Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins Tóbaksfyrir- tækin ætla ekki að semja BANDARÍSK tóbaksfyrirtæki segjast ætla að verjast málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem stefndi þeim í fyrradag með það að markmiði að ná til baka milljörðum dala sem sjúkdómar tengdir reykingum hafa kostað bandaríska ríkissjóðinn. Seth Moscowitz, talsmaður tó- baksfyrirtækisins RJ Reynolds, sagði í samtali við BBC að tóbaks- fyrirtækin hygðust „verja sig kröft- uglega fyrir rétti“. „Við teljum að það sé enginn grundvöllur fyrir máisókn alríkisstjórnarinnar gegn tóbaksiðnaðinum. Við ætlum ekki að semja í þessu máli.“ Tóbaksfyrirtækin sömdu í fyrra við bandarísku ríkin um að greiða þeim rúmlega 200 milljarða dala, andvirði 14.400 milljarða króna, á 25 árum vegna kostnaðar þeirra af sjúkdómum sem tengjast reyking- um. Greg Little, einn af lögfræðing- um Philip Morris, stærsta tóbaks- fyrirtækis Bandaríkjanna, sagði að stefna dómsmálaráðuneytisins snerist eingöngu um stjómmál og væri engum til framdráttar. „Pessi óskammfeilna pólitíska málsókn er hámark hræsninnar.“ Valda 400.000 dauðsföllum á ári I stefnu dómsmálaráðuneytisins eru tóbaksfyrirtækin sökuð um að hafa lagst á eitt um að blekkja al- menning frá sjötta áratugnum. Þau eru sögð hafa leynt upplýsingum sem sýndu að nikótín er vanabind- andi og reykingar valda sjúkdóm- um, fjármagnað hlutdrægar rann- sóknir og staðið í vegi fyrir þróun hættuminni vindlinga. „Sígarettufyrirtækin gerðu sér grein fyrir því - að minnsta kosti frá 1953 - að sannleikurinn gat gengið af starfsemi þeirra dauðri,“ sagði Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna. Hún bætti við að bandaríska ríkið hefði eytt rúmlega 20 milljörð- um dala, andvirði 1.500 milljarða króna, á ári í heilbrigðisþjónustuna vegna sjúkdóma sem tengjast reyk- ingum. Þessir sjúkdómar yllu 400.000 dauðsföllum á ári. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst styðja stefnuna heilshugar. Reuters. Reuters Ungur Austur-Tímorbúi hylur vit sín við brunn þann sem í fannst rotnandi lík sjálfstæðissinna í gær. Lík átta sjálfstæðissinna fínnast illa útleikin á A-Tímor Indónesar gera skot- árás á friðargæsluliða Dili, Jakarta, Reuters, AP, AFP. EINN yfírmanna friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur- Tímor sakaði í gær hersveitir Indónesa á eyjunni um að hefja skothríð nærri friðargæsluliðum sem voru við störf í Dili, höfuðstað A-Tímor. Hefur atvikið orðið til þess að áhyggjur manna af vaxandi ofbeldisverkum hafa aukist og hefur yfirmaður gæsluliðsins brugðist harðlega við. Greina fregnir frá því að vígahópar andstæðinga sjálf- stæðis muni hefja sókn gegn friðar- gæsluliðum á næstu dögum. Talsmenn Indónesíuhers sögðu hins vegar að erlendar hersveitir hefðu hafíð skothríðina í þann mund er indónesískir hermenn hefðu ver- ið að safna saman skotfærum í vörugeymslu. Sögðu þeir að atvikið byggðist á misskilningi. Talsmenn gæsluliðsins vísuðu þessu þó á bug og sögðu að Indónesar væru að reyna í þeim þolrifin. Peter Cosgrove, hershöfðingi og yfirmaður friðargæsluliðsins, var harðorður í gær og sagði við frétta- menn að hersveitir myndu beita „banvænu valdi“ ef vígahópar svo mikið sem beina að þeim skotfær- um. Sagði hann ennfremur að slíkra aðgerða væri e.t.v. ekki lengi að bíða. Sagðist Cosgrove hafa áhyggj- ur af fyrirætlunum liðsmanna víga- hópa er halda sig á Vestur-Tímor en að sínir menn hefðu ekki umboð til aðgerða þar. Vígahópar sögðu í gær að þeir væru reiðubúnir að hefja stríð við friðargæsluliðið, þar sem þeir söfn- uðust hundruðum saman í útjaðri Dili. Aðrir hópar hafa neitað þvi að þeir hyggist hefja stríð við gæslulið- ið og sagði Basilio Araujo, leiðtogi eins hópsins, að sínum mönnum væri meira umhugað að afla fjöl- skyldum sínum fæðis og klæðis en að ráðast á erlendar hersveitir. Talið er að fleiri en 50.000 vígamenn hafi haldið yfir landamærin til Vest- ur-Tímor síðan gæsluliðið hóf inn- reið sína til A-Tímor. Hengdir á króka og skornir á háls Síðdegis í fyrradag fundust rotn- uð lík í brunni nærri heimili eins leiðtoga sjálfstæðishreyfingarinnar á A-Tímor og er talið að fleiri lík kunni að finnast á svæðinu. Bera íbúar á svæðinu því vitni að fómar- lömb vígahópanna hafi verið hengd upp á króka og skorin á háls áður en líkum þeirra var varpað í brunna. Friðargæsluliðar hafa sagt að alls hafi átta lík fundist það sem af er og að indónesísku lögreglunni hafi verið tilkynnt um málið. Indónesíustjórn hefur hins vegar fullyrt að aðeins um eitt hundrað manns hafi týnt lífí í vargöldinni er geisaði í kjölfar atkvæðagreiðslunn- ar. Indónesíustjórn aflétti í gær herlögum sem sett voru á A-Tímor í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ör- lagaríku þar sem kosið var um sjálfstæði héraðsins. Lýstu stjórn- arliðar því yfir að þar með yrði allt vald komið í hendur friðargæslu- liða á A-Tímor og að stjórnin myndi lýsa því formlega yfir á allra næstu dögum. Var gripið til stefnu- breytingarinnar vegna betra ástands í Dili, að sögn talsmanna Indónesíustjórnar. Indónesar hafa sakað Astrala, sem fai-a fyrir friðargæsluliði SÞ á A-Tímor, um að færa út kvíarnar með því að senda sveitir sínar tO eyjunnar og að stofna tvíhliða tengslum í-íkjanna í hættu með því að hlutast tO um innanríkismál. John McCarthy, sendiherra Astrala í Indónesíu, sagði hins vegar í gær að Astralía hefði ekkert misjafnt í hyggju og að forysta þeirra í friðai’- gæslusveitunum væri aðeins rök- rétt í ljósi nálægðarinnar. Misstu fjarskiptasam- bandið við Mars-farið Pinochet í læknisskoðun AUGUSTO Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra í Chile, fór í gær í læknisskoðun á sjúkrahús, væntanlega í síðasta sinn áður en réttarhöld hefjast í London í næstu viku um hvort hann verði framseldur til Spánar. Pinochet, sem er 83 ára gam- all, hefur nokkrum sinnum farið í læknisskoðun á síðustu mánuð- um, en hann er sagður þjást af margvíslegum kvillum, þar á meðal hjartasjúkdómum, vanda- málum í blöðruhálskirtli og þunglyndi. Stuðningsmenn Pinochets hafa lýst yfir áhyggjum af því að hann muni ekki þola álagið vegna réttarhaldanna í Bret- landi og hugsanlega síðar á Spáni. Washington. Reuters, AP. VÍSINDAMENN Geimrannsókna- stofnunar Bandaríkjanna, NASA, misstu í gær fjarskiptasambandið við rannsóknargeimfarið Mars Climate Orbiter þegar það átti að fara á spor- braut umhverfis Mars og óttast var að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Embættismenn NASA, sem fylgjast með geimfarinu, sögðu að fjarskiptasambandið hefði rofnað þegar geimfarið hefði farið á bak við reikistjörnuna klukkan 9.30 að íslenskum tíma í gærmorgun. Vísindamenn á rannsóknarstofu NASA í Pasadena í Kalifomíu sögð- ust vona að geimfarið hefði komist á sporbraut um Mars og að hægt yrði að finna það. Geimfarið er ómannað og á að rannsaka veðurfar og lofthjúp Mars. John B. McNamee, sem stjómar rannsókninni, sagði í viðtali við CiW-sjónvarpið að geimfarið kynni að hafa farið á aðra sporbraut um reikistjömuna en vísindamenn NASA hefðu spáð. Þeir væra nú að reyna að flnna braut farsins. McNamee sagði að vitað væri að gangsetning aðalvélarinnar, sem átti að hægja á geimfarinu þegar það fór inn á braut um Mars, hefði hafist með eðlilegum hætti. „Við vitum að gangsetningin hófst á réttum tíma. Við gátum fylgst með því í fimm mínútur áður en geim- farið fór á bak við plánetuna, en Reuters Tölvumynd af rannsóknargeim- farinu Mars Climate Orbiter. síðan hefur ekkert samband verið við það.“ Tveggja ára rannsókn á veðurfarinu Geimfarinu var skotið á loft í des- ember síðastliðnum og rannsóknin á Mars á að standa í tvö ár. Geimfarið á að senda ýtarlegar upplýsingar um hitastig, ryk, vatnsgufu og ský í lofthjúpi Mars. NASA vonast til þess að geta aílað upplýsinga um loftslagið á reikistjömunni, allai’ árstíðir hennar og vísbendinga um veðurfai-ið í fortíð og framtíð. Geimfaiið og lendingarfarið Mars Polar Lander, sem á að koma að Mars 3. desember, era búin tækjum sem vonast er til að geti aflað upp- lýsinga um hvað varð um vatnið sem talið er að hafi eitt sinn myndað ár eða vötn á reikistjömunni. Markmið- ið með þeirri rannsókn er að svara þeirri spurningu hvort líf kunni ein- hvem tíma að hafa þrifist á Mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.