Morgunblaðið - 24.09.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 24.09.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 19 Hlíðarbraut 8 á Blönduósi fær viðurkenningu Lifandi og skemmti- legur garður Blönduósi - Hjónin Bima Lúkasar- dóttir og Ellert Guðraundsson, Hlíðarbraut 8 á Blönduósi, fengu fyrir skömmu viðurkenningu fegr- unarnefndar Blönduóssbæjar fyrir fjölbreyttan, lifandi og skemmtileg- an garð. Jafnframt fékk gatan sem þau hjón búa við, Hlíðarbraut, við- urkenningu fyrir fallega og heil- steypta götumynd. Garðurinn hjá þeim Ellerti og Bimu er afar fjölbreyttur og fer þar saman notagildi, smekkvísi og hug- myndaflug. í garðinum er fjöl- breyttur gróður og gildir þar einu hvort um er að ræða skraut- eða matjurtir. Brána Lúkasardóttir hef- ur einnig fengist við að búa til litla álfa úr fjörugrjóti sem hún velur af kostgæfni, límir saman og málar að lokum. Þessum litlu álfum er síðan komið fyrir hingað og þangað um garðinn og nánast sama hvert litið er alls staðar blasa við bros- eða kímileitir steinálfar. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Bima oft sjá svip samferðafólks- ins í steinálfunum, bæði í andlits- dráttum og líkamsbyggingu. Þau Birna og Ellert vom ekki frábitin því að fólk kæmi í heimsókn og skoðaði garðinn en það mætti ekki dragast mikið úr þessu því haustið væri á næstu grösum. Morgunblaðið/Egill Egilsson Kartafla með reisn lítur dags- ins ljós Flateyri - Þeim var mikið skemmt starfsstúlkum íslands- pósts á Flateyri, þegar póst- meistarinn Alla Gunnlaugsdótt- ir sýndi þeim frekar óvenjulega kartöflu sem kom upp úr kart- öflugarði í sveitinni. Eigandi garðsins, Jón á Þórustöðum, hafði verið á ferð og fært ÖIlu smælki sem komið hafði uppúr garðinum og þegar hún var að þvo kartöflurnar kom þessi lág- vaxna karlmannlega kartafla í ljós. f fyrstu héldu starfstúlk- urnar að póstmeistarinn hefði eitthvað föndrað við kartöfluna, en þegar nánar að var gáð kom í ljós að hér voru engin brögð í tafli. Hvað varðar framtíð kart- öflunnar þá var Alla að velta því fyrir sér að stoppa upp kartöfluna og færa eiganda hennar hana á platta. Morgunblaðið/Björn Blöndal Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hjónin Ellert Guðmundsson og Birna Lúkasardóttir. Viðurkenning- ar fyrir hús og garða í Reykjanesbæ Keflavík - Skipulags - og bygg- ingarnefnd í Reykjanesbæ stóð nýlega að afhendingu viður- kenninga fyrir falleg hús og garða í bænum fyrir árið 1999. A myndinni f.v. eru: Svala og Sunna Garðarsdætur. Fyrir aft- an þær, Reynir Sveinsson sem fékk viðurkenningu fyrir Suð- urgötu 37, Albert Albertsson frá Hitaveitu Suðurnesja, Tómas Young fyrir Suðurgötu 35, Margrét Vilhjálmsdóttir og Reynir Guðjónsson fyrir Baug- holt 4, Sverrir og Eyjólfur Sverrissynir fyrir Iðjustíg 1, Guðrún Júlíusdóttir og Ingi- bergur Kristinsson fyrir Vall- argötu 20 og loks Skúli Þ. Skúlason forseti bæjarstjórnar sem afhenti viðurkenningar- skjölin. Nú ráðast úrstit ESSO Islandsmðtsins íralli Flestir bestu rallökumenn landsins taka þátt í Haustralli ESSO sem hefst í dag og lýkur síðdegis á morgun. Eknar verða 14 sérleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á Reykjanesi. Föstudagur kl. 17.00 ESSO Ártúnshöfða: Hægt að skoða bílana áður en keppni hefst. kl. 17.40 ESSO Ártúnshöfða: Fyrsti bíll ræstur. kl. 17.58 Ræst á sérleið 1, Geitháls. Mjög góðar aðstæður til að fylgjast með. kl. 18.15 Ræst á sérleið 2, Skógrækt Hafnarfjarðar, Hvaleyrarvatn Kaldársel. kl. 20.36 Næturhlé. Bílarnirtil sýnis hjá ESSO Reykjavíkurvegi. Laugardagur kl. 7.30 Ræst frá ESSO Reykjavíkurvegi, sérleið 3: Djúpavatn ísólfsskáli, Krýsuvík. Nánari upplýsingar um sérleiðirá www.esso.is kl. 11.15 Ræst eftir hlé hjá ESS0 Reykjavíkurvegi. kl. 16.03 Samsöfnun bíla hjá ESS0 Reykjavíkurvegi. Komdu og finndu fyrir hraðanum og spennunni! ^SUBUJflY* Oliufélagið hf AUK k15d21-1390 sia.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.