Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SCHENGEN - nei takk! STEFNT mun að því að frumvarp um að- ild íslendinga að svokölluðu Schengen- samkomulagi verði lagt fyrir Alþingi nú í októ- ber - svona til mála- mynda leyfi ég mér að ^egja. Ekki hefur verið gefið út neitt upplýs- ingaefni er geri al- menningi kleift að kynna sér málið og mynda sér skoðun á því. Af blaðaskrifum má þó skilja að um sé að ræða afnám vega- bréfaskyldu milli margra ef ekki flestra Evrópulanda enda verði sett upp vegabréfaeftirlit á sameiginlegum ytri_ „landamær- um“ þessara ríkja. í framkvæmd þýðir þetta að farþegar í flugi frá Islandi til t.d. Þýskalands þurfa ekki að sýna vegabréf. Þeir far- «iþegar sem koma til Islands frá löndum utan Schengen-svæðisins t.d. Bandaríkjunum verða vega- bréfaskoðaðir við komu sína til Is- lands og eru eftir það frjálsir ferða sinna - innan Schengen-svæðisins - án frekari vegabréfaskoðunar. Á sama hátt getur fólk frá t.d%Afríku eða Asíulöndum komið til Islands án vegabréfaskoðunar með flugi frá t.d. Spáni eða Frakklandi, hafi það á annað borð komist inn í þessi eða önnur Schengen-lönd. Ekki er ^að sjá að nein skráning fari fram og engin hámarksdvöl hér á landi verður ákveðin. Eftir að hafa fylgst með, numið og starfað við öryggismál í meira en 20 ár hér heima og erlendis, ferðast mikið og nú síðast búið í Bretlandi um árabil verð ég að segja að mér líst hreint ekkert á þetta. Við erum að galopna landamæri okkar fyrir öllum þeim sem búa í - eða með einhverjum hætti hafa náð að komast inn í - eitthvert hinna Schengen-landanna með öllum þeim vandamálum sem því fylgja. Af því barasta? Á Islandi er, þrátt fyrir allt, meiri friður og lægri glæpatíðni en í flestum þeim lönd- um sem hér um ræðir. Daglega heyrum við þaðan af ofbeldi og morðum, kynþáttaóeirðum og eit- urlyfjavandamálum sem þessar þjóðir ráða einfaldlega ekki við. Fjölþjóðlegir glæpahringir ógna ör- yggi og afkomu heiðarlegra borg- ara - og ástandið fer versnandi. Við íslendingar erum ekkert betur settir með fyrirhuguðum Schengen-samruna við þessi lönd. Við erum verr settir - miklu veiT. Og af hverju, spyr maður, vill ríkisstjórnin semja okkur inn í Schengen? Hvaða hag telur hún Is- lendinga hafa af því? Menn ganga jú væntanlega til samninga í leit að ávinningi fyrir umbjóðendur sína. TVennt hefur verið nefnt. í fyrsta lagi þurfi íslendingar ekki að bera vegabréf innan svæðis- ins og standa í biðröðum vegna Landamæri ísland hefur frá náttúr- unnar hendi einhver bestu landamæri í heimi, segir Baldur Agústsson. Því megum við alls ekki klúðra. vegabréfaskoðunar þar. Sérstaklega er þá oft nefnt að ef við ekki göng- um til samningsins muni réttur okk- ar til að ferðast til hinna Norður- landanna án vegabréfs glatast þegar þau verða hluti af Schengen-svæð- inu. Þessu er til að svara að per- sónuskilríki hefur þurft að hafa til Norðurlandaferða auk þess sem flestir ferðamenn kjósa hvort eð er að bera vegabréf til að geta sannað hverjir þeir eru, notið bankafyrir- greiðslu erlendis o.s.frv. Þá má held- ur ekki gleymast að norræna ferða- frelsið hefur aðeins verið fyrir borg- ara Norðurlanda, ekki alla sem þai- eru staddir - á því er reginmunur. Þess utan - og aðallega - erum við sem njótum þess að ferðast ekkert of góð til að bera vegabréf og standa í stöku biðröð ef það er til góðs fyrir Island og íslenskt samfélag. Nei, þetta er ekki ástæða til Schengen-samnings í öðru lagi segja stjómvöld um Schengen að við fáum með því „að- gang að skráðum upplýsingum um glæpamenn, fíkniefnasala og smygl- ara“. Ekki trúi ég því að nauðsyn- Baldur Ágnstsson legt sé að opna landamæri okkar til að fá slíkan aðgang. Það liggur í hlutarins eðli að yfirvöld um allan heim gefa og þiggja slíkai' upplýs- ingar fúslega. Það er allra hagur. Hefur ekki tollgæslan okkai' lengi notið slíks samstarfs? Hefur ekki lögreglan átt gott samstarf við lög- regluyfirvöld í öðrum löndum svo og alþjóðalögi'egluna Interpol? Nei, þetta er heldur ekki ástæða til að ganga inn í Schengen-samninginn. En af hverju þá? Er þrýstingur frá útlöndum þar sem það væri til sparnaðar að láta Islendinga gæta norðvesturhorns Evrópu - á eigin kostnað? Er þetta einn þráðurinn í reipi þeirra sem vilja toga Island inn í miðstýrða Evrópu? Eða er þetta enn eitt dæmið um minni- máttarkennd og barnalega þörf sumra stjórnmálamanna til að „vera með“? Fá að leika við „stóru strákana" úti í heimi? Eykst ffkniefnavandinn? Mikið er hamrað á því að þátt- taka okkar í Schengen dragi ekki úr tollgæslu, ekki sé t.d. hætta á auknu fíkniefnasmygli. Þessi full- yrðing stenst einfaldlega ekki. Það eitt að þurfa ekki að standa fyrir framan starfsmann útlendingaeftir- lits og útskýra erindi sitt til lands- ins, vera skráður, stimplaður inn og hugsanlega þekkjast, mun draga úr ótta og virka hvetjandi á smyglara - og ýmsa aðra misindismenn. En jafnvel þótt við tryðum því að smygl myndi ekki aukast er það eitt og sér ekki ástæða til að gerast þátttakendur í Schengen. Til þess þarf að vera raunverulegur ávinn- ingur - ekki bara áhættuleysi. Og kostnaðurinn? I Morgunblaðinu 7. apríl sl. má lesa að stækka þurfi Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og standi til að þar verði alls 22 stæði fyrir flugvél- ar í stað þeirra 6 sem þar eru nú. Haft er eftir utanríkisráðherra að stöðin hafi upphaflega verið byggð fyrir umferð einnar milljónai' far- þega en reikna megi með að árið 2007 verði þar um tvær miljónir á ferðinni. Einfaldm- hlutfallareikn- ingur segir okkur hins vegar að þá þurfi 12 flugvélastæði - ekki 22. E.t.v. er skýringuna á þessum um- framstæðum og þar með umfram- kostnaði að finna í kröfum Schengen um algjöran aðskilnað farþegahópa enda segir utanríkis- ráðherra að „Schengen-samstarfið hefði mikil áhrif á ailar bygginga- framkvæmdir við ílugstöðina". Þótt Alþingi hafi ekki einu sinni fjallað um, hvað þá samþykkt, aðild Islands að Schengen iiggja verð- launaðar teikningar að miklu mannvirki á borðinu og nú þegar hefur verið lagt í mikinn kostnað, enda - svo enn sé vitnað í fyrr- nefnda biaðagrein - segir utanrík- isráðherra: „... við höfum ákveðið að gerast aðilar að Schengen'-sam- starfinu...“. Ákveðið? Og hvað kostar þetta svo ís- lenska skattborgara? Fyrsti áfangi - 8 flugvélastæði af 16 sem fyrir- huguð eru - með tilheyrandi bygg- ingu munu kosta 2,5 milljarða króna og á að verða tilbúinn eftir um eitt og hálft ár. Ónefndur er þá kostnaður við starfsmannahald bæði við stjórnun og rekstur byggingai'innar svo og Schengen samstarfið í heild. - Burtséð frá öllu öðru er hér um- hugsunarefni fyrir þá sem hafa áhyggjur af þenslu í efnahagslífinu. Island hefur frá náttúrunnar hendi einhver bestu landamæri í heimi. Því megum við alls ekki klúðra. Lega landsins, „svo langt frá heimsins vígaslðð“, er e.t.v. ekki minna virði en fiskur og orka fall- vatna ef við í raun og veru viljum byggja upp heilbrigt og öruggt þjóðfélag. Ef við eigum milljarða „afgangs" eigum við að nota þá til að leysa okkar eigin vandamál - ekki til að kaupa okkur aðild að vandamálum annarra þjóða. Hér reynir á Alþingi. Höf. er stofnandi og fv. forstjóri öryggisþjónustunnar Vara. lím og fúguefni Börnin mín, börnin þín I * * !#! £ Stórhöfúa 17. við Gullinbrú • S. 567 4844 www.flis.is • Nerfang flisC'/,flis.is fief hafiö sölu á glæsilegum samkuæmisfatnaöi, pilsum, drögtum og toppum frá Ronald Joyce London. yiSi, Garðatorgi, sími 565 6680 Opið kl. 9-16. lau. kl. 10 12 AHYGGJUR mínar snúast um bömin. Að ala upp börn sem verða kvíðin, hrædd, öryggis- laus og treysta ekki fullorðnu fólki getur verið ávísun á einstak- linga með brotna sjálfs- mynd. Hvernig nýtist slíkur einstaklingur þjóðfélaginu seinna meir? Hver ber ábyrgð á börnunum okkar? Eru það foreldrar, skólar, eða einhverjir aðrir? Foreldrar bera auðvit- að grunnábyrgð á vel- ferð barna sinna og skólarnir eiga sam- kvæmt lögum að sjá um menntun og uppeldi barna í samvinnu við heimilin. Þá vaknar upp spurningin um það, hver á að skapa aðstæður í þjóðfélaginu til þess að aðbúnaður barna sé viðunandi. Stjómvöld Lilja Eyþórsdóttir bera þessa ábyrgð al- farið, bæði lagalega og siðferðilega. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erfiðleikar hafa verið í starfsmannamálum sem snúa að uppeldi og kennslu barna á ýmsum skólastigum. Það virðist vera lög- mál að þegar góðæri ríkir og næg atvinna verður, þá verður að- búnaður barna á opin- berum vettvangi næst- um óviðunandi. Það fæst ekki starfsfólk. Launin eru of lág og finnst em stjórnvöldum eitt í orði en annað á borði. | Ég fer frí [56 Ég fer frítt til Los Angeles - Hvað með þig? 1-HERB Bylting i Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifaö nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000xt2 mm. Aðrar þykktir: 8, 10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. 1« i'iWesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðnlng PP &CO Leltlð upplýsinga h.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 S 568 6100 Ekki hlustað á aðvaranir Haustið 1998 var erfitt að fá starfsfólk á mörgum leikskólum Reykjavíkurborgar og hefur ástandið farið versnandi. Þá um haustið byrjuðu leikskólastjórar að ýta við borgaryfirvöldum á formleg- an og óformlegan hátt til þess að hægt væri að grípa inn í og gera ráðstafanir. Það hefur ekkert verið gert sem skilar árangri. Yfirvöld, þ.e. borgarstjóri og formaður Leik- skóla Reykjavíkur, hafa látið að því liggja að þetta sé einstakur og tíma- bundinn vandi og jafnveþað þetta komi þeim á óvart núna. I rúmt ár hafa leikskólastjórar lýst yfir áhyggjum sínum með formlegum hætti, um hvert stefnir, ef ekkert er að gert. • I september ‘98 sendu leikskóla- stjórar í Grafarvogi stjórn Leik- skóla Reykjavíkur ályktun um ástandið. • I október sama ár kom ályktun frá faghópi leikskólastjóra um að „góðærið bitnar á börnunum". • I nóvember ‘98 fóru tveir leik- skólastjórar á fund stjórnarfor- manns og lýstu ástandinu og áhyggjum sínum af velferð barn- anna. • I janúar ‘99 var haldinn fundur í öllum hverfum með stjómarfor- manni, framkvæmdastjóra og deild- arstjóra fagsviðs og farið yfir málin. Ástandið var ekki gott á mörgum stöðum, það var ekki búið að ráða í allar stöður frá því um haustið og sýnilegt var að það vantaði í margar stöður í vor. Margir leikskólastjórar treystu sér ekki til þess að hafa leikskólann opinn um sumarið vegna starfsmannaeklu. • Á leikskólastjórafundi í aprfl sl. beindi leikskólastjóri því til stjórn- arformanns Leikskóla Reykjavíkur að finna einhverja leið til þess að gera leikskóla samkeppnisfæra um starfsfólk á vinnumarkaðinum núna í haust. • Einnig fóru leikskólastjórar á fund borgarstjóra í aprfl og lýstu yf- ir áhyggjum sínum og ótta um að komið gæti til lokunar deilda í haust og að nývistanir myndu tefjast. Þá eru ótalin bréf og einkasamtöl leikskólastjóra og leikskólakennara við yfirvöld um þessi mál. Að bregðast börnum Það er sorglegt að sjá og upplifa það að góðærið bitnar á börnunum okkar. Það þarf að sýna kjark og getu til þess að forgangsraða fjár- munum þannig að börnin fái notið þeirra í uppeldi þjóðfélagsins. Eg harma það að borgaryfirvöld hafi brugðist börnunum okkar og bjóði þeim upp á slakan aðbúnað. Börnin okkar eiga rétt á því að búa við ör- yggi á hverjum degi jafnvel þótt góðæri sé í landinu. Til þess að svo Skólar Það er sorglegt að sjá og upplifa það, segir Lilja Eyþórsdóttir, að góðærið bitnar á börn- unum okkar. megi verða þarf pólitískan kjark til þess að fínna lausnir sem duga. Eina lausnin er sú að hækka laun allra starfsmanna sem vinna með börnum. Ef borgarstjóri er sátt við sitt framlag til skólamála eins og staðan er í dag er mér illa brugðið. Vill hún vera ábyrg fyrir því að börn geta ekki verið í leikskólanum sinn tíma vegna manneklu? Vili hún vera ábyrg fyrir því að á leik- skóladeild renni í gegn 10-15 starfsmenn á ári? Vill hún vera ábyrg fyrir því að grunnskólabörn geti ekki verið í heilsdagsskóla? Þetta snýst ailt um launin í góðær- inu. Nýjustu milljónirnar sem sett- ar eru í leikskólamálin eru dropi í hafið og duga ekki til þess að breyta ástandinu til framtíðar. Þær lægja aðeins öldurnar í bili. Bind- andi kjarasamningar eru engin af- sökun fyrir því að taka ekki á vandamáli sem þessu. Það er ekki nóg að byggja hús, opna biðlistana, einsetja grunnskólana, það þarf fólk til þess að vinna með börnun- um. Það þarf hugrakka stjórnmála- menn til þess að láta börn hafa for- gang og tryggja þeim öryggi, traust og kvíðalausa framtíð. Því miður virðast slíkir stjórnmála- menn ekki vera til í Reykjavík. Höfundur er leikskólastjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.