Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 38
- 38 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Norræn ráðstefna um hugverka- "réttindi í þágu atvinnulífsins DAGANA 11.-14. ágúst sl. var haldin ráðstefna norrænna umboðsmanna sem vinna með hugverka- réttindi í þágu atvinnu- lífsins á Grand Hótel Reykjavík. Pað var Fé- lag umboðsmanna vörumerkja og einka- ^ leyfa sem stóð fyrir ráðstefnunni í sam- vinnu við norræna um- boðsmenn á sviði hug- verkaréttinda í þágu atvinnulífsins. Samstarfið miðast við að stuðla að góðum og samræmdum stjómsýslureglum á Norðurlöndum á sviði hugverka- réttinda í þágu atvinnulífsins, m.a. með því að vinna með og hafa áhrif á opinber stjómvöld og einkastofn- anir sem vinna á þessu sviði. Helstu dagskrárliðir landanna og fyrirlestrar ^ Á ráðstefnunni fór hvert land með stjóm og ábyrgð á tilteknum dagskrárliðum. Danmörk: Danski fyrirlesarinn Leif Rorbol umboðsmaður ræddi um reglur um endurskoðun á stjórnsýslustigi á útgefnu einka- leyfi, en endurskoðunarreglur þessar eru einkum til komnar til að gefa einkaleyfishafa tækifæri til að breyta/takmarka einkaleyfaréttinn vegna nýrrar tækni, sem til hefur orðið eftir að einkaleyfisbréfið var t gefið út. - Dr. Birgitta Gunzel er lögfræðingur og starfandi nefndar- maður í Áfrýjunarnefnd Einka- leyfastofu Evrópusambandsins sem staðsett er í Múnchen, Þýska- landi. Hún ræddi um hugtakið ný- næmi uppfinningar (á ensku novel- ty) en nýnæmi uppfinningar varðar það sem telst þekkt eða ekki þekkt þegar metið er hvort skilyrðum um nýnæmi uppfinningar er full- nægt. Er t.d. fullnægt skilyrðum um nýnæmi þegar eitt eintak af af- urð uppfinningarinnar hefur verið selt ein- hverjum, eða þegar uppfinningarútbúnað- ur hefur verið sýndur einhverjum sem e.t.v. skortir þekkingu og forsendur til að skOja uppfinninguna, eða þegar starfsmaður tengdur uppfinning- unni ljóstrar upp upp- lýsingum tengdum uppfinningunni, þrátt fyrir að viðkomandi starfsmaður hafi verið bundinn ströngum trún- aðarskyldum skv. fyrirmælum upp- finningamannsins eða uppfinninga- mannanna. Finnland: Finnski umboðsmað- urinn Karin Slotter ræddi m.a. um úrskurði hinna opinberu vöru- merkjaskráningarstofa (á íslandi Einkaleyfastofan) í deilumálum sem tengjast alþjóðlegri skráningu vörumerkis. Með alþjóðlegri skrán- ingu vörumerkis er átt við skrán- ingu vörumerkis hjá alþjóðaskrif- stofunni er starfar á vegum Al- þjóðahugverkastofnunarinnar WIPO, skv. sérstakri bókun sem kennd er við Madrid. - Finninn Torbjörn Lydman umboðsmaður ræddi um samræmingu eða sam- ræmi í stjórnsýslulegri fram- kvæmd vörumerkjalaganna á Norðurlöndum. Virðist nú stefna í innbyrðis breytta stjórnsýslulega framkvæmd vörumerkjalaganna á Norðurlöndum. I Danmörku og Svíþjóð, öfugt við Finnland, ísland og Noreg, er stefnt að því, að vöru- merkjaskráningarstofur í þessum löndum muni framvegis ekki kanna Hugverkaréttindi Vaxandi mikilvægi fyr- ir vöxt, segir Ólafur Ragnarsson, sköpun og verðmætaaukningu í hagkerfinu. skráningarhæfi vörumerkjaum- sókna með tilliti til ruglingshættu við önnur skráð vörumerki í við- komandi landi, eins og hingað til, heldur verði vörumerkjaumsækj- andi sjálfur að kanna eða kosta könnun á ruglingshættu viðkom- andi vörumerkjaumsóknar við þeg- ar skráð vörumerki. Noregur: Olav Torvund, norskur lagaprófessor, ræddi um Netið og notkun þess í lögmætum og ólög- mætum tilgangi. Greindi hann á milli hinna ýmsu hugverka og hætt- unnar á misnotkun í ólögmætum til- gangi á þessum hugverkum á Net- inu. Hættan á misnotkun er mis- mikil eftir því hvort um er að ræða uppfinningaverk sem vemduð eru með einkaleyfi, lögvernduð hönnun- arverk, verk sem njóta höfundar- réttarverndar, auðkenni og tákn sem njóta vörumerkjaverndar eða heiti sem eru firmanöfn og njóta vemdar skv. firmalögum. Mikil réttaróvissa ríkir í heiminum varð- andi notkun og vernd hugverka á Netinu en misnotkun hugverka á Netinu er tiltölulega auðveld í fram- kvæmd og hefur orðið til og farið vaxandi á allra síðustu ámm vegna nýrrar tækni sem gerir misnotkun- ina mögulega. Island: Við val á íslenska dag- skrárliðnum var byggt á þeirri hug- mynd að koma á framfæri og til um- ræðu íslenskum þekkingarfyrir- tækjum, sem standa framarlega á sviði hátækni og sem selja hug- verkaafurðii- sínar á alþjóðlegum markaði og ræða hugverkastefnu þeima. Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagi’einingar hf. (IE), greindi frá starfsemi ÍE og sérstöðu fyrirtækisins frá sjónai'hóli frum- kvöðulsins. IE væri rannsóknarfyr- irtæki á sviði mannerfðafræði. Mai’kmið fyrirtækisins er að finna erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og flýta með þeim hætti leit að nýj- um aðferðum til lækninga. Hann nefndi hvers vegna og hvemig Is- land býður upp á kjöraðstæður vai’ðandi starfsemi sem tengist mannerfðafræði og upplýsingastarf- semi sem lýtur að mannerfðafræði og líftækni og hvers eðlis og hvaða tækifæri til öflunar á nýiri þekk- ingu má búast við að verði til við notkun miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. - Geir A. Gunn- laugsson, forstjóri Marels hf., greindi m.a. frá tilurð Marels hf. Geir greindi frá því að Marel hf. væri þekkingarfyrirtæki og væri nú stærsta iðnfyrirtæki landsins að undanskildum stóriðjufyrirtækjum. Hann greindi einnig frá hugverka- stefnu þess. Marel hf. hefði á árinu 1997 samþykkt ákveðna stefnu að því er varðar hugverkalegar afurðir fyrirtækisins. Marel hf. sækir nú um einkaleyfi og þar með lögvemd á nýjum aðferðum og nýjum afurð- um í þeim tilgangi að lögvernda samkeppnisstöðu sína gagnvart keppinautum, fylgst er með því, hvað keppinautamir gera til að lög- vernda hugverkaréttindi sín og fleira. Svíþjóð: Sænski lögmaðurinn Ragnar Lundgren og Bertil Orten- blad, umboðsmaður með tækni- menntun, greindu frá sænsku ógildingarmáli á einkaleyfi, en út- gefið einkaleyfi varðaði útbúnað á Ólafur Ragnarsson skip til ísbrots. Snerust dómkröfur m.a. um hversu víðtæk einkaleyfa- vernd á viðkomandi ísbrotsútbún- aði var en sænska flutningaskipið Oden var með sérstakan ísbrotsút- búnað. Isbrotsútbúnaður framan á skip hefur verið í þróun frá því um aldamótin 1800. Skýrleiki varðandi innbyrðis hámarks stærðarhlutföll á viðkomandi ísbrotsútbúnaði skv. aðaleinkaleyfiskröfu fyrir viðkom- andi einkaleyfi var umdeilanlegur og tilefni ógildingarmálsins. Ráðstefnugögn aflient í rafrænu formi Þátttakendur lýstu ánægju sinni með framkvæmd ráðstefnunnar, bæði varðandi val og meðferð á því fagefni sem tekið var til meðferðar. Það vakti athygli ráðstefnugesta og þeir voru ánægðir með að öll ráðstefnugögn voru afhent í raf- rænu formi, þ.e. á einum litlum disklingi. Ráðstefnuefni á prentuð- um pappír var eingöngu kynning á fyrirlesurum og samandregið fyrir- lestrarefni sem skyldi vera mest 4 blaðsíður. Um vaxandi mikilvægi hugverkaréttinda Þekking og kunnátta hafa vax- andi þýðingu varðandi samkeppnis- hæfni þjóða, um leið og vægi auð- linda eitt og sér fer minnkandi. Hlutur hugverka í hagsæld og at- vinnulífi þjóða fer vaxandi en hug- verk eru einmitt afrakstur þess er þekking og hugkvæmni fara saman. Áhersla á að tengja sem best hug- verka- og nýsköpunarferli mun aukast og í framtíðinni mun fremur skorta áhugaverðar hugmyndir en fjármagn til arðbærra verkefna. AI- þjóðlegir sáttmálar á þessu sviði hugverkaréttinda eru orðnir margir og samræming á löggjöf ski’áning- arkerfa fyrir þessi hugverkaréttindi í hinum iðnvæddu löndum á sér nú stað meira en áður. ísland er nú að- ili að flestum þessara alþjóðlegu sáttmála og íslenska skráningar- kerfið er keimlíkt norrænu skrán- ingarkerfunum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og formaður Félags umbodsmanna vörumerkja og einkaleyfa. Meira en bara sumarbúðir ÞÓTT hin 100 ára gömlu æskulýðsfélög ^KFUM og KFUK í w Reyk javík séu á síðari árum þekktust fyrir starfsemi sína í sumar- búðum félaganna í Vatnaskógi og Vindás- hlíð er starf KFUM og KFUK meira en bara sumarbúðastarf. Sumarbúðirnar í Vatnaskógi og Vindás- hlíð eru vissulega mik- ilvægur hlekkur í starfi KFUM og KFUK í Reykjavík og að mörgu leyti andlit þeirra í dag, enda eru það um 2.000 gestir sem koma til ' ‘’sumardvalar í Vatnaskóg og Vind- áshlíð árlega. Þar fyrir utan koma um 1.800 fermingarbörn til fræðslu í Vatnaskóg á veturna með prestum sínum og starfsliði safnaðanna. Hinir fjölmörgu sem í gegnum árin hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma í Vatnaskógi eða Vindáshlíð minnast flestir stað- anna með þakklæti, sérstakri lotn- ingu og með einhverjum ævintýra- ljóma. Meirá en bara sumarbúðir En KFUM og KFUK í Reykja- vík eru meira en bara sumarbúðir. Á veturna bjóða félögin upp á þroskandi starf fyrir börn og ung- íinga á mismunandi aldri í um 40 deildum á 15 stöðum. Á vikulegum fundum eða sam- verum deildanna er boðið upp á ^leiki, þrautir og keppni af ýmsum toga. Dýrmætt samfé- lag, skemmtun og kjarngott veganesti út í lífíð með fræðslu um kristna trú auk þess sem þátttakendum er kennt að biðja til Guðs með eigin orðum og orðum annarra í formi ljóða og bæna- versa. Aðrar deildir KFUM og KFUK eru heimsóttar og farið er ævintýraferðir, styttri og lengri, með- al annars í sumarbúð- irnar í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Haldið er meðal annars fótbolta- mót á milli deilda svo eitthvað sé talið upp af því fjölbreytta starfi KFUM og KFUK Á veturna, segir Sigur- björn Þorkelsson, bjóða félögin upp á þroskandi starf fyrir börn og unglinga á mis- munandi aldri í um 40 deildum á 15 stöðum. sem KFUM og KFUK í Reykjavík hafa að bjóða börnum og ungling- um í vetur. Þjálfaðir leiðtogar úr starfi KFUM og KFUK halda utan um starfið og athygli er vakin á því að þátttökugjald er ekki neitt. Launaðir æskulýðsfulltrúar KFUM og KFUK eru þau Helgi Gíslason kennari og Gyða Karls- dóttir heimspekingur. Sjá þau um leiðtogafræðslu, gerð efnis og þjón- ustu við leiðtoga. í æskulýðsnefnd KFUM og KFUK í Reykjavík sitja þau Halla Jónsdóttir, settur fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, Magnea Sverris- dóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgríms- kirkju, Tómas Torfason auglýs- inga- og markaðsráðgjafi og Sig- valdi Björgvinsson verslunarmað- ur. Miðbæjarstarf Að næturlagi um helgar standa KFUM og KFUK fyrir vakt í mið- bæ Reykjavíkur og reyna að lið- sinna þeim sem um miðborgina ráfa. Miðstöð félaganna er í Loft- stofunni í Austurstræti 20, í sama húsi og McDonalds. Á Loftstofunni er fólk á vegum KFUM og KFUK sem tilbúið er að spjalla við þá sem þangað leita, veita fræðslu eða ráðgjöf, gefa heitt kakó og kex og veita um- hyggju, hlýju og dýrmætan tíma til spjalls og ekki síst til að hlusta, hugleiða Guðs orð og biðja. KFUM og KFUK eru með sér- stakan miðbæjarprest í þjónustu sinni, sr. Jónu Hrönn Bolladóttur, sem heldur utan um starfið í mið- bænum og sér um þjálfun leið- toga. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son er fulltrúi Reykjavíkurpró- fastsdæma í miðbæjarnefnd KFUM og KFUK en aðrir í nefndinni eru Guðmundur Ingi Leifsson skólastjóri, Anna G. Hugadóttir uppeldisfræðingur, Sverrir Jónsson bankamaður og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Leikskóli Fullyrt er að helstu mótunarár mannsins séu fyrstu þrjú til fimm æviárin. Á næsta ári verða 25 ár frá því KFUM og KFUK hófu rekstur leikskóla í félagsheimili sínu í Langagerði 1. Um 60 börn komast að í leikskólanum hverju sinni og eru nú milli 50 og 60 börn á biðlista eftir að komast í skólann, sem sennilega hefur aldrei verið vin- sælli en einmitt nú. I leikskólanum eru börnin frædd um kristna trú eins og í öllu öðru starfi KFUM og KFUK og þeim kennt að lifa eðlilegu daglegu lífi með frelsara sínum Jesú Kristi. Þeim eru kenndar bænir og kennt að biðja fyrir öðru fólki og málefn- um sem það snerta. Skólastjóri leikskóla KFUM og KFUK er María Sighvatsdóttir leikskólakennari og formaður leik- skólastjórnar er Kristín Pálsdóttir leikskólakennari. Aðrir í leikskóla- nefnd KFUM og KFUK eru Arn- mundur Kr. Jónasson fram- kvæmdastjóri, Guðný Jónsdóttir myndlistarkennari og María Aðal- steinsdóttir kennari. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Á sunnudögum koma allar starfsgreinar KFUM og KFUK saman í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg með alla fjöl- skylduna til þess að njóta samfé- lags og uppbyggjast saman bæði félagslega og trúarlega. Samkomurnar eru sameiginleg- Sigurbjörn Þorkelsson ur vettvangur stjórna, nefnda, launaðra starfsmanna, sjálfboða- liða, fyrirbiðjenda og allra áhuga- samra um starf KFUM og KFUK. Því er öllum velkomið að vera með og koma ófeimnir á Holtaveginn kl. 17:00 á sunnudögum. Vetrarstarfið kynnt Sunnudaginn 26. september verður vetrarstarf KFUM og KFUK, sem nú þegar er hafið, kynnt. Fjölskyldum þeirra barna sem dvöldu í Vatnaskógi og Vindáshlíð í sumar er sérstaklega boðið á sam- komuna til að kynna sér vetrar- starf félaganna, en allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Meðal efnis á samkomunni verð- ur að Helga Vilborg Sigurjónsdótt- ir, forstöðukona í Vindáshlíð, flytur vitnisburð. Kangakvartettinn syngur og rifjuð verða upp skemmtiatriði af kvöldvökum sum- arsins í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Stutta hugvekju flytur sr. Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM í Reykjavík. Á samkomunni verða meðal ann- arra foringjar sumarbúðanna frá því í sumar og leiðtogar í æsku- lýðsstarfi félaganna í vetur. Hver veit nema hin 100 ára gömlu en sífersku æskulýðsfélög KFUM og KFUK hafi upp á eitt- hvað að bjóða sem þú hefðir ánægju af að taka þátt í. Kynntu þér málið og vertu með í að móta æsku Islands og hafa kristileg áhrif í landinu sem orðið hafa þjóðinni til heilla í 1000 ár. KFUM og KFUK er kjörinn starfsvettvangur, upplögð leið til mikilla tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUU og KFUK í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.