Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSrrj@MBL.IS, AKUREYRI: UUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Daglega deyr einn Islendingur af völdum reykinga Á HVERJUM degi deyr einn i íslendingur að meðaltali af 1 völdum reykinga. tít frá því má áætla að fimmta hvert dauðsfall á Islandi sé vegna reykinga og meðal fólks á aldrinum 35 til 69 má rekja þriðja hvert dauðsfall 1 til reykinga. Þetta kemur fram í niðurstöðum Hjartaverndar í rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma sem hefur staðið yfir hér á landi í 30 ár og náð til 20.000 > ^^einstaklinga. Rannsóknin leiðir í Ijós að konur sem reykja eru í mun meiri lífshættu en karlar. Minni líkur eru á að konur sem ekki reykja fái kransæðastíflu en karlar sem ekki reykja. Konur sem reykja virðast eyðileggja þessa náttúrulegu vernd og auka líkurnar á að deyja úr þessum sjúkdómi mun meira en karlar sem reykja. Einnig kemur fram að hættan á ótímabæru dauðsfalli minnki verulega sé hætt að reykja og aukast lífslíkur við það mikið, sama á hvaða aldri fólk er þegar það hættir. Fertugur einstaklingur sem reykir einn pakka af sígarettum á dag og hættir, má búast við því að bæta sex til sjö árum við ævi sína og sjötugur einstaklingur þremur til fjórum árum. ■ Fimmta hvert/6 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 4,7% hagvexti á íslandi árið 2000 Hag"vöxtur ó víða meiri en á Islandi NÝ spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, gerir ráð fyrir að hagvöxtur- inn á fslandi á næsta ári verði 4,7%. Aðeins þrjú ríki í hópi tækni- væddustu ríkja heims geta búist við meiri hagvexti, en það eru ír- land, S-Kórea og Singapúr. Sjóð- urinn spáir því að hagvöxtur á þessu ári verði 5,6% á íslandi. Hagvöxtur á íslandi er mun meiri en í löndum Evrópusam- bandsins. Útlit er fyrir að hagvöxt- ur í ESB verði 2% að meðaltali á þessu ári og 2,7% á næsta ári. Spáð er 3,5% hagvexti í hagkerfum heimsins samanlagt á næsta ári, en spár þessa árs miðast við 3% vöxt. Þetta er bjartasta spá sem sjóðurinn hefur gefið frá sér frá upphafi Asíu-kreppunnar fyrir 26 mánuðum, en tekið er fram að spá- in gæti hæglega breyst ef batnandi efnahagur Asíu-ríkjanna versnar á ný- Spáð 3,2% verðbólgu á næsta ári Sjóðurinn spáir því að vísitala neysluverðs hér á landi hækki um 3,5% á þessu ári og 3,2% á næsta ári, en aðeins mælist meiri verð- bólga í ísrael og Ástralíu. Sam- kvæmt spánni er gert ráð fyrir því að verðbólga í Evrópusambands- löndum verði 1,3% á þessu ári og 1,5% á því næsta. Minnstri verð- bólgu er spáð í Hong Kong á þessu ári eða 3,1% verðhjöðnun, og spáð er að verðbólga verði engin í Jap- an árið 2000. Hins vegar mælist atvinnuleysi hvergi minna en á íslandi og spáir IMF að atvinnuleysið verði 1,7% hér á landi í ár og einnig á næsta ári. Spáð er 9,1% atvinnuleysi í Evrópusambandslöndum á þessu ári og 8,8% á því næsta, en 4,3% í Bandaríkjunum á þessu ári og 4,5% á því næsta. ■ Spáð 4,7% hagvexti/22 Bifreiðastjórafélagið Sleipnir leitar áiits hjá Eftiriitsstofnun EFTA Malarflutn- ingabíll brann NÝR malarflutningabíll frá fyr- irtækinu Klæðningu hf. varð eldi að bráð á Tjörnesi, um 7 km austan við Húsavík, seinni part- i Mftinn á miðvikudag. Bfllinn er stórskemmdur ef ekki ónýtur en ekki er talið að sjálfur malar- vagninn hafi skemmst. Að sögn Aðalsteins Júlíusson- ar, lögregluvarðstjóra á Húsa- vík, fór vökvaslanga í bflnum í sundur og sprautaðist olía yfir vél og pústgrein og við það kviknaði eldur. Bflstjórinn var einn í bflnum og varð hann elds- ins fljótlega var og slapp ómeiddur. Bflstjórinn reyndi að slökkva eldinn með handslökkvi- : -^æki en það var ekki fyrr en ^SIökkvilið Húsavíkur kom á stað- inn að tókst að slökkva eldinn. Bfllinn sem brann var allra nýjasti bfll Klæðningar, keyptur í júlí sl. og kostaði um 9,3 millj- ónir króna fyrir utan malarvagn- inn og er hann tryggður. Á myndinni eru slökkviliðsmenn tí'á Húsavík að störfum á vett- vangi. Vilja fá úrskurð um gildi ökurita an hafi ekki virst hafa áhuga á hvers vegna gætti svo mikils misræmis á ökurita ökutækis og radar lögreglu- bifreiðarinnar sem eiga þó hvor um sig að hafa löggildingu. Spyr Sleipnir því m.a. hvort upplýsingar úr ökurit- um séu marklausar í svona tilfellum. í öðru tilfelli stöðvaði umferðar- eftirlit Vegagerðarinnar ökumann vegna eftirlitsskyldu þess sam- kvæmt reglugerð þar sem dagsgöm- ul ökuritaskífa var gerð upptæk með þeirri athugasemd að klukka hennar hefði verið röng um 12 tíma og út- fylling hefði verið röng. Mánuði síðar barst ökumanninum kæra frá Lög- reglustjóranum á Seyðisfirði fyrir of hraðan akstur þar sem upplýsingar úr ökurita voru m.a. lagðar til grund- vallar. f bréfi lögmanns Sleipnis til dóms- málaráðherra, hinn 16. ágúst 1998, kemur fram að málið sýni að hætta sé á ferð og veki ýmsar spurningar um framkvæmd hins opinbera á reglugerð ESB þar sem dagsgömul ökuritaskífa, sem Vegagerðin fjar- lægði úr ökurita, sé talin fullgild sönnun á refsiverðum verknaði og lögð til grundvallar refsingar. „Hér er um tvö mál að ræða þar sem í öðru tilfellinu er ökumaður sektaður eftir ökuritaskífu og í hinu tilfellinu leggur ökumaður fram ökuritaskífu, máli sínu til stuðnings um að hann hafi verið á minni hraða en hann er sakaður um. Við viljum fá úr því skorið hjá yfirvöldum hvort ökuritaskífan sé marktæk eða ekk.i“ Stóra fíkniefnamálid Sjötti maður- inn tekinn LÖGREGLAN handtók í gær- kvöld sjötta manninn sem talinn er tengjast stóra fíkniefnamálinu. Samkvæmt heimildum blaðsins verður hann yfirheyrður í dag. Maðurinn er fæddur árið 1972. Morgunblaðið/Bjami Aðalgeirsson BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipnir hefur sent íslenskum stjórn- völdum og Eftirlitsstofnun EFTA bréf þar sem beðið er um svör við spurningum um tilgang og gildi öku- rita í bifreiðum. Telur félagið að ekki virðist vera regla á því hvort lög- regla taki mark á upplýsingum úr ökuritunum að því er varðar hraða- mælingar. Þannig hafi lögregla stöðvað félagsmann Sleipnis á Norð- urlandi á 104 km hraða á klukku- stund samkvæmt radar lögreglunn- ar, en ökuriti bifreiðar hans hafi sýnt 96-98 km hraða á klukkustund. í bréfi Sleipnis, sem dómsmálaráð- herra fékk í júlí sl., segir að lögregl- LÍTIÐ hlaup kom í Jökulsá á Sól- heimasandi í fyrradag að sögn Snorra Zóphóníassonar, jarðfræð- ings á Orkustofnun. Vatnsmagn í ánni var þá tvöfalt eða þrefalt á við það sem það var í gær. Snorri segir að þetta sé ekki óvenjulegt hlaup og líklega séu smáhlaup í ánni tíðari en vísindamenn hafi almennt gert sér grein fyrir. Vatnamælingamenn eru þessa dagana að setja síritandi vatnsmæla í árnai’ sem falla írá Mýrdalsjökli. Einn mælir verður í Jökulsá á Sól- heimasandi, tveh- verða í Múlakvísl og einn mælir verður í Hólmsá. Snorri sagði einnig hugsanlegt að sí- riti yrði settur i Leirá. Mælarnir fylgjast stöðugt með vatnshæð og hægt er að hringja í þá til að fá upp- lýsingar. Jafnframt hringja mælarn- ir sjálívirkt ef óvenjuleg breyting verður á vatnshæð. Snorri sagði að vatnamælinga- menn hefðu orðið varir við aukið vatn í Jökulsá á Sólheimasandi í anfama daga. Hann sagði að með betri mælitækjum myndi koma í Ijós hve oft jökulhlaup kæmu í árnar, en hann kvaðst allt eins eiga von á að í ljós kæmi að þessi smáhlaup væru tíð- ari en menn hefðu gert sér grein fyrir. Snorri sagði að vísindamenn hefðu með mælingum reynt að gera sér grein fyrir hraða á hugsanlegu jökul- hlaupi. Gamlar frásagnir af Kötlu- hlaupum bentu til þess að hraðinn væri allt að 20 km á klukkustund. Hann sagði að engar niðurstöður væru komar úr þessum rannsóknum. Mælingar hefðu hins vegar verið gerðar á hraða flóðbylgjunnar í Skeiðarárhlaupinu 1996 og þær bentu til að hraðinn væri talsvert innan við 20 km/klst. Snorri sagði að ákveðið hefði verið að setja sírita í Múlakvísl við Hafursey, sem væri nokkrum kílómetrum ofan við veg- inn. Vonast væri til að þessi mælir gæfi viðvörun, sem nægði til að loka sandinum í tíma áður en hlaupið kæmi niður á veginn. Morgunblaðið/Jónas Vatnamælingamenn mæla með gömlu aðferðinni á brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi. fyrradag. Rannsókn á leiðni í vatn- inu hefði staðfest að um hlaupvatn væri að ræða. Sem kunnugt er hefur orðið vart við aukna jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli. Öruggt má telja að hlaupið hafi komið úr einum þeirra 10 sigkatla sem þar eru. Snorri sagði að talsvert vatnyæri í ám sem falla frá Mýrdalsjökli. Ástæð- an væri óvenjulega mikil hlýindi und- Lítið hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.