Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 45 MINNINGAR KRISTIN SOLBORG ÓLAFSDÓTTIR + Kristín Sólborg Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1954. Hún lést 14. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. september. Elsku Kristín. I Prédikaranum stendur m.a. „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefír sinn tíma og að deyja hefír sinn tíma, að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa upp það sem gróðursett hefir verið, hefír sinn tíma.“ Það er auðvelt að skilja þennan texta og gera hann að sínum þegar rætt er um fæðingu. Þá er gleðin allsráð- andi. En þegar dauðann ber fyrir- varalaust að höndum hjá fólki í blóma lífsins er hins vegar erfitt að skiija. Og þannig er farið fyrir okk- ur nú. Elsku Kristín. Lífsgleði þín og góðmennska ásamt smitandi hlátri gaf okkur öllum svo mikið. Þú varst alltaf svo hlý, bóngóð og ósér- hlífin. Alltaf til staðar fyrir þá sem þurftu á þér að halda. Heimili ykkar Inga var svo ein- staklega hlýlegt. Þið hjónin voruð svo samheldin og samtaka um allt sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Óli sonur ykkar og hans fjölskylda var umvafinn hlýju þinni og þér þótti svo vænt um það hvað þau komu oft til ykkar á Stapann í sum- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg 9QLSTEINAK 564 3555 ar. Ýmist kom Óli einn eða með fjölskylduna og lagði sitt af mörkum við innréttingu sumar- bústaðarins. Og sólar- geislinn ykkar, sonar- sonurinn Amar Logi, vildi hvergi heldur vera en í sveitinni og sækja sjóinn með afa eða- dunda sér heima við með ömmu. Og seinna bættist Sonja Lára litla við og þá var oft kátt í koti, þegar saman voru komin tvö skýrleiksböm sem alltaf höfðu skoðanir á málunum. Fjölskyldur okkar urðu í mörgu samferða og tengdar nánum bönd- um skyldleika og tilfinninga jafnvel þótt við byggjum lengi vel hvor í sínum landshlutanum. Þá hittumst við oft um jól eða páska og áttum saman góðar stundir í nokkra daga í senn. Fyrir nokkrum árum fóru fjölskyldur okkar saman í ógleym- anlega ferð til Englands. Þá dvöld- um við í Skírisskógi og leigðum m.a. bát sem var heimili okkar í eina viku og sigldum á Thames-ánni og skoðuðum okkur um. Þá nutu krakkarnir okkar sín vel. Margar svona minningar leita á hugann. í ágúst sl. fórum við syst- umar með eiginmönnum okkar og mömmu í ferð norður í land í tilefni 80 ára afmælis mömmu og 45 ára afmælis þíns. Minningarnar frá þeirri ferð eru nú ómetanlegar fyrir okkur öll. Þú varst ekki bara uppáhalds frænka dætra okkar. Þær líta á þig sem hjartkæra vinkonu. Þar breytir engu þótt nokkur ár séu á milli. Að fara í heimsókn til ykkar að Arnar- stapa, til Ólafsvíkur eða í Rofabæ- inn í Reykjavík var alltaf sérstakt tilhlökkunarefni allra í fjölskyld- unni. Guðný Eva var sumarlangt í sveit hjá ykkur á Eyri þegar hún var lítil og Kolbrún Hrönn sem ung- lingur í Ólafsvík þegar hún vann þar sumarvinnu í fiski. Báðar eiga þær ógleymanlegar minningar frá þeim tíma. Þú varst alltaf miðdepill- inn og frá þér geislaði glaðværð, umburðarlyndi og miidi. Þú varst foreldrum þínum ætíð stoð og stytta og eftir að Ólafur lést átti Eva þig ætíð að. Hennar missir að elskandi dóttur og góðri vinkonu er mikill. Ljóð Heiðreks Guðmundssonar sem hljóðar svo, var þér sérlega kært og þú geymdir það í veskinu þínu. Þetta ljóð lýsir þér harla vel. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns. aðeins grafa ennþá dýpra eftir helstu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar i vini í dánarkrans. Kæru Ingi, Ólafur, Steinunn, Amai' Logi, Sonja Lára og Eva. Góður Guð létti ykkur sorg ykkar og missi. Minningin um góða konu lifir. Pétur og Guðrún. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR, Hlíðarbyggð 20, Garðabæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birgir Garðarsson, Svava Birgisdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Guðrún Birgisdóttir, Guðlaugur Jakob Ragnarsson, Einar Björgvin Birgisson, Ágústa H. Bárudóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, HÖRÐUR ZOPHONÍASSON rafvirkjameistari, sem lést sunnudaginn 19. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 24. september, kl. 15.00. Blómatpúðm öak*3skom v/ Fossvogski^kjugafð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Hrönn Harðardóttir, Erna Harðardóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Zophonías Kristjánsson, Kristján Zophoníasson, Viðar Zophoníasson, Steinunn Zophoníasdóttir. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR ÖLDU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Brekku, Ingjaldssandi, verður gerð frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 25. september kl. 14.00. Jarðsett verður í Sæbólskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Fyrir hönd annarra ástvina, Oddbjörn Stefánsson, Árilía Jóhannesdóttir, fris Ósk Oddbjörnsdóttir, Ólafur Jakobsson, Harpa Oddbjörnsdóttir, Árelía Oddbjörnsdóttir, Jakob og Helgi Ólafssynir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGVAR J. HELGASON forstjóri, lést í Reykjavík 18. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 28. september kl. 13.30. Sigríður Guðmundsdóttir, Helgi Ingvarsson, Sigríður Gylfadóttir, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Guðríður Stefánsdóttir, Júlíus Vffill Ingvarsson, Júlía Guðrún Ingvarsdóttir, Áslaug Helga Ingvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Svanhildur Blöndal, Markús Möller, Jóhann Guðjónsson, Gunnar Hauksson, Helga Hrönn Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýnt hafa okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróöur, mágs, frænda og sonarsonar, STEINDÓRS GUÐMUNDAR LEIFSSONAR, Vallholti 12-14, Selfossi. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem komið hafa að umönnun hans á liðnum árum. Laufey Steindórsdóttir, Leifur Guðmundsson, Gunnar Rúnar Leifsson, Birgit Myschi, Daníel Gunnarsson, Leifur Gunnarsson, Sara Leifsdóttir, Andri Wilberg Orrason, Leifur Wilberg Orrason, Guðrún Þorgerður Sveinsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, afa og langafa, OTTÓ W. MAGNÚSSONAR frá Seyðisfirði, áður til heimilis á Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Anna Fríða W. Ottósdóttir, Ottó Winther Snorrason, Ellen Hrefna Haraldsdóttir, Valdís Vilhjálmsdóttir, Ingvar Vilhjálmsson, Helga María Garðarsdóttir og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinar- hug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS VIGFÚSSONAR frá Holti í Vestmannaeyjum. Sigurður Jónsson, Ásta Arnmundsdóttir, Vigfús Jónsson, Hrönn Baldursdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS MAGNÚSSONAR frá Efra-Skarði í Svínadal. Þorgerður, Sigríður, Jóna Kristín, Magnús, Selma og fjölskyldur. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.