Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 37, . LISTIR „Önnur vill að allt líti vel út, berst mikið á og er mikil sýndarmennskukona meðan hin er svolítill taoisti og vill bara vera í sinum hannyrðum og ekki berast mikið á. Þegar þriðji aðilimi kemst svo upp á milli þeirra fer allt úr böndunuin," segir Guðný um systurnar tvær í myndinni, sem Tinna Gunn- laugsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir leika. Alt fyrir heiður Hússins „í þeirri fjölskyldu gat aldrei komið fyrir neitt hneykslanlegt,“ segir í sögu Halldórs Laxness, Ungfrúnni góðu og húsinu, sem fjallar um það hvernig var að vera kona af fínni fjölskyldu fyrir hundrað árum. Guð- ný, dóttir skáldsins, hefur nú kvikmyndað söguna og verður myndin frumsýnd í Há- skólabíói í kvöld. Þröstur Helgason ræddi við Guðnýju um tilurð myndarinnar og söguna sem hún segir hafa setið í sér lengi. HALLDÓR Laxness skrif- aði söguna um ungfrúna góðu og húsið árið 1933 og birtist hún það sama ár í smásagnasafni hans, Fótataki manna. í formála að bókinni segir hann að sögurnar sem hún geymi eigi eftir að skrifa út og gera að stór- um skáldsögum. Það varð aidrei úr en skáldið hafði það eitt sinn á orði við Guðnýju dóttur sína að einhvern tíma þyrfti að segja alla söguna um ungfrúna góðu. Og nú hefur Guðný tekið upp þráðinn og gert söguna að kvikmynd í fullri lengd. Hún segir að þessi saga ætti að höfða til margra þó að hún sé örugglega ekki ein af þeim mest lesnu eftir föður sinn. „Hún er mjög dramatísk en um leið fyndin. Hún lýsir því hvernig var að vera kona fyrir hundrað árum. A þessum tíma hefur auðvitað margt breyst en þessi saga er samt alltaf að gerast.“ Fótatak manna var endurútgefin í smásagnasafninu Þáttum árið 1954. Þar segir Halldór í nýjum formála að hann hafi sett þennan þátt um ung- frúna góðu saman úr sögum sem góður vinur hans sagði honum, en sá hafði verið embættismaður víða um iand. Sumar sögurnar sem þessi ónafngreindi vinur Halldórs sagði höfðu gerst fyrir augum hans, sumar hafði hann eftir öðrum en þó jafnan án þess að nefna nöfn eða tilgreina sögustaði. Segist Halldór síðan hafa aukið við og fellt burt eftir þörfum skáldskaparins, og bætir við: „Og hefur reynslan orðið hin sama og jafnan verður um skáldsögur sem takast sæmilega, að margur þykist kannast við einhverja þætti úr sög- unni. Sennilega hefur áþekk saga gerst á öllum fjörðum landsins og víkum þar sem verið hefur mannlíf á annað borð.“ Guðný segir að það kunni að vera að eitthvert eitt atvik sé á bak við söguna en það sé kannski til marks um sannleiksgildi formála Halldórs að mikil rekistefna hafi orðið á meðal aukaleikara, sem sátu við borð á upptökustað í Flatey, um það hvar sagan hefði gerst, sagði einn á Höfn í Hornafirði, annai- á Vestfjörðum, sá þriðji á Þórshöfn. „Öll stóðu þau fast á því að þessi saga hefði gerst í þeirra sveit og það hefur örugglega verið rétt hjá þeim.“ Systurnar Einlægni og Velsæmi Sagan segir frá ungfrú Rannveigu, prófastsdóttur í ísiensku sjávarþorpi um síðustu aldamót. Rannveig er hvers manns hugljúfi enda með hjartalag engils, aufúsugestur í hús- um hárra sem lágra og ber alis stað- ar með sér yl og ljóma. Hún er ekki sérlega gáfuð til munnsins en til handanna er hún svo vel að sér að hún á naumast sinn líka. Eldri systir ungfrúarinnar góðu er öðruvísi skapi farin. Frú Þuríður er stórlynd og rekur hús sitt og eiginmanns síns, faktorsins, af ákveðni og myndugleik sem sh'ku fólki sæmir, enda er það í daglegu tali aðeins nefnt „Húsið“. Með tilliti til uppruna síns og stöðu í litlu samfélagi telur Þuríður það skyldu sína að gæta heiðurs og sóma fjölskyldunnar í hvívetna, þar má hvorki sjást blettur né hrukka eða eins og segh’ í sögunni: „I þeirri fjöl- skyldu gat aldrei komið fyrir neitt hneykslanlegt.“ Það verður Þuríði því mikið áfall þegar systir hennar, ungfrúin góða, kemur heim úr Hafn- ai’dvöl sinni trúlofuð dönskum meist- Morgunblaðið/Ásdís „Meðan ég tek ekki stóru sögurnar hans, eins og söguna um Bjart eða Sölku - meðan ég er ekki að eyðileggja fyrir öðrum, því allir eiga sinn Bjart og sína Sölku, þá held ég að ég sé nokkurn veginn á þurru landi,“ segir Guðný Hallddrsddttir um glímuna við að kvikmynda sögu föður síns, Ungfrúna gdðu og Húsið. ara sem enginn veit haus né sporð á. Og þá verða góðu ráðin samt fyrst dýr þegar Rannveig eignast barn í lausaleik. En velsæmi fjölskyldunar er í veði og engin meðul of sterk: „Alt fyrir heiður Hússins." I lýsíngu Halldórs er Rannveig, ungfrúin góða, nánast eins og Bibl- íumynd, svo hjartahrein og saklaus. Guðný kallai- hana engil. „Það er rétt að sagan hefur kristilegan und- irtón, hún er öðrum þræði um fyrir- gefninguna, um það að maður þarf að vera sterkur og heill til að geta fyrirgefið. Það þótti skömm í þessa daga, sérstaklega hjá fínu fólki að eiga börn utan hjónabands. Voru ýmis meðul notuð til þess að losna við slík börn. Það þurfti að verja heiður fjölskyldunnar með öllum ráðum, það er þannig í sumum hús- um að ekkert má gerast sem þykir hneykslanlegt. Við þekkjum slík hús enn þann dag í dag„ bæði venjuleg heimili, þinghús og önnur hýbýli þar sem eitt og annað gerist sem ekki er sagt frá. Þótt allt líti vel út á yfir- borðinu er ólga og brjálæðisgangur undir niðri. Stundum getur slíkt endað með ósköpum, eins og gerir í þessari sögu.“ Systurnar eru mjög ólíkar. Hall- dór kallar þær nornir tvær, Ein- lægni og Velsæmi, og hvorug kann- ast við hina. Aðspurð segist Guðný ekki fjarri því að þessar systur séu enn ósamrýmanlegar andstæður. „Þær ganga illa upp saman. Önnur vill að allt líti vel út, berst mikið á og er mikil sýndarmennskukona meðan hin er svolítill taoisti og vill bara vera í sínum hannyrðum og ekki berast mikið á. Þegar þriðji aðilinn kemst svo upp á milli þeirra fer allt úr böndunum." Norrænn leikarahdpur Það er auðvelt að sjá fyrir sér að saga Halldórs eigi vel heima í kvik- mynd. Frásagnarhátturinn er afar raunsær. Sögusviðið er dregið ein- földum og skýrum dráttum. At: burðarásin er hröð og dramatísk. I sögunni eru hins vegar fáar svið- setningar með samtölum í beinni ræðu. Guðný hefur því væntanlega þurft að leggja persónum myndar- innar orð í munn við samningu handritsins. „Já, vinnan við handrit- ið tók langan tíma vegna þessa. Sag- an er sögð undir rós og að nokkru af fólkinu í þorpinu, það hefur heyrt ýmislegt og gróusögur ganga. Þetta gengur illa í kvikmynd. Það var þó hægt að stela setningum héðan og þaðan úr sögunni en síðan þurfti ég að bæta samtölum og öðru við til að aðlaga hana að kvikmyndaforminu." Guðný segist hafa verið búin að undirstinga flesta aðalleikara mynd- arinnar fyrir nokkru. „Tinna Gunn- laugsdóttir, sem leikur Þuríði, og Ragnhildur Gísladóttir, sem leikur Rannveigu, voru til dæmis búnar að safna hári í fimm ár til þess að passa inn í hlutverkin. Upptaka myndar- innar dróst nokkuð vegna þess að upphaflegur framleiðandi hélt á vit ævintýranna í Hollywood þannig að þær systur voru komnar með hár niður á lendar þegar við gátum loks- ins byrjað. Við vorum búnar að ræða fram og til baka um söguna og þær systur sérstaklega. Leikararnir í myndinni hafa raunar allir tekið mikinn þátt í mótun myndarinnar, það hafa allir haft skoðanir á sög- unni.“ Meðal annari’a leikai’a eru Egill Ólafsson, sem leikur tengdasoninn í Húsinu og þarf að ganga í gegnum miklar þjáningar sem eiginmaður Þuríðar. Sænska leikkonan Agneta Ekmanner leikur móður systranna. Reine Brynólfsson, samlandi henn- ar, leikur þorpshálfvitann. Norð- maðurinn Björn Floberg leikur sjar- mörinn sem kemst upp á milli systr- j anna og danska leikkonan Ghita ■ Nörby leikur einnig lítið hlutverk. Að sögn Guðnýjar var ákveðið að nota norrænan leikarahóp í stað al- íslensks í samráði við Nordisk Film,- ' sem er elsta kvikmyndafyrirtæki á Norðurlöndum og tekur þátt í gerð myndarinnar. „Stjórnendur Nordisk Film segja að það séu takmörk fyrir því hversu margir góðir kvikmynda- leikarar séu til á Norðurlöndum og því sé það þeirra stefna að smala saman bestu kvikmyndaleikurum úr hverju landi fyrir sig og kynna þá sem norræna eða eins og þeir væru frá einu landi. Þeir líta á Norður- löndin sem eitt markaðssvæði og að tungumálið skipti ekki máli. Því tal- •. ar hver þessara erlendu leikara sitt’ r'| tungumál í myndinni, að vísu ís- lenskuskotið. Allir erlendu leikar- anna höfðu reyndar mikinn áhuga á að læra einhverja íslensku, hjá ein- um gekk námið meira að segja svo : vel að persónu hans var breytt í Færeying. Þessi háttur var einnig hafður á í kvikmyndinni Hamsun, sem Nordisk Film framleiddi og þóttist takast vel. Þar lék Svíinn Max von Sydow Hamsun og Ghita Norby lék konuna hans. Þetta fór svolítið fyrir brjóstið á Norðmönn- unum fyrstu þrjár mínúturnar en síðan var leikurinn svo góður og sagan líka að það skipti bara engu máli hvaða tungumál talað var. Eg held það sama muni verða uppi á ^ teningnum í Ungfrúnni góðu og Húsinu." Á þurru landi Aðspurð segist Guðný ekki hafa í hyggju að fara að kvikmynda sögur föður síns í stórum stíl. Það kæmi aldrei til greina. „Meðan ég tek ekki stóru sögurnar hans, eins og söguna um Bjart eða Sölku - meðan ég er ekki að eyðileggja fyrir öðrum, því allir eiga sinn Bjart og sína Sölku, þá held ég að ég sé nokkurn veginn á þurru landi. Mér líður ágætlega með þetta vegna þess að ég held að ég geri honum ekkert til miska, ég held að hann sé bara ánægður með þetta.“ +J Guðný segir að hún hafi rætt mik- ið um kvikmyndagerð við föður sinn. „Eitt sinn ætlaði hann sér sjálfur að skrifa fyrir kvikmyndir. Hann hafði alltaf áhuga á þessu listformi, nema hvað hann sofnaði alltaf á hasar- myndum. Hann hafði góðan smekk. Var lítt gefinn fyrir Hollywood- framleiðsluna og ég held að það sé enn hægt að taka undir með honum um skort á listrænum metnaði henn- ar. Stundum finnst manni sem mælirinn sé alveg fullur af þessu dóti og maður getur ekki horft á meira. Þá þykir manni gott að ennj/ sé verið að framleiða myndir hér í Evrópu þar sem ekki er bara hugsað um gróða og gróða og gróða.“ HANDVERKSMARKAÐUR á morgun laugardag kl. 11-16 • Verið velkomin, Handverksfólk. fj ö r ð u R - miöbœ Hafnarjjaröar FUNDUR AMERÍKU: Kynnist víkingaskipi og sögu Bjarna Herjólfssonar! 4T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.