Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 50

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 50
,, 50 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens LOFTNErre ER mjös hátt uppi, góoi. Á ÉG em At> KALLA Á VIÐGERUAkMANN? Ljóska ALL RlSHT, ANSlJER ME THIS.. HOU) COME A D06 6ETS TO PLAY SHORTSTOP WHILE I HAVE TO PLAY RI6HT FIELD 7 UJELL.HE 5 QOITE KHOLJLED6EA0LE ABOUT THE 6AME, AND HE'5 U5UALLTVERYALERTAHD.. INFIELD-FLY RULE?U)HOU)ANTS TOKNOWA0OUT THEINFIELD-FLY RULE ? ^ 6-2* Allt í lagi, svaraðu nú. Hvers vegna fær hundurinn að sitja á bekknum þegar ég verð að spila á hægri kanti. Nú, hann er mjög fróður um leikinn, hann er yfirleitt vel á verði og... Hvenær er aukaspyrna? Hver vill vita um aupaspymur? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Oíþróttamannsleg framkoma? Frá Marteini Guðgeirssyni: í MORGUNBLAÐINU í íyrradag sér Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og endurskoðandi, sig knúinn til að rita nokkur orð um óíþróttamanns- lega framkomu. Gerir hann þar að umtalsefni atvik sem á að hafa átt sér stað í lokaleik Fram og Víkings í Is- landsmótinu í knattspyrnu. Meint at- vik snýr að ummælum sem leikmaður Víkings á að hafa látið falla í garð út- lendings í liði Fram. Það er hárrétt hjá Einari að slíkur munnsöfnuður, sem Einar fullyrðir að hafi átt sér stað, er hverjum og einum til skammar og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða íþróttamann eða einhvern ann- an. Það er hins vegar hlutverk dómara að taka á slíkum málum og efast ég ekki um að dómari leiksins, sem er okkar besti dómari, hefði tekið á mál- inu hefði hann orðið þess áskynja. Viðkomandi leikmaður Víkings er 18 ára en það er ekki afsökun fyrir slíkri framkomu. Hafi hún á annað borð átt sér stað ber Víkingnum að biðja útlendinginn afsökunar og öf- ugt, þvi við skulum ekki gleyma því að það er mjög óíþróttamannslegt að hrækja á og lemja annan mann. Eg veit hins vegar af eigin reynslu að maður gerir og segir ýmislegt á knattspymuvellinum í hita leiksins sem maður sér eftir að leik loknum, ekki síst þegar maður er að hefja sinn feril og er kappsfullur og vill ná ár- angri. Þá vilja ýmsar siðareglur því miður gleymast. Áhorfendur að leik Fram og Víkings urðu t.a.m. vitni að þvi er einn leikmaður Fram stjakaði við leikmanni Víkings, sem er útlend- ingur, þegar hann var kominn út af leikvellinum (skv. aðst.dómara), með þeim afleiðingum að Víkingurinn datt og fór úr olnbogaliði. Eg er sannfærð- ur um að þetta var óviljaverk en það gerðist engu að síður. Einar segir í grein sinni: „Það er Víkingi til skammar að reyna að ná fram úrslitum í leik með svona hætti.“ Það er út í hött að gefa í skyn að Vík- ingur reyni að beita bolabrögðum til að ná árangri í íþróttum og er ekki svaravert. Þetta minnir mig að vísu á atvik sem átti sér stað fyrir leik Fram og KR í 16. umferð sama Islandsmóts og Einar vitnar í. Þá hafði KR gott forskot á ÍBV en engu að síður voru ennþá 9 stig í pottinum og allt gat gerst. Þegar leikmenn heilsuðust með handabandi inn á vellinum fyrir leik- inn, eins og siður er, sögðu allir leik- menn Fram við leikmenn KR: „Til hamingju með Islandsmeistaratitil- inn.“ Eg sé nú ekki alveg tilganginn nema hann hafí verið sá að reyna að trufla einbeitingu leikmanna KR. I niðurlagi greinar sinnar beinir Einar S. Hálfdánarson spjótum sínum að þjálfara Víkings, Lúkasi Kostic, og gefur í skyn að hann hafí fyrirskipað óheiðarlega framkomu. Það er auðvit- að þvflík fjarstæða og allir sem þekkja Lúkas Kostic vita að þar fer maður sem er heiðarleikinn uppmál- aður enda á hann að baki glæsilegan 10 ára feril hér á landi, bæði sem leik- maður og þjálfari og hefur hlotið við- urkenningu íyrir háttvisi og prúð- mennsku. Það dytti t.d. engum í hug að kenna þjálfara Fram, þeim mæta manni, um leikbrot leikmanna Fram á knattspymuvellinum. Það sér hver heilvita maður. MARTEINN GUÐGEIRSSON, liðsstjóri Víkings. Bréf til stjórnar knatt- spyrnudeildar Yals Frá Jakobi J. Jónssyni: JÆJA, þá kom að þvi. Liðið mitt er fallið í fyrsta sinn. Auðvitað var þetta aldrei spurning um hvort, heldur hvenær liðið myndi falla. Ef satt skal segja þá er mér bara nokkuð létt. Eftir að hafa rétt tollað í úrvalsdeild- inni síðastliðin árá er loksins komið að því að nú verður ekki komist und- an því að taka félagið i algera nafla- skoðun og athuga hvað má betur fara í rekstri þess. Það er alkunna að pen- ingaleysi hijáir félagið og liðið hefur einfaldlega ekki verið samkeppnis- fært á fjármálasviðinu á við önnur lið. Ég, og eflaust fleiri Valsarar, er orð- inn dauðleiður á því að horfa á unga og efnilega leikmenn yfirgefa félagið vegna betri kjara hjá öðrum liðum. Stjórn félagsins verður að fara að gera sér grein fyrir því að atvinnu- mennska er komin til að vera í ís- lenskri knattspyrnu og bregðast við samkvæmt því. Þar mætti stjórnin taka kollega sína hjá KR sér til fyrir- myndar. Þar á bæ hafa menn sýnt það og sannað að það er hægt að markaðsetja íslenskt knattspymulið með góðum árangri og um leið skapa gífurlega stemmningu í kringum liðið. Og hvar em KR-ingar í dag? Um leið spyr ég: Hvar em allir stuðnings- menn Vals? Allavega ekki í áhorf- endastúkunni, svo mikið er víst. Mórallinn á bak við félagið er vægast sagt mjög lélegur og leyfi ég mér að fullyrða að breið gjá liggur á milli stjórnarinnar og hins almenna stuðn- ingsmanns. Hvað er þá til ráða? Stjómin hefur síðastliðin ár ekki séð önnur úrræði en þau að reka þjálfara liðsins og em þau mál þannig á vegi stödd að menn hlægja orðið að félag- inu og alltaf er notuð sama gamla tuggan: Það verður að skipta um mann í brúnni og svo framvegis ... Nú er liðið fallið og það meira að segja eftir að stjórnin hafði notað galdraformúluna, að reka þjálfarann. Ég skal hér með fræða stjórnina á því að það hefur ekki verið með vilja og samþykki stuðningsmanna liðsins að beita þessum aðferðum. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei álásað góðum þjálfur- um liðsins fyrir dræmt gengi síðast- liðin ár. Er ekki kominn tími til að hætta kenna „manninum í brúnni" um ófarimar og fara að huga að því hvort ef til vill sé ekki kominn tími til þess að reka útgerðarstjórann? Því kem ég hér með með þá uppástungu að stjórn knattspymudeildar Vals segi upp í einu lagi og leyfi öðrum og betri mönnum að taka við. Að lokum vil ég hvetja Valsara tfl að spýta í lóf- ana og hefja uppbyggingu félagsins á ný. Ef rétt er að farið mun nafn fé- lagsins verða áletrað á íslandsmeist- aratitilinn innan fárra ára. Áfram Valur! JAKOB J. JÓNSSON, Berjarima 23, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.