Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Markaðsátak til kynningar á ísienska hestinum erlendis Eiðfaxi í 40.000 eintökum Morgunblaðið/Anna Fjóla Örorkubótamáli áfrýjað til Hæstaréttar NÝJASTA tölublaði Eiðfaxa, tíma- riti um hesta og hestamennsku, verður dreift í 40.000 kynningarein- tökum, um 27.000 á þýsku og um 16.000 á ensku, og verður þeim dreift til eigenda íslenska hestsins úti um heim. Að kynningarátakinu standa auk Eiðfaxa ehf., landbúnað- arráðuneytið, Félag hrossabænda, Bændasamtökin, Félag hrossaút- flytjenda, Landssamband hesta- mannafélaga, Félag tamninga- manna, útflutnings- og markaðs- nefnd og embætti yfirdýralæknis. Eiðfaxi er venjulega gefinn út í um 6.000 eintökum, um helmingur fer til áskrifenda hér á landi og helmingur er á ensku eða þýsku og fer til áskrifenda í 22 löndum. Það er von aðstandenda Eiðfaxa að kynningarátak þetta verði til þess að fleiri áskrifendur bætist í hópinn og segir Jens Einarsson ritstjóri að mikilvægt sé fyrir hrossaræktina sem atvinnugrein að vera í góðum tengslum við markaðinn. Jens segir góða samstöðu hafa verið um kynningarverkefnið á meðal allra aðstandenda þess og ljóst sé að það þurfi að leggja aðalá- herslu markaðsetningu eigi greinin að vera sjálfbær og þetta sé liður í því. Þar að auki komi fjöldi ferða- manna hingað árlega vegna áhuga á íslenska hestinum og því sé átak sem þetta ekki eingöngu mikilvægt fyrir markaðsetningu íslenska hestsins þeldur einnig ferðaþjónust- unnar á Islandi í heiid. Landsmót hestamanna í Reykjavík árið 2000 auglýst Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra kynnti markaðsátakið á blaðamannafundi og sagði tildrög þess hafa verið hversu vel Heims- meistaramót íslenska hestsins í Þýskalandi í sumar hafi heppnast. Hann segir það hafa verið ævintýri líkast að vera staddur þar og sjá tugi þjóða streyma að til að keppa á íslenska hestinum. í TILEFNI af tuttugu ára afmæli Aiexander von Humboldt-félagsins á íslandi heldur félagið fund í dag klukkan 14.00 í stofu 103 í Lög- bergi. „Á fundinum verða annars vegar kynntir rannsóknarstyrkir Humboldt-stofnunarinnar í Bonn og hins vegar munu þrjú stutt erindi verða haldin um sögulegt framlag þýskra vísinda- manna til rann- sókna á Islandi og íslenskum málefn- um,“ sagði Sigfús A. Schopka, sem er formaður um- rædds félags. „Forstjóri Humboldt-stofn- unarinnar, dr. Manfred Osten, er kominn hingað til iands í tilefni af afmæli félagsins hér. Hann kynnir á fundinum stof- unina og þá myndarlegu styrki sem hún býður fram til vísinda- og rann- sóknarstarfa ásamt þeim kostum sem bjóðast í rannsóknum í Þýska- landi,“ sagði Sigfús ennfremur. Hefur styrkt 50 íslendinga - En hvaða félagsskapur skyldi þarna vera á ferð? Alexender von Humboldt-félagið er félag fyrrum styrkþega Alexand- ers von Humboldt-stofnunarinnar í Þýskalandi. Tæplega fimmtíu Is- lendingar hafa verið við framhalds- nám og vísindastörf í Þýskalandi með styrk frá þessari stofnun, þar af þrjátíu og þrír eftir heimsstyrjöldina síðari. Meirihluti þeirra sem hafa í tölublaðinu sem sent verður til kynningar er umfjöllun um heims- meistai'amótið, auk efnis um hrossarækt og hestamennsku al- mennt. Lögð er áhersla á Island sem upprunaland íslenska hestsins og er Landsmót hestamanna sem haldið verður í Reykjavík næsta sumar, auglýst í blaðinu. Helstu fagfélög innan hestamennskunnar á Islandi eru kynnt, sem greiðir út- lendum viðskiptavinum aðgang að því sem við kemur íslenska hestin- um hér á landi. Auk þess er kynn- ingarbæklingi frá Félagi hrossa- bænda um meðferð á sumarexemi dreift með blaðinu. Efling hrossaræktar á íslandi Á fundinum sagði landbúnaðar- ráðherra einnig frá áformum um gerð samnings milli landbúnaðar- ráðuneytisins, Bændasamtaka Is- lands, Félags hrossabænda, Lands- samband hestamannafélaga og Fé- lags tamningarmanna um eflingu hrossaræktar í landinu. Ríkistjórnin hefur samþykkt að landbúnaðarráðuneytið gangi til samningaviðræðna við þessa aðila og mun ríkið leggja fjármagn til átaksins, þó hefur ekki verið ákveð- ið enn hversu há sú upphæð verður. Átakinu er meðal annars ætlað að efla nám á sviði hrossaræktar og hestamennsku, að stuðla að því að Island verði viðurkennt á alþjóða- vettvangi sem upprunaland íslenska hestsins, að standa að gæðastýring- arátaki innan greinarinnar og að efla samstöðu meðal þeirra sem stapda að hrossarækt í landinu. Ýmsar hugmyndir eru tengdar átakinu og meðal þeirra er sú að samtök hrossaræktarinnar vinni með stjórnvöldum að því að íslensk- ir hestar og hestamenn fái að gegna veigamiklu hlutverki við móttökur erlendra þjóðhöfðingja og við önnur hátíðleg tækifæri og er þessi hug- mynd í samræmi við ályktun Ál- þingis frá 10. mars síðastliðnum. hlotið þessa styrki starfa við kennslu og rannsóknir í Háskóla íslands. Styrkimir spanna flestöll svið hug- og raunvísinda. Flestir styrkjanna hafa komið í hlut íslenskra jarðvís- indamanna eða alls níu styrkir, næstir koma læknar með átta styrki og þá lögfræðingar með fimm styrki alls, svo dæmi séu nefnd. Olíkt öðr- um aðilum sem annast styrkveiting- ar hefur Alexander von Humboldt- stofnunin lagt mikla áherslu á áframhaldandi tengsl við fyrrum styrkþega eftir að þeir eru komnir til heimalandsins með viðbótarstyrk, t.d. til bóka- eða tækjakaupa. Enn- fremur er fyrrum styi'kþegum stundum boðið til Þýskalands í kynn- isferðir eða til frekari rannsóknar- starfa um nokkurra mánaða skeið. - Hvert er markmiðþessa félags? Alexander von Humboldt-félagið á Islandi hefur að markmiði að efla tengsl milli félagsmanna annars vegar en einnig höfum við lagt Smalað í misjöfnum veðrum NÆR öllum stærstu réttum landsins lauk um síðustu helgi. Að sögn Olafs R. Dýrmundssonar hjá Bændasamtökunum hafa göngur og réttir gengið eðlilega fyrir sig, þrátt fyrir að víða hafi menn lent í misjöfnum veðrum. Nokkuð kalt var á Norðurlandi og víða á hálendinu hefur snjdað og gránað í Qöll. Gangnamenn eru þó yfírleitt vel búnir í slík ferðalög, þannig að töluvert þarf að ganga á til að áætlanir breytist. Þó svo að fénu hafí fækkað segir Ólafur að vaxandi fjöldi fólks vilji fara í réttir og að ferðamenn sæki mikið i að upplifa stemmninguna sem þeim fylgir. Mikið af fyrirspurnum berst frá útlöndum og hingað kemur jafnvel fólk til að fara gagngert í réttir, og þá ekki síst hrossaréttir. Á myndinni má sjá fé rekið undir Gaukshöfða í Þjórsárdal, en undir höfðanum er vað yfír Þjórsána. Gangnamenn lentu í slagviðri, en skiluðu sér samt allir heilir niður af afréttum ásamt sauðfénu. áherslu á að efla vísindaleg tengsl Islands og Þýskalands. Það höfum við gert með því t.d. að hvetja menn til að fara til Þýskalands og sækja þangað þekkingu en einnig höfum við boðið þýskum vísindamönnum að koma hingað til lands að miðla okkur af sinni reynslu og kynna sér það sem við erum að fást við. Þess má geta að svo mikið hefur framlag Þjóðverja verið tO íslenskra rann- sókna að það væri efni í fleiri en eina ráðstefnu. Rannsakaði ösku úr Heklugosinu 1845 - Um hvað fjalla erindin sem verða haldin á fundinum? Sigurður Líndal prófessor nefnir sitt erindi: Sögustefnan þýska og Island. Sögustefnan þýska hafði margvísleg áhrif, ýtti m.a. undir rannsóknir á fornum norrænum rétti og framlag þýskra lögfræðinga til íslenskrar réttarsögu hefur verið LÍFEYRISSJÓÐURINN Fram- sýn hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar. Dóm- urinn dæmdi Framsýn til að greiða 49 ára gamalli verkakonu 900 þúsund krónur í bætur vegna vefjagigtar sem olli því að hún varð óvinnufær. Konan hefur nú beðið í fjögur ár eftir úrlausn sinna mála. Framsýn hafnaði umsókn kon- unnar um örorkubætur fyrir rúm- um tveimur árum og var ákvörðun- in byggð á mati trúnaðarlæknis Framsýnar sem taldi orkuskerð- ingu konunnar vegna veikinda litla eða minni en 40%. Aðrir læknar sem höfðu konuna í meðferð töldu hana hins vegar vera haldna svo al- varlegum veikindum að hún væri óvinnufær. Tryggingalæknar hjá Tryggingastofnun ríkisins féllust á ákaflega mikilsvert. í þessum sam- bandi koma upp nöfn eins og Jakob Grim og íslandsvinarins Konrads Maurers. Þá fjallar Jakob K. Krist- jánsson rannsóknarprófessor um framlag Þjóðverja til rannsókna á lífríki hvera á Islandi. Þjóðverjar gerðu hér mikilsverðar rannsóknir á lífverum hvera, dýrum og plönt- um, og þar ber hæst nafn Helmuds Schwabes sem rannsakaði líf í hver- um á árunum fyrir stríð. Seinni ár hafa Þjóðverjar átt verulegan þátt í rannsóknum á hitakærum örverum hérlendis. Að lokum flytur svo Leó Kristjánsson dósent erindi sem hann nefnir: Nokkur atriði úr jarð- vísindarannsóknum Þjóðverja á 19. og 20. öld. Þar tekur hann fyrir nokki-ar af merkustu rannsóknurn sem Þjóðverjar hafa staðið að, t.d. varðandi Heklugosið 1845, og segir m.a. frá fyrstu hugmyndum um landrekskenningar. Félagið okkar er kennt við Alexander von Hum- boldt, landkönnuðinn fræga. Hann kom aldrei til Islands en hins vegar kynntist hann í Danmörku, þegai' hann heimsótti danska kónginn, Finni Magnússyni prófessor sem varð mjög heillaður af Humboldt og útvegaði honum ösku úr Heklugos- inu 1845 og tók saman heilmiklar upplýsingar um fyrri Heklugos og sendi Humboldt þá skýrslu. Hann kynntist því Islandi óbeint á þennan hátt. Þess má geta að fundurinn í stofu 103 í Lögbergi er öllum opinn og eru allir þeir sem hyggja á rann- sóknarstörf í Þýskalandi hvattir til að koma og hlusta á Osten, sem mun flytja fyrirlestur sinn á ensku. það mat og töldu hana hafa fulla örorku. Karl Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sagði að stjórn sjóðs- ins væri ósátt við dóm Héraðsdóms að því leyti til að dómurinn tæki á málinu með öðrum hætti en stjórn- in hefði átt von á. „Urskurður okk- ar á sínum tíma byggði á þeim gögnum sem þá voru til. Dómurinn er að taka tillit til gagna sem hafa komið fram síðar. Það er ekki hægt að ásaka sjóðinn lyrir það að hafa ekki tekið tillit til þeirra gagna því þau voru ekki á okkar borði þegar við felldum úrskurðinn. Okkur finnst niðurstaðan því alls ekki í samræmi við eðlilega málsmeð- ferð,“ segir Karl. Hann segir að sjóðurinn vilji jafnframt endurmeta mál konunn- ar og komi það í ljós, miðað við upplýsingar sem nú liggja fyrir, að viðkomandi er varanlegur öryrki, sé ekki víst að málarekstrinum verði haldið áfram. „Okkur finnst eins og það hafi verið komið aftan að okkur í þessu máli. Það koma fram ný gögn og okkur er ekki gefið færi á því að taka málið til meðferðar með hlið- sjón af þeim,“ segir Karl. Hausthá- tíð varnar- liðsmanna VARNARLIÐSMENN halda árlega hausthátíð sína með „karnival“-sniði laugardaginn 25. september nk. og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kost- ur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjöl- skylduna frá kl. 15 til 20.30 síðdegis. Lifandi tónlist, þrautir, leikir og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum og flugvélar varnarliðsins og annar búnaður verður til sýnis á svæðinu. Þá munu fallhlífa- stökkvarar sýna listir sínar og hátíðinni lýkur með flugelda- sýningu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Umferð er um Grænáshlíð ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir um að hafa ekki með sér hunda. Von Humboldt-félagið á Islandi heldur upp á 20 ára afmæli Erindi um framlag* Þjóð- verja til rann- sókna hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.