Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fallið frá hugmynd- um um heimilissafn Laufásvegur FALLIÐ hefur verið frá hugmyndum um að koma upp heimilissafni á Laufás- vegi 43 en húsið var innan- stokks og utan að mestu í sama ásigkomulagi og það hafði verið frá árinu 1915. Reykjavíkurborg keypti húsið árið 1995 í því skyni að þar yrði komið upp safni. Kaupverðið var 8,5 milljónir króna. Það var nýlega selt fyrir 14 milljón- ir króna, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. __ Að sögn Nikulásar IJIfars Mássonar, arkitekts hjá Árbæjarsafni, keypti borgin húsið á sínum tíma af því að það þótti frá byggingar- og menningar- sögulegu sjónarmiði upp- lagt til að sýna reykvískt heimili frá 1915. Nikulás sagði að húsið hefði á flest- an máta verið úr garði gert eins og árið 1915, m.a. voru innréttingar, þar á meðal eldhúsinnréttingar frá þeim tíma. Niklulás sagði að til hefði staðið að opna húsið sem safn tiltölulega óbreytt en það hefði brugð- ist því aldrei hefðu borist Qárveitingar til verkefnis- ins. Gera hefði þurfl; lítils háttar lagfæringar á hús- inu og ráða manneskju til leiðsagnar almenningi um húsið. Á Laufásvegi stóð heim- ili Vigfúss Guðmundssonar, landfræðings og fræði- manns, sem keypti húsið 1915 og bjó þar til hann lést á sjötta áratugnum. Þá tóku börn hans við húsinu og hreyfðu ekki við neinu, að því undanskildu að kom- ið hefur verið upp hansa- hillum í einu herbergi. Hús- ið er byggt 1903, innflutt frá Noregi. Hendur bundnar af fjárveitingavaldi Nikulás segir að alls staðar í nágrannalöndunum sé það talið æskilegt að opna almenningi söfn af þessu tagi og er það gert í vaxandi mæli. Ekki hafi hins vegar reynst stemmn- ing í borgarstjórn til að gera meira. „Okkar hendur eru bundnar af fjárveit- ingavaldinu," sagði hann. „Nú er málið dautt og það er enginn sárari en við.“ Nikulás sagði að auk inn- anstokksmuna og uppruna- legs ástands hússins hefði verið fróðlegt að sýna al- menningi ýmislegt frá ævi Vigfúsar sem var landfræð- ingur og mikill náttúruá- hugamaður og skoðandi. Meðal annars skráði hann hjá sér veðurfar í Reykja- vík flesta daga og skráði hjá sér upplýsingar um gróðurfar. I garði hússins eru líka fágæt tré, m.a. beyki, og því þótti hafa gildi að opna garðinn al- menningi. Þessa dagana er verið að tæma húsið til afhendingar nýjum eigendum. Næsta ár- ið verða þó, sem málamiðl- un, innréttingar úr húsinu og innanstokksmunir settir upp á sýningu í Árbæjar- safni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ætlun borgarinnar að söluand- virði hússins gangi til þess að útvega myndlistarmönn- um í borginni aðstöðu. Deilt í borgarstjórn Á fundi borgarráðs á þriðjudag bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að hús- eignin hefði verið vanrækt þann tíma sem hún hefur verið í eigu borgarinnar og engar vísbendingar væru um stefnubreytingar hjá núverandi meirihluta. Við þær aðstæður væri ekkki um annað að ræða en selja eignina. Jafnframt lögðu þeir fram tillögu um að mismunur á kaupverði og söluverði hússins yrði nýtt- ur til að tryggja nauðsyn- lega umgjörð um innbú hússins, sem erfíngjar dán- arbúsins hafa gefið, upp- setningu þess og varð- veislu. Fáa hafí rennt í grun að borgin mundi græða margar inilljónir á sölu hússins. Tillögunni var vísað frá með atkvæðum meirihlutans. I frávísunar- tillögu hans segir að það sé sjálfstætt ákvörðunarefni við gerð fjárhagsáætlunar hvaða fjártnunum verði varið til að varðveita innbú hússins og sýna því fullan sóma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufásvegur 43 er að innan og utan að mestu í upprunalegu ástandi frá árinu 1915. 40-50 innlausnaríbúðir á markaði Reykjavík 40-50 innlausnaríbúðir frá húsnæðisnefnd Reykjavikur hafa verið seldar á frjálsum markaði í Reykjavík frá því í vor og um 15 íbúðir eru á sölulista sem stendur. Að sögn Arnalds Bjamasonar, framkvæmdastjóra Hús- næðisnefndar Reykjavíkur, hefur verið mikil eftirspurn eftir íbúðunum enda eru þær í góðu ástandi og hafa þær selst á eðlilegu mark- aðsverði á við aðrar íbúðir. „Þær fá góða dóma á mark- aði. Fasteignasalar eru sam- mála um að þessar íbúðir séu mjög frambærilegar og al- mennt í betra ástandi en gengur og gerist," segir Am- aldur. Auk þeirra íbúða sem seldar hafa verið á almenn- um markaði hafa Félagsbú- staðir, rekstrarfélag Reykja- víkurborgar um leiguhús- næði, keypt 33 íbúðir af hús- næðisnefndinni, 26 þeirra í Grafarvogi. „Félagsbústaðir hafa það að markaði að fjölga leiguíbúðum um hátt í hundrað á árinu og þeim stendur til boða að velja úr og kaupa af okkur þær íbúð- ir, sem þeir telja að henti vegna staðsetningar, verðs og lánaskilmála," sagði Arn- aldur. Hann sagði að það væri stefna Reykjavikurborgar varðandi leiguíbúðir að dreifa félagslegri búsetu meira um borgina en gert var. I samræmi við stefnu borgaryfirvalda væri búset- unni dreift þannig að ekki væri safnað upp félagslegum leiguíbúðum í einum og sama stigagangi. Amaldur sagði að 260-300 verkamannabústaðaíbúðir kæmu að jafnaði til inn- lausnar frá eigendum á ári. Nokkuð hefði dregið úr inn- lausnum eftir að ný lög tóku gildi þar sem viðbótarlán á almennum markaði leystu úthlutun húsnæðisnefnda á félagslegum eignaríbúðum af hólmi. „Það er óljóst hvað margar íbúðir koma til inn- lausnar í ár. Við gerum ráð fyrir að þær verði nokkru færri en meðaltal undanfar- inna ára,“ sagði Amaldur. „Það er vegna þess að íbúð- ir era að komast yfir 25 ára forkaupsréttartíma þannig að elstu íbúðirnar eru að fara jafnt og þétt út úr kerf- inu. Það kann lika að vera að fólk haldi að sér höndum um innlausnir þegar íbúðar- verð er jafnhátt og í dag; kjósi að bíða þar til það hef- ur fengið þann rétt að fara með íbúðirnar á frjálsan markað." Nýtt sérhannað forrit fyrir leikskóla Leikskóli til framtíðar Seltjarnarnes LEIKSKÓLARNIR Sól- brekka og Mánabrekka hafa fyrstir leikskóla tekið í notk- un nýtt upplýsinga- og fagfor- rit fyrir leikskólastarfið. Ætl- unin er að nota forritið til að gera starf leikskólanna mark- vissara og árangursríkara. Upplýsingatæknin er nýtt til þess að halda utan um hvers kyns upplýsingar er varða börnin í leikskólanum og auð- veldar það leikskólakennur- um að hafa yfirsýn yfir þroskaferil bamanna. Þessar upplýsingar koma jafnframt að góðu gagni fyrir kennara grunnskólanna sem taka við bömunum úr leikskólunum. Forritið var hannað á leik- skólanum Skeijakoti í sam- vinnu við TölvuMyndir og kallast „Leikskóli til framtíð- ar.“ I forritinu er grunnur að þroskamati bamanna sem hægt er að bæta við eftir þörf- um. Þá er hægt að búa til stundaskrár og halda utan um viðveru bamanna. Allar upp- lýsingar um barnið eru að- gengilegar fyrir fagfólk skól- anna og sparar það ýmsa pappírsvinnu sem áður var unnin í höndunum. Foreldra- skýrslur eru unnar úr forrit- inu sem gefa foreldrum grein- argóða mynd af stöðu bams- ins og auðveldar um leið starfsfólki undirbúning for- eldraviðtala. Auk upplýsinga um bömin heldur kerfið utan um samningsform og skýrslur og getur tengst fjármálakerf- um sveitarfélaga. Hönnun forritsins er þó langt í frá lokið og verður þróað áfram í samvinnu leik- skólanna. Að sögn Kristjönu Stefánsdóttur leikskólafull- trúa eru bundnar miklar von- ir við notkun forritsins. Hún segir að vinnuhægræðing verði talsverð og að forritið komi til með að auðvelda allt innra starf leikskólanna og gera það markvissara. Díana Sigurðardóttir, leikskólastjóri á Skerjakoti, segir að þær upplýsingar sem haldið er ut- an um bömin skili sér áfram og komi að verulegu gagni fyrir þá kennara sem taka við bömunum í grunnskóla. Með þvi að halda saman upplýs- Morgunblaðið/Ásdís Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Ásdís Þorsteinsdóttir, aðstoðarleikskólasljóri á Sólbrekku, og Kristinn Ingi Jónsson frá TölvuMyndum. ingum um bamið er fljótlegra að átta sig á einkennum þess og þannig hægt að taka fyrr á vandamálum sem kunna að skapast. Kristinn Ingi Jónsson hjá TölvuMyndum segir viðtökur forritsins vera sérlega góðar. Nú þegar hefur Akureyrar- bær ákveðið að taka það í notkun á sínum leikskólum og að sögn Kristins eru mörg sveitarfélög að óska eftir til- boðum í uppsetningu forrits- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.