Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 39, Fyrirkomulag ör- orkumats breytt Sigurður Thorlacius Halldór Baldursson Haraldur Jóhannsson Umsókn + læknisvottorð Umsækjandi fær sendan spumingalista Örorka umsbkjanda metin * t Skoðun hjá tryggingalækni Örorkumatsferii AKVÆÐI almannatrygginga- laganna um örorkumat vegna líf- eyristrygginga hafði verið óbreytt í hálfa öld. Örorkumat tryggingalækna var byggt á læknisfræðilegum, félagslegum og fjárhagslegum forsendum, meðal annars upplýsingum um tekjur umsækjenda. Þetta fyrir- komulag var orðið úrelt, einkum vegna tengingar örorkuskirtein- is lífeyristrygginga við sjúkra- tryggingabætur. Þeir sem unnu launuð störf þrátt fym- fötlun eða afleiðingar erfiðra sjúkdóma þurftu að greiða meira fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu en ef þeir hefðu verið viðurkenndir ör- yrkjar. Þó gat þessi heilbrigðis- Örorkumat Með breyttu fyrir- komulagi örorkumats, segja Sigurður Thor- lacius, Halldór Bald- ursson og Haraldur Jó- hannsson, er stefnt að því að það verði sam- ræmdara og betur skiljanlegt en áður. þjónusta verið forsenda þess að þeir gætu haldið áfram vinnu. Ef öryrki byrjaði að vinna átti hann á hættu að örorkuskírteini hans yrði fellt úr gildi. Þetta kerfi var orðið ósann- gjarnt og vinnuletjandi. Alþingi samþykkti nýlega frum- varp heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra um breytingar á almanna- tryggingalögunum, sem tóku gildi 1. september sl. Er þar fallið frá beinni tekjuviðmiðun. Örorkumatið byggist alfarið á læknisfræðilegum forsendum, en ekki á félagslegum aðstæðum nema þær valda sjúk- dómi. Þeir sem fá metna a.m.k. 75% ör- orku fá sérstakt skírteini. Með framvísun þessa skírteinis lækkar greiðsluhluti sjúklings vegna lækn- isþjónustu, sjúkra-, iðju- og talþjálf- unar og lyfjakaupa. Þessi laga- breyting hefur hins vegar ekki áhrif á tekjutengingu örorkubóta. Lífeyr- issvið Ti-yggingastofnunar ríkisins mun sem fyrr fylgjast með tekjum viðkomandi og greiða örorkubætur í samræmi við þær. Læknadeild Tryggingastofnunar hefur, eins og fyrir er mælt í nýju lögunum, samið staðal fyrir örorku- mat á grundvelli afleiðinga læknis- fræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar. Staðallinn byggist á breskri fyrirmynd. Þar er litið til líkamlegra og andlegra þátta sem segja til um vinnufæmi til almennra starfa. Þeir sem að mati trygginga- læknis fá tilskilinn stigafjölda sam- kvæmt staðlinum teljast a.m.k. 75% öryrkjar. Þegar umsókn um örorkulífeyri og fullnægjandi læknisvottorð hef- ur borist læknadeild Trygginga- stofnunar verður umsækjanda að jafnaði sendur spurningalisti sem hann þarf að svara. Ef með þarf er hann kallaður til viðtals og læknis- skoðunar áður en örorkumati er lokið. Staðallinn og spurningalistinn verða innan tíðar aðgengilegir á veffangi http://www.tr.is, heimasíðu Tryggingastofnunar. Með þreyttu fyrirkomulagi ör- orkumats er stefnt er að því að það verði samræmdara og betur skiljan- legt en áður. Með því að svara spumingalistanum gefst umsækj- andanum tækifæri til að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri milli- liðalaust. Höfundar eru læknar við Trygg- ingastofnun. Legg ég til að Eyj abakkas væðiðr verði lagt í eyði UNDRUN mín er áþreifanleg þegar ég hlusta á umhverfisráð- herra ræða um Eyja- bakkasvæðið. „Er ekki bergnumin yfir Eyja- bökkum," segir Siv Friðleifsdóttir! Og ráð- herra verður svo enn rökheldari í í'örasýn sinni á eðli þess að sökkva þessari nátt- úraperlu og bætir eft- irfarandi við: Það að setja þennan gróður undir vatn skapar fjöl- mörg atvinnutækifæri og svigrúm gefst til aukinnar álframleiðslu! Sem m.a. gerir bíla umhverfisvænni! Afleiðing Eyja- bakkavirkjunar og álvers er óbæt- anlegt umhverfisslys á hálendinu og sjón- og loftmengun á Reyðarfirði. Og skapar auk þess atvinnutæki- færi sem enga kröfu gera til hugvits eða áræðis. Þetta er, gott fólk, færi- bandalausn sem svarar ekki lengur köllun tímans og bræðú' fljótt úr sér. Svæðið norðan Vatnajökuls er stærsta ósnortna svæðið í Vestur- Evrópu og ómetanleg verðmæti liggja í vemdun þess. Ætlum við að leggja í eyði þennan einstaka griða- stað heiðagæsarinnar, á annars tugs annarra fuglategunda, hrein- dýra og gróðurs sem vegna sér- stakra aðstæðna, m.a. loftslags og rakastigs, verður ekki ræktaður upp annars staðar? Eins og oft áður skortir ráða- menn okkar þrek og áræði til að þora að taka ákvarðanir sem gefa ekki sjáanlega og áþreifanlega skyndilausn eða geta verið stundaróvinsælar hjá sterkum þrýstihópum. Hvemig væri að skipta um gír og virkja sköpunar- mátt fóíksins, byggja upp nútíma- legan umhverfisvænan landbúnað, smáiðnað, ferðamannaiðnað, nýta fjamám og fjarvinnsluleiðina í gegnum tölvur? Þessar gömlu stór- iðjulausnir era hreinlega liðin tíð! Og heldur engum Austfirðingi heima til lengdar! Umræða um þetta mál er nauð- synleg. Og við eigum að hafa kjark til að tala og taka ákvarðanir frá hjartanu. Tilfinningarök eru líka rök, ágæti umhverfisráðherra! AU- ir era sammála um að Alþingi geti breytt óljósri sam- þykkt sinni um undan- þágu frá umhverfis- mati. En svo má spyrja: Þurfum við umhverfismat? Hvað er svo erfitt við að endurskoða mál, viður-^ kenna mistök og sýna kjark? Viðurkenna að það sem við héldum að væri rétt er rangt og skipta um skoðun. Og taka afleiðingunum með reisn. Fram að þessu hefur alltaf ver- ið leitað í smiðju for- tíðarinnar. Og við virð- umst aldrei ætla að læra af reynslunni! Lítum í kringum okkur og viður- kennum að gömlu leiðirnar hafa m.a. fært okkur rofabörð, sjón- og loftmengandi verksmiðjur, gert nær alla íslendinga að sambýlis- Stóriðja Þetta er, segir Percy B. Stefánsson, færi- bandalausn sem svarar ekki lengur köllun tímans og bræðir fljótt úr sér. fólki á höfuðborgarsvæðinu, sæ- greifa, fákeppni og aukið launamis- rétti og tökum skrefin inn í nútíma- legt, manneskjulegt samfélag. Samfélag sem af heiðarleika skoð- ar heildaráhrif gjörða sinna á um- hverfið. Er ekki tími til kominn að tengja? Hrista upp í okkur, fara frá gömlu leiðunum, hugsa upp á nýtt og vera hvert og eitt okkar meðvit- aðri um okkur sjálf og taka ábyrgð á því samfélagi sem við höfum búið til. Vii'ðing fyrir litrófi mannlífsins er ekki sjálfgefin. Virðing fyrir móður jörð sem við getum ekki verið án er ekki sjálfgefin. Allt er ein órjúfanleg heild. Tökum sam- eiginlega ábyrgð og förum að lifa í^. sátt og samlyndi við umhverfið og sýnum í verki virðingu okkar fyrir litrófl mannlífsins. Höfundur er félagi i Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði. Percy B. Stefánsson Líttu vel fvrir allt ut. og Vertu með nóg pláss alla. Við kynnum til sögunnar nýjan skutbíl - Renault Mégane Break. Hann tilheyrir hinni öraggu línu Mégane sem fékk bestu einkunn i sinum flokki í Euro NCAP árekstrarprófmu og öryggisverðlaun What Car 1999. Renault Mégane Break er búinn ABS hemlalæsivöm, 4 loftpúðum, styrktarbitum í hurðum o.fl. auk farangursrýmis sem er allt að 1600 L Veldu meira rými. Reynsluaktu Renault Mégane BreaL RENAULT nýr Mégane
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.