Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 43*»- stundum farið í heimsóknir á víxl. Vorið 1970 var ég búinn að vera lengi slæmur í baki og var mér ráð- lagt að leita lækninga í Danmörku og fékk heimilisfang hjá lækni í Kaupmannahöfn. Eg hringdi í Ragnar og spurði hann hvort hann vildi koma með mér út, því ég hafði aldrei farið til útlanda og kunni lítið í dönsku. Það stóð ekki lengi á svar- inu: „Eg kem strax eftir að prófum lýkur.“ Rétt er að geta þess að allt var þetta með samþykki Sigurlaug- ar. Við vorum svo úti í tvær vikur og fórum til læknisins á hverjum degi. Ég fékk mikla bót og það er að miklu leyti mínum góða vini Ragnari að þakka. 1974 flytur Ragnar suður í Breið- holtið, hann kenndi í eitt ár á Kjal- arnesi, svo fór hann að vinna hjá Sakadómi og Rannsóknarlögreglu og vann þar í fjölda ára. Eftir suðurkomuna hófst nýr kafli í okkar samskiptum og sjaldan liðu margir dagar án þess að við hittumst. Stundum var spilað og ekki gleymast laugardagsmorgn- arnh- sem Ragnar kom gangandi til okkar. Þá sagði Stella oft: „Ragnar minn var að ganga fyrir gluggann." Ósjaldan vorum við tveir saman við Ragnar, stundum sungum við saman og stundum dreypt á víni í hófi, einnig ræddum við saman um lífið, tOveruna og þjóðfélagsmálin. Næstum alltaf fóru skoðanir okkar alveg saman en stundum þrösuðum við um einhverjar útfærslur. En alltaf enduðum við sáttir og ég vil halda því fram að aldrei hafi neinn skuggi fallið á vinskap okkar í 61 ár. Aðalkennslufög Ragnai’s voru tungumál og þar var hann kunn- áttumaður mikill. Ragnar safnaði biblíum víðsvegar að úr heiminum á löngum tíma, milli 1200 og 1300 talsins á jafnmörgum tungumálum. Hann gaf málvísindastofnun Há- skólans þær allar. Hann var búinn að ferðast víða um heiminn og hafði kynnt sér vel lifnaðarhætti margra þjóða. Einnig var hann vel heima í landafræði. Aldrei komu þau frá útlöndum Ragnar og Sigurlaug svo þau gæfu okkur Stellu ekki eitthvað og eigum við marga hluti tO minningar. Við hjónin, Regína dóttir okkar og Vigdís dóttir hennar þökkum Ragnari fyrir allan vinskapinn. Við vottum Sigurlaugu og öðrum að- standendum samúð. Vertu sæll, vinur. Jörgen Berndsen. Hann Ragnar Þorsteinsson kennari og kunningi minn er látinn eftir langt stríð við ólæknandi sjúk- dóm. Ég ætla mér ekki að rekja lífsferd hans með þessum línum. Til þess eru aðrh’ færari en ég. Kynni mín af honum hófust ekki fyrr en hann hafði yfirgefið kenn- arapúltið og hafið starf hjá rann- sóknarlögreglunni. Við bjuggum um skeið í sama húsi og ég fullvrði að ég hafi aldrei kynnst betri ná- grönnum en þeim hjónunum, Sigur- laugu Stefánsdóttur og Ragnari. Þau voru bæði mjög aðlaðandi manneskjur, hún hógvær og góð- lynd, hann léttur í lund og viðræðu- góður. Ragnar hafði jafnan frá mörgu að segja, enda sjófróður og víðlesinn. Bókasafn átti hann mikið og gott, og Biblíurnar hans fundust manni eins og eyjarnar á Breiða- firði, óteljandi. Þó var ekki hægt að verða þess var að hann hefði neinn sérstakan áhuga á trúmálum. En enginn veit hvað bærist innra með greindum og hugsandi mönnum þó að þeh- láti ýmislegt annað í veðri vaka annað slagið. Ragnar hafði skrifstofu niðri í kjallara hússins og þar sat hann löngum við skriftir og þýðingar á skáldsögum og fleiri fróðleikspistl- um. Ég heimsótti hann oft á skrif- stofuna og stundum ræddum við saman fram að miðnætti þama niðri. Okkur skorti aldrei umræðu- efni. Verst er að nú er ellin að flytja fróðleiksmolana hans frá mér út í bláinn. Við fluttum um svipað leyti úr fyrrnefndum húsakynnum. Þau hjónin seldu sinn hluta og fluttu í nýja tveggja hverbergja íbúð niðri í Vogatungu. Þar leið þeim vel í nokkur ár. Oft heimsótti ég þau þar eins og áður og alltaf tóku þau mér með sömu alúðinni. I góðu veðri voru kvöldin ólýsanlega fögur þama í Vogatungunni, sólsetrið töfrandi og sló gullnum bjarma á umhverfið allt. En nú er lífssól Ragnai-s gengin til viðar og eftir situr ekkjan ein í litlu íbúðinni sinni og horfir út á voginn sem nú hefur sameinast haustlitunum allt um kring. Ég undirritaður þakka þessum góðu hjónum fyrir allt sem þau vom mér meðan leiðir lágu saman og þau gleymast mér ekki. Og þótt Ragnar blessaður hafi ekki talið sig trúhneigðan er ég viss um að for- sjónin hefur tekið honum tveim höndum um leið og hann bar þar að landi. Ég votta svo eftirlifandi ekkju hans, börnum þeirra og ástvinum öllum mína dýpstu samúð. Haraldur Stígsson. Þeir hníga í valinn einn af öðmm, sem á langri ævi hafa verið vinir og nánir samstarfsmenn. Nú síðast Ragnar Þorsteinsson, kennari, sem andaðist eftir stranga sjúkdóms- legu hinn 17. þ.m. Haustið 1931 komu til náms í Héraðsskólanum á Reykjum rúm- lega 30 ungmenni úr nágranna- byggðum til þess að leita sér nokk- urrar meiri menntunar en farskólar sveitanna gátu veitt. Flestir voru nemendurnir vanbúnir að veraldar auði, en þeim mun sókndjarfari til náms og nokkurs þroska. Einn í þessum hópi var Ragnar Þorsteinsson vestan úr Dölum, en hann hafði til fermingaraldurs alist upp hjá foreldrum sínum er bjuggu í Ljárskógaseli í tvíbýli við foreldra Jóhannesar úr Kötlum, en fjöl- skyldan flust á annan bæ í Laxár- dal fáum árum áður. A Reykjum þennan vetur urðu fyrstu kynni okkar Ragnars. Hann var námsmaður með ágætum og einkum kom snemma í ljós að ís- lenska og erlend tungumál lágu létt fyrir honum. Virkur var hann í fé- lagslífi nemenda og var einn af rit- stjórum skólablaðs, sem við gáfum út þann vetur. Hópurinn tvístraðist meira en ætlað var og næsta vetur hélt Ragnar til náms í Reykholti. Vorið 1936 tekur Ragnar inn- tökupróf í 2. b. kennaraskólans, en þá urðu samskipti okkar lítil, enda báðir bundnir við próf og próflest- ur. Að kennaraprófi loknu vorið 1938 heldur hann til kennslustarfa, fyrst skólastjóri við barnaskólann á Skagaströnd í nokkur ár, síðar kennari við barna- og unglingaskól- ann í Ólafsfirði um árabil. Var hann þar sem annars staðar virtur kenn- ari. Hann kvæntist hinni ágætustu konu, Sigurlaugu Stefánsdóttur frá Smyrlabergi í A-Húnavatnssýslu. Þau eignuðust níu börn. Lífsbarátt- an var hörð í þá daga, kennaralaun- in ekki há og til þess að afla auk- inna tekna stundaði Ragnar vega- vinnu að sumrinu fjam heimili sínu. Hvíldi þá forsjá heimilisins á eiginkonunni. Eins og áður er getið var Ragnar tungumálamaður ágætur, einkum lagði hann stund á ensku og fór námsferð til Englands til þess að afla sér meiri þekkingai’ á málinu og kynna sér skólamál. Auk þess var hann boðinn til Sovétríkjanna að kynna sér skólamál þar. Nokkr- ar bækur þýddi hann, m.a. fyrir Ríkisútvarpið, og ski’ifaði smásögur í blöð og tímarit. Þekktur var Ragnar fyrir að safna Biblíum, einkum vegna áhuga hans á tungu- málum, og átti hann orðið biblíur á nokkuð á annað þúsund tungumál- um og mállýskum, meira en nokkur annar hérlendis. Þetta merka bibl- íusafn gaf hann Þjóðai’bókhlöðunni. Haustið 1956 erum við Ragnar báðir ráðnir til starfa að Reykja- skóla í Hrútafirði þar sem við höfð- um verið nemendur tuttugu og fimm árum áður. Það var mér mik- ið fagnaðarefni að hann skyldi sækja þar um kennarastöðu, því að ég vissi af fornum kynnum og af- spurn að þar færi traustur og ör- uggur maður. Þar með hófst 17 ára náið og gifturíkt samstarf okkar og sambýli við hans ágætu fjölskyldu, sem aldrei bar skugga á. Aðkoman að skólanum þetta haust var ekki auðveld og gat brugðið til beggja vona hvort hægt væri að reka þar skóla. Reyndi því mjög á kennara, fjölskyldur þeirra og starfslið allt. Það vita þeir er reynt hafa að margt er auðveldara en að vera kennari á heimavistarskóla fyrir unglinga og þarf til þess bæði festu og lipurð ef vel á að fara. Hvorttveggja hafði Ragnar til að bera. Hann átti mjög auðvelt með að umgangast unglinga og var sér- lega skemmtilegur kennari. Aga- vandamál var því ekki um að ræða í kennslustundum, en ef svo bar við að eitthvað þyngdi þar yfir þurfti ekki annað en litla sögu til að létta lundina, en Ragnar sagði flestum betur frá. Það var því gæfa skólans og okkar, sem þar störfuðum, að fá svo ágætan kennara og samstai’fs- mann sem Ragnar, er hægt var að treysta að gerði í hverju tilviki það sem hann taldi best vera. Það var því eftirsjá fyrir okkur, sem eftir sátum, þegar Ragnai’ flutti burt með fjölskyldu sína eftir farsælt starf á Reykjaskóla. En svo vildi til, er við hjónin fluttum hingað suður, að við urðum nágrannar og vináttan og tengslin milli fjölskyldnanna héldust til hans hinstu stundar. Við Sólveig og fjölskylda okkar þökkum samstarfið og samveru- stundirnar og vottum Sigurlaugu og börnum þeirra okkar innilegustu samúð. Ólafur H. Kristjánsson. + Guðmundur Reynir Einars- son fæddist í Reykjavík 19.11. 1917. Hann lést í Reykjavík 17. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Kristinn Guðmundsson múr- ari í Reykjavík, f. 24.1. 1886, d. 19.5. 1956, og Una Guð- mundsdóttir húsfrú, f. 26.11. 1886, d. 29.7. 1966. Systkini Reynis eru: Guðrún, f. 12.4. 1919, d. 21.11. 1966; Dagbjört, f. 12.4. 1919; Hall- veig, f. 29.12. 1920; Einar, f. 19.4. 1922; Ingólfur, f. 11.5. 1923, d. 30.8. 1941; og Hjördís, f. 19.2.1926. Hinn 18. október 1941 kvæntist Reynir Freyju Guð- mundsdóttur frá Patreksfirði, f. 17.11. 1917, d. 1.4. 1987. For- eldrar hennar voru Guðmund- ur Ólafur Þórðarson útvegs- bóndi á Patreksfirði, f. 18.9. 1876, d. 14.11. 1946, og Anna Helgadóttir húsfrú, f. 9.11. 1885, d. 18.8. 1929. Börn Reyn- is og Freyju eru: 1) Kjartan, f. 29.9. 1942, d. 25.2. 1964. Barns- móðir hans er Petra Stefáns- dóttir, f. 27.1. 1943. Þeirra dóttir er Freyja, f. 7.6. 1964. Barnsfaðir hennar er Ólafur Sigurðsson, f. 18.5. 1957. Þeirra dóttir er Karítas Ólafsdóttir, f. 23.6. 1992. 2) Dröfn, f. 10.4. 1946, maki Örn Hjaltalín, f. 5.7. 1945. Þeirra dætur eru María, f. 17.12. 1965; Dögg, f.22.2. 1977, sam- býlismaður Andri Ulriksson, f. 13.1. 1977. Þeirra börn eru Gabríel, f. 6.7. 1997, d. 1.11. 1997, **' og Agnes, f. 11.2. 1999. Reynir fluttist til Patreksfjarðar 1936, starfaði við verslun (Vatneyrarbræðra) Ólafs Jóhannessonar til 1953 þegar þau Freyja fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar og í Kópavogi. Hann var verkstjóri í Glerverksmiðjunni og síðar Gleri hf., fulltrúi hjá Fasteigna- mati ríkisins til 1992, að hann hætti vegna heilsubrests. Reyn- ir dvaldist á Droplaugarstöðum frá desember 1996. Reynir tók virkan þátt í fé- lagsmálum, m.a. fyrir Sjálfstæð- .4» isflokkinn í Kópavogi og var einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Eldeyjar í Kópavogi. Aðaláhugamál hans var ætt- fræði og vann hann að ýmsum fræðistörfum á því sviði. títför Reynis fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. REYNIR EINARSSON Ragnar Þorsteinsson kennari hefur kvatt þennan heim og mig langar að segja nokkur orð. Eg hafði tvær vetursetur á Ólafs- firði sem unglingur og bjó þá hjá Sigursveini og Ölu í Garðshorni. Garðshorn var hús sem Sigur- sveinn byggði og stóð þá eitt og sér yst í bænum. Og í þessu húsi gerð- ust ótrúlega margir hlutir og ólíkir. Þarna var „tónlistarskólinn", þarna komu einkanemendur Sigursveins, þarna fór fram forvinna tveggja kóra, þarna var blóminn af félagslífi skipulagður, m.a. hinar frægu kvöldvökur í samkomuhúsinu og svo framvegis, og svo var linnulaus gestagangur þar fyrir utan. Og svo var það pólitíkin, en í þá daga var ekki „einhver vinstrivængur" - ann- aðhvort voi’u menn kommar eða ekki! Þarna kom Ragnar Þorsteinsson inn í myndina. Fyrir ungling úr mjög fábreyttu skammdegi úti í Grímsey var ekki undarlegt að kynnin við Beethoven og Bach og þá félaga alla blönduðust ýmsu öðru, en í því mikla safni manna dauðra og lifandi stendur Ragnar Þorsteinsson einn og sér upp úr í minningunni. Það var hann sem sagði okkur frá guðfræðistúdentinum í austui’vegi sem mætti á heimavistina með einn geitarost og óskir móður sinnar um að hann yrði biskup. Það var Ragn- ar Þorsteinsson sem holdi klæddi ævintýrið og hann var eins og af öðrum heimi með sterkan persónu- leika sem heillaði fólk og ekki síst ungt fólk. Það var kannski ekki að undra þó að. unglingurinn hrifist með og það er svosem hægt að játa það hér og nú að þegar út í eyjuna kom æddi þessi unglingur um með nagandi ótta um að komast ekki „í land“ áður en „félagarnir“ lykju við að gera byltinguna og að hann missti af öllu saman! Ragnar Þorsteinsson var mjög óvenjulegur maður. Og það var mikil gæfa að hitta hann á mótun- arárunum. Það var ekki nóg með að hann vissi „allt“, heldur kom hann því frá sér og ekki síst til ungs fólks. Um hann stendur enn í huga mínum dýrðarljómi hins ókunna og fjarlæga og um „drauminn". Og satt best að segja held ég að sumar gerðir mínar eigi rætur í þessum vetrardögum á Olafsfirði. Hrafn Sæmundsson. Okkur langar að kveðja afa okkar með nokkrum orðum. Hann hefur verið fastur punktur í öllu okkar lífi, eins og óhagganlegur klettur, sem alltaf var gott að leita til. Undir það síðasta sátum við oft saman og sögðum fátt, en nærvera hans var góð og styrkjandi. Við munum sakna þess að hafa ekki þennan fasta punkt í tilveru okkar. Við vit- um að nú líður honum vel, hann er á meðal ástvina sem farnir eru á und- an og erum við sannfærðar um að þar ríkir gleði. Við viljum þakka elsku afa okkar fyrir samfylgdina, fyrir að hafa ver- ið hluti af lífi okkar og fyrir allt sem við lærðum hjá honum um lífsins gang. Guð gefi honum ljós, frið og kær- leika. Freyja og María. Reynir Einai’sson var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Eld- eyjar í Kópavogi árið 1972. Hann starfaði í klúbbnum alla tíð og gegndi öllum trúnaðarstörfum þar. A sjötugsafmæli sínu var hann kjör- inn heiðursfélagi Eldeyjar. Reynir gerði sér glögga grein fyrir gagnsemi slíks félagsskapar sem Kiwanishreyfingarinnar, bæði fyrir viðkomandi bæjarfélög og ekki síður fyrir þá einstaklinga sem starfa innan hreyfingarinnai’. Hann var ákaflega viljugur og óeigingjarn félagi og sá ekki eftir tíma sínum í þágu félagsskaparins. Hann var góður félagsmaður og vinmargur. En hin síðari ár gat hann ekki sinnt störfum í hreyftngunni sökum van- heilsu. Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópa- vogi þakkar Reyni Einarssyni vel unnin störf og sendir aðstandendun^pr hans samúðarkveðjur. Fyrir hönd Eldeyjar. Haukur Hanncsson. + Móðir okkar, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 38, Reykjavik, lést föstudaginn 3. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Agnar Ólafsson, Svala Henriksen, Kolbrún Garðarsdóttir og fjöiskyldur. + Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts og útfarar ÁLFHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Brimhólabraut 9, Vestmannaeyjum. Ingvar Sigurjónsson, Hólmfríður Ingvarsdóttir, Kristján Vagnsson, Sigþór Ingvarsson, Guðrún Dröfn Guðnadóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Örn Bragi Tryggvason, Sigurjón ingvarsson, Halldóra Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.