Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MINNINGAR + Lárus H. Blön- dal bókavörður fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1905. Hann iést 2. októ- ber síðastliðinn. Lárus var sonur hjónanna Margrét- ar Auðunsdóttur og Haralds Blöndals ljósmyndara. Systk- in Lárusar voru ^ Björn Auðunn, f. 21. ágúst 1908, d. 2. júní 1911; Sölvi hagfræðingur, f. 25. desember 1910, d. 11. júní 1989, kvæntur Elsu Maríu Hedberg; Kirstín hjúkr- unarkona, f. 9. febrúar 1914, d. 28. september 1955; Björn Auð- unn rannsóknarmaður, f. 14. júní 1921, d. 5. apríl 1995, kvæntur EHen Snæbjörnsdótt- ur; Gunnar bankafulltrúi, f. 14. júní 1921, d. 1. nóvember 1997, kvæntur Ingunni Guðmunds- dóttur. Lárus var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristjana Bene- "oiiktsdóttir, f. 10. febrúar 1910, d. 17. mars 1955. Foreldrar hennar voru Guðrún Péturs- dóttir og Benedikt Sveinsson alþingismaður. Börn Lárusar og Kristjönu voru: 1) Benedikt, hæstaréttardómari, f. 11. janúar 1935, d. 22. apríl 1991. Hann var kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur hús- freyju. 2) Halldór, forseti Alþingis, f. 24. ágúst 1938. Hann er kvæntur Kristrúnu Eymundsdóttur fram- haldsskólakennara. 3) Kristín framhalds- skólakennari, f. 5. október 1944, d. 11. desember 1992. Hún var gift Arna Þórs- syni lækni. 4) Harald- ur hæstaréttarlög- maður, f. 6. júlí 1946. 5) Ragnhildur bóka- safnsfræðingur, f. 10. febrúar 1949. Eiginmaður hennar er Knútur Jeppesen arkitekt. Barnabörn Lárusar eru fimmtán og barnabarnabörn sextán. Seinni kona Lárusar var Margrét Ólafsdóttir, f. 4. nóvember 1910, d. 7. júní 1982, skrifstofustjóri. Foreldrar hennar voru Jakobina Davíðsdóttir og Ólafur Gíslason framkvæmdastjóri. Lárus lauk stúdentsprófi árið 1927 frá Menntskólanum í Reykjavík. Lagði næstu ár stund á íslensk fræði við Háskóla fs- lands, en hvarf frá námi um sinn. Þingskrifari 1928-1934. Var starfsmaður Búnaðarbanka fs- Iands frá 1934-1936 og þá jafn- framt ritari Kreppulánasjóðs. Starfsmaður í skrifstofu Alþingis og umsjónamaður með bóka- safni þingsins frá 1936 til 1941. Hann var skipaður bókavörður við Landsbókasafn Islands 1941 og varð forstöðumaður handritadeildar safnins 1962 en fékk lausn að eigin ósk 1967. Hann hóf aftur háskóla- nám 1944 og varð magister artium í íslenskum fræðum við Hákóla íslands 1945. Hann dvaldist í Kaupmannahöfn á út- mánuðum 1952 við könnun handrita Sverrissögu í Árna- safni Magnússonar. Ráðinn borgarskjalavörður í Reykjavík 1967 og gegndi því starfi til 1971 er hann réðst til Alþingis. Hann var ráðinn alþingisbóka- vörður 1975 og gegndi því starfi til ársins 1982. Hann sat í fulltrúaráði Máls og menningar frá stofnun þess 1939 til 1976. Hann var sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar 1987. Lár- us gaf út fjölda ritgerða og rita. Ásamt Vilmundi Jónssyni tók hann saman Læknar á ís- iandi og ásamt fleirum Alþing- ismannatal 1975. Hann sá um útgáfu á Sálmum og hugvekj- um Hallgríms Péturssonar fyr- ir Tónlistarfélagið, ennfremur sá hann um útgáfu á Endur- minningum Sigfúsar Blöndals og á ritgerðarsafni Þorkels Jó- hannessonar Lýðir og lands- hagir ásamt fleiri ritum. Stofn- un Árna Magnússonar gaf út rit hans, Um uppruna Sverris- sögu, árið 1982. Utför Lárusar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. LARUS H. BLÖNDAL Látinn er í hárri elli tengdafaðir minn Lárus H. Blöndal. I hárri elli segi ég. Hann eltist en andinn var éí'Jigandi. Þrátt fyrir líkamleg áfóll seinustu árin var hann sívirkur og frjór. Hann las mikið og grúskaði, fylgdist með fréttum og var óspar á álit sitt. Þegar Halldór sonur hans var á förum til útlanda í vor bað Lárus hann að kaupa fyrir sig nýjar bækur um stjórnmál í Evrópu, sagðist vera búinn að lesa nóg um gamla tíma. Bömum sínum og bamabörnum var hann algjört upp- sláttarrit þegar þau þurftu á að halda. „Hann afi veit allt,“ sagði eitt bamabamanna, þá komið í Háskóla. Eg kom á heimili Lárasar og Margrétar í fyrsta sinn fyrir rúm- um þrjátíu áram. Fallegt menning- arheimili þar sem málverk og bæk- uí’, prýddu veggi og á píanói Mar- gfetar mátti finna sígild verk og sönglög og einnig danska slagara, sem mér fannst einna skemmtileg- ast. Þegar búið var að reiða fram kaffi og meðlæti fór Láras með setningu á frönsku, sem hann hafði greinilega æft vandlega. Tengda- dóttirin tilvonandi reyndi hvað hún gat að skilja setninguna en allt kom fyrir ekki. Hann neyddist til að skrifa hana niður og dæsti um leið sem var vandi hans þegar honum mislíkaði. Seinna kom hann færandi hendi með „Franske Stilpvelser" frá 1887, „Histoire de France" frá 1926 og fleiri bækur eftir ýmsa franska höfunda. Þessar bækur tíndi hann bókaskápnum til þess að gleðja tengdadóttur sína og þessar bækur þykir henni vænt um. Ég dáðist alltaf að seiglu Lárasar í glímu hans við Elli kerlingu. Þar hafði hann betur uns komið var að þeim leiðarlokum sem enginn fær umflúið. Hann var bókavörður Al- þingis fram undir áttrætt og var kominn hátt á sjötugsaldur þegar hann sótti tíma í guðfræðideild Há- skólans í ritskýringu hjá Birni Magnússyni og trúfræði hjá Jó- hanni Hannessyni. Þetta gerði hann sér til ánægju og upprifjunar. Hann 9fói gaman af að dansa og sótti danstíma fram á níræðisaldur. Ekki ræddi hann það neitt sérstaklega við fjölskylduna, en upp komst um strákinn Tuma þegar sást til hans í sjónvarpinu. Mullersæfingar vora hluti af tilveranni og leikfimi fyrir aldraða. Eins og fólk af þessari kyn- %[ðá fór hann allra sinna ferða gang- aifdi eða í strætisvagni. Síðast en ekki síst þá var Láras drjúgur spilamaður og eru ófáar þær stund- ir sem við áttum með honum við spilaborðið. Lomber var i mestu uppáhaldi en briddsinn var líka góð- ur. Það var gaman að sjá blikið í augunum þegar hann var búinn að úthugsa eitthvert bragð til að fella andstæðinginn. Þessar stundir verða mér alltaf kærar í minning- unni. Láras var margslunginn per- sónuleiki. Hann var þrælpólitískur alla sína ævi. Var einn af stofnend- um Heimdallar og síðar Kommún- istaflokksins og þótt hann yfirgæfi hann nokkra síðar var hann vinstri- sinnaður til æviloka. Hann lifði mikla umbrotatíma í stjórnmálum í Evrópu og þar er mér hvað minnis- stæðust frásögn hans af stúdenta- móti í Falstri sem hann sótti 1933. Einn af ræðumönnunum var danski rithöfundurinn Jóhannes V. Jensen. Þegar korter var liðið á ræðutímann leit hann á úrið og sagði: „Hér lýk ég máli mínu og þetta verður mín síðasta ræða því að Hitler er kom- inn til valda.“ Láras var gott skáld þótt hann flíkaði því ekki og talaði jafnvel um að láta brenna allt slíkt eftir sinn dag. Hann var jafnframt einlægur trúmaður og era tveir sálmar eftir hann í nýju sálmabókinni. Trúmál ræddum við aldrei, nema hvað ég spurði hann einu sinni hvort hann tryði á meyfæðinguna. Hann brosti bara og sagði: „Hún tanta mín sagði mér að við ættum ekki að grufla of mikið. Við skyldum bara trúa.“ Það var gaman að tala við Láras. Það var farið út um víðan völl og alltaf var það sama sagan að maður fór að spyija öldunginn út úr um skoðanir hans eða lífsreynslu eða hvað hann hefði verið að lesa. Oft bar skáldskap á góma. Honum fannst Þjóðvísa besta ljóð Tómasar og sagði að margir teldu að kannski væri Endurminningin eftir Grím besta ljóð á íslenska tungu. Svör hans og útskýringar voru skýr og fræðandi enda var hann leitandi til hinstu stundar. Eftir lát Margrétar fluttist Láras til dóttur sinnar og tengdasonar, Ragnhildar og Knúts Jeppesen. Þar bjó hann við gott atlæti. Fyrir þremur áram fór hann svo á Hrafn- istu í Hafnarfirði þar sem hann fékk góða aðhlynningu og leið vel. Það er mikill söknuður að Lárasi tengda- föður mínum. Ég mun sakna þess að heyra ekki Halldór hringja í föð- ur sinn í miðjum vangaveltum um eitthvert málefni og segja: „Heyrðu pabbi...“ Kristrún Eymundsdóttir. Þegar fregnin um andlát Lárasar Blöndals barst kom upp í hugann frásögnin í Gylfaginningu um glímu Þórs við Elli í híbýlum Utgarða- Loka. Lengi tókst Lárasi að standast við fyrir glímubrögðum elli kerling- ar svo að það vakti undran og aðdá- un þeirra sem honum kynntust. Hann var til æviloka mikill að vall- arsýn, teinréttur í baki og fyrir- mannlegur. Helst var það að skert heym háði honum. Hitt var ekki minna um vert að andlegt atgervi og sálarkraftar virt- ust óskertir og öflugri en hjá flest- um þótt yngri væra að áram. Ekki mun þetta þó hafa stafað að því að lífið hafi alltaf farið um Láras mild- ari höndum en gerist og gengur eða að lífsganga hans hafi verið án þrauta eða áfalla. Það fór ekki fram hjá neinum sem hafði kynni af Lárasi, hversu mikils ástríkis og umhyggju hann naut af hálfu bama sinna og tengda- barna. Eflaust hefur sá kærleikur sem hann var umluktur gert honum ellina betri en annars hefði orðið. Þegar Láras fyrir fáum áram varð að sjá á bak tveimur bama sinna með stuttu millibili mætti hann því mótlæti með slíkri stillingu og æðraleysi að fágætt mátti teljast. Þó fór svo eins og við mátti búast að síðustu árin sótti ellin og fylgi- kvillar hennar æ fastar að og hann hlaut að hopa fyrir henni. Þar rætt- ist það sem segir í Gylfaginningu: „Fyrir því að enginn hefur sá orðið og enginn mun verða ef svo gamall er að elli bíður að eigi komi ellin öll- um til falls.“ í mörg ár eftir starfslok vitjaði Láras síns gamla vinnustaðar í bókasafni Alþingis flesta virka daga og stappaði stálinu í fyrram sam- starfsmenn sína og kunningja. í há- deginu var oftast farið út í mötu- neytið í Landssímahúsinu og síðan aftur í Þórshamar eða bókasafnið. Þar komu einnig stundum íleiri mætir menn, sem nú era sumir horfnir yfir móðuna miklu, og var þá oftar en ekki ýmislegt skrafað og skeggrætt. Komur hans strjáluðust þó síðustu árin og eftir að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir nokkram árum tók fyrir þær og var þeirra þá saknað. Þessar samverastundir voru ætíð ánægjulegar og uppbyggilegar. Láras fylgdist glöggt með því sem var ofarlega á baugi í þjóðfélaginu og hafði lifandi áhuga á þjóðfélags- málum. Oft kom það glögglega í ljós hversu traust minni Lárasar var, hvort sem um var að ræða ártöl, menn og málefni eða hvaðeina ann- að án þess þó að hann væri fastur í hinu liðna. Hann var afar minnugur á lausavísur og vel að sér um bók- menntir fomar og nýjar svo að hann hafði lítið fyrir því að reka á stamp þá sem yngri vora að áram. Sjálfur var hann liðtækur við vísna- gerð og yrkingar, ef hann vildi það við hafa, og gott er að minnast þess nú að sálm á hann í sálmabók þjóð- kirkjunnar. Ekki var þó minna um það vert hversu hlýlegur hann var í framkomu og kíminn og gamansam- ur þegar því var að skipta. Það var jafnan stutt í ískrandi hlátur og græskulausa kímni. Láras hóf störf hjá skrifstofu Al- þingis árið 1928. Hann var fyrst innanþingsskrifari eins og það var þá kallað, þ.e. ræðuhraðritari. Síðar gerðist hann fulltrúi á skrifstofunni og starfaði þar til ársins 1941. Flest er nú breytt frá því sem þá var. I meðmælabréfi Lárusi til handa 13. maí 1959 sem var undirritað af for- setum þingsins, Jóni Pálmasyni, Bemharði Stefánssyni og Einari 01- geirssyni standa þessi orð: „Var vinnudagur hans jafnan langur, eft- ir að hann gerðist fulltrúi skrif- stofustjóra, sem annarra fastra starfsmanna þingsins. Laun fékk Láras ekki önnur en mánaðarlaun sín, fremur en aðrir fastir starfs- menn, með því að eftirvinna var þá engum starfsmanni greidd.“ Láras kunni því írá mörgu að segja um starfshætti á Alþingi á fyrri tíð og var ekki síst skemmti- legt að heyra hann segja frá gengn- um alþingismönnum og þekktum stjórnmálaskörangum, ræðustíl þeirra og ýmsum samskiptum við þá. Það leyndi sér ekki hversu hug- leikið Alþingi og málefni þess vora Lárasi. Hann bar mikla virðingu fyrir Alþingi sem löggjafarsam- kundu og vildi jafnan veg þess sem mestan. Síðar gegndi Láras störfum á öðram starfsvettvangi við vörslu og varðveislu skjala og handrita. En árið 1971 færði hann sig á byrjunar- reit og hóf störf að nýju hjá skrif- stofu Alþingis, fyrst við samningu og útgáfu alþingismannatals, síðan við endurskipulagningu og forstöðu bókasafns Alþingis uns hann lét af störfum. Störf hans við varðveislu skjala og bóka reyndust farsæl og árangursrík og búa söfnin enn að verkum hans á marga lund, enda þótt breyttir tímar hafi raunar haft endaskipti á þeim söfnum sem hann starfaði við. Starfsferil sinn rifjaði hann upp í fróðlegu viðtali sem birt- ist 1993 í fréttabréfi Félags um skjalastjóm. Þegar sá sem þetta ritar heim- sótti Láras síðast í sumarbyrjun ásamt tveimur fyrrverandi sam- starfsmönnum hans í bókasafni Al- þingis var hann sjálfum sér líkur, þó svo að kraftar færa dvínandi. Hann rifjaði þá upp m.a. sumarvinnu sína á skólaárum við lagningu símalína fyrir norðan og víðar um land. Hann vék að því hversu mikið lán það hefði verið fyrir sig, fátækan skóla- pilt, að fá trausta sumarvinnu. Einnig benti hann á hversu mikil bylting hefði orðið í sveitum lands- ins með tilkomu símans. Hann minntist þess með glampa í augum hversu þakklátt fólk var víða þeim verkmönnum sem unnu við það að færa því samband við umheiminn. Og við minnumst Lárasar eins og hann var þennan bjarta sumardag. Skýr í hugsun og minnugur á liðna tíð, alúðlegur og hlýlegur í viðmóti. Með réttu mátti heimfæra upp á hann hið fornkveðna: „Glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana.“ Blessuð sé minning Lárasar Blöndals. Jón E. Böðvarsson. Lárus fomvinur minn er horfinn úr þvísa ljósi, nær hálftíræður að aldri, fæddur árið 1905. Milli okkar voru næstum tveir tugir aldursára. En þegar við voram saman fann ég þó aldrei annað en við værum jafn- aldrar, nema hvað „minnisvídd" hans teygðist að sjálfsögðu lengra aftur í tímann, mér til fróðleiks og skemmtunar í samræðum okkar. Við voram báðir dálítið dómharðir, en ævinlega sammála í dómum okk- ar. Og við vorum ekki síður einhuga um að njóta þess sem okkur þótti vel gert eða hnyttilega orðað. Láras var glaðvær og kunni margar kýmnisögur sem hann fylgdi eftir með dillandi hlátri djúpt frá brjósti. Ég kynntist honum fyrst lauslega þegar ég var ungur stúdent en hann bókavörður í Landsbókasafninu. Hann var hæglátur og virðulegur, afgreiddi mann með kurteisi og greiðvikni. Fríður maður sýnum, í hærra lagi eftir því sem Islendingar gerðust þá, beinvaxinn og bar sig vel; augun skær og gáfuleg, en við- kvæmnislegir drættir kringum munninn. Ég horfði upp til hans í smæð minni, en vissi annars h'til deili á manninum. Uns hann kom til Kaupmanna- hafnar á útmánuðum veturinn 1952 og tók til starfa í Amasafni. Þar var þá einnig daglegur vinnustaður minn og hafði svo verið um nokk- urra ára skeið. Þá tókst með okkur Lárasi traust og innileg vinátta sem aldrei bar skugga á. Þegar ég renni nú augum til baka, skil ég að við voram ekki að- eins komnir á þennan stað tii svip- aðra starfa heldur og af svipuðum ástæðum og af hvötum sama manns: Við áttum báðir að búa til prentunar hvor sitt bindi af Islensk- um fomritum, hinu vandaða og vin- sæla ritsafni sem hófst með útgáfu Sigurðar Nordals á Egilssögu 1933. Láras skyldi gefa út sögu Sverris konungs en ég svonefndar Eyfirð- inga sögur - Svarfdælu meðal ann- arra. Nordal var útgáfustjóri Forn- ritanna, og hann hafði sent eða kvatt okkur báða til Hafnar til að kanna handrit sagnanna, og helst að gera fyrst úr garði fullkomnar handritaútgáfur til undirbúnings hinum alþýðlegu útgáfum Fomrita- félagsins. En þama var að mörgu leyti ólíku saman að jafna. Svarfdæla er frem- ur stutt saga og mestur hlutinn að- eins til í pappírshandritum, ungum og auðlæsilegum. Þau reyndust þar á ofan gagnslausar uppskriftir öll nema eitt, og þá þurfti ég aðeins að búa það til prentunar og skrifa svo stutta greinargerð um hin ónýtu handritin. En Sverrissaga er hins- vegar löng og varðveisla hennar af- ar flókin. Hún er varðveitt í fjóram heillegum skinnhandritum frá mið- öldum og allmörgum brotum - auk yngri pappírshandrita, og ber tals- vert á milli. Til að gera vandaða út- gáfu þarf að kanna þetta allt, rýna í torlæsilega staði, flokka handritin eftir skyldleika, ákvarða grandvall- artexta - stundum fleiri en einn, skrifa upp og prenta allt sem á milli ber í öðram handritum o.s.frv. Láras hóf ungur nám í íslenskum fræðum við Háskóla Islands. Helsti lærimeistari hans, Sigurður Nordal, fann fljótt hve mikið bjó í þessum gáfaða stúdent og tók við hann ást- fóstri sem entist meðan báðir lifðu. Þegar Láras virtist um skeið hafa lagt háskólanámið á hilluna, hafði stofnað heimili og fengið fast emb- ætti, hratt Sigurður honum aftur af stað við lærdóminn; og þegar kom að kollhríðinni útvegaði hann hon- um gott orlof frá starfi hans við Landsbókasafnið. Þannig lauk Lár- us með prýði meistaraprófi í ís- lenskum fræðum árið 1945, þegar hann stóð á fertugu. Aðalritgerð hans fjallaði einmitt um Sverris- sögu: Hvernig er Sverrissaga sam- an sett? Og þegar Nordal var orð- inn sendiherra í Kaupmannahöfn kallaði hann Láras þangað til að rannsaka handrit sögunnar og bauð honum vist í sendiherrabústaðnum hjá þeim Olöfu. Um vorið eða snemma sumars kom svo Kristjana kona hans til Hafnar og þau fóra í skemmtiferð suður í lönd. Lífið sýndist brosa við þeim. En allt er hverfult. Nokkra eftir heimkomuna kenndi Kristjana þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.