Morgunblaðið - 24.09.1999, Side 41

Morgunblaðið - 24.09.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 41**- UMRÆÐAN Reynslan af Samfylkingunni KALLIÐ er komið. Nú í haust fer fram landsfundur Alþýðu- bandalagsins þar sem ræða á stofnun nýs flokks, byggðum á grunni þeirra þriggja flokka sem stóðu að sameiginlegu fram- boði í þingkosningum sl. maí. Að baki því framboði stóð sam- þykkt landsfundar Al- þýðubandalagsins frá því í júlí í fyrra um samfylkingu vinstri- manna. Ekki var þá samþykkt að stofna nýjan flokk heldur átti að gera „tilraun til fjögurra ára“, svo vitnað sé í fonnann flokksins. Nú er hins vegar komið nýtt hljóð í strokkinn. Tilraun til fjögurra ára er orðin að sameiningu flokk- anna strax, og helst í gær. Það sem ákveðið var í fyrra er ekki lengur nógu gott fyrir formann og framkvæmdastjórn flokksins. Forsendur hafa breyst. Forsendur tilraunarinnar til fjögurra ára voru einkum þessar: I fyrsta lagi að kraftar vinstrimanna væru dreifðir. Með því að bjóða fram sameiginlega en ekki hver í sínu lagi fengju vinstrimenn auk- inn slagkraft gegn ríkisstjórnar- flokkunum, Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki. Það var raunhæfur ávinningur sem olli því að ýmsir, þ.á m. undirritaður, vildu gera átak í að sameina sundraða vinstri- flokka í öflugri og breiðri samfylk- ingu. Hefur Samfylkingunni sem nú er orðin til tekist að sameina krafta vinstrimanna? Náði sameig- inlegt framboð í vor þeim árangri? Því fer fjarri. Samfylkingin var keyrð í gegn í andstöðu við áhrifa- mikla forystumenn í Alþýðubanda- lagi og Kvennalista, engin tilraun var gerð til að koma til móts við sjónarmið sem gengu í rétta átt, en þó skemur en æstustu sameining- armenn vildu. Afleiðingarnar eru öllum ljósar. Þrátt fyrir hugaróra einstakra manna reyndust gamal- grónir forystumenn vinstrimanna eiga hljómgrunn meðal kjósenda sinna og hefði ekki átt að koma á óvart. í annan stað var ákveðið að líta fram hjá auðsæjum ágrein- ingi flokkanna í veiga- miklum málum, t.d. ut- anríkis- og virkjunar- málum, undh' því yfir- skini að þessi mál væru ekki á dagskrá. Flokkarnir myndu eft- ir sem áður halda sinni stefnu en sæst yrði á það sem hægt væri að sættast á að framkvæma á einu kjörtímabili. Eins og ýmsir höfðu bent á, reyndist slíkt stefnuleysi óframkvæmanlegt þegar komið var að kosningum. Verra var þó að Samfylkingin Staðreyndin er hins vegar sú, segir Sverrir Jakobsson, að Samfylk- ingin er útvötnuð gerð af Alþýðuflokknum. sumir þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista gengu gegn öllum samþykktum þessara flokka í mál- efnum herstöðvarinnar og Nató og héldu að kjósendum væri sama. Þeim var ekki sama, eins og sein- ustu kosningaúrslit sanna. I þriðja lagi var ekki gengið út frá stærð flokkanna þegar farið var að ráða á lista fyrir kosningar heldur var farið í opin prófkjör að hætti Alþýðuflokksins. Þá var ekki tekið mið af því að stórir jafn- aðarmannaflokkar í Evrópu ástunda að jafnaði önnur vinnu- brögð. Afleiðingin varð sú að Al- þýðuflokksmenn smöluðu sér á lista Samfylkingarinnar, langt um- Sverrir Jakobsson fram það sem fylgi þess flokks gaf tilefni til. Skipti þá engu máli hvaða aðferð var notuð við út- reikninga, þó að sumir Alþýðu- bandalagsmenn hefðu hátt af því tilefni. I þessu liggur önnur rót þess að sameining vinstrimanna varð ekki að veruleika í vor. Þegar menn tókust á hendur það erfíða verkefni að sameina vinstri- menn var aldrei gengið út frá öðru en að það framboð fengi vel yfir 30% atkvæða. Þeir hefðu þá verið álitnir fylupokar og úrtölumenn sem hefðu spáð því að framboðið fengi 27% atkvæða í kosningum og yrði búið að glata þriðjungi þess fylgis í skoðanakönnunum hálfu ári síðar (í öllum skoðanakönnunum). Þá var öllu tali um að verið væri að búa til nýjan krataflokk með lið- styi'k Alþýðubandalagsins fortaks- laust vísað til föðurhúsanna. Stað- reyndin er hins vegar sú að Sam- fylkingin er útvötnuð gerð af Al- þýðuflokknum, flokkur sem í meg- inatriðum hefur sömu stefnu og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur en gerir öðru hvoru ágreining um dægurmál og meinta spillingu rík- isstjórnarflokkanna. Fylgi Alþýðu- flokksins seinni árin er ágæt vís- bending um hug kjósenda til flokks af þessu tagi. Það má vissulega taka undir það að forsendur hinnar örlagaríku „tilraunar til fjögurra ára“ hafa breyst. Einungis einfeldningar gætu hins vegar dregið þá ályktun að rétt skref í þeirri stöðu væri að stofna nýjan flokk, sem byggður yrði á núverandi þingflokki Sam- fylkingarinnar og þeim lágsiglda samsetningi sem var kosninga- stefnuskrá Samfylkingarinnar seinasta vor. Ef menn vilja læra eitthvað af tilrauninni eins og hún hefur gengið fram að þessu geta menn gert annað tveggja. Annað- hvort geta Alþýðubandalagsmenn lagt niður Alþýðubandalagið og gengið sem einstaklingar í aðra flokka, og þá sumir í þann Alþýðu- flokk sem Samfylkingin er í raun. Hins vegar geta menn reynt að halda tilrauninni áfram og vinna að sameiningu allra vinstrimanna fyr- ir næstu kosningar. Þar strandar ekki á neinum öðrum en okkur sjálfum. En þá þarf að hafa annað verklag á en forysta flokksins hef- ur haft hingað til. Höfundur er sagnfræðingur og situr í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Jörðin er flöt RAGNAR Fjalar Lárusson skrifar um kirkju og samkyn- hneigð í Morgunblaðið þann 14. september sl. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sam- kynhneigð sé tæpast syndsamleg þá sé hún brenglun eða sjúkdóm- ur sem viðkomandi ráði ekki við. Og svo hefur hann fulla samúð með samkynhneigðum. Margh’ kirlqunnar menn hafa gegnum ald- imar haldið í bábiljur og bull um lífið og til- veruna, löngu eftir að þjóðfélagið í heild sinni hefur annaðhvort fyrir tOstuðlan vísinda eða fyrir önnur áhrif, séð að bábiljurnar standast ekki. Lengi héldu kirkjunnar menn sig hafa guðfræðilegan rökstuðning fyrir því að jörðin væri flöt, að þrælahald væri guðs vilji, að kynþáttaaðskiln- aður væri óbreytanlegur hluti sköp- unarverksins, að konur skyldu þegja í söfnuðinum (að þær gegndu prestsembætti kom ekki til mála), og nú síðast að samkynhneigðir séu brenglaðir (eða sjúkir). Þess vegna má ekki vígja þó tfl staðfestrar sam- vistar í þjóðkirkjunni því „þá hættir hún að vera kirkja sem byggir á orðum Jesú Krists" eins og Ragnai' segir í gi'ein sinni. Nú er það svo að samkynhneigðir eru vanir því að fólk tjái brenglaðar hugmyndir sínar um þá opinberlega og kippa sér mismikið upp við það. Slíkar hugmyndir lýsa frekar þeim sem þær tjá fremur en hommum og lesbíum. Það er hins^- vegar alvarlegt þegar þessum órum er beint gegn þjóðkirkjunni og því fólki sem vinnur að því að gera hana að hluta af lífi nútíma- mannsins en ekki að safngripi á öskuhaug- um þeirra bábflja sem fyrr voru nefndar. Þeim starfsmönnum og meðlimum þjóðkirkj- unnar, prestum og öðr- um, sem vinna af hefl- um hug að því að rétta* hlut samkynhneigðra innan kirkjunnar er vorkunn að þurfa að glíma við þá drauga sem skjóta upp kollinum í áður- nefndri grein. Ég hef fulla samúð með Ragnari - og með þjóðkirkjunni. Höfundur er tónlistarmaður. Samkynhneigð Margir kirkjunnar menn, segir Haukur F.iJ& Hannesson, hafa gegn- um aldirnar haldið í bá- biljur um lífið og tilver- una, löngu eftir að þjóðfélagið hefur séð að þær standast ekki. Haukur F. Hannesson HUGSKOT ^**í’ ^ ví í c* 13nmc'\myndtvtöl<ur 1 5% afslóttur í september Nethyl 2 S. 587 8044 * ImI notuð tæki a uilaouiuiiiii uiciui. Sími 561-7510 Laugavegur174 simi 569 5700 heimasíöa www.hekla.is netfang hekla@hekla.is EH-0763 Cat 436B,traktorsgrafa Árg. 1993 Vinnustundir 6000, 4x4, EH-0551 CASE580K traktorsgrafa. Árg. 1989, vst. 6500, skotbóma. Fast bachoe, opnanleg 4x4, skotbóma, opnanleg framskófla. Vélin er sem ný. Verð 2.800.000 + vsk framskófla, Astand gott. Verð 1.000.000 + vsk EH-0399 CASE 580 traktorsgrafa.Árg. 1989, vst. 6500, 4x4,skotbóma, opnanleg framskófla, Ástand gott, nýsprautuð. Verð 1.000.000 + vsk EH-0034 Cat 428 traktorsgrafa Árg. 1988. Vst. 9.600 4x4 skotbóma, opnanleg framskófla. Vél í góðu ástandi. Verðl .200.000 + vsk EH-0833 Cat 438B traktorsgrafa Árg. 1993. Vst. 5.000 4x4 skotbóma, opnanleg framskófla Topp vél. Verð kr. 3.300.000. + vsk. EH-0662 Cat 438 traktorsgrafa Árg. 1991. Vst. 8.400 4x4, skotbóma, opnanleg framskófla. Vél í sérlega góðu ástandi Verð 1.700.000 + vsk EH-0599 CAT 438 traktorsgrafa. Árg. 1990, vst. 7300,4x4, skotbóma, opnanleg framskófla með göfflum, uppteknar bremsur, nýsprautuð. Verð 1.700.000+ vsk EA-0002, CAT 206 hjólagrafa. Árg. 1990. Vinnustundir 5000. Lagnir fyrir fleyg og / eða annan aukabúnað. Stuðningsfætur og tönn. Vélin er í mjög góðu ástandi. Verð 3.000.000 + vsk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.