Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Niðurstöður hóprannsóknar Hjartaverndar á helstu
áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma kynntar
Fimmta hvert
dauðsfall á Is-
landi má rekja
til reykinga
/ /
Arlega deyja um 370 Islendingar af völd-
Hlutfallslegar dánarlíkur
fyrir sjötugt og reykingar
Allar dánarorsakir
8
7
6
5
4
3
2
1
0
EDKarla
I I Konur f.}
Aldrei reykt Pakki á dag
REYKINGAR
Meira en
pakki á dag
Hlutfallslegar dánarlíkur og reykingar:
Konur
35-69 ára
LJ Aldrei reykt
I I Pakki á dag
H Meira en pk. á dag
Karlar
35-69 ára
Allar saman Kransæðast. Krabbamein
DÁNARORSAKIR
' Allarsaman Kransæðast. Krabbamein
DÁNARORSAKIR
um reykinga, sem svarar einum á dag.
Reykingar virðast konum hættulegri en
körlum og ef fólk hættir að reykja á miðj-
um aldri má það búast við að bæta mörg-
um árum við ævi sína. Þetta var meðal
þess sem kom fram þegar Gunnar Sigurðs-
son, læknir og formaður Hjartaverndar, og
Helgi Sigvaldason verkfræðingur kynntu í
gær niðurstöður rannsóknar Hjartavernd-
ar, sem staðið hefur yfír hér á landi í 30 ár
og náð til rúmlega 20.000 einstaklinga.
RANNSÓKN Hjartaverndar á
helstu áhættuþáttum hjarta- og æða-
sjúkdóma hófst árið 1967 og var unn-
ið með 20.000 manna slembiúrtak
karla og kvenna fæddra á árunum
1907 tii 1934. Ur þessum hópi eru nú
um 5.000 látnir og í rannsókninni
voru afdrif þess hóps sem aldrei
hafði reykt borin saman við afdrif
hópsins sem hafði reykt. Fjöldi lát-
inna úr hjarta- og æðasjúkdómum
og krabbameini í reykingahópnum
var borinn saman við fjölda látinna
úr sömu sjúkdómum í reyklausa
hópnum. Með þessum uppiýsingum
var fundið út hve mörg dauðsföll
hefðu verið af völdum reykinga.
Daglega deyr einn íslendingur
aJF völdum reykinga
í niðurstoðum rannsóknarinnar
kemur fram að árlega deyja um 370
íslendingar af völdum reykinga og
svarar það einum á dag. Ut frá því
má áætla að fímmta hvert dauðsfall
hér á landi sé af völdum reykinga. I
aldurshópnum 35-69 er þetta hlut-
fall enn hærra, en þriðja hvert
dauðsfall í þeim aldurhópi má rekja
til reykinga.
Gunnar segh- að þetta séu sláandi
niðurstöður og megi segja að reyk-
ingar séu tvímælalausþ eitt helsta
heilbrigðisvandamál á íslandi í dag,
ekki síst vegna skaðlegra áhrifa
reykinga á hjarta- og æðakei-fið.
í niðurstöðum rannsóknarinnar
kemur fram að helmingur dauðsfalla
vegna reykinga er vegna hjarta- og
æðasjúkdóma. Svo virðist sem tvö-
falt fleiri deyi af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma tengdum reykingum
en vegna krabbameins sem tengist
reykingum. Af þeim 370 sem látast
af völdum reykinga hér á landi ár-
lega er talið að 109 þeirra látist úr
kransæðastíflu, 85 úr öðrum æða-
sjúkdómum, 80 krabbameini og 95
úr öðrum sjúkdómum eins og til
dæmis lungnasjúkdómum.
Margfalt meiri líkur á
ótímabæru dauðsfalli
Þegar hlutfallslegar dánarlíkur
eru reiknaðar út og allar dánaror-
sakir teknar með í reikninginn kem-
ur í Ijós að dánarlíkur aukast marg-
falt meðal þeirra sem reykja. Því
meira sem reykt er, því meira
aukast líkurnar á ótímabæru dauðs-
Morgunblaðið/Golli
Gunnar Sigurðsson, læknir og formaður Hjartaverndar.
falli og einnig aukast þær meira
meðal karla en kvenna.
Helgi Sigvaldason verkfræðingur
sér um tölfræðþátt rannsóknarinn-
ar. I niðurstöðunum er manneskju
sem aldrei hefur reykt gefin viðmið-
unartalan 1,0 og talan 2,0 þýðir þá
að dánarlíkur séu tvöfalt meiri en
hjá_þeim sem hefur töluna 1,0.
A meðfylgjandi súluriti sést að
tvöfalt meiri líkur eru á því að karl-
maður sem reykir einn pakka af sí-
garettum á dag deyi fyrir sjötugt en
karlmaður sem aldrei hefur reykt og
þrefalt meiri iíkur hjá karlmanni
sem reykir meira en pakka á dag, en
hjá karlmanni sem hefur aldrei
reykt. Líkurnar aukast enn meira
hjá konum sem reykja og eru 2,7
sinnum meiri líkur á því að kona sem
reykir pakka á dag deyi íyrir sjötugt
en kona sem aldrei hefur reykt og 5
sinnum meiri líkur hjá konu sem
reykir meira en pakka á dag, en hjá
konu sem aldrei hefur reykt.
Meiri áhrif á konur
en karla
Þegar dánarlíkur karla og kvenna
eru skoðaðar hvorar í sínu lagi sést
að dánarlíkur kvenna vegna reyk-
inga aukast mun meira en karla,
sérstaklega hvað hjarta- og æða-
sjúkdóma varðar.
Þrisvar sinnum meiri líkur eru á
því að karlar sem reykja meira en
pakka á dag deyi fyrir sjötugt af
völdum hjarta- og æðasjúkdóma en
karlar sem ekki reykja. Hins vegar
eru 7,4 sinnum meiri líkur á að kon-
ur sem reykja meira en pakka á dag
deyi fyrir sjötugt heldur en konur
sem ekki reykja.
Það magn sem reykt er virðist
ennfremur hafa meiri áhrif hjá kon-
um en körlum. Þannig sést að fjór-
um sinnum meiri líkur eru á því að
kona sem reykir pakka á dag deyi
íyrir sjötugt en kona sem ekki reyk-
ir. Reyki hún meira en pakka á dag
verða líkurnar 7,4 sinnum meiri en
hjá konu sem ekki reykir.
En 2,8 sinnum meiri likur eru
hins vegar á því að karl sem reykir
pakka á dag deyi fyrir sjötugt en
karl sem ekki reykir. Reyki hann
meira en pakka á dag verða líkurnar
þrisvar sinnum meiri en hjá karli
sem ekki reykir.
Þarna er mjög lítill munur meðal
karla en verulegur munur meðal
kvenna.
Þó ber að hafa í huga að þessar
niðurstöður segja ekki að fleiri kon-
ur látist úr kransæðastíflu af völd-
um reykinga en karlar. Staðreyndin
er reyndai' sú að mun fleiri karlar
látast af kransæðastíflu vegna reyk-
inga, 82 á ári að meðaltali, en 27
konur. Niðurstöðurnar benda hins
vegar til að ef fólk reykir aukast lík-
urnar á ki'ansæðastíflu miklu meira
hjá konum en körlum.
Gunnar segir að ástæða þess að
líkur á:hjarta- og æðasjúkdómum
hjá konum aukist miklu meira vegna
reykinga en hjá körlum sé sú að
konur eigi yfír höfuð síður á hættu
að fá slíka sjúkdóma. Þær hafí frá
náttúrunnar hendi vissa vemdandi
þætti gegn þeim, en þær virðist
eyðileggja þá með reykingum.
Þeir sem hætta að reykja bæta
mörgnm árum við ævi sína
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna að lífslíkur þeirra sem reykja
em verulega styttri en þeirra sem
ekki reykja. Þeir sem era fertugir
og reykja einn pakka af sígarettum
á dag geti búist við því að lifa um
átta árum skemur en þeir sem aldrei
hafa reykt, þeir sem eru fimmtugir
um sjö áram skemur, þeir sem era
sextugir um sex árum skemur og
þeir sem eru sjötugir um fjórum til
fimm áram skemur.
Gunnai' segir að skaðleg áhrif
reykinga gangi þó að talsverðu leyti
til baka hætti fólk að reykja. Rann-
sóknin sýni að ef fólk hættir að
reykja, á hvaða aldri sem er, aukist
lífslíkuE veruIega og því sé til mikils
að vinna með því að hætta að
reykja.
Fertugur einstaklingur sem reykt
hefur pakka á dag og ákveður að
hætta getur búist við að bæta sex til
sjö áram við ævi sína, fimmtugur
fimm til sex árum, sextugur fjórum
til fimm áram og sjötugur þremur
til fjórum árum.
Sjaldgæfír flækingsfugl-
ar undir Eyjafjöllum
MARGIR sjaldséðir flækingsfugl-
ar sáust undir Eyjaíjöllum um
síðustu helgi. Yann Kolbeinsson
sem var á staðnum og festi þá á
fílmu segir fuglana hafa komið
með austanáttinni sem ríkt hefur
undanfarið.
Að sögn Yanns sáust alls 6 evr-
ópskar söngvarategundir; 2
hauksðngvarar, 1 netlusöngvari,
5 garðsöngvarar, 2 hettusöngv-
arar, 1 laufsöngvarar og síðast
en ekki síst 1 norðsöngvari.
Síðastnefndi fuglinn sást í kirkju-
garðinum í Ásólfsskála en þessi
tegund hefur aðeins einu sinni
áður fundist hérlendis; í Selfoss-
kirkjugarði árið 1996. Þessi
söngvarategund verpir í Skand-
inavíu og í Síberíu og er sjaldséð
í Evrópu.
Einnig sáust 3 flekkugrípar
um helgina en sjaldgæft er að
svo margir fínnist á einum degi
hérlendis þó að þeir séu nær ár-
legir gestir. Flekkugrípur sást við bæinn Fit undir Eyjafjöllum.
Norðsöngvari í Ásólfsskála undir Eyjafjöllum.