Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 21 vinnulag sparar Morgunblaðið/Ásdís Fjölmenni var á morgunverðarfundi Hópvinnukerfa ehf. undir kjör- orðinu „Tímasparnaður í sölu- og markaðsstjórnun". Staðlað SKIPULÖGÐ skráning upplýsinga og staðlaðar vinnuaðferðir sem starfsmenn geta gengið að spara mikinn tíma, auðvelda starfsþjálf- un og að starfsmenn geti gengið hver í annars störf. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Hóp- vinnukerfa ehf. á miðvikudag þar sem notendur FOCAL-kerfa skýrðu frá reynslu sinni af slíkum kerfum. Kjörorð fundarins voru „Tímasparnaður í sölu- og mark- aðsstjórnun". Um 120 manns mættu á fundinn. I FOCAL-kerfinu, sem sam- anstendur af 26 kerfum, eru átta sem ætluð eru til sölu- og markaðs- stjómunar og sögðu notendur frá Heklu, Úrvali-Útsýn og Visa ís- landi frá reynslu sinni af kerfunum. Fram kom að ýmsar rannsóknir hefðu leitt í Ijós að framleiðniaukn- ing í vinnuferlum sem væru tölvu- vædd gæti orðið mörg hundruð pró- sent. Páll Þór Armann, markaðs- stjóri Úrvals-Útsýnar, sagði í erindi sínu að FOCAJL-samskiptakerfið sparaði íyrirtækinu nálægt tveimur starfsgildum á ári. Páll lagði jafn- framt áherslu á að sú þekking sem safhaðist upp í kerfunum væri ekki bundin einstökum mönnum. Fram kom hversu mikilvægt það er gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki að upplýsingar séu upp- færðar reglulega þannig að að- gangur sé ávallt að nýjustu upplýs- ingum hvort sem um er að ræða á heimasíðum fyrirtækja eða í sam- skiptakerfum. I máli Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Heklu, og Kristjáns Jóhannessonar, markaðsfulltrúa Visa, kom fram að auðvelt er að breyta upplýsingum á vefnum í FOCAL-vefútgáfukerfinu. Jón Trausti sagði það t.d. mikilvægt fyrir viðskiptavini Bílaþings Heklu að vita að söluskrá á heimasíðu fyr- irtækisins væri uppfærð mörgum sinnum á sólarhring. Kristín Björnsdóttir, markaðs- stjóri Hópvinnukerfa ehf., vitnaði í aðra notendur FOCAL-markaðs- kerfisins sem segja það dýrmætt fyrirtækjum að hafa kerfi þar sem flestar upplýsingar er varða mark- aðsaðgerðir og greiningar væru samankomnar á einum stað. Það hjálpaði þeim að nýta fjármagn sitt betur og að læra af mistökum sín- um og sigrum. Horfíð frá samruna BGB og Hólma- drangs STJÓRN BGB hf. á Árskógsströnd hefur ákveðið að falla frá fyrirhug- uðum samruna við Hólmadrang hf. á Hólmavík eins og stefnt var að samkvæmt viljayfiríýsingu sem undirrituð var í júní síðastliðnum. Markmiðið með fyrirhuguðum samruna var að styrkja rekstur fé- laganna og þar með atvinnu á starfssvæði þeirra. í fréttatilkynn- ingu kemur fram að í stað samruna verði leitað annarra leiða til að renna styrkari stoðum undir rekst- ur félaganna. BGB hf. varð til fyrir nokkru við samruna Blika hf. á Dalvík og G. Ben. á Arskógssandi, en Hólma- drangur hf. hefur verið rekinn um árabil og er Kaupfélag Steingríms- fjarðar stærsti hluthafinn. BGB er með fiskvinnslu á Arskógsströnd og fiskþurrkun á Dalvík, en félagið gerir út skipin Blika, Amþór, Sæ- þór og Otur. Hólmadrangur er með fiskvinnslu á Drangsnesi og rækju- vinnslu á Hólmavík, og gerir félag- ið út frystitogarann Hólmadrang, Sigurfara og Asdísi. Ef af samruna félaganna hefði orðið hefðu afla- heimildir hins sameinaða félags samsvarað um 7.000 tonnum af þorski. Pizza 67 í Madrid FYRSTI Pizza 67 veitingastaðurinn á Spáni verður opnaður í Madrid á laugardag. Þai' með eru veitinga- staðir keðjunnar orðnir 26 talsins í fimm löndum utan Islands, en fyrir eru staðir í Færeyjum, Danmörku, Tékklandi og Kína. Að sögn Ragnars Bragasonar, undirsérleyfishafa Pizza 67 á Spáni, þá stendur jafnvel til að opna staði á Mallorca og Benidorm síðar á þessu ári ef vel gengur. Þú verður bjargarfaus án hennar en hún hefur svo gaman af því að ferðast Þú hefur vanist því að geta leitað til hennar hvenær sem er þar sem hún er margfalt öflugri en þær sem þú hefur áður reynt. Með aðstoð hennar hefur þú alltafverið f öruggu og góðu sambandi bæði heima og heiman. Einnig hefur hið óbrigðula minni gert hana að þinni hægri hönd og þar af leiðandi ómissandi. / / / / / / Dell Latitude fartölvan er ein sú fullkomnasta sinnar tegundar á markaðnum í dag. Pótt smágerð sé stendur hún stærri vélumjafnfætis eða framarað gæðum og styrk. / / / / / / Hún er sú eina rétta. EJS hf. ♦ 563 3000 ♦ www.ejs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.