Morgunblaðið - 24.09.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 24.09.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 47 Margeir gegn Morozevich í dag skak Reykjavík Evrópukeppni taflfélaga 24.-26.9. 1999 SKÁKÁHUGAMENN eru hvattir til að fjölmenna á Evrópukeppni taflfélaga sem hefst í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1, í dag klukkan 16. Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa sameiginlega að skipulagningu keppninnar. Mjög góðar aðstæður verða fyrir áhorf- endur og sjaldan hefur gefist tæki- færi til að fylgjast með jafn athygl- isverðu skákmóti og hér er á ferð- inni. Tefldar verða þrjár umferðir: 1. umf. föstud. 24.9. kl. 16. 2. umf. laugard. 25.9. kl. 15. 3. umf. sunnud. 26.9. kl. 13. Þessar þrjár umferðir duga til að úrskurða sigurvegara riðilsins, þar sem þær sveitir sem hafa sigrað í sínum viðureignum tefla áfram um efsta sætið í næstu umferð á eftir. Um leið og sveit tapar viðureign hefur hún misst af efsta sætinu. Sigursveitin kemst síðan áfram í úr- slitakeppni Evrópumótsins. í fyrstu umferð mætast: Síbería - Taflfélag Reykjavíkur Hellir - Skákfélag Akureyrar Crumlin - Invicta Knights Cardiff Chess Club - SK34 Nykpbing Þetta er í fyrsta skipti sem þrjú íslensk félög fá tækifæri til að tefla í Evrópukeppninni og reyndar var það í fyrsta skipti í fyrra að tvö lið frá Islandi voru með, TR og Hellir. í fyi’stu umferð mun athygli ís- lenskra skákáhugamanna að sjálf- sögðu beinast að viðureign TR og Síberíu. Lið Síberíu er afar sterkt og á fyrsta borði teflir Alexander Morozevich (2.758), fjórði stiga- hæsti skákmaður heims. Það kemur í hlut Margeirs Péturssonai- að etja kappi við Morozévich. Samkvæmt stigum er rússneska sveitin mun stigahærri en sveit TR, en það er næsta víst, eins og Bjarni Felixson mundi segja, að TR-sveitin mun ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Hin íslensku félögin í keppninni, Skákfélag Akureyrar og Taflfélagið Hellir, mætast í fyrstu umferð. Sveit Hellis með Hannes Hlífar Stefánsson í broddi fylkingar er stigahærri. Það má þó ekki gleyma því að Jóhann Hjartarson gekk ný- lega til liðs við Skákfélag Akureyr- ar og verður mikill styrkur fyrir liðið. Mánaðarmót TR Þremur umferðum er nú iokið á Mánaðarmóti TR í september. Teflt er í tveimur riðlum. I A-riðli er staðan þessi: 1.-2. Sigurður D. Sigfússon 2 v. 1.-2. Stefán Kristjánsson 2 v. 3. Jón Á. Halldórsson V/2 v. + fr. 4. Arnar Gunnarsson 1 v. + fr. 5. Páll Agnar Þórarínsson 1 v. 6. Júlís Friðjónsson V2 v. í B-flokki er staðan þessi: 1. Halldór Pálsson 3 v. 2. -3. Torfi Leósson 2'Æ v. 2.-3. Ríkharður Sveinsson 2'k 4.-8. Bjarni Magnússon, Guðmundur Kjartansson, Hilmar Þorsteinsson, Hall- dór Garðarsson og Andrés Kolbeinsson 2 v. o.s.frv. Umræðuhornið Skákmenn sem hafa aðgang að Netinu ættu að kíkja á Umræðu- homið, þar sem menn skiptast nú á skoðunum um þátttöku erlendra skákmanna í Ðeildakeppninni. Ein- faldast er að komast á Umræðu- homið í gegnum heimasíðu Taflfé- lagsins Hellis: www.simnet.is/hellir. Allir geta lagt orð í belg á Umræðu- hominu og era sem flestir hvattir til að taka þátt í þessari umræðu. Villtur kóngsindverji Góð þátttaka var í fyrsta þema- móti Hellis þar sem skoski leikurinn var tefldur í öllum skákum mótsins. Að mótinu loknu fór fram atkvæða- greiðsla um það hvaða byrjun skyldi tefld á næsta móti. Eftir tvísýna kosningu varð niðurstaðan sú að tefla skyldi eitt af villtari afbrigðum kóngsindverskrar varnar, þar sem byrjunarleikimir eru: 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 Rh5 8. Dd2 Dh4 9. g3 Rg3 10. DS Rfl 11. Dh4 Re3. Það er ekkert minna en drottn- A ingarfórn á ferðinni í þessu afbrigði og greinilegt er að þeir þemamenn ætla ekki að láta sér leiðast á næsta móti. Þemamótið verður haldið mánu- daginn 8. nóvember og hefst klukk- an 20. Þrátt fyrir að enn sé langt í mótið vora famar að berast fyrir- spumir um afbrigðið sem teflt yrði, enda gerir góður undibúningur svona mót skemmtilegra fyrir þátt- takendur. Skákmót á næstunni 25.9. Grand-Rokk. Hraðskák kl. 14. 3.10. Haustmót TR. 8.10. SÍ. Deildakeppnin. Tilkynningar um skákmót þurfa að berast umsjónarmanni skákþátt- arins (dadi@vks.is) a.m.k. viku áður en þau eru haldin. Daði Örn Jónsson A U G HBs i i i M G A ATVINNU- AUGLÝSINGAR Blaðbera vantar í miðbæ Reykjavíkur. ^ Upplýsingar í síma 596 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintðk á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Trésmiðir athugið! Vegna stóraukinna verkefna og markaöshlutdeildar vantar okkur nú þegar góöan smiö í verksmiðju vora. Um er að ræða framleiðslu á gíuggum, hurðum og sólstofum úr PVC-efni. ATHUGIÐ - hér er um að ræða metnað- arfullan, þrifalegan og reyklausan vinnu- stað sem á framtíðina fyrir sér. Upplýsingar veitir Magnús Víkingur í síma 554 4300 eða 893 6599 e. kl. 17.00. IR/ MANNFAGNAÐUR Héraðsfundur Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra verður haldinn í Seljakirkju laugardaginn 25. september og hefst hann kl. 9.00 árdegis. Venjuleg héraðsfundarstörf. Dómprófastur. TIL SOLU Lager-rýmingarsala Rýmingarsala verður hjá íslenska innflutnings- v. félaginu, Dugguvogi 19, á morgun, laugardag, kl. 12-16. Til sölu eru sápur, sjampó, hita- og kælipokar frá PINO, LCN-naglalökk, hárburstar, snyrti- buddur, hárrúllur, tannhvítuefni, hrukkubani, útlitsgallaðar AVENT-barnavörur, naglaþjalir o.fl., o.fl. Algengasta verð 100—300 kr. Ódýrt — Ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið frá kl. 13 til 18 fimmtudag og föstudag. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónusi). TILKYIMIMINBAR Blaðbera vantar á Kársnesbraut, Kópavogi. Upplýsingar í síma 596 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Verkamenn — byggingavinna Okkur vantar verkamenn vana byggingavinnu til starfa nú þegar. r* i rh FJARÐARMÓT BYGGINGAVERKTAKAR Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, símar 555 4844, 892 8144 og 892 8244. Fundarboð Stjórn Borgeyjar hf., Höfn, boðar hér með til hluthafafundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn á kaffistofunni í fiskiðjuveri félagsins í Krossey á Höfn í Hornafirði föstudaginn 1. október 1999 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Sameining Skinneyjar hf. og Þinganess ehf. við Borgey hf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins: a) Lækkun á hlutafé félagsins úr kr. 484.311.586 í kr. 199.875.000 til jöfnun- ar á tapi. b) Hækkun hlutafjár í kr. 650.000.000 vegna samruna félaganna. c) Breyting á nafni félagsins. 3. Önnur mál, löglega fram borin. Höfn, 21. september 1999. Stjórn Borgeyjar hf. NAUQUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fiskimjölsverksmiðja á Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf. c/o Kristján Ólafsson hdl„ skiptastj., gerðarbeiðendur ísafjarðar- bær og Set ehf., fimmtudaginn 30. september 1999 kl. 10.00. Hefur þú áhuga á skemmtilegri aukavinnu? Þinn tími hentar mér. Vantar fólk, ekki yngra en 30 ára. Gsm 698 1047 (Anna). Neðra fiskhús, sambyggð skreiðarhús á Oddanum, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf. c/o Kristján Ólafsson hdl., skiptastj., gerðarbeiðandi ísafjarðarbær, fimmtudaginn 30. september 1999 kl. 10.30. Skreiðargeymsla Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf. c/o Kristján Ólafsson hdl., skiptastj., gerðarbeiðandi Isafjarðarbær, fimmtudaginn 30. september 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á ísafirði, 23. september 1999. Bókaútgefendur Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 1999 rennur út 7. október nk. Ritinu verður sem áður dreift á öll heimili á íslandi. Skilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1999 rennur út 30. október nk. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 553 8020. Félag íslenskra bókaútgefenda. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA HÁMARKS ÁRANGUR s: 557 2450 • www.sigur.is FÉLAGSLÍF Joo KFUM & KFUK 1 8 9 9 - 1 9 9 9 KFUM og KFUK Aðalstöðvar við Holtaveg Lofgjörðar-, lista- og bænakvöld kl. 20.00. Umsjón Guðlaugur Gunnarsson kristniboði. Allir velkomnir. I.O.O.F. 1 = 1809246’/2 = 7 O*, Rk. I.O.O.F.12 = 1809248’/2 - 9.I. DULSPEKI Námskeið í Ijósstarfi Dulspekingurinn og rithöf- undurinn Inge Olsen mun halda námskeið hér á landi helg- ina 2. og 3. október nk. frá kl. 10—17 báða dagana. Fjallað verður um hvíta bræðra- lagið og hina innri Ijósheima, geislana sjö og komandi um- breytingartíma jarðarinnar. Námskeiðið byggist á fyrirlestr- um og æfingum, hugleiðsiu og heilun, sem mun gefa aukinn skilning og innsýn i margbreyti- leika hinna innri Ijósheima. Inge kom fyrst til íslands árið 1995 og hreifst mjög af landi og þjóð. Hún skrifaði þá bókina Island, land framtíðarinnar, sem hefur komið út í íslenskri þýð- ingu. Upplýsingar og innritun i síma 566 7832.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.