Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hækkar hagvaxtarspár Spáð 4,7% hagvexti hér á landi á næsta ári NÝ spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, International Monetary Fund (IMF), gerir ráð fyrir að hagvöxt- ur verði 3,5% í hagkerfum heims- ins samanlagt á næsta ári, en spár þessa árs miðast við 3% vöxt. Þetta er bjartasta spá sem sjóðurinn hefur gefið frá sér frá upphafi Asíu-kreppunnar fyrir 26 mánuðum, en tekið er fram að spáin gæti hæglega breyst ef endurnýjaður hagvöxtur Asíu- hagkerfanna færi að ganga til baka. Hvað Island varðar er gert ráð fyrir að hagvöxturinn verði 5,6% á þessu ári og í hópi tækni- væddustu þjóða heims er aðeins gert ráð fyrir meiri hagvexti á Ir- landi og í Suður-Kóreu. IMF gerir ráð fyrir að verg landsframleiðsla á Islandi vaxi um 4,7% á næsta ári, en spáð er meiri hagvexti á Irlandi, eða 7%, Suður- Kóreu 5,5%, Taívan 5,1% og Sín- gapúr 5,1%. Sjóðurinn spáir því að vísitala neysluverðs hér á landi hækki um 3,5% á þessu án og 3,2% á næsta ári og aðeins í Israel og Astralíu mælist verðbólgan meiri. Hins vegai- mælist atvinnuleysi hvergi lægra en á Islandi og spáir IMF að atvinnuleysið verði 1,7% hér á landi í ár og einnig á næsta ári. Bandariska hagkerfið orðið að fyrirmyndarlíkani? Fjallað er um spá Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Morgunkomi Fjár- festingarbanka atvinnulífsins í gær og þar kemur fram að hagfræðingar sjóðsins sæju fram á að aukning þjóðarframleiðslu í Bandaríkjunum verði um 1,1% lægri árið 2000, eða 2,6% hagvöxtur, en 3,7% hagvöxtur hefur verið það sem af er þessu ári. Þeir telja þó enn hættu á verð- hækkunum og auknu peningamagni í umferð umfram framleiðsluaukn- ingu og jafnvel þörf á vaxtahækk- unum af hendi Seðlabanka Banda- ríkjanna til að draga úr heildareftir- spum í hagkerfinu á þessu ári. Þannig geti aukning framboðs orðið ögn meiri en eftirspumar og haldið verðlagi í skefjum. Fram kemur í Morgunkomi FBA að á fyrsta degi aðalfundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú stendur yfir hefðu komið fram vangaveltur um það hvort banda- ríska hagkerfið sé nú orðið að fyr- irmyndarlíkani hins nýja hagkerf- is, þar sem verðbólga sé vart mæl- anleg, mikill hagnaður fyrirtækja sem standast samkeppni markað- arins, mikii hækkun verðbréfa al- mennings, lítið atvinnuleysi og aukinn kaupmáttur ríkir án af- skipta stjórnvalda. Haldi áfram sem horfir í vexti efnahagslífsins þar í landi, eða fram í febrúar á næsta ári, sé um lengsta hagvaxt- arskeið að ræða síðan mælingai’ hófust. „Það er þó óhætt að segja að án efa séu um margt sérstakar að- stæður sem ríkja í bandarísku efnahagslífí sem stuðlað hafa að góðu gengi; tækniframfarir mikl- ar (sem skýrir vöxt tæknifyrir- tækja af öllu tagi), lágt hrávöru- verð, s.s. olíu, veikur erlendur markaður (Asía og Evrópa) sem stuðlað hefur að auknum innflutn- ingi og sterkum dollara, sem aftur hefur lækkað verð á erlendum vörum innanlands og haldið í skefjum verðhækkunum innlendr- ar framleiðslu. Tveir sterkustu þættirnir sem þarna leggjast á eitt við að ýta undir góðæri geta snúið við þegar minnst varir; nú fer olíuverð hækkandi, viðskipta- halli mikill og dollarinn ekki verið jafnveikur gagnvart jeni í um þrjú Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, um vöxt lands- framleiðslu og neysluverðs, og atvinnuleysi hjá taakniuærlrlnm þjóðum Lands- framleiðsia Neysluverðs- vísitala Atvinnuleysi, % % breytingar á milli ára '98 '99 'OO '98 '99 '00 '98 '99 '00 Tæknivædd ríki 2,2 2,8 2,7 1,5 1,4 1,8 6,7 6,5 6,5 Stór iðnaðarríki 2,2 2,6 2,4 1,3 1,4 1,7 6,2 6,2 6,4 Bandaríkin 3.9 3,7 2,6 1,6 2,2 2,5 4,5 4,3 4,5 Japan -2,8 1,0 1,5 0,6 -0,4 0,0 4,1 5,0 5,8 Þýskaland 2,3 1,4 .2,5 0,6 0,4 0,8 9,4 9,1 8,6 Frakkland 3,2 2,5 3,0 0,7 0,5 1,1 11,6 11,3 10,7 Ítalía 1,3 1,2 2,4 1,7 1,5 1,6 11,8 11,7 11,4 Bretland 2,2 1,1. 2,4 .2,7 2,3 2,2 4,7 -4,8 5,3 Kanada 3,6. 2,6 1,0 1,5 1,7 8,3 - 8,0 8,1 Onnur tækniv. ríki 2,1 3,5 3,6 2,5 1,4 2,1 8,1 7,5 6,9 Spánn 4,0 3,4 3,5 1,8 2,1 2,1 18,8 15,7 14,0 Holland 3,8 2,6 2,5 2,0 2,3 2,1 4,1 3,6 3,7 Belgía 2,9 1,4 2,5 0,9 1,1 1,2 9,5 9,2 9,2 Svíþjóð .2,6 3,2 3,0 -0,1 0,2 1,0 6,5 5,4 5,1 Austurríki 3,3 2,0 2,5 0,8 0,7 0,9 4,7 4,3 4,2 Danmörk 2,9 1,3 1,5 1,7 2,5 2,5 6,3 6,0 6,2 Finnland 5,6 3,6 3,8 1,3 1,3 2,3 11,4 10,3 9,2 Grikkland 3,7 3,3 3,6 4,5 2,3 2,2 10,1 10,3 10,2 Portúgal 3,9 3,0 3,2 2,8 2,3 2,2 5,0 4,6 4,6 írland 8,9 7,5 7,0 2,4 2,0 2,0 7,7 6,5 6,2 Lúxemborg 5,7 3,5 4,4 1,0 0,7 1,4 3,1 2,9 2,8 Sviss 2,1 1,2 1,9 0,1 0,8 1,0 3,9 3,0 2,9 Noregur 2,1 1,0 2,8 2,3 2,3 2,3 3,2 3,6 4,0 Israel 2,0 1,7 3,0 5,4 5,5 4,6 8,6 9,3 8,8 ísland 5,1 5,6 4,7 1,7 3,5 3,2 3,0 1,7 1,7 Suður Kórea -5,8 6,5 5,5 7,5 0,7 2,8 6,8 7,0 6,0 Ástralía 5,1 4,0 3,0 1,6 1,8 3,8 8,0 7,2 7,0 Taívan 4,9 5,0 5,1 1,7 1,0 1,2 2,8 3,0 2,7 Hong Kong -5,1 1,2 3,6 2,6 -3,1 1,0 4,7 6,1 5,4 Singapore 0,3 4,5 5,0 -0,3 0,2 0,6 3,2 4,3 4,2 Nýja Sjáland -0,3 2,6 3,3 1,5 1,3 1,9 7,5 7,2 7,0 ESB 2,7 2,0 2,7 1,4 1,3 1,5 9,6 9,1 8,8 EES 2,8 2,1 2,8 1,2 1,0 1,3 10,9 10,3 9,7 ár. Það er því að sögn sjóðsins um sveiflum,“ segir í Morgun- enn þörf fyrir inngrip peninga- korni FBA. málastofnana og hagstjórnar af _______________________________________- öðru tagi til draga úr hugsanleg- ■ IMF spáir meiri.../28 Athugasemd frá Netbankanum VEGNA fullyrðingar Jóns Þóris- sonar, talsmanns Islandsbanka hf., í Morgunblaðinu sl. miðviku- dag, vill undirritaður koma eftir- farandi athugasemdum á fram- færi. í viðtalinu er haft eftir Jóni: „í einhverjum tilfellum eru vaxta- kjör Netbanka SPRON hagstæð- ari og í öðrum tilfellum eru okkar kjör hagstæðari, það er eins og gengur og gerist á samkeppnis- markaði." í viðtali við Jón á Þjóðbraut Bylgjunnar á þriðjudag, fullyrðir Jón þegar hann er spurður hvort íslandsbanki veiti sambærilega vexti og Netbanki SPRON: „... viðskiptavinir okkar fjölmarg- ir, reyndar meirihluti þeirra, nýtur til dæmis hagstæðari vaxta á debetreikningum hjá okkur heldur en þeir fá í Netbankanum ...“ Við yfirferð á vaxtatilkynningu íslandsbanka nr. 11 yfir vexti sem gilda frá og með 1. september verður ekki betur séð en að fram- kvæmdastjóra Islandsbanka hf. hafi fatast í fullyrðingum sínum og mun það rökstutt hér að neðan. Víkjum fyrst að innlánsvöxtum: Hæstu vextir tékkareikninga Is- landsbanka eru 3,90% á tékka- reikningum vildarvina. A heima- síðu Islandsbanka hf. kemur fram að til þess að fá aðgang að Vildar- þjónustu þurfi að eiga a.m.k. 750 þús. kr. í innlánum og/eða í hluta- bréfum í bankanum. Þeir við- skiptavinir sem eiga 500 þús. kr. inni á debetkortareikningi (Net- reikningi) sínum hjá Netbanka SPRON fá 8,02% vexti. Hjá Islandsbanka eru vextir á tékkareikningum valkortshafa 3,10%. A heimasíðu Islandsbanka kemur fram að til þess að fá Val- kort þarf að kaupa a.m.k. þrjá þjónustuþætti af bankanum. Þeir viðskiptavinir íslandsbanka sem ekki uppfylla þessi skilyrði fá ein- ungis 0,90% vexti á tékkareikn- inga sína. í Netbankanum geta allir launþegar stofnað Netreikn- ing og fengið 3,02% vexti á inn- stæðu sína, sem síðan fer stig- hækkandi upp í 8,52%. Hjá Islandsbanka eru hæstu vextir á óverðtryggðum reikning- um 8,02% á Verðbréfareikningi. Óbundinn markaðsreikningur Netbankans ber 9,02% vexti. Hjá Islandsbanka eru hæstu vextir á verðtryggðum reikning- um 5,30% á Sparileið 60. Verð- tryggður markaðsreikningur Net- bankans ber 6,01% vexti. Víkjum þá að útlánum: Yfir- dráttarlán á tékkareikningum eru hagstæðust hjá Islandsbanka 10,05% á tékkareikningum náms- manna sem njóta fyrirgreiðslu frá LÍN. Slíkir vextir standa ein- göngu námsmönnum sem njóta fyrirgreiðslu hjá LIN til boða og er ætlað að brúa bilið frá því skóli hefst og til loka annar, þegar námsárangur fyrir önnina liggur fyrir og LIN greiðir út námslánið. Hér er því aðeins um eins konar brúarlán í skamman tíma að ræða sem stendur einungis námsmönn- um til boða. Þar á eftir koma vext- ir á tékkareikningum vildarvina og valkortshafa sem eru 15,75%. Vextir til almennra viðskiptavina Islandsbanka eru 16,75%. I Net- bankanum eru vextir á yfirdrátt- arlánum á bilinu 11,50% til 16,00%. Algengustu vextir á yfir- dráttarlánum verða 14,50%. Vextir á kreditkortum íslands- banka eru 16,75%. Vextir á kredit- korti Netbankans, Netkortinu, eru 15,00%. Algengustu vextir á óverð- tryggðum skuldabréfalánum ís- landsbanka tryggðum með fast- eignaveði eru 12,95%. Algengustu vextir á afborgunarsamningum hjá Netbankanum eru 12,20%. Að auki bera afborgunarsamningar engin stimpilgjöld og lántökugjald er aðeins 1%. Þetta gerir afborg- unarsamninga mun hagstæðari en venjuleg skuldabréfalán, rað- greiðslur og bílalán. Algengustu vextir á verðtryggð- um skuldabréfalánum íslands- banka tryggðum með fasteigna- GÓLFEFNABÚÐIN Mikið árval faUegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Eiguleg borðstofuhúsgögn Sígild ogfalleg í miklu úrval áfrábæru verði. húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 veði eru 8,95%. Algengustu vextir áveðlánum Netbankans eru 7,75% og vextir á veðlánum eru á bilinu 6,20-8,50%. Hæstu útlánavextir Netbankans á veðlánum eru því lægri en algengustu vextir Is- landsbanka hf. Af samanburðinum hér að ofan má sjá að Netbankinn býður betri vexti þegar bornir eru saman sam- bærilegir kostir. Sérstaða Net- bankans er að hann rekur engin útibú og öllum rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki. Netbankinn er því fyrsti og eini bankinn sem ein- göngu býður þjónustu sína á Net- inu. Það gerir Netbankanum kleift að bjóða betri kjör en gengur og gerist. Seinna í sömu grein er vitnað í framkvæmdastjórann þar sem hann segir að Heimabanki Islands- banka á Netinu hafi smám saman fengið nafnið Netbanki í þeirra meðförum og að nú hafi þeir kynnt nafnið til sögunnar. „Það eru mörg misseri síðan við tryggðum okkur nafnið," er haft efdr Jóni. Ekki höfum við hjá Netbankan- um rekist á það að Islandsbanki hafi notað nafnið Netbanki fyrir Heimabanka sinn fyrr en sl. mánudag þegar fréttist af stofnun Netbankans. Skv. upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur eng- um verið úthlutað vörumerkinu Netbanki eða Netbankinn. Það skal hins vegar upplýst að snemma sumars lagði Netbankinn að sjálfsögðu inn umsókn um vörumerkið Netbankinn og fékk þá þau svör að enginn hafi átt réttinn á því nafni. Hitt er rétt að nokkuð er liðið síðan Islandsbanki tryggði sér vefslóðina www.net- banki.is. Netbankinn hefur hins vegar tryggt sér slóðirnar www.netbankinn.is og www.nb.is. Það verður ekki betur séð en að ummæli forsvarsmanns Islands- banka og aðgerðir þeiiTa séu til þess fallin að villa um fyrir almenn- ingi. Við teljum mikilvægt að hið rétta komi fram. Netbankinn er fyrsti og eini bankinn sem rekui' engin útibú og það, ásamt því að rekstrarkostnaði er haldið í lág- marki, veldur því að Netbankinn getur boðið betri kjör en gengur og gerist. Krístinn Tryggvi Gunnarsson, verk- efnisstjóri Netbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.