Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 18

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Niðurdælingarverkefni lokið Útlit fyrir mjög jákvæðar niðurstöður NIÐURDÆLINGARVERKEFNI Hita- og vatnsveitu Akureyrar og fleiri aðila á Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit er formlega lokið en þó á eft- ir að ganga frá rannsóknarniðurstöð- um. Franz Amason, framkvasmda- stjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sagði að allt það sem fram hefði komið til þessa benti til að niðurstöð- ur yrðu eins jákvæðar og menn hefðu reiknað með í upphafí. Tilgangur verkefnisins var að sýna fram á að með niðurdælingu vatns mætti auka umtalsvert orkuvinnslu og afl jarðhitasvæðisins við Lauga- land á mjög hagkvæman hátt. Par er nægur hiti í jörðu en vatn skortir í jarðlögum til að ná hitanum til yfír- borðs. Lögð var plastlögn frá dælu- stöð hitaveitunnar við Þórunnar- stræti um 12 km leið að Laugalandi. Eftir þessu röri er dælt um 15 gráða heitu bakrásarvatni frá Akur- eyri að Laugalandi. Þar er vatninu dælt undir háum þrýstingi niður í djúpar holur, sem fram til þessa hafa ekki verið notaðar vegna þess hversu lítið vatn þær gefa. Vatnið dreifíst um 90-100 gráða heitt bergið á 500-2.000 metra dýpi, hitnar þar og er síðan dælt upp á ný 90-95 gráða heitu um vinnsluholur hita- veitunnar til viðbótar því vatni sem þegar er dælt upp. Tilraunaverkefnið hófst formlega í byrjun september 1997 en undirbún- ingur hófst árið áður. Þeir aðilar sem að verkefninu standa, HVA, Orku- stofnun, Háskólinn í Uppsölum, Rarik og danski efnaframleiðandinn Hoechst Danmark a/s, fengu styrk frá rannsóknar- og þróunarsjóði Evrópusambandsins. Styrkupphæð- in var um 50 milljónir króna, sem er um þriðjungur af heildarkostnaði verkefnisins. Alþjóðleg ráðstefna á næsta ári Franz sagði að eftirlitsmaður frá Evrópusambandinu hefði þegar tek- ið verkefnið út en stefnt væri að því að kynna niðurstöður þess formlega á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri í ágúst á næsta ári. Hann sagði að sótt hefði verið um styrk til Evrópusam- bandsins til að bjóða fyrirlesurum á ráðstefnuna. „Styrkumsóknin hefur fengið jákvæð viðbrögð innan Evr- ópusambandsins en niðurstaða mun liggja fyrir í október eða nóvember nk. Umfang ráðstefnunnar ræðst hins vegar af því hvort þessi styrkur fæst.“ Þótt verkefninu sé formlega lokið er áfram dælt niður í holurnar á Laugalandi. „Þetta er ein af okkar aðferðum við orkuöflun og það er ekkert sem bendir til annars en að við munum gera það áfram næstu 20 árin og jafnvel lengur. Og við lítum björtum augum til þess að þessi að- ferð verði áfram til að auka orkuöfl- un veitunnar um 5-8%,“ sagði Franz. Fleiri vinnsluholur boraðar Þá er stefnt að því að bora eina til tvær vinnsluholur á næstunni, ann- aðhvort í landi Grýtu/Sigtúns í Eyja- fjarðarsveit eða á Laugalandi í Glæsibæjarhreppi. Franz sagði að rannsóknir stæðu yfir á báðum þess- um svæðum með borun grunnra rannsóknarholna. Einnig er að sögn Franz fyrirhugað að bora 1-2 tvær rannsóknarholur á Stokkahlöðum í Eyjafjarðarsveit innan tíðar. Sorpeyðing Eyjafjarðar Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Sigvaldason, verkefnastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar, Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, Amfríður Jóhannsdótt- ir, kennari í Siðuskóla, Ólafur B. Thoroddsen, skólastjóri, og Ilafdís Kristjánsdóttir, kennari, við afhendingu safnkassans. Safnkassar afhentir leik- og grunnskólum EINANGRAÐUR safnkassi fyrir endurvinnslu lífræns úrgangs var afhentur Síðuskóla á Akureyri í vikunni, en það var Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs, sem afhenti Ólafi B. Thoroddsen skóla- stjóra safnkassann. Samskonar safnkassar fyrir líf- rænan úrgang verða afhentir um 30 leikskólum og gmnnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu'á næstu dög- um. Stjórn Sorpeyðingar Eyja- fjarðar ákvað síðastliðið sumar að auðvelda leik- og grunnskólum á svæðinu að tileikna sór endur- vinnslu lífræns úrgangs og er þetta liður í því. Meginmarkmiðið er að efla skilning og þekkingu nemendanna á hringferli lífrænna efna. I fram- tíðinni verður að beita þessu hringferli í auknum mæli á öllum sviðum daglegs lífs til að draga úr hættunni á því að ýmsar auðlindir jarðar tæmist og því að náttúran geti ekki lengur tekið við allri þeirri uppsöfnun úrgangs sem er í gangi í samfélaginu. I safnkassann verða settar nest- isleifar nemendanna og úrgangur frá heimilisfræðistofu og kaffi- stofu starfsfólks, sag og spænir frá smíðakennslu, niðurrifin dag- blöð, gras, klipptar greinar og visnuð stofublóm eftir atvikum. Nemendur og starfsmenn skól- anna munu í vetur þreifa sig áfram með þetta verkefni, en vinnubrögð þurfa að nokkru leyti að taka mið af aðstæðum á hveij- um stað. I vor munu þeir uppskera ríkulega í mjög næringarríkum jarðvegi, svokölluðum jarðvegs- bæti, sem hentar vel í blóma- og runnabeð. Vogar á Vatnsleysuströnd fara út í umhverfísátak Loftur augnlæknir kveður eftir 27 ár Húsavík - Loftur Magnússon, augnlæknir, Akureyri, sem hefur þjónað sem augnlæknir við heil- brigðisstofnunina á Húsavík í 27 ár hefur nú látið af störfum og var kvaddur með viðhöfn af starfsfólki stofnunarinnar um síðustu helgi. Við heilbrigðisstofnunina eru nú aðeins tveir starfsmenn sem þar voru þá Loftur hóf störf, þeir Gísli G. Auðunsson og Ingimar Hjálm- arsson læknar. í kveðjuhófinu ávarpaði Gísli læknir Loft og þakkaði honum fyrir hönd stofnunarinnar langt og giftudrjúgt starf og góða þjónustu og færði honum gjafir til stað- festningar orða sinna. Loftur ávarpaði viðstadda og sagði að á þeim 27 árum sem liðin væru frá því að hann kom fyrst til Húsavíkur hefði hann verið við störf þar í 108 vikur eða í rúm tvö ár. Hann þakkaði gott samstarf Morgunblaðið/Silli Á myndinni má sjá lækna heilbrigðisstofnunarinnar. Sitjandi f.v.: Ingi- mar Hjálmarsson, Loftur Magnússon og Gísli G. Auðuns. Fyrir aftan f.v.: Sigurður Guðjónsson og Gunnar Jónsson. við Gísla og Ingimar og einnig vildi hann þakka læknariturunum sem ávallt hefðu verið reiðubúnir til að veita honum þá þjónustu sem hann hefði óskað. Loftur sagði að margt hefði breyst síðan hann kom fyrst til Húsavíkur, framfarir hefðu orðið miklar á heilsugæslustöðinni, bænum og bæjarfélaginu. Ætla að bæta umhverfíð fyrir 80 milljdiiir Morgunblaðið/Björn Blöndal Viljayfirlýsingin undirrituð. Frá vinstri eru: Stefán Eggertsson frá VSÓ-Ráðgjöf, Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri og Stefán Stef- ánsson frá Nesafli. Keflavík - „Þetta er beint fram- hald af áætlun okkar um mark- aðssetningu Voga fyrr í sumar,“ sagði Jóhanna Reynisdóttir, sveit- arstjóri í Vogum, eftir að hún hafði nýlega fyrir hönd hreppsins undirritað viljayfirlýsingu við Nesafl og VSO-Ráðgjöf um stórá- tak í að bæta umhverfi staðarins. Hreppurinn skuldbindur sig til að framkvæma fyrir um 80 milljónir á næstu tveimur árum í endur- og nýbyggingu gatna, lagningu göngustíga, lagfæringu á hafnar- svæðinu og frágangi á skólalóð. Jóhanna sagði að menn veltu fyrir sér hvernig svo lítið sveitar- félag ætli að standa við svo stóran samning. Því væri til að svara að nú þegar væri búið að úthluta 80 íbúðarlóðum í Vogum á síðustu mánuðum. „Það þýðir að íbúa- fjöldinn mun aukast um 270-300 á næstu 2-3 árum. Við það aukast tekjur sveitarfélagsins um 30% en rekstrarkostnaður aðeins um 15%. Astæðan fyrir þessum mis- mun er sú, að bæta við 300 nýjum íbúum er hlutfallslega hagstætt, vegna þess að grunnskólinn hjá okkur getur tekið við fjölguninni án þess að bæta þurfi við kennur- um eða byggja við skólann. Enn- fremur munu gatnagerðargjöld duga fyrir stórum hluta samn- ingsins,“ sagði Jóhanna Reynis- dóttir. Framhalds- skólinn í Eyj- um 20 ára Vestmannaeyjum - Framhaldsskól- inn í Eyjum fagnar nú tuttugu ára starfsafmæli. Skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum tíma og nemendum við hann hefur sífellt farið fjölgandi. í tilefni 20 ára af- mælisins var haldin afmælisveisla og afmælisgjafir færðar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Eyjum, Sigurður Símonarson skólamálafull- trúi og Sigurður Einarsson, formað- ur skólanefndar Framhaldsskólans, heimsóttu afmælisbarnið og fluttu ávörp til nemenda og starfsmanna í tilefni tímamótanna og það gerði einnig skólameistarinn, Ólafur Hreinn Sigurjónsson. Öllum nemendum og starfsfólki skólans voru færðar afmælisgjafir, bolir merktir skólanum. Að lokinni afhendingu bolanna var síðan haldin afmælisveisla þar sem kennarar skólans grilluðu pylsur í nemendur sína. ■ 1 c ■****& \wm <' & t ' Mli. . : 1 1 gSs .. O Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans í Eyjum klædd bolunum sem þeim voru gefnir í tilefni 20 ára afmælis skólans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.