Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 47 Margeir gegn Morozevich í dag skak Reykjavík Evrópukeppni taflfélaga 24.-26.9. 1999 SKÁKÁHUGAMENN eru hvattir til að fjölmenna á Evrópukeppni taflfélaga sem hefst í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1, í dag klukkan 16. Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa sameiginlega að skipulagningu keppninnar. Mjög góðar aðstæður verða fyrir áhorf- endur og sjaldan hefur gefist tæki- færi til að fylgjast með jafn athygl- isverðu skákmóti og hér er á ferð- inni. Tefldar verða þrjár umferðir: 1. umf. föstud. 24.9. kl. 16. 2. umf. laugard. 25.9. kl. 15. 3. umf. sunnud. 26.9. kl. 13. Þessar þrjár umferðir duga til að úrskurða sigurvegara riðilsins, þar sem þær sveitir sem hafa sigrað í sínum viðureignum tefla áfram um efsta sætið í næstu umferð á eftir. Um leið og sveit tapar viðureign hefur hún misst af efsta sætinu. Sigursveitin kemst síðan áfram í úr- slitakeppni Evrópumótsins. í fyrstu umferð mætast: Síbería - Taflfélag Reykjavíkur Hellir - Skákfélag Akureyrar Crumlin - Invicta Knights Cardiff Chess Club - SK34 Nykpbing Þetta er í fyrsta skipti sem þrjú íslensk félög fá tækifæri til að tefla í Evrópukeppninni og reyndar var það í fyrsta skipti í fyrra að tvö lið frá Islandi voru með, TR og Hellir. í fyi’stu umferð mun athygli ís- lenskra skákáhugamanna að sjálf- sögðu beinast að viðureign TR og Síberíu. Lið Síberíu er afar sterkt og á fyrsta borði teflir Alexander Morozevich (2.758), fjórði stiga- hæsti skákmaður heims. Það kemur í hlut Margeirs Péturssonai- að etja kappi við Morozévich. Samkvæmt stigum er rússneska sveitin mun stigahærri en sveit TR, en það er næsta víst, eins og Bjarni Felixson mundi segja, að TR-sveitin mun ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Hin íslensku félögin í keppninni, Skákfélag Akureyrar og Taflfélagið Hellir, mætast í fyrstu umferð. Sveit Hellis með Hannes Hlífar Stefánsson í broddi fylkingar er stigahærri. Það má þó ekki gleyma því að Jóhann Hjartarson gekk ný- lega til liðs við Skákfélag Akureyr- ar og verður mikill styrkur fyrir liðið. Mánaðarmót TR Þremur umferðum er nú iokið á Mánaðarmóti TR í september. Teflt er í tveimur riðlum. I A-riðli er staðan þessi: 1.-2. Sigurður D. Sigfússon 2 v. 1.-2. Stefán Kristjánsson 2 v. 3. Jón Á. Halldórsson V/2 v. + fr. 4. Arnar Gunnarsson 1 v. + fr. 5. Páll Agnar Þórarínsson 1 v. 6. Júlís Friðjónsson V2 v. í B-flokki er staðan þessi: 1. Halldór Pálsson 3 v. 2. -3. Torfi Leósson 2'Æ v. 2.-3. Ríkharður Sveinsson 2'k 4.-8. Bjarni Magnússon, Guðmundur Kjartansson, Hilmar Þorsteinsson, Hall- dór Garðarsson og Andrés Kolbeinsson 2 v. o.s.frv. Umræðuhornið Skákmenn sem hafa aðgang að Netinu ættu að kíkja á Umræðu- homið, þar sem menn skiptast nú á skoðunum um þátttöku erlendra skákmanna í Ðeildakeppninni. Ein- faldast er að komast á Umræðu- homið í gegnum heimasíðu Taflfé- lagsins Hellis: www.simnet.is/hellir. Allir geta lagt orð í belg á Umræðu- hominu og era sem flestir hvattir til að taka þátt í þessari umræðu. Villtur kóngsindverji Góð þátttaka var í fyrsta þema- móti Hellis þar sem skoski leikurinn var tefldur í öllum skákum mótsins. Að mótinu loknu fór fram atkvæða- greiðsla um það hvaða byrjun skyldi tefld á næsta móti. Eftir tvísýna kosningu varð niðurstaðan sú að tefla skyldi eitt af villtari afbrigðum kóngsindverskrar varnar, þar sem byrjunarleikimir eru: 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 Rh5 8. Dd2 Dh4 9. g3 Rg3 10. DS Rfl 11. Dh4 Re3. Það er ekkert minna en drottn- A ingarfórn á ferðinni í þessu afbrigði og greinilegt er að þeir þemamenn ætla ekki að láta sér leiðast á næsta móti. Þemamótið verður haldið mánu- daginn 8. nóvember og hefst klukk- an 20. Þrátt fyrir að enn sé langt í mótið vora famar að berast fyrir- spumir um afbrigðið sem teflt yrði, enda gerir góður undibúningur svona mót skemmtilegra fyrir þátt- takendur. Skákmót á næstunni 25.9. Grand-Rokk. Hraðskák kl. 14. 3.10. Haustmót TR. 8.10. SÍ. Deildakeppnin. Tilkynningar um skákmót þurfa að berast umsjónarmanni skákþátt- arins (dadi@vks.is) a.m.k. viku áður en þau eru haldin. Daði Örn Jónsson A U G HBs i i i M G A ATVINNU- AUGLÝSINGAR Blaðbera vantar í miðbæ Reykjavíkur. ^ Upplýsingar í síma 596 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintðk á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Trésmiðir athugið! Vegna stóraukinna verkefna og markaöshlutdeildar vantar okkur nú þegar góöan smiö í verksmiðju vora. Um er að ræða framleiðslu á gíuggum, hurðum og sólstofum úr PVC-efni. ATHUGIÐ - hér er um að ræða metnað- arfullan, þrifalegan og reyklausan vinnu- stað sem á framtíðina fyrir sér. Upplýsingar veitir Magnús Víkingur í síma 554 4300 eða 893 6599 e. kl. 17.00. IR/ MANNFAGNAÐUR Héraðsfundur Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra verður haldinn í Seljakirkju laugardaginn 25. september og hefst hann kl. 9.00 árdegis. Venjuleg héraðsfundarstörf. Dómprófastur. TIL SOLU Lager-rýmingarsala Rýmingarsala verður hjá íslenska innflutnings- v. félaginu, Dugguvogi 19, á morgun, laugardag, kl. 12-16. Til sölu eru sápur, sjampó, hita- og kælipokar frá PINO, LCN-naglalökk, hárburstar, snyrti- buddur, hárrúllur, tannhvítuefni, hrukkubani, útlitsgallaðar AVENT-barnavörur, naglaþjalir o.fl., o.fl. Algengasta verð 100—300 kr. Ódýrt — Ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið frá kl. 13 til 18 fimmtudag og föstudag. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónusi). TILKYIMIMINBAR Blaðbera vantar á Kársnesbraut, Kópavogi. Upplýsingar í síma 596 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Verkamenn — byggingavinna Okkur vantar verkamenn vana byggingavinnu til starfa nú þegar. r* i rh FJARÐARMÓT BYGGINGAVERKTAKAR Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, símar 555 4844, 892 8144 og 892 8244. Fundarboð Stjórn Borgeyjar hf., Höfn, boðar hér með til hluthafafundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn á kaffistofunni í fiskiðjuveri félagsins í Krossey á Höfn í Hornafirði föstudaginn 1. október 1999 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Sameining Skinneyjar hf. og Þinganess ehf. við Borgey hf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins: a) Lækkun á hlutafé félagsins úr kr. 484.311.586 í kr. 199.875.000 til jöfnun- ar á tapi. b) Hækkun hlutafjár í kr. 650.000.000 vegna samruna félaganna. c) Breyting á nafni félagsins. 3. Önnur mál, löglega fram borin. Höfn, 21. september 1999. Stjórn Borgeyjar hf. NAUQUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fiskimjölsverksmiðja á Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf. c/o Kristján Ólafsson hdl„ skiptastj., gerðarbeiðendur ísafjarðar- bær og Set ehf., fimmtudaginn 30. september 1999 kl. 10.00. Hefur þú áhuga á skemmtilegri aukavinnu? Þinn tími hentar mér. Vantar fólk, ekki yngra en 30 ára. Gsm 698 1047 (Anna). Neðra fiskhús, sambyggð skreiðarhús á Oddanum, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf. c/o Kristján Ólafsson hdl., skiptastj., gerðarbeiðandi ísafjarðarbær, fimmtudaginn 30. september 1999 kl. 10.30. Skreiðargeymsla Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf. c/o Kristján Ólafsson hdl., skiptastj., gerðarbeiðandi Isafjarðarbær, fimmtudaginn 30. september 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á ísafirði, 23. september 1999. Bókaútgefendur Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 1999 rennur út 7. október nk. Ritinu verður sem áður dreift á öll heimili á íslandi. Skilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1999 rennur út 30. október nk. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 553 8020. Félag íslenskra bókaútgefenda. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA HÁMARKS ÁRANGUR s: 557 2450 • www.sigur.is FÉLAGSLÍF Joo KFUM & KFUK 1 8 9 9 - 1 9 9 9 KFUM og KFUK Aðalstöðvar við Holtaveg Lofgjörðar-, lista- og bænakvöld kl. 20.00. Umsjón Guðlaugur Gunnarsson kristniboði. Allir velkomnir. I.O.O.F. 1 = 1809246’/2 = 7 O*, Rk. I.O.O.F.12 = 1809248’/2 - 9.I. DULSPEKI Námskeið í Ijósstarfi Dulspekingurinn og rithöf- undurinn Inge Olsen mun halda námskeið hér á landi helg- ina 2. og 3. október nk. frá kl. 10—17 báða dagana. Fjallað verður um hvíta bræðra- lagið og hina innri Ijósheima, geislana sjö og komandi um- breytingartíma jarðarinnar. Námskeiðið byggist á fyrirlestr- um og æfingum, hugleiðsiu og heilun, sem mun gefa aukinn skilning og innsýn i margbreyti- leika hinna innri Ijósheima. Inge kom fyrst til íslands árið 1995 og hreifst mjög af landi og þjóð. Hún skrifaði þá bókina Island, land framtíðarinnar, sem hefur komið út í íslenskri þýð- ingu. Upplýsingar og innritun i síma 566 7832.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.