Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 53 I DAG Árnað heilla af'mæli. í dag, I V/fostudaginn 24. sept- ember, verður sjötug _ Jó- hanna Guðlaugsdóttir, Álfa- skeiði 64, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á heim- ili sínu eftir kl. 17. BRIDS Umsjún tiuðmundur Páll Arnarson í ANNARRI lotu Bikarár- slitaleiks Landsbréfa og Strengs kom upp falleg alslemma, sem tókst þó ekki að melda. Sigurður Vil- hjálmsson og Júlíus Sigur- jónsson í sveit Strengs voru hins vegar mjög heitir: Spil 24. Vestur gefur; eng- inn á hættu. Norður A 10 V KD8642 * 987 * D103 Vestur Austur * KD8 * Á65432 V Á10 V 95 ♦ ÁKDG2 ♦ 103 *G84 *Á76 Suður * G97 VG73 * 654 * K952 Eins og sjá má eru þrettán slagir borðleggjandi í AV: Sex á spaða, fimm á tígul og tveir ásar. Sigurður og Júlíus spila eðlilegt Precision-kerfi og sögðu þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf* 2 kjörtu 2 spaðar Pass 4 laufl Pass 4 spaðar Pass 4grönd Pass 5t\jörtu Pass 5 grönd Pass 6 spaðar Allir pass Sigurður opnar fyrst á sterku laufi, norður hindrar í hjarta. Með tveimur spöðum sýnir Júlíus jákvæða hönd, að minnsta kosti 8 punkta og fimmlit í spaða. Sigurður sér að trompliturinn er fundinn og ákveður að fara í slemmu- leiðangur. Og þá sakar ekki að þyrla upp svolitlu mold- viðri með fölskum „splinter“, en stökk hans í fjögur lauf á að sýna einspil eða eyðu í laufi. Júlíus slær af, en Sig- urður spyr samt um lykilspil með fjórum gröndum og fær upp tvo ása. Hann reynir þá við alslemmu, enda sér Sig- urður nú tólf slagi og er að leita eftir viðbótarstyrk. Júlí- us hefði kannski átt að láta vaða i sjö á grundvelli sjötta spaðans, en kaus að fara var- lega. A hinu borðinu var einnig spiluð hálfslemma, þannig að spilið skapaði enga sveiflu. rT/VÁKA afmæli. Næst- ( V/komandi sunnudag, 26. septembeer, verður sjö- tug Brynja Borgþórsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum laugai-daginn 25. september í húsi Slysavarnafélagsins, Hjallahrauni 9, Hafnarfirði, frá kl. 15-19. /?/VÁRA afmæli. Næst- V/V/komandi mánudag, 27. september, verður sex- tugur Karl Valur Karlsson, Vallholti 22, Ólafsvík. Eig- inkona hans er Anna Elísa- bet Oliversdóttir. Þau hjón- in taka á móti ættingjum og vinung í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laugardaginn 25. september eftir kl. 19. SKAK IJnisjún Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Chania á grísku eyj- unni Krít í haust. Heimamaðurinn Simeonidis (2.265) var með hvítt, en Búlgar- inn Popchev hafði svart og átti leik (2.495). 18. - Rxc4! 19. Bxc4 - Bxc3+ 20. bxc3 - Dxc3+ 21. Dd2 - Dxc4 22. Dxd6 - Db4+ og hvítur gafst upp. Evrópukeppni skákfélaga. Keppni í einum undanrásariðl- anna fer fram um helgina hjá Helli í Þönglabakka 1 í Mjódd. Fyrsta umferðin er í kvöld. Nokkrir af stiga- hæstu skákmönnum heims tefla og rnargir bestu skák- manna Islands eru í liðum Hellis og Taflfélags Reykja- víkur. Svartur leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI /, þessi egý ÍÍ/na.. i/tCf ebk/ satí, yófra ? '' m LJOÐABROT Geng ég fram á gnípur og geigvæna brún. Djúpan lít ég dalinn og dáfögur tún. Kveður lítil lóa. En leiti gyllir sól. í hlíðum smalar hóa. En hjarðir renna’ á ból. Bær í björtum hvammi mér brosir á mót. Manstu vin þinn, mæra, munblíða snót. Matthías Jochumsson. STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert félagslyndur og höfðingi heim að sækja. Samskiptahæfíleikar þínir nýtast þér vel ístarfí. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Skoðaðu vandiega þær hindr- anir sem eru í veginum og hvemig þú getur best rutt þeim burt. Stundum er betra en ekki að fara sér hægar og hafa góða yfirsýn. Naut (20. apríl - 20. maí) Það gefur iífinu lit að ræða við fóik sem hefur ólíkar skoðanir á málum. Þú verður reynslunni ríkari og sérð svo margt í öðru ljósi en áður. Tvíburar (21. maí - 20. júní) ‘AA Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð svo þú þurfir ekki að hafa eftirsjá. Notaðu skynsemina og haltu þig við staðreyndir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gerðu eitthvað tii að fá útrás fyrir sköpunarhæfileika þína því þú verður allur annar maður um leið og þú ert kom- inn af stað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu þér í léttu rámi liggja þótt þú getir ekki keypt það sem hugurinn gimist. Nú skiptir öllu að hugsa tii fram- tíðar og spara hverja krónu. Meyja (23. ágúst - 22. september) ©&> Einhver kemur þér til aðstoð- ar án þess þú hafir óskað eftir því. Taktu honum fagnandi því þú getur ábyggilega laun- að í sömu mynt fyrr eða síðar. vrv (23. sept. - 22. október) 4+ di Þér hefur vegnað vel í starfi og finnst tími til kominn að fá einhverja umbun fyrir. Und- irbúðu þig vandlega og komdu svo beiðni þinni á framfæri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Hamingjan bíður þín á næsta leyti en þú þarft að sýna dirfsku, en um leið þolinmæði til þess að finna hana. Hún er svo sannai’lega þess virði. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) fllL/ Þú hefur lofað svo upp í erm- ina á þér að þú verður að sætta þig við að komast hvorki lönd né strönd fyrr en allt er frá. Lærðu svo af reynsiunni. Steingeit (22. des. -19. janúar) <mí Settu orð þín ekki þannig fram að þau hafi tvöfalda merkingu því það gæti valdið fjaðrafoki.Vertu bara einlæg- ur því það er farsælast. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það er ekki rétti tíminn núna tii að vænta stöðuhækkunar. Sinntu starfi þínu af kost- gæfni því það kemur að viður- kenningu, þótt síðar verði. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Umhyggju þinni fyrir velferð annarra eru engin takmörk sett og þú átt svo auðvelt með að lina þjáningar annaira með glettni og jákvæðni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vfsindalegra staðreynda. FRETTIR Hausthátíð í Breiðholtsskóla HAUSTHÁTÍÐ verður haldin í Breiðholtsskóla á vegum Foreldra- og kennarafélags skólans laugardag- inn 25. september kl. 12-15. Þessi há- tíð verður mjög vegieg í tilefni þess að þetta er 30 ára afmælisár skólans. „Boðið verður upp á leiktæki bæði í íþróttasal skólans og fyrir utan. Andlitsmálun jafnt fyrir fullorðna sem börn. Börnum leikskólanna í hverfmu er sérstaklega boðið í heimsókn þar sem mjög líklegt er að þau eigi eftir að koma til náms í skólanum. Við hvetjum börn sem hafa verið áður í skólanum en hafa hugsanlega flutt í önnur hverfi að líta inn og hitta gömlu leikfélagana.“ Lögreglan verður með Lúila löggubangsann sinn og ræðir við börnin um umferðarreglur. Slökkvi- liðið verður með slökkvi- og sjúkra- bíl og verður börnum boðið að skoða þá. Rétt er að benda á að lögregla og slökkvilið verður einungis á staðnum til kl. 14 en hátíðin stendur til kl. 15. Fjórða skóg- arganga haustsins í HAUST standa Skógræktai’félag Islands, Garðyrkjufélag Islands og Ferðafélag Islands fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjáteg- undum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróð- ur og voru þar birtar mælingar á fjöl- mörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. í göng- unum eru teknar fyrir ákveðnar trjá- tegundir, reynt að hafa uppi á þeim trjám sem hafa verið mæld og kannað hvemig þeim hefur reitt af. Einnig verður fjallað um hagnýt atriði við ræktun viðkomandi trjátegunda. Sl. laugardag var trjátegundin álmur skoðuð. í þessari göngu verða skoðaðar trjátegundirnai- beyki, hrossakastanía og askur. Gangan hefst klukkan 10 laugardaginn 25. september við stóra hlyntréð á horni Vonarstrætis og Suðurgötu og tekur um tvo tíma. Allt áhugafólk um rækt- un er hvatt til að mæta. Þeir sem taka þátt í öllum göngunum geta átt von á óvæntum glaðningi í lokin. ----------------------- Ellen Kristjáns með tónleika ELLEN Kristjáns heldur tónleika í Kaffileikhúsinu laugardagskvöldið 25. september. Ellen mun syngja lög af geisla- diskinum „Ellen Kristjáns læðist um“ og henni til aðstoðar á tónleik- unum verða Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Eyþór Gunnarsson á kóngaslagverk og píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Elizabeth Ai’den Fegurðarinnar fremsta nafn Nýjungar f anda haustsins Arden kynning í Vesturbæjar Apóteki í dag Kynntur verður nýr andlits- farði, SMART WEAR. Þessi nvi andlitsfarði er mjög léttur, gefur húðinni náttúrulegt útlit, er auðveldur í notkun og smitar ekki út frá sér. 10% KYNNINGARAFSLÁTTUR OG GLÆSILEGUR KAUPAUKI! HITACHI Rafmagns- verkfæri • Borvélar • Borhamrar • Slípirokkar • Hleðsluvélar • Sagir • Nagarar • Hersluvélar • Juðarar • Fræsarar £ • Brotvélar HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.