Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Kirgistan-stjórn segir að baráttan við íslamska skæruliða hafí loks borið árangur Reynir að uppræta víðfeðm öfgasamtök Bishkek. Reuters. HERSVEITIR úr röðum herafla Kirgistans réðust á miðvikudag með flugskeytum á vígi múslímskra skæruliða í suðurhluta landsins og felldu, að talið var, um þrjátíu skæruliða. Skæruliðasveit- irnar hafa haldið fjórum japönsk- um jarðfræðingum föngnum um margra vikna skeið og hefur ríkis- stjórn fyrrverandi Sovétlýðveldis- ins Kirgistans reynt að fá þá lausa með samningum og hemaðarað- gerðum. Hefur það þó reynst erfitt þar eð herafli landsins er í afar bágu ástandi og skæruliðasveitirn- ar fjölmennar og þaulskipulagðar enda er talið að þær njóti stuðn- ings frá skæruliðahópum í nær- liggjandi löndum sem berjast fyrir sjálfstæðu íslömsku ríki. Talsmaður forseta landsins sagði í gær að hersveitir hefðu náð að gera mikinn usla meðal skæru- liðahópanna og fullyrti hann að gíslarnir hefðu sloppið við meiðsl. Sagði hann jafnframt að hernaðar- aðstoð sem borist hefði frá rúss- neskum stjórnvöldum hefði styrkt hersveitir landsins. Nýtur ríkis- stjórn landsins ennfremur póli- tísks stuðnings frá Ki’emlverjum sem sjálfir heyja baráttu við ís- lamska skæruliða. Tengsl skæruliða í Mið-Asíuríkjum Kirgistan er fátækt og fjalllent ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Kína í austri. Þá liggja Kazakstan, Uzbekistan og Tadjikistan að rík- inu en þar hefur einmitt gætt mik- ils óróa á undanförnum misserum. Hafa stjórnvöld í Kirgistan reynt að koma í veg fyrir liðsflutninga skæruliðasveita milli landamæra ríkjanna en orðið lítið ágengt. Talið er að skæruliðarnir haldi sig hátt í fjallshlíðum, í tæplega sex þúsund metra hæð, og haldi þar gíslum sínum. Eru tengsl á milli skæruliðanna í Kirgistan og öfgafullra skæruliðasveita í Uz- bekistan sem eru taldar heyja heil- agt stríð á svæðinu. Hermálasér- fræðingar telja að heildarfjöldi skæruliða, sem herji á stjórnvöld, sé um 700. Hafa átökin í Kirgistan náð út fyrir landamæri ríkisins en sömu skæruliðasveitir eru taldar hafa staðið að baki sprengjuárás í Tas- hkent, höfuðborg Uzbekistan, fyrr á árinu þar sem lslam Karimov, forseti Uzbekistan, slapp naum- lega. Sagði talsmaður forseta Kirgistans í gær að hersveitir Kirgistans hefðu hafið nána sam- vinnu við heri Tadjikistans og Úz- bekistans um að uppræta skæni- liðasveitirnar. Er árásin í gær talin vera fyrsta aðgerð hersins sem ber einhvern árangur. Til þessa hafa um tólf hermenn úr liði Kyrgistan fallið í átökum við skæruliða en ekki hef- ur verið vitað um mannfall í þeirra röðum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Indverjar og Paki stanar deila um kjarnorkumál Sameinuðu þjððunum. Reuters, AFP. Reuters Hátíð undirbúin Drekkur úr pela SILVINA Pagano, starfsmaður í dýragarðinum í Buenos Aires í Argentínu, gefur fjögurra mán- aða gömlum órangútan-unga mjólk að drekka. Unginn fædd- ist í dýragarðinum, en móðir hans neitar að gefa honum brjóst, svo nauðsynlegt er að gefa honum mjólk á pela. Orangútan-apar eru í útrým- ingarhættu, en þeir geta náð 50 ára aldri og orðið allt að 100 kg þungir. Koss er ekki nóg MAÐUR, sem sakaður er um að hafa slegið til lögregluhests í New York, kom fyrir rétt í vikunni, eftir að boði hans um að kyssa hestinn og sættast þannig við hann var hafnað. Maðurinn er sagður hafa kýlt hestinn er lögregla reyndi að stilla til friðar á mótmæla- fundi verkalýðsfélags á síðasta ári. Hann á yfir höfði sér eins árs fangelsi, verði hann fund- inn sekur. ÞAÐ andaði köldu á milli fulltrúa Pakistans og Indlands á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna á miðvikudag er þeir settu hverjir öðrum skilyrði um að ríkin þyrftu að undirrita sáttmála um þann við tilraunir á kjarnavopn- um. Sartaj Aziz, utanríkisráðherra Pakistans, hélt þrumuræðu þar sem hann sakaði Indverja um „aukna kúgun“ í Kasmír-héraði og fyrirætlanir um að koma fyrir miklu magni kjarnavopna á sjó, lofti og á landi og beina þeim gegn Pakistan. „Stefna Indlands fþess- um málum mun valda óstöðug- leika í Suðaustur-Asíu. Pakistan- ar munu neyðast til að auka við kjarnavopn sín og bæta eldflauga- tækni til þess að viðhalda gagn- kvæmri fælingu,“ sagði utanríkis- ráðherrann í ræðu sinni. Hvatti hann jafnframt Sameinuðu þjóð- irnar til að halda á lofti markmið- um hernaðarlegra hamlna og stöðugleika á svæðinu. Ræðu Jaswants Singhs, utanrík- isráðherra Indlands, var beint að starfsbróður hans og sagði hann að Indverjar væru áfjáðir í að draga í vígbúnaðarspennu í Suðaustur-As- íu. „Skuldbindingar indveija við hnattræna kjarnorkuafvopnun standa óhaggaðar,“ sagði Singh. Hann ræddi þó ekki sérstaklega um þau stefnumið Pakistana að færa vígbúnaðardeilur ríkjanna á vettvang Sameinuðu þjóðanna en sagði þörf á því á næstu árum að stíga viss skref svo draga mætti úr hættunni af notkun kjarnavopna. Singh sagði ennfremur að Ind- verjar mundu halda áfram samn- ingaviðræðum um aðild sína að sáttmálanum um bann við tilraun- um með kjarnavopn en ítrekaði að ef að aðild yrði þyrftu önnur ríki, sem utan hans standa, einnig að undirrita. HEITTRÚAÐUR bókstafsgyðing- ur notar stækkunargler til að grannskoða sítrónu, til að ganga úr skugga um að hún sé hæf til notkunar í trúarlegum tilgangi, í Tel Aviv í gær. Sítrónur gegna ásamt pálmablöðum, myrtu og pflviði mikilvægu táknrænu hlut- verki í Sukkoth, eða laufskálahá- tíð gyðinga, sem hefst í kvöld. Hátíðín er haldin til að minnast dvalar gyðinga í eyðimörkinni eftir förina frá Egyptalandi fyrir 3.000 árum, sem greint er frá í Biblíunni, og stendur hún í eina viku. IMF spáir meiri hag- vexti í heiminum Washington. Reuters, AP. HAGVÖXTURINN í heiminum verður mun meiri á næsta ári en búist var við, eða 3,5%, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF), sem varar þó við því að skyndilegur samdráttur í Banda- ríkjunum eða afturkippur í Japan geti sett strik í reikninginn. Þótt efnahagur heimsins sé farinn að rétta úr kútnum eftir verstu fjár- málakreppuna í hálfa öld beitir Bandaríkjastjórn sér nú fyrir því að gerðar verði ráðstafanir til þess að næsta fjármálaumrót verði ekki jafn alvarlegt. Hún vill að stofnuð verði ný samtök með aðild auðug- ustu ríkja heims og nokkuri-a helstu þróunarlandanna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxturinn í heiminum verði 3% á þessu ári, ekki 2,3% eins og spáð var fyrir sex mánuðum, og 3,5% á því næsta. A síðasta ári var hagvöxturinn 2,5%. Þetta era bjartsýnustu hagvaxt- arspár IMF frá því efnahagskrepp- an í Asíu skall á fyrir 26 mánuðum. IMF telur að þenslan í efnahag Bandaríkjanna minnki á næsta ári og hagvöxturinn verði þá 2,6%. Gert er ráð fyrir því að hann verði 3,7% á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 1% hagvexti í Japan í ár og 1,5% á næsta ári. í síðustu spá var aðeins gert ráð fyrir 0,2% hagvexti í land- inu í ár. Miehael Mussa, aðalhag- fræðingur IMF, sagði þó að mikil gengishækkun jensins gæti stefnt efnahagsbata Japans í hættu. IMF segir að Asíuríkin hafí náð undraverðum efnahagsbata eftir Varar þó við skyndi- legum samdrætti í Bandaríkjunum fjármálakreppuna og jafnvel sé bú- ist við 2% hagvexti í Rússlandi á næ^sta ári. Ymsar blikur eru hins vegar enn á lofti í Rómönsku-Ameríku og IMF spáir samdrætti í nokkrum ríkjum í þeim heimshluta, einkum Argentínu, Kólumbíu, Venesúela og Chile. Mussa sagði að efnahagsþróunin í heiminum myndi að öðru leyti ráðast af framvindunni í Banda- ríkjunum og Japan, tveimur stærstu hagkerfum heims. Hann lagði áherslu á að bandaríski seðla- bankinn yrði að búa sig undir að hækka vexti sína frekar til að minnka hættuna á ofþenslu í Bandaríkjunum. IMF nefndi hins vegar fjóra þætti sem gætu breytt nauðsynleg- um samdrætti í hættulegt hrun - aukinn verðbólguþrýsting, gengis- fall dollarans, verulega gengis- lækkun bandarískra hlutabréfa og miklar skattalækkanir sem myndu auka einkaneysluna. IMF hefur lengi varað við þvi að gengi banda- rískra hlutabréfa sé of hátt. Nýr vettvangur umræðu um efnahagsumbætur Fjái-málaráðherrar og seðla- bankastjórar G-7, samtaka sjö helstu iðnríkja heims, koma saman í Washington á morgun til að ræða dagskrá ársfundar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans um helgina. Að sögn fréttastofunn- ar AP hafa ríkin fallist á þá tillögu Bandaríkjamanna að komið verði á fót nýjum samtökum, G-20, sem verði skipuð auðugustu ríkjum heims og helstu þróunarlöndunum. Ráðgert sé að stofna samtökin formlega í Washington um helg- ina. Gert er ráð fyrir því að nýju samtökin nái til 80% af öllu hag- kerfí heimsins og fulltrúar aðildar- ríkjanna komi saman reglulega til að ræða tillögur um efnahagslegar umbætur I ! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.