Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Friðrik sýnir í Lista- horninu á Akranesi FRIÐRIK Jónsson heldur nú málverkasýningu í Lista- horninu, Kirkjubraut 3 á Akranesi og stendur hún til 4. október. Sýndar eru vatnslitamynd- ir og olíumálverk, sem flest eru ný. Friðrik hefur verið við nám í Myndlistaskóla Kópavogs frá 1992 í teikn- ingu, módelteikningu og síðar í vatnslitun og olíumálningu. Kennarar hans hafa verið Erla Sigurðardóttir, Ingiberg Magnússon, Kristinn G. Harðarson og Birgir Snæ- björn Birgisson. Friðrik hef- ur sótt námskeið í West Dean College í Sussex í Englandi og einnig sótt tvö sumarnám- skeið hjá Bridget Woods hér á landi. Þetta er þriðja einka- sýning Friðriks. KVIKMYJVDIR Norræna stult- og IieimiIdarmynda- hátídin f Háskðlabíói KOSNINGAKVÖLD „VALGNATTEN" eftir Anders Thomas Jensen. DANSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Anders Thomas Jensen hlaut Óskarsverðlaunin í flokki stutt- mynda á síðasta ári fyrir hina snjöllu gamanmynd Kosningakvöld eða „Valgnatten" en Jensen er kunnur stuttmyndahöfundur og var þessi mynd sú þriðja í röð frá hon- um sem hlaut tilnefningu til Óskarsins. Hún segir frá einkar frjálslynd- um manni sem þolir ekki kynþátta- fordóma í hvaða mynd sem er en hefur mikla ást á lýðræðisþjóðfé- laginu. Hann starfar fyrir hjálpar- samtök og kvöld eitt sest hann þreyttur inn á krá eftir að hafa sent teppi til Albaníu og kemst að því að hann hefur gleymt að kjósa og það eru aðeins nokkrar mínútur þar til kjörstöðum verður lokað. Hann Spennandi kosningar stekkur af stað en leigubflstj óramir gera honum lífið leitt því hver og einn (hann er sffellt að skipta um bfla í vandlætingu sinni) er haldinn kyn- þáttafordómum. Jensen nýtir stuttmyndaformið út í ystu æsar, segir spennandi og kómíska dæmisögu með yfirbragði háðsádeilunnar um nútímamanninn sem reynir að vera fordómalaus jafnaðarmaður er lætur sér annt um meðborgara sína en heimurinn er ekki jafn fullkominn og hann. Hann reynir hvað hann getur að vera ekki eins og sá við hliðina á honum á bamum, sem drekkur ekki mexíkóskan bjór vegna kyn- þáttafordóma og sér ekki tilgang- inn í því að senda teppi til Albaníu, en sam- félagið er þannig úr garði gert að það reynist honum fjarska erfitt þegar til kemur. Snjöll saga meistaralega útfærð. Trier um Trier Heimildarmynd um Lars Von Trier er sýnd í pakka með Kosn- ingakvöldinu og er líklega fyrir þá sem aldrei fá nóg af hinum danska leikstjóra og ólíkindatóli. Hún heitir Hinir auðmýktu eða „De ydmygede“ og er eftir Jesper Jar- gil. Fylgst er með Lars við tökur á hans síðustu mynd, Fávitunum, en heimildarmyndin er tekin í sama dogma-stílnum og hún. Þarna sést einn athyglisverðasti leikstjóri Evrópu að störfum og gefur heim- ildarmyndin góða innsýn í verklag hans þessa stundina. Hún gefur líka innsýn í leik- stjóra sem hefur einstaklega gam- an af að tala um sjálfan sig. Von Trier hefur leyft aðgang að hljóð- upptökum sem hann gerði þegar hann segist hafa verið vansvefta á næturnar meðan á tökum Fávit- anna stóð og talaði inn á segulband en með þeim eigum við að komast að sálarlífi hans innri manns. Hann er eins og opin bók. Talar um leikarana, ótta sinn við krabba- mein, um það þegar hann fann sig ekki í partíum á yngri árum og hvernig áhrif það hefur á vinnuna með leikarahópnum í Fávitunum, hvernig hann fær leikarana til þess að gera sitt allra besta, kröfu hans um algjört raunsæi og svo mætti áfram telja. Danir virðast sérstaklega upp- teknir af þessum leikstjóra sínum, Hinir auðmýktu er önnur langa heimildarmyndin sem gerð hefur verið um hann á stuttum tíma, og fyrir aðdáendur leikstjórans er hún sjálfsagt ómissandi. Arnaldur Indriðason Rússnesk töfrabrögð Af sýningu Rúnars Gunnarssonar á Mokka. Engin menn- ing án rimla TOMjIST lláskölabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit fslands lék Píanó- konsert nr. 1 eftir Pjotr Tsjafkovskfj og Seheherazade eftir Nikolaí Rimskfj-Korsakov. Einleikari var Kun Woo Paik og stjórnandi Rico Saccani. Fimmtudagskvöld kl. 20. SAGAN segir að þegar Schubert sendi Göthe lagið um Álfakónginn og fleiri lög við ljóð skáldjöfursins, hafi Göthe þótt lítið tfl tónsmíð- anna koma og endursent þau án nokkurs svars. Svipað henti Pjotr Tsjaíkovskí þegar hann var að semja fyrsta píanókonsert sinn 1875. Hann vildi tileinka píanósnill- ingnum Nikolaí Rubinstein verkið, en píanóleikaranum þótti lítið til þess koma og hafnaði tileinkuninni. Göthe og Rubinstein áttu báðir eft- ir að sjá eftir því að hafa ekki tekið tónskáldunum betur, og áttu á end- anum eftir að unna umræddum verkum. Allt frá frumflutningi Pí- anókonserts Tsjaíkovskís nr. 1 í b- moll hefur verkið verið eitt það al- vinsælasta sinnar tegundar. Verkið er líka mikilúðlegt og stórbrotið; heillandi melódíur, trylltir dansar, þjóðleg stef, ljóðræna og dramatík, stór hljómsveit og virtúósitetið áem krafist er í leik einleikarans engin venjuleg flugeldasýning. Verkið er í þremur þáttum, og hver þáttur byggður á innri andstæðum í stefjum hraða og dýnamík. Sin- fóníuhljómsveitin lék af miklum krafti. Rico Saccani valdi tempó í rösklegri kantinum og leikur hljómsveitarinnar var snarpur en mjög öruggur. Einleikari kvölds- ins, Kun Woo Paik hefur ýmislegt Gunnlaugur sýnir á Hötel Héraði Egilsstöðum. Morgunblaðið NÚ STENDUR yfir mynd- listarsýning Gunnlaugs S. Gíslason á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Þar sýnir hann 14 landslagsmyndir unnar með vatnslitum. Allar eru myndirnar úr íslenskri nátt- úru, sumar af austfirsku landslagi. Myndirnar eru mál- aðar á sl. 2-4 árum en eru þó flestar nýjar. Þetta er fjórt- ánda einkasýning Gunnlaugs en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. sér til ágætis, þar með talið að geta spilað tónstigamótív Tsjaíkovskíjs í samstígum áttundum á svo að segja ólöglegum hraða upp og nið- ur hljómborðið. En mikið vantaði á að þessi píanóleikur hefði eitthvert innihald umfram það. Ægifagurt annað stefið í fyrsta þætti var bók- staflega lamið í gegn, og svo var um fleiri staði í verkinu þar sem lý- rík og blíða eiga að ráða ríkjum, sem andstæður hröðu og kraft- miklu kaflanna. Það vantaði ekkert á flinkheitin, en mikið í músíkalska dýpt. Það voru vonbrigði. Hljóm- sveitin lék þó mjög fallega; - strengirnir fóru á kostum, og ein- staka sólóstef eins og upphaf ann- ai’s þáttar hjá fyrstu flautu voru yndislega fallega spiluð. Það eru ekki nema tveir dagar síðan undir- rituð fletti síðast í gegnum erlent tónlistartímarit til að lesa frábæra dóma um leik Sinfóníuhljómsveit- arinnar. En svona góð hljómsveit getur ekki sætt sig við minna en sólista af sama standard. Það er augljóst. Scheherazade var ein af mörg- um eiginkonum Shakriars soldáns. Hann var þeirrar skoðunar, að best væri að lóga eiginkonum sínum strax eftir brúðkaupsnóttina, til að koma í veg fyrir að þær fyndu sér ef til vill aðra elskhuga seinna meir. Scheherazade var ekki tilbú- in að gangast undir þetta og barg lífi sínu með því að segja soldánin- um sögu strax fyrstu nóttina. Áður en að sögulokum kom, lést Sche- herazade sofna, og soldáninn gat auðvitað ekki látið drepa hana áður en sögulok voru ljós. Scheherazade fékk því að lifa aðra nótt, sem var nógu löng til að hægt væri að hefja nýja sögu. Þannig leið þúsund og ein nótt í salarkynnum soldánsins, við sögur og ævintýr, og þegar þar var komið, ákvað soldáninn að hætta þeirri vitleysu að drepa kon- ur sínar svo grimmilega. Sögur Þúsund og einnar nætur hafa verið sagðar æ síðan í ýmsu formi, - í leikritum, tónlist, dansi og bíó- myndum. Nikolaíj Rimskíj Korsa- kov var að vinna við að ljúka við óperu látins vinar síns, AJexanders Borodins, um ígor fursta í ársbyrj- un 1888, þegar hann fékk áhuga á að semja tónlist í anda Þúsund og einnar nætur. Auðvitað eru getgát- ur uppi um að kveikjan hafi verið hinir austrænu og seiðandi dansar Pólóvetanna, og vel gæti svo verið. Rimskíj-Korsakov lauk við hljóm- sveitarsvítuna Scheherazade um sumarið, og var verkið frumflutt í Pétursborg í október sama ár. Þættir svítunnar eru fjórir. Sá fyrsti heitir Hafið og skip Sinbaðs sæfara, annar þátturinn heitir Saga Kalenders prins, sá þriðji Pr- insinn og prinsessan unga og sá fjórði Hátíð í Bagdad, hafið og skipbrot. Scheherazade á sitt eigið stef í verkinu, - undurfallegt fiðlu- sóló, sem gengur í gegnum allt verkið og bindur það saman í heild. Soldáninn á líka sitt stef, ábúðar- mikið, þungt og sterkt, sem heyr- ist strax í upphafi verks leikið af málmblásurum. Rimskíj-Korsakov leit þó ekki svo á að stef Scheher- azade og soldánsins væru neins konar leiðarstef eða leitmotiv, frek- ar en önnur stef sem ganga í gegn- um alla þættina. Sögurnar eru ekk- ert tengdar en stefin flakka milli þátta engu að síður. I endurminn- ingum sínum ítrekar tónskáldið þetta, og svo virðist sem það hafi valdið honum nokkrum heilabrot- um hvort verkið ætti yfír höfuð að skoðast sem prógrammúsík. Hann íhugaði ennfremur að kalla þættina fjóra eingöngu Forleik, Ballöðu, Ádagio og Finale. Hvað sem heflabrotum tón- skáldsins leið er ekki hægt að neita því að tónlistin er sterk og mynd- ræn. Frábær orkestrasjón Rimskíj- Korsakovs opinberar dulúðug æv- intýri, heitar arabískar nætur, eró- tík og spennu fyrir þann sem vill lesa það úr verkinu sem tónskáldið ýjar að. Á hvom veginn sem maður kýs að hafa það, er Scheherazade magnaður seiður, þar sem tón- skáldið leikur með litbrigði hljóm- sveitarinnar af hreinni snilld. Verk- ið er fyrst og fremst óður til hljóð- færisins Sinfóníuhljómsveitar. Sin- fóníuhijómsveit Islands undir stjóm Ricos Saccanis var í miklum ham, og lék verkið í einu orði sagt frábærlega. Saccani stjómaði utan- bókar og augljós nautn hans af þessari tónlist skilaði sér í raf- mögnuðum flutningi verksins. Sig- rún Eðvaldsdóttir sem lék stef Scheherazade þurfti ekki að beita neinum brögðum tfl að laða fram unaðslega lýrík sem setti svip sinn á allan flutninginn. Strengjasveitin var stórkostleg. Ekki voru málm- blásararnir síðri og drynjandi stef soldánsins grimma vora beinlínis hrollvekjandi í flutningi þeirra. Fjölmargir hljóðfæraleikarar eiga sólóstrófur í verkinu, og allir sem einn spiluðu af þeim eldmóð og yndi sem stjórnandinn lagði upp með. Lokaþáttur verksins var leikinn af gífurlegum og músíkölskum krafti, svo kynngimögnuðum, að varla hef- ur annað eins heyrst í Háskólabíói. Þessu verður erfitt að gleyma. Bergþóra Jónsdóttir. MYJYDLIST Mokka, Skðlavörðustíg LJÓSMYNDIR RÚNAR GUNNARSSON Til loka scptember. Opið daglega frá kl. 10-23:30, en sunnudaga frá kl. 14-23:30. LJÓSMYNDIR hafa ekki öðlast þann sess sem þeim ber hér heima og stafar það væntanlega af þeim leiða misskilningi að ljósmyndun sé létt verk og löðurmannlegt og geti þar af leiðandi ekki verið list í sama skflningi og sú myndgerð sem kref- ur menn um ákveðið handverk og mæðu samfara því. Ef til vill ruglar það okkur í ríminu að við skulum eiga ljósmyndavél sem auðvelt er að munda og mynda með. „Hver auli getur stutt á takkann og tekið mynd,“ segjum við. „Hvað er list- rænt við þess háttar verknað?" Samt hefur ljósmyndin stöðugt verið að sækja í sig veðrið og nú er svo komið að hún sést jafnoft á list- sýningum erlendis og málverk enda er ekkert lát á tækniþróuninni í tengslum við hana. Þannig er nú hægt að stækka ljósmyndir upp í stærðir stærstu málverka án þess að fóma nokkru af tærleik smá- myndarinnar. Þá er litljósprentun að verða æ fullkomnari með hverju árinu sem líður, að ógleymdri staf- rænni myndgerð, en líklega á hún eftir að leysa filmuna endanlega af hólmi. Það er eilítfll ljóður á ráði Rúnars Gunnarssonar, sem nú sýnir á Mokka, að gefa engar upplýsingar um vinnubrögð sín né tækni því Ijósmyndir hans af hvers konar girðingum eiga svo sannarlega skil- ið að gerð þeirra og stærð sé tíund- uð. Rúnar hefur sýnt það gegnum tíðina að hann á brýnt erindi við okkur með myndum sínum. Skemmst er að minnast Ijósmynda- bókar hans Einskonar sýnir, frá 1995, þar sem hann brá upp mörg- um frábærum myndum af mönnum og mannlífi, heima og erlendis. Gestir Mokka geta flett bókinni á staðnum og sannfærst um ágæti Rúnars sem ljósmyndara, en þar kom fram ótvíræður styrkur hans í meðferð litlausrar filmu. Sýningin á Mokka er mjög ólík myndunum í bókinni. Hún er öll í lit og lýsir eins og áður sagði hinum ýmsu tegundum hólfunar í umhverfi okkar. Ljósmynd af gömlu, vinalegu grindverki í gamla bænum hangir gegnt annarri af rammgerðri girð- ingunni utan um hegningarhúsin á Litla Hrauni. Þannig eru verkin sextán allegorísk; ætluð til að fá okkur til að hugleiða gjörðir okkar með því að beina sjónum að þeirri margtákna athöfn; hvernig við ginV um í öllum hugsanlegum tflgangi; góðum sem slæmum. Þótt ef til vill sé þetta þema ekki ýkja tilkomu- mikið í sjálfu sér gefur það Ijós- myndaranum tækifæri til að fjalla um mikilvægar og almennar menn- ingarlegar framkvæmdir án þess að gerendurnir séu þar næm. Með einkar látlausum hætti lyftii- Rúnar upp speglinum og neyðir okkur til að skoða sjálf okkur gegnum eilífa þörf okkar til að hólfa og girða, marka okkur bás eða læsa inni. „Engin menning án rimla" gæti ver- ið niðurstaða þessarar ágætu sýn- ingar. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.