiði á síðustu stundu. „Ég nota hvert tækifæri til þess að tala um þetta sem prófstjóri til þess að vekja at- hygli á því hve vitlaust þetta er,“ segir Hreinn. Rán í verslun í Kópavogi Úrskurð- aður í gæslu- varðhald DÓMARI við Héraðsdóm Reykjaness varð í gær við kröfu lögreglunnar í Kópavogi um að úrskurða tæplega þrí- tugan mann í gæsluvarðhald vegna aðildar að ráninu í versl- uninni Strax við Hófgerði í Kópavogi hinn 18. september sl. Var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. október, en fyrir er annar maður í gæsluvarðhaldi til 5. október, grunaður um aðild að ráninu. Mennimir, sem rændu versl- unina, voru þrír að verki og náðust allii' að lokum, en einum þeirra var sleppt að loknum yf- irheyrslum. Ekkert af þýfinu hefur komið í leitirnar en málið er til rannsóknar hjá rann- sóknárdeild lögreglunnar í Kópavogi. Gekkst við ránstil- rauninni ÁTJÁN ára piltur, sem búsett- ur er á höfuðborgarsvæðinu, hefur gengist við því að hafa gert ránstilraun í sölutuminn Tvistinn við Lokastíg fyrr í þessum mánuði. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík liggur málið nokkuð Ijóst fyrir að því er varðar málsatvikin og mun málið hljóta viðeigandi máls- meðferð. Afgreiðslukona og eigandi söluturnsins stökkti piltinum á flótta með neyðarhnappi í söluturninum þegar hann gerði ránstilraunina, sem olli því einnig að hjálp lögregl- unnar barst á örskömmum tíma. Lagt hald á eitt kflo af hassi ÁRVEKNI tveggja lögreglu- þjóna úr Hafnarfjarðarlög- reglunni, sem voru við hefð- bundið umferðareftirlit aðfara- nótt miðvikudags varð til þess að upp komst um langstærsta fíkniefnamál, sem komið hefur inn á borð til Hafnarfjarðar- lögreglunnar. Lögregluþjón- arnir komu að kyrrstæðri bif- reið við Reykjanesbrautina, sem í voru þrír piltar um tví- tugt. Þótti lögreglunni sitthvað grunsamlegt við piltana og eft- ir leit í bifreiðinni, á piltunum sjálfum og í næsta nágrenni við bifreiðina fannst eitt kg af hassi. Piltarnir voru handtekn- ir en sleppt að loknum yfír- heyrslum, en þeir gengust að mestu við hassinu og þótti ekki ástæða til að krefjast gæslu- varðhalds yfir þeim. Hald var lagt á tvær bifreiðir vegna rannsóknar málsins, sem hefur verið skilað aftur, og gerð hús- leit á þremur stöðum í Reykja- vík með aðstoð lögreglunnar í Reykjavík, en ekki fannst meira magn þar. Málið verður áfram til rann- sóknar hjá lögreglunni í Hafn- arfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.