Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr hópur hjá LloycTs tekinn við tryggingum FIB Iðgjöld ökutækjatrygg- inga hækka um 10% HÓPUR breskra vátryggjenda undir forystu Ibex Motor Policies hjá Lloyd’s hætti um síðustu mán: aðamót að tryggja bíla hér á landi. I þess stað hóf FÍB-trygging í lok síðustu viku sölu trygginga fyrir hóp annarra vátryggjenda hjá Lloyd’s í London og mun DP Mann hafa þar forystu. Tilkynning um breytt fyrirkomulag er væntanleg til Fjármálaeftirlitsins frá systur- stofnun þess í Bretlandi. Jafnframt hefur FIB-trygging hækkað iðgjöld bílatrygginga um 10%. Ibex hætti að tryggja bíla og jafnframt að endumýja bílatrygg- ingar frá og með 30. september sl. Alþjóðadeild Lloyd’s í London til- kynnti þetta meðal annars til Al- þjóðlegra bifreiðatrygginga á Is- landi sem tekur ábyrgð á tjónum vegna óvátryggðra og óþekktra tjónvalda og fleira en Ibex var aðili að þessum samtökum ásamt ís- lensku tryggingafélögunum. Hall- dór Sigurðsson hjá Alþjóðlegri miðlun ehf., sem rekur FIB-trygg- ingu, segir að Ibex-hópurinn hygg- ist snúa sér alfarið að heimamark- aði og nokkrir aðrir aðilar taki við af honum undir merkjum Lloyd’s. Hópur tryggingafélaganna mun vera undir forystu DP Mann. Vegna þess að ekki tókst að ganga frá öll- um atriðum í tíma dróst að FIB- trygging gæti hafið sölu fyrir nýju aðilana. Tryggingafélag heyrir undir vá- tryggingaeftirlit í sínu heimalandi, hvar svo sem það er með starfsemi. Þegar Fjármálaeftirlitið hér frétti af því að nýir vátryggjendur á veg- um Lloyd’s væru byrjaðir að selja hér bílatryggingar án þess að hafa útnefnt formlega tjónauppgjörsfull- trúa og án þess að hafa uppfyllt lagalega skyldu um aðild að Alþjóð- legum bifreiðatryggingum á Islandi bað það breska fjármálaeftirlitið með bréfi 4. október að sjá um að það yrði lagfært þegar í stað. Lloyds veitt aðild til bráðabirgða Alþjóðadeild Lloyd’s óskaði eftir aðild að Alþjóðlegum bifreiðatrygg- ingum á Islandi (ABI) strax um mánaðamótin og óskaði eftir ákveðnum upplýsingum um starf- semina. Eftir nokkrar bréfaskriftir og samráð við Fjármálaeftirlitið ákvað stjóm ABI á fundi sínum 7. október að veita Lloyd’s þegar í stað aðild að samtökunum. Sigmar Armannsson, framkvæmdastjóri ABÍ, sagði að aðildin hefði verið veitt til bráðabirgða og hún væri háð þvi að tryggingafélagið full- nægði kröfum opinberra aðila hér á landi og að fullnægjandi skýringar og yfirlýsingar um ábyrgð Lloyd’s á skuldbindingum félagsins bærust innan viku. Einnig þyrfti að ganga frá viðskilnaði Ibex. Helgi Þórsson, tölfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, segir að í sam- skiptum við breska fjármálaeftirlit- ið í lok síðustu viku hafi komið fram að það hefði fengið nauðsynlegar til- kynningar frá Lloyd’s. Segir hann að þegar það hafi legið fyrir og í ljósi þess að hið raunverulega eftir- lit með starfsemi tryggingafélags- ins væri hjá breska eftirlitinu hafi þótt óþarfi að hindra lengur starf- semi FIB-tryggingar og hún því getað tekið til starfa að nýju í lok síðustu viku. 25-30% hækkun frá maí Iðgjöld ökutækjatrygginga hækkuðu um 10% um síðustu mán- aðamót hjá FÍB-tryggingu. Frá 1. maí sl. hafa iðgjöldin hækkað um 25-30%. Halldór Sigurðsson segir að búist hafi verið við slíkum hækkunum í kjölfar breytinga á skaðabótalögum. FIB-trygging hafi staðið á annan hátt að málum en önnur tryggingafélög sem hefðu strax hækkað sín iðgjöld á bilinu 40-50%. Hann kvaðst ekki telja að frekari hækkanir yrðu á iðgjöldum félags- ins á næstunni. Það gæti þó gerst ef tjón frá síðasta ári reyndust meiri en gert hefði verið ráð fyrir. „Það segja allir að 1998 hafi verið mjög slæmt ár hvað þetta varðar og einkum þó sumarið,“ segir Hall- dór. 100 ár liðin frá því þrír menn létust við að verja landhelgina Minnisvarði reistur í Dýrafirði MINNISVARÐI um þijá ís- lenska sjómenn, sem létust fyrir einni öld við að veija landhelg- ina fyrir rányrkju bresks skips, var reistur í Dýrafirði í fyrra- dag. I tilefni dagsins heimsótti varðskipið Týr Dýrafjörð og hleypti af þremur fallbyssuskot- um til heiðurs sjómönnunum, en á annað hundrað gestir voru viðstaddir athöfnina, þar á með- al Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. Minnisvarðinn, sem gerður var af Jóni Sigurpálssyni, mynd- listarmanni á ísafirði, stendur austan við Mýrar í nágrenni við bæjarstæði Bessastaða, en það- an sést vel til sögnsviðs atburð- anna er áttu sér stað hinn 10. október árið 1899. Minnisvarð- inn er þriggja metra hár, gerð- ur úr stáli, gleri og grásteini. Féllu útbyrðis og drukknuðu Sjómennirnir, sem drukkn- uðu hétu Jóhannes Guðmunds- son frá Bessastöðum, Jón Þórð- arson frá Meiri-Garði og Guð- mundur Jónsson frá Lækjarósi. Það voru ættingjar Jóhannesar sem ákváðu að reisa minnis- varðann. Mennirnir létust er þeir ásamt tveimur öðrum mönnum, Guðjóni Friðrikssyni og Jóni Gunnarssyni, fóru með Hannesi Hafstein, sem þá var sýslumað- ur N-Isafjarðarsýslu, í báti frá Meiri-Garði að breska togaran- um Royalist, sem hafði verið við ólöglegar veiðar innan land- helgismarkanna. Er Hannes krafðist þess að fá að fara um borð í togarann slökuðu skip- veijarnir á botnvörpu, þannig að togvír sem hélt henni, lagðist yfír bátinn, sem fór á hliðina með þeim afleiðingum að allir bátsveijarnir féllu útbyrðis og þrír drukknuðu. Breski togarinn komst undan en var sama ár staðinn að ólög- legum veiðum við Jótlands- strendur og þá voru skipsljórn- armenn sóttir til saka fyrir ódæðið í Dýrafírði. Skipstjórinn, sem var sænskur, var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi og gerður landrækur úr Danaveldi, aðrir fengu vægari dóma. Meiri-Garðsbáturinn fékk síð- ar nafnið Ingjaldur og er hann varðveittur á Sjóminjasafni Is- Iands i Hafnarfírði. Morgunblaðið/Árnj Sæberg Karl Sigurbjörnsson biskup setti hið 31. kirkjuþing í Háteigskirkju í gærmorgun. í setningarræðu sinni fjallaði biskup um stöðu þjóðkirkj- unnar og samfélagsins. Biskup setti 31. kirkjuþingið í Háteigskirkju Þjóðkirkjan sjald- an verið sterkari „ÞAÐ er skelfilegt hve hér þrífst í skjóli frjálsræðis starfsemi sem er angi af alheimsverslun með konur og vamarlaus böm,“ sagði biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson, þegar hann setti 31. kirkjuþmgið í safnað- arheimili Háteigskirkju í gær, og spurði svo: „Er ekki íhugunarefni að stöðugt lækkar viðnámsþrösk- uldur okkar fyrir því hvað er í lagi og hvað ekki?“ Kirkjuþingið stend- ur yfir í níu daga. Um 30 mál eru á dagskrá, flest um nýjar starfsreglur innan kirkjunnar. í upphafi setningarræðu sinnar, þar sem biskup fjallaði um stöðu þjóðkirkjunnar og samfélagsins, vitnaði hann í hugsuðinn Albert Schweitzer og sagði: „Það sem ég veit gerir mig bölsýnan. Það sem ég vil og vona gerir mig bjartsýn- an.“ Að sögn biskups má færa gild rök fyrir því að íslenska þjóðkirkjan hafi sjaldan verið sterkari sem stofnun en einmitt nú, þó hún hafi á síðustu árum misst sóknarböm til annarra trúfélaga. Hann sagði að staða hennar hefði lítt haggast hvað varðaði hlutfall barna sem færð væm til skímar eða ungmenna sem fermdust. Hann sagði að kirkjuleg- um hjónavígslum hefði fjölgað og að nær allir væra kvaddir hinstu kveðju með helgisiðum þjóðkirkj- unnar. Þá sagði hann að aldrei hefðu prestar verið eins önnum kafnir við að mæta óskum samfé- lagsins um margvíslega þjónustu. Netvæðingin rofíð múra sem áður voru ókleifír í ræðu sinni ræddi biskup m.a. um fíkniefni og klám. Hann sagði hnattvæðinguna hafa breytt heim- inum og að netvæðingin hefði rofið flesta þá múra sem áður hefðu verið ókleifir. „Heimurinn á nýrri öld verður nýr heimur með áður óþekkt við- fangsefni og vandamál," sagði bisk- up og spurði: „Hvað gefur bömun- um okkar viðnám og vörn andspæn- is þeirri vá sem við þeim blasir, and- spænis sölumönnum dauðans og eit- urbyrluram og níðingum hverskon- ar sem á sífellt ísmeygilegri hátt egna fyrir þau, jafnvel á þeirra eigin heimilum er þau sitja við skjáinn eða vafra um vefinn?" Biskup ræddi um klámvæðing- una, sem hann sagði vaða yfir allt með allri sinni viðurstyggð og bar hann sérstakar þakkir frá þjóð- kirkjunni til þeirra kvenna sem vöktu umræðuna. Hann hvatti einnig kirkjufólk, leikmenn og presta kirkjunnar til að láta rödd sína heyrast, „lífinu til varnar". Varaði við byggðaröskun Biskup fjallaði um „þjóðflutn- inga“ af landsbyggðinni til borgar- innar og sagði hann að þeir myndu hafa meiri afleiðingar fyrir íslenska menningu og þjóðlíf en nokkurn óraði fyrir. „Á þröskuldi nýrrar aldar blasir við nýtt Island. Borgríkið Island. Byggðaröskunin merkir nefnilega jafnframt upplausn samfélags, missi ómetanlegra lífsgæða, stoð- kerfi nærsamfélagsins riðlast og bresta og samhengi lands og sögu, þjóðmenningar og minningar rofn- ar. Það er grátleg tilhugsun." Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði einnig kirkjuþingið. Sólveig sagði m.a. að hún hygðist leggja fyrir Al- þingi framvarp til laga um skráð trúfélög, en frumvarpið miðar að því að skýra betur réttarstöðu trú- félaga í landinu. Þá sagði hún að ráðuneytið og biskupsstofa hygðust endurskoða ýmis atriði í lögunum um kirkjugarða og að ekki væri úti- lokað að breyta þyrfti þjóðkirkju- lögunum, sem tóku gildi 1. janúar árið 1998, til betri vegar. Sérblöð í dag pléTgxwMltlilli Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili l\STII(,\ll{ Blaðinu í dag fylgir sérblað um ráðstefnuna Konur og lýðræði við árþúsundamót Hermann til Wimbiedon fyrir metfé / B1,B2 ••••••••••••••••••••••••••••••« Logi Ólafsson tekur við ! FH-liðinu í knattspyrnu / B3 l Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.