Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Helgiganga frá Garðakirkju að Hafnarfjarð- arkirkju ÞEGAR rétt ár er liðið frá blessun Hásala Strandbergs, safnaðar- heimilis Hafnarfjarðarkirkju, sem þar með var að fullu tekið í notkun, verður efnt til helgigöngu frá Garðakirkju að Hafnarfjarðar- kirkju sunnudaginn 26. september. Komið verður við í Fríkirkjunni. Eftir stutta helgistund í Garða- kirkju, sem hefst kl. 16 og sr. Hans Markús Hafsteinsson mun annast, verður lagt af stað í gönguna og fylgt göngukrossi og ljóskerum. I Fríkirkjunni mun fara fram helgi- stund, sem sr. Einar Eyjólfsson annast. Þegar komið verður í Hafnarfjarðarkirkju fer þar einnig fram helgistund í umsjá presta hennar. Þaðan verður svo gengið inn í Hásali Strandbergs þar sem göngufólki verður boðið upp á létt- an kvöldverð. Fylgt verður svo sem hægt er hinni fornu kirkjuleið sem lá að Görðum og staldrað við tiltekin kennileiti á söguslóð og um þau fjallað af staðkunnugum. Sóknar- börn úr Garða- og Bessastaðasókn- um munu sameinast sóknar- og safnaðarfólki úr Hafnarfjarðar- kirkju og Fríkirkjunni á þessari gönguleið. Rúta leggur af stað frá Hafnarfjarðarkirkju að Görðum kl. 16.40. Hún mun síðan fylgja göngumönnum á leið þeirra til baka. Gönguferðir milli helgra staða þar sem staldrað var við og lesið úr Guðs orði og farið með sálmavers eða bænir tíðkuðust forðum. Og við hæfi er nú þegar rifjuð er upp saga kristni á liðinni tíð að efna til helgi- göngu eftir kirkjuveginum foma milli Garðakirkju og Hafnarfjarð- arkirkju. Anægjulegt væri að sem flestir tækju þátt í þessari helgi- göngu. Prestar viðkomandi sókna og safnaða. Fræðslukvöld Dómkirkj unnar í KVÖLD kl. 20.30 verður upp- byggingarstund í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mun fjalla um vöxt í trú. Sér til fulltingis í umfjöllun sinni hefur hún Kínverjann Watch- mann Nee (1903-1972) sem var mikill kristniboði í Kína um miðja öldina. Hann sat í fangelsi vegna trúar sinnar frá 1952-1972. Watch- mann setti fram á skýran hátt hvernig best væri að ganga veg trúarinnar og þá um leið að vaxa í trúnni. Allir eru velkomnir í safnaðar- heimilið í Lækjargötu 14a. Ekki síst þeir sem hafa sótt æðruleysis- messur Dómkirkjunnar. Góðir gestir á samkomum Hjálpræðis- hersins AÐALRITARAR Hjálpræðishers- ins fyrir Noreg, Færeyjar og ís- land heimsækja Island dagana 23.- 27. september. Þau hjónin eru sænsk og heita Edith og Kehs Da- vid Löfgren. Fyrsta samkoma þeirra verður í Herkastalanum í Reykjavík á fimmtudag kl. 20.30, svo verða þau á Akureyri á föstudag kl. 20. Á sunnudag verða þau svo í Reykja- vík kl. 11, kl. 17 (fyrir meðlimi Hjálpræðishersins) og kl. 20. Þau hjónin munu tala á öllum samkom- unum og einnig ber að nefna að Edith er mikiil söngkona og mun hún syngja á samkomunum. Neskirkja - ferming vorið 2000 Skráning í fermingarfræðslu fer fram í kirkjunni í dag, föstudag, kl. 12-14. Prestarnir. Freddie Filmore í KEFAS FREDDIE Filmore verður gesta- prédikari í KEFAS, Dalvegi, laug- ardaginn 25. september. Freddie Filmore er forstöðumaður og stofnandi Freedom Ministries sem er líflegur og óháður söfnuður í Apopka í Flórídafylki Bandaríkj- anna. Hann ber mikinn kærleika til íslands og er nú að koma hingað í þriðja sinn. Með honum í för er Carroll Filmore, eiginkona hans. Hann er mörgum kunnur af sjón- varpsþáttunum Frelsiskallinu (A Call to Freedom) sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni Omega. Þetta er einlægur guðsmaður sem þráir að sjá fagnaðarerindið boðað um allan heim. Samkoman hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12. Orgelleikur, sálma- söngur. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarpresta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgistundina. Opið hús - hádegistónleikar kl. 12- 12.30. Douglas A. Brotchie org- anisti Háteigskirkju. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir börn. Neskirkja. Síðdegistónleikar kl. 18. Kjartan Sigurjónsson organisti Digraneskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. KFUM og KFUK. Lofgjörðar-, lista- og bænakvöld í umsjá Guð- laugs Gunnarssonar kristniboða hefst í aðalstöðvum KFUM og KFUK í kvöld kl. átta. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfia. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Ræðumaður Erl- ing Magnússon. Allir hjartanlega velkomnir. Alfa-námskeið í Hafnarfjarðar- kirkju. í fréttatilkynningu um Alfa-námskeið Hafnarfjarðar- kirkju misritaðist klukkan hvað námskeiðin hæfust. Hið rétta er að þau fara fram á fimmtudagskvöld- um kl. 19 en ekki klukkan 10. Sjöunda dags aðventistar á Is- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavik: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Einar V. Ara- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Erie Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfírði: Guðsþjónusta kl. 11. Bibl- íufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Umsjón: Barnastarfið í kirkjunni. BRIÐS Umsjún Arnúr G. Itag nursson Vetrarstarf Bridsfélags Reykjavíkur á skrið Nú er vetrardagskrá Bridsfélags Reykjavíkur byrjuð og er helsta breytingin sú að aðalspilakvöld fé- lagsins er á þriðjudögum í stað mið- vikudaga undanfarin ár. Á miðviku- dögum og föstudögum verða spilað- ir einskvölds tvímenningar með for- gefnum spilum. Mitchell og Monrad Barómeter til skiptis. Fyrsta keppni félagsins á þriðjudögum var 3ja kvölda haust-Monrad Barómet- er. 34 pör tóku þátt og staðan eftir 2 kvöld af 3 er: Sverrir G. Kristinss. - Björgvin M. Kristinss.+132 Isak ðm Sigurðsson - Frímann Stefánsson+125 Gunnl. Kristjánss. - Hróðmar Sigurbjömss.+125 Esther Jakobsdóttir - Gylfi Baldursson +118 Hjálmar S. Pálss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. +91 Páll Bergsson - Bjöm Theodórsson +55 Hæstu skor fyrsta kvöldið náðu: Esther Jakobsdóttir - Gylfi Baldursson +155 Hjálmar S. Páiss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. +69 Sverrir G. Kristinss. - Björgvin M. Kristinss.+67 Hæsta skor annað kvöldið: Stefanía Skarphéðinsd. - Gunnlaug Einarsd.+1(M Gunnl. Kristjánss. - Hróðmar Sigurbjömss.+84 Isak ðm Sigurðsson - Frímann Stefánsson +73 Síðasta spilakvöldið í hausttví- menningnum verður þriðjudaginn 28. September og þriðjudaginn þar á eftir byrjar aðaltvímenningur fé- lagsins. Tekið er við skráningu í síma 587-9360. Fyrsta miðvikudagskvöldið var frekar dræm mæting en spilaður var Barómeter með 5 spilum á milli para. Efstu pör voru: Hermann Friðrikss. - Hlynur Angantýss. +14 Ormarr Snæbjörnsson - Bjöm Árnason +7 Soffia Daníelsdóttir - Óli Bjöm Gunnarsson +5 Á miðvikudögum gefst pörum kostur á að taka þátt í verðlauna- potti eins og hefur tíðkast á þriðju- dagskvöldum undanfarin spilaár. Föstudaginn 17. september var spilaður Monrad Barómeter með þátttöku 20 para. Efstu pör voru: Guðmundur Grétarsson - Porsteinn Berg +48 Gylfi Baldurss. - Siprður B. Þorsteinss. +39 Daníel Már Sigurðsson - Árni Hannesson +36 Hjálmar S. Pálsson - Steinberg Ríkarðsson +35 Jökull Kristjánsson - Jón Ámason +24 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni með útsláttarfyrirkomulagi. 5 sveitir tóku þátt og til úrslita spiluðu sveit- ir Eggerts Bergssonar og Baldurs Bjartmarssonar. Sveit Baldurs sigr- aði með 9 impum gegn 6. Með Baldri spiluðu Friðrik Jónsson, Guðmundur Grétarsson og Þor- steinn Berg. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt á miðvikudags- og föstu- dagskvöldum hjá BR í vetur og eru spilarar hvattir til að láta alla spil- ara með einhverja reynslu á þessum aldri vita af þessu kostaboði BR. Spilamennska byrjar kl. 19:30 á þriðjudögum og miðvikudögum en kl. 19.00 á föstudögum. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 14. sept. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason 282 Albert Þorsteinss. - Björn Ámason 249 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 221 Lokastaða efstu para í A/V: Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 261 Jón Stefánss. - Sæmundur Björnsson 258 Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórss. 245 Föstudaginn 17. sept. spiluðu 23 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Sigurleifur Guðjónss. - Ólafur Lámss. 266 Ásthildur Sigurgíslad. - Láms Arnórss. 245 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörandss. 240 Lokastaðan í A/V: Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 289 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 287 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 250 Meðalskor var 216 báða dagana. Bridsfélag Hreyfils Tuttugu og þrjú pör taka þátt í hausttvímenningnum og er staða efstu para þessi: Ragnar Bjömsson - Daníel Halldórss. 259 Valdimar Elíasson - Sigurður Karlsson 258 Friðbjöm Guðmundss. - Bjöm Stefánsson 250 Ami Halldórsson - Þorsteinn Sigurðss. 246 Sigurður Ólafsson - Flosi Ólafsson 238 Guðm. Friðbjörnss. - Kristinn Ingvason 235 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 51 r^orrrri til útlanda 1 -auövelt dö mund 1 tiL útlanda -duövelt dð mund SÍMINN SÍMINN www.simi.is www.simi.is Nýr sjúkrabiálfari Morgit Klein hefur hafið störf í Sjúkraþjólfun Reykjavíkur, Seljavegi 2, Héðinshúsið. Sérsvið hennar er sjúkraþjólfun barna, einkum spastískra barna. Vinnutími fró kl. 11-17 mánud. til föstud. Tímapantanir í síma 562 1916. Lagerlausnir CONSTRUCTOR GROUP GLOBAL STORAGE SOLUTIONS Bjóðum allar tegundir lagerlausna. Lagerlausn frá Ofnasmiðjunni er góð fjárfesting til framtíðar. Háteigsvegi 7 105 Reykjavík Sími 51 I 1100 GARAGA Einangraðar stál- og álbílskúrshurðir með frábærri endingu HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.