Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 36
, 36 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Til saman burðar Um hneigð sem forðum var torfubundin en lýtur nú hnattvœddum lögmálum. AF einhverjum sökum hefur náttúran gert manninn þannig úr garði að honum er eðlislægt að gera samanburð. Vísast hefur frummaðurinn tekið að bera helli sinn saman við gjótu nágranna- fjölskyldunnar um leið og hann náði því þróunarstigi að fá skihð séreignarstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Og enn bera menn saman kjör sín og hlutskipti í líf- inu; hvers vegna á Þrúðsteinn á 13 bæði gæfuleg börn og glæsi- bifreið á sama tíma og bömin mín em jafnvel leiðinlegri en ég sjálfur og bfllinn minn er vél- vædd hryggðarmynd launanna, sem mér hafa verið skömmtuð í lífinu? Samanburður er fyrirbrigði, sem erfítt er að höndla. Hann getur bæði VIDHORF Eftir Ásgeir andi“, upp- Sverrisson lýsandi Og hvetjandi. Og síðan hefur umfang samanburð- arins breyst; hann var forðum torfubundin mannleg hneigð en á upplýsingaöld geta heilu þjóð- irnar borið saman kjör sín, lífs- hætti, stjórnarfar og hvaðeina, sem fallið er til að draga upp mynd af samfélaginu. Fátt er það, sem bregður jafn skýru Ijósi á hentistefnu margra íslenskra stjórnmálamanna og samanburðurinn. Fólkið, sem al- menningi tekst aftur og ítrekað að kjósa yfír sig, bregst yfirleitt illa við ef tekið er að bera t.a.m. ábyrgð og siðferði í íslenskum stjórnmálum saman við þær venjur, sem tíðkast í nágranna- ríkjunum. Það sama á við ef verð á nauðsynjavörum, forsjár- hyggja, skattar og önnur and- styggileg birtingarform ríkis- valdsins á Islandi eru borin sam- an við þau, sem útlendir menn verða að þola. Þegar hömlumar og höftin, sem íslenskir stjórn- málamenn hafa þröngvað upp á lýðinn í landinu, eru rædd með tilliti til hlutskiptis annarra þjóða heldur forystusveitin því oftar en ekki fram að slíkur sam- anburður sé í senn villandi, sið- laus og til þess eins fallinn að kynda undir óróa í samfélaginu. Þegai’ niðun-ifsmenn leyfa sér síðan að bera laun og lífskjör á Islandi almennt saman við þau, sem þjóðir t.a.m. annars staðar í Norður-Evrópu njóta, eru for- sendurnar með öllu ótækar og aðferðafræðin meingölluð. Hins vegar fagnar stjórn- málastéttin jafnan slíkum sam- anburði þegar hann leiðir í ljós óvenju lágt verðbólgustig, lítið atvinnuleysi eða samkeppnis- hæfni atvinnulífsins á alþjóðleg- an mælikvarða. Slysist einhver útlendingslufsa til að láta út úr sér að hagstjórn á íslandi standist fyllilega samanburð við það sem best þekkist í heimin- um eru þau ummæli meðhöndl- uð eins og þjóðin hafi verið út- valin til að fá höndlað trúarleg sannindi. Svonefndir „landsbyggðar- þingmenn" eru dugmestu sam- anburðarfræðingar stjórnmála- stéttarinnar. Þeir klifa á því að lífskjörin í dreifbýlinu séu ömur- leg borið saman við þau, sem höfuðborgarbúa njóta. Lands- byggðarfólk búi við þvílíkan skort á menningu að reisa þurfi sérstök hús til að leiða það út úr myrkviði andleysis og sálardoða. Allt er í Reykjavík vegna þess að samanburður leiðir í ljós að ekkert er í dreifbýlinu. Þessi samanburðarfræði hafa nú náð því stigi að fulltrúar landsbyggðarinnar eru teknir að krefjast þess í fullri alvöru að fólk í dreifbýlinu borgi lægri skatta til að vega upp á móti „aðstöðumuninum". Þar hefur farið fremstur í flokki Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra og leið undrunarbylgja um þjóð- félagið þegar í ljós kom að valdsmanninum var alvara. Töldu menn enda að Guðni Agústsson væri að gi'ínast líkt og hann hefði gert allan sinn stjórnmálaferil. Ef samanburður sem þessi er gildur og úiTæði þau, sem Guðni Agústsson og aðrir „vin- ir“ dreifbýlisins boða, réttmæt er hættan sú að íbúar í þéttbýli, meirihluti þjóðarinnar, taki að krefjast þess að hugað verði að „aðstöðumuni“ þeim, sem ein- kennir kjör þeirra og þegna annarra ríkja Vestur-Evi'ópu. Kann þá að hljóma hæst sú krafa að verð á nauðsynjavörum verði fært í það horf, sem þekk- ist meðal þokkalega siðaðra þjóða. Nauðsynjavörur eru hvergi dýrari í Evrópu og þá staðreynd má rekja til skatt- heimtu og þeirrar haftastefnu, sem íslenskir stjórnmálamenn, hafa, þrátt fyrir allt frelsisgarg- ið, fylgt til að vernda landbúnað hér á landi fyrir samkeppni. Einhverjii' munu vafalaust benda á fákeppni og einokunar- aðstöðu lykilfyrirtækja í þjóðfé- laginu, sem sömuleiðis hafa not- ið verndar íslenskra stjórnmála- flokka. Aðrir munu leggja áherslu á vinnuvikuna, sem er hin lengsta í Evrópu enda hafa íslendingar nú uppgötvað að „frítíminn" svonefndi gerir þeim kleift að auka internet- og sjón- varpsnotkun sína til mikilla muna. Aður en þessi afþreying var í boði var vinnan sjálfsögð og viðtekin flóttaleið frá því að þurfa að eiga óhófleg samskipti við sína nánustu í innilokun við- varandi fimbulvetra. Vera kann einnig að einhverj- ir óþjóðhollir menn taki að bera stjórnmálalífið á íslandi saman við það, sem þekkist erlendis og krefjast þess að viðtekin viðmið um siðferði og ábyrgð verði inn- leidd í lýðveldinu. Aðrir munu kannski kvarta undan skattpín- ingu og því virðingarleysi, sem einkenni meðferð opinberra fjármuna. Enn aðrir kunna að setja fram þá skoðun að alræði stjórnmálaflokka þurfi að víkja fyrir leikreglum verðleikasamfé- lagsins. Samanburðurinn breytist í takt við tímana. Hnattvæðingin gerir að verkum að komandi kynslóðir munu snúa baki við hugsun öfundsjúka hellisbúans og líta á heiminn allan sem leik- svið sitt. Það fólk mun bera sam- an siði, lífshætti og lífskjör á Is- landi og í öðrum ríkjum. Stand- ist samfélagið ekki þá skoðun verður það einfaldlega ekki sam- keppnishæft og hæfasta fólkið velur að setjast að erlendis. Og hverjir eiga þá að niður- greiða sþattana fyrir kjósendur Guðna Agústssonar? Kom, sá og sigraði Þorvaldur Þorsteinsson afliendir gesti rós á opnun verks síns, Pour l/artiste inconmi, í ARC, Borgarlistasafninu í Tokyo-höllinni í París. MYNPLIST Sjónþing, yfirl i tssvn i ng l>ui*valdar Þorsteinssonar Menningarmiðstöðin Gerðubergi Til 17. október. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-21, föstudaga frá kl. 9-19 og um helgar frá kl. 12-16. ÞORVALDUR Þorsteinsson er einhver fjölhæfasti listamaður okk- ar. A örskömmum tíma hefur hann skapað sér nafn innan myndlistai'- innar og leikbókmenntanna með óvenjulegum efnistökum. Hinn fjórða þessa mánaðar var haldið Sjónþing í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, hvar reynt var að nálg- ast myndlistarmanninn Þorvald, þótt ekki væri tími til að fara ofan í saumana á öðrum þáttum listsköp- unar hans. Stjórnandi umræðunnar var Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður, en spyrlar voru Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri, og Jón Proppé, listheimspekingur og gagnrýnandi. Umsjón með sjón- þinginu hafði, eins og venjulega, Hannes Sigurðsson, nýráðinn safn- stjóri Listasafnsins á Akureyri. Líkt og hæfði sjónvarpsmanni var í stað pallborðsins komið mikið og þægilegt sófasett, þar sem Sig- mundur Ernh' og spyrlamir breiddu úr sér. I salnum stóð svo Þorvaldur sjálfur og stjómaði lit- skyggnuvélinni um leið og hann rakti lipurlega feril sinn og skoðan- ir. Svo vel tókst listamanninum að rifja upp liðin atvik úr lífi sínu sem listamanns að lítið mæddi á spyrl- um. Stjórnandinn hélt hins vegar vel á spöðunum svo að lítill tími fór í hangs og útúrdúra. Það var með öðrum orðum óramargt sem gerði þessa kynningu að einu best heppn- aða sjónþingi sem haldið hefur verið í Gerðubergi. Ekki var verra að húsfyllir var og mikið hlegið, sem bendir til að menn hafi skemmt sér hið besta. Segja má að Þorvaldur hafi kom- ið, séð og sigrað með rífandi skemmtilegri framkomu sinni og heillandi látleysi, þar sem saman fór greinargóð lýsing á verkum hans og skýr skilgreining á markmiðum. Þar sannaðist að Þorvaldur er af- bragðsgóður kennari sem á gott með að laða fram viðbrögð áheyr- enda. Hversu óvenjuleg sem list hans kann að þykja, borin saman við það sem menn eiga að venjast dagsdaglega, virtist hann ná næsta auðveldlega til gesta þingsins. Voru þó ábyggilega margir að kynnast í fyrsta sinn sjónarmiðum í listum sem eru töluvert nýstárleg og ólík öllu því sem þeir hafa hingað til talið heyra til vettvangi myndlistar. Það herbragð hentaði Þorvaldi vel að setja sig í spor þess sem efast um að allt megi kalla list. Stundum lét hann í veðri vaka að venjuleg skilgreining þess heitis næði trauðla yfir þá tegund gjömings sem hann tileinkaði sér. Það breytti því þó ekki að eitthvað yrði að kalla fyrir- bærið. Sem dæmi má nefna þau fjölmörgu verk Þorvaldar þar sem hann kemur einhverri fram- kvæmdakeðju í gang en heldur um leið sjálfum sér til hlés. Gott dæmi um slíkt verk er Draumaskrifstofan, framlag hans til Nordica-sýningarinnar í Helsinki 1997. I staðinn fyrir að koma sjálf- um sér á framfæri með áberandi listaverki opnaði hann hugmynda- banka með aðstoð fjáröflunar- og einkaleyfíssérfræðinga. Þangað mátti almenningur leita með hug- myndir sínar og freista þess að hrinda þeim í framkvæmd með hjálp góðra manna. Það skipti eng- um togum að skrifstofu þessari bár- ust endalausar tillögur af alls kyns tagi meðan á sýningunni stóð og komust færri að en vildu. Annað dæmi frá Helsinki er þeg- ar Þorvaldur reyndi að bjóða þrem- ur utangarðsmönnum að ganga að hlýju listasafnsins þar sem hann var kominn til að taka þátt í sýningu um samþættingu listarinnar og lífsins fyrir utan veggi safnsins. Hann fór þess á leit við stjórn safnsins að ut- angarðsmennirnir fengju fram- kvæmdaféð sem honum var ætlað svo að sem best færi um þá meðan á sýningunni stæði. Því miður hafnaði safnið tillögunni og Þorvaldur varð að láta sér nægja mynd af félögun- um þrem yfir inngangi sýningarinn- ar, þar sem þrír kátir vesalingar buðu gesti velkomna. Það er þessi háski í verkum Þor- valdar sem gerir þau svo ómót- stæðilega mannleg og hann sjálfan svo gagnheilan sem myndrænan hugsuð. I viðleitni sinni til að af- hjúpa hina rómantísku goðsögn um séníið og gjalda samferðamönnum sínum það sem samferðamönnunum ber hegðar hann ser eins og lista- maðurinn óþekkti. I nóvember 1997 gerði Þorvaldur einmitt minningu „óþekkta listamannsins" að kjarna blómaverslunar sinnar í ARC, gamla Nútímalistasafninu í París, þar sem hann var einn af þátttak- endunum í samsýningunni „Hvít nótt“. Fyrir tuttugu franka gátu sýningargestir keypt blóm til minn- ingar um óþekkta listamanninn, en af þeim hefur verið krökkt í París- arborg síðustu aldirnar. Með höfuðin full af hugleiðingum um nýja landvmninga svo göfugrar myndlistar í annars hörðum heimi fór varla kjaftur ósnortinn af þessu Sjónþingi Þorvaldar Þorsteinsson- ar. Hina mörgu og fögru sigra hans má svo sjá í húsakynnum Gerðu- bergs til sautjánda október. Halldór Björn Runólfsson Vísnatón- leikar í Nor- ræna húsinu TÓNLEIKAR verða haldnir í fund- arsal Norræna hússins laugardag- inn 25. september kl. 16 þar sem fram koma vísnasöngvarinn og textahöfundurinn Geirr Lystrup og Hege Rimestad fiðluleikari. Dag- skráin er unnin í samvinnu við norska sendiráðið. Aðgangur er 1.000 kr. I fréttatilkynningu segir: „Geirr Lystrup hefur starfað sem trú- badúr í aldarfjórðung. Hann er eft- irsóttur textahöfundur og þekktur fyrir persónulega og hlýja texta með brodd gagnvart samfélaginu. A síðustu árum hefur hann einnig gert margar einherjaplötur og leik- verk fyrir börn. Honum hafa einnig hlotnast ýmsar viðurkenningar, til dæmis Prpysen-verðlaunin, þrenn Spellemans-verðlaun og þriggja ára starfsstyrkur frá hinu opinbera. Tónleikum Geirrs Lystrup og Hege Rimestad er ætlað að sýna breiddina í skáldskap Lystrups. Aðaláherslan verður lögð á vísur af þrem síðustu geisladiskum hans sem gefnir voru út í samvinnu við hans föstu hljómsveit, „Godtfolk". Hege Rimestad er eftirsóttasti spunafiðluleikari Noregs en auk þess semur hún leikhústónlist. Nýjasti einherjageisladiskur henn- ar heitir „Hvite pil“. Hún er líka fastráðin í sveitinni „Godtfolk". Auk þess að vera undirleikari Lystrups á tónleikunum ætlar hún að flytja atriði ein síns liðs. Rimestad hefur áður leikið í norsku hljómsveitunum Veslefrikk, Tits & Hits og í eigin hljómsveitum Kaniner tii salgs og Rimestad Rock/n Polka Band. Hún er eftir- sóttur tónhöfundur fyrir leikhús og hefur undanfarin ár leikið með söngkonunni Mari Boine. Hege Ri- mestad sameinar þætti úr norskri þjóðlagatónlist þáttum úr þjóð- lagatónlist annarra landa, ekki bara frá Evrópulöndum heldur líka frá Asíu og þó einkum Indlandi." Fiðla og píanó í Stykkis- hólmskirkju HALDNIR verða tónleikar í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 26. september kl. 20.30. Flytjendur eru Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanóleikari. Leikin verður sónata eftir Janacek, fjögur rómantísk lög eftir Dvorák, Fantasía eftir Schönberg og loks sónata op. 96 fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven. Þau Sigurbjörn og Anna Guðný fluttu þessa dagskrá í Salnum í Kópavogi í júní sl. við góðar undir- tektir áheyrenda og gagnrýnenda, segii' í fréttatilkynningu. Aðgangseyi-ir er 1.000 kr. Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri. Kynning á Kalevala NÁMSKEIÐ hjá Endurmenntun- ar- stofnun sem heitir „Kalevala: Upphaf finnskrar þjóðernisvitund- ar og bókmennta" hefst mánudag- inn 27. september. I námskeiðinu mun Aðalsteinn Davíðsson, eand.mag. í íslenskum fræðum, kynna goðsagna- og hetju- kvæðaflokkinn Kalevala, finnska samsvörun við íslenskar fornbók- menntir, Hómerskviður og gi-ískar goðsögur. Þess má geta að sýningin „Lengi lifi Kalevala" frá Gallen-Kallela- safninu í Helsinki verður opnuð í Norræna húsinu í nóvember og auk þess verður dagskrá um Kalevala í húsinu. Námskeiðið nær yfir þrjú kvöld; 27. september, 4. og 11. október. Það er opið öllum sem hafa áhuga á sagnfræði, bókmenntum og menn- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.