Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Discovery kvikmynd- ar íslenska hestinn folann. Hann var rekinn inn í dilk og nú var bara að fá það staðfest að þetta væri rétti folinn. Kristján virðist hafa haft myndina af folan- um greypta í minnið því svo reynd- ist vera. Folinn verður fluttur til Banda- ríkjanna við fyrsta tækifæri og munu kvikmyndagerðarmennirnir fylgjast með þegar hann kemur úr flugvélinni, fer í sóttkví og síðan þegar hann kemur til nýrra heim- kynna á Mill Farm. Sjónvarpsþáttur, sölu- myndband og bók Gert er ráð fyrir að a.m.k. 76 milljónir manna geti séð Discovery-sjónvarpsstöðina. Auk þess er fyrirhugað að gefa hesta- þættina út á sölumyndbandi og í bók. Má því búast við að aldrei áð- ur hafí jafn margt fólk haft aðgang að upplýsingum um íslenska hest- inn. Myndin er m.a. styrkt af Is- lensk-ameríska hestaráðinu, sem nýlega var stofnað og hefur það markmið að efla vitneskju fólks í Norður-Ameríku um íslenska hest- inn. Fleiri kynningarmyndir eru á döfínni því fyrirtækið Art and Entertainment hyggst kvikmynda í Laufskálarétt, sem verður fyrstu helgina í október. Á nettölti Upplýsingar um kynbóta- dóma sífellt aðgengilegri HROSSARÆKTENDUR og áhugafólk geta svo sannarlega glaðst yfir því að upplýsingar um dóma á kynbótahrossum verða sí- fellt aðgengilegri. Sérstaklega fyr- ir þá sem hafa aðgang að Netinu. Frá því í sumar hafa þeir sem hafa aðgang að Netinu getað fylgst með kynbótadómum hvar sem er á landinu nánast í beinni útsendingu. Dómar hafa birst á heimasíðu íslensks landbúnaðar meðan á sýningunum stendur og oft uppfærðir einu sinni til tvisvar á dag. Nú er hægt að fara inn á heimasíðuna og fletta upp öllum kynbótasýningum sem haldnar hafa verið hér á landi á þessu ári auk ýmissa sýninga erlendis einnig, þar á meðal heimsmeist- aramótsins. Er þetta mikil fram- för frá því sem áður var þegar óþreyjufullir hrossaræktendur þurftu að bíða eftir að dóma- skrárnar birtust í prentuðu formi mánuðum og árum saman. Af heimasíðu íslensks landbún- aðar, www.bondi.is, er hægt að komast inn í hrossaræktina með því að smella fyrst á búgreinar og síðan á hrossarækt. Þaðan er svo hægt að komast inn á veraldarfeng (íyrir þá sem eru með aðgang), heimasíðu Félags hrossabænda, www.stak.is/fhb, Hrossabanka Jónasar Kristjánssonar og Faxa - vef um íslenska hestinn. Þar eru þó litlar upplýsingar að fá þar sem nýjasta fréttin á Faxavefnum er frá 13. maí 1999. Einnig er á síðu hrossaræktar- innar tafla yfir öll hross sem eru með 115 í kynbótamati eða meira og tafla yfir kynbótamat hesta sem ná heiðursverðlaunastigi og 1. verðlaunastigi fyrir afkvæmi. Gall- inn er bara sá að í fyrri töflunni birtast ekki nöfn hrossanna heldur einungis skráningamúmer þeirra. Vonandi verður þetta lagfært því efast má stórlega um að fólk nenni að fletta upp hrossunum eftir núm- erinu nema mikið liggi við. Nokkur hrossaræktarsamtök eru þegar komin með heimasíðu. Hrossaræktaramtök Suðurlands er hægt að nálgast á www.bssl og smella á hrossarækt, Hrossarækt- arsamband Vesturlands er á www.vesturland.is/buvest og smella á hrossarækt, Hrossarækt- arsamband Skagfirðinga er á www.horse.is, Hrossaræktarsam- tök Eyfirðinga og Þingeyinga er á www.orri.is/eything og Hrossa- ræktarsatmök Austurlands eru á www.eldhorn.is/~reidhestar/. dóttir var í Skagafírð- inum um síðustu helgi og fylgdist með kvikmyndatökumönn- unum að störfum. ^ SJÓNVARPSMYNDIN um ís- lenska hestinn er ein sex þátta í þáttaröð um hesta. Að sögn leik- stjórans, James Bates, kom ís- lenski hesturinn fljótlega til tals þegar hugmyndin að þessari þátta- röð kom upp. Þættirnir fjalía um sérstök hestakyn og sérstaka hesta sem notaðir eru við ýmis störf eða í keppni. Hinir þættimir fimm fjalla um hest sem þjóðgarðsvörður í Suður-Afríku notar við að hafa uppi á veiðiþjófum, hesta í Kanada sem notaðir eru til að draga stóra trjáboli út úr skógunum eftir að þeir hafa verið felldir, Andalúsíu- hesta á Spáni, sem notaðir eru á nautabúgörðum, franska keppnis- hesta í kerruakstri og lögregiuhest í London. Þegar farið var að leita að efni um íslenska hestinn rákust að- standendur myndarinnar á sjón- varpsmynd sem gerð hafði verið um ísland og sáu þar meðal annars stóðrekstur. Síðan var leitað að áhugaverðu efni á Netinu og fannst þá heimasíða Dan Slott á Mill Farm í New York. James Bates setti sig í samband við Dan og 'i sagði frá hugmyndum sínum, m.a. um að kvikmynda stóðrekstur og stóðréttir og sendi honum handrit til að lesa yfir. Úr stóðinu til nýrra heimkynna í Bandaríkjunum Dan Slott segir að hann hafi gert sínar athugasemdir og m.a. bent á hvað lægi að baki stóðréttunum. Ef þær væru kvikmyndaðar og sýndar Sjónvarpsstöðin Discovery vinnur nú að heimildarmynd um ís- lenska hestinn. Myndin verður sýnd á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og nær útsendingin til a.m.k. 76 milljóna — manna. Asdís Haralds- Morgunblaðið/Þorkell Breski kvikmyndatökumaðurinn Richard mundar vélina í Staðarrétt. Kristján Kristjánsson tamningamaður búinn að finna gráa folann. án skýringar hefði kvikmyndin ekkert upplýsingagildi. A endanum komust þeir að þeirri niðurstöðu að best væri að bæta við sögu um menn sem fara til íslands til að kaupa sér efnilegan fola í stóðrétt- unum og flytja hann til Bandaríkj- anna. Fylgst var með þeim Dan og Kristjáni Kristjánssyni tamninga- manni á Mill Farm í rekstri og einnig í Staðarrétt þar sem þeir ætluðu að finna sér hest. Kristján sagðist hafa séð gráan fola í Skaga- firðinum í fyrra og vonaðist hann til að finna hann í réttunum. Lík- lega yrði það erfítt því eflaust hef'ði hesturinn þroskast og liturinn lýst. Eftir að hafa skoðað hrossahópinn vandlega þóttist hann hafa fundið ISIams® 5/ Negro Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is Skólavörðustíg 21 a 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 * 1 íþróttir á Netinu ýj> mbl.is _ALLTAf= G/TTH\SA& N'ÝTT Hafsteinsstaða- bændur flytja til Bandarfkj anna SKAPTI Steinbjömsson og Hildur Claessen, bændur á Hafsteinsstöð- um í Skagafirði, eru að hætta bú- skap og flytjast til Bandaríkjanna. Þau munu starfa hjá Dan Slott á Mill Farm í New York-fylki með Kristjáni Kristjánssyni og Jó- hönnu Guðmundsdóttur sem þar hafa búið í áratug. Þau Hildur og Skapti sögðu í samtali við Morgunblaðið að eftir 23 ára búskap á Hafsteinsstöðum hafi þeim fundist tími til kominn að breyta algerlega til. Þau hafa stundað kúabúskap og umtals- verða hrossarækt og hafa mörg fræg kynbótahross komið frá Haf- steinsstöðum, svo sem Feykir, Fjalar, Fáni og Hugi svo einhver séu nefnd. Fyrr á þessu ári hættu þau með kýrnar og hafa nú selt stóran hluta af hrossastofninum. Þau ætla þó að halda eftir um 30 hrossum. Skapti og Hildur ætla að leigja jörðina, en enn á eftir að fá leigj- endur. Þrátt fyrir það ætla þau að flytja út í október ásamt tveimur yngri sonum þeirra. Elsti sonurinn er við nám og ætlar að dvelja á ís- landi. Hildur og Skapti segjast líta mjög björtum augum á flutninginn Morgunblaðið/Þorkell Skapti Steinbjörnsson og Hildur Claessen til hægri á tali við Kristján Kristjánsson í Staðarrétt um síðustu helgi. og segja að þessar breytingar leggist vel í alla fjölskyldumeðlimi. Skapti hefur farið út og líst mjög vel á allar aðstæður. Alls er óvíst hvað þau ætla að dvelja lengi í Bandaríkjunum. Þau ætla fyrst að sjá hvernig þeim líkar og láta það ráðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.