Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 2Í ERLENT Arekstrar milli hermanna Indónesíu og liðsmanna alþjóðlega friðargæsluliðsins Indónesar fjölga í herliði sínu á Vestur-Tímor Jakarta, Dili. Ap, Reuter. INDÓNESAR hafa ákveðið að senda hundruð hermanna til Vest- ur-Tímor í kjölfar árekstra við al- í þjóðlega friðagæsluliðið á landa- mærum Austur- og Vestur-Tímor. Her Indónesíu heldur því fram að hermenn úr alþjóðlega gæsluliðinu hafi farið yfir landamærin til Vest- s ur-Tímor á sunnudag og skotið til . bana einn lögreglumann og sært annan. Ástralir, sem gegna for- ystuhlutverki í friðargæsluliðinu, neita þessum ásökunum alfarið og segja að hermenn úr Indónesíuher sem hliðhollir eru vígasveitum beri ábyrgð á atvikinu. Mikil reiði hefur gripið um sig vegna atviksins meðal ráðamanna í Indónesíu og köstuðu mótmælend- ur grjóti að ástralska sendiráðinu í Jakarta í gær. Utanríkisráðherra landsins, Ali Alatas, sagði í gær að stjómvöld myndu bera fram kvörtun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vegna málsins. „Jafnvel þótt um mistök hafí verið að ræða vegna þess að merkingar á landa- kortum hafi verið rangar, þykir mér atvikið mjög undarlegt þar sem alþjóðlega gæsluliðið er sagt vera mjög vel tækjum búið. Hvem- ig getur atvik af þessu tagi átt sér stað?“ sagði Alatas. Þingmaður Golkar-flokksins, sem fer með stjórn landsins, sagði að hermenn Indónesíu ættu að skjóta á allar er- lendar hersveitir sem fæm inn á landsvæði ríkisins. Peter Cosgrove, yfirmaður al- þjóðlega friðargæsluliðsins, mót- mælti ásökunum Indónesa og sagði að menn hans hefðu ekki farið yfir landamærin til Vestur-Tímor. „Ég hef mótmælt kröftuglega við indónesísk hernaðaryfirvöld á Vestur-Tímor. Við höfum mjög ná- kvæm kort og notum einnig ná- kvæm staðarákvörðunartæki. Við vitum með aðeins nokkurra metra skekkju hvar við erum,“ sagði Cos- grove við fréttamenn í gær. Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, sagði í ástralska þinginu í gær að ríkisstjórnin liti mjög alvar- Kynjamismunun fólgin í verði klippingar Melbourne. AP. JAFNRÉTTISNEFND Viktoríu- fylkis í Ástralíu hefur borist kvörtun vegna þess að brotið sé gegn jafnréttislögum með því að taka hærri greiðslu fyrir kven- klippingu en sambærilega karl- mannsklippingu, en það er al- gengt víða um heim og þekkist einnig á íslandi. Amanda Atkins og félagi henn- ar, Simon McGregor, eru bæði með dökkt og liðað hár og hafa svipaða klippingu. Létu þau snyrta hár sitt sama daginn hjá Toorak-hárgreiðslustofunni í Mel- bourne, en Amanda þurfti að greiða um 50% meira fyrir þjón- ustuna en Simon. Kostaði klipping hennar um 2.600 krónur, en vinur hennar þurfti einungis að borga um 1.750 krónur. Eigandi hárgreiðslustofunnar, Edward Beale, ber því við að verðskrá hárgreiðslustofunnar sé öllum aðgengileg og að enginn sé neyddur til að notfæra sér þjón- ustuna sem þar er veitt. Lögmað- ur Atkins fullyrðir hins vegar að þótt verðið á klippingu sé auglýst, réttlæti það ekki mismununina. i LAGER- ÚTSALA Flísabúðarinnar á Stórhöfða 21 - nýtt húsnæði Allir afgangar eiga að seljast Ótrúlegt verð Höfum bætt við tegundum á útsöluna Fyrstur kemur - fyrstur fær Einnig er um að ræða sértilboð á nokkrum gerðum af flísum, t.d. gólfflísum, áður kr. 2.576, nú 1.290 og útiflísum á kr. 1.399 m2 J ólkílik & va \ F-ITI l l Stórhöícíi 21 við Gullinbrú, sími 567 4844, e-mail: Ilis@itn.is - www.flis.is Reuters Kona í alþjóðlega friðargæsluliðinu stendur vörð mcðan herbflum er ekið á land í Austur-Tímor. legum augum á málið og að leitað hafi verið eftir viðræðum við stjómvöld í Jakarta til að fyrir- byggja að ástandið versnaði. Sam- kvæmt vitnisburði hermanna á vegum alþjóðlega friðargæsluliðs- ins átti atvikið sér stað innan landamæra Austur-Tímor og hófst með því að skotið var á ástralska friðargæsluliða. Onnur málsatvik eru enn óljós. Hermönnum á vegum alþjóðlega friðargæsluliðsins verður fjölgað nálægt landamærum Vestur-Tímor á næstu dögum, að sögn yfirmanna liðsins. Er stefnt að því að tala þeirra muni fara upp í 3000. Indónesar setja á stofn mannréttindadómstól Indónesísk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu gefið út reglu- gerð um stofnun mannréttinda- dómstóls til að taka á meintum mannréttindabrotum í Austur- Tímor. Samkvæmt reglugerðinni er markmið dómstólsins að „við- halda mannlegri reisn og gefa ein- staklingum vernd, lagalega vissu og öryggi.“ Að sögn formanns indónesísku mannréttindanefndar- innar munu indónesískir hermenn sem gerst hafa sekir um mannrétt- indabrot verða leiddir fyrir þennan nýja dómstól en ekki fyrir herrétt. Þau brot sem koma til kasta mann- réttindadómstólskins eru þjóðar- morð, manndráp án dóms og laga, nauðungarfluttningar, þrælahald, og kerfisbundin mismunun og pyntingar. I gær var jafnframt tilkynnt í Jakarta að mikilvægur hluti máls- sóknar gegn Suharto, fyi’rum for- seta Indónesíu, sem ákærður hefur verið fyrir spillingu í valdatíðs sinni, yrði látinn niður falla vegna skorts á sönnunum. Aðalríkissaksóknai-i Indónesíu sagði fréttamönnum að rannsókn á tengslum Suhartos við góðgerðarsamtök hefði verið hætt en ekki er ljóst hvort málsókn verð- ur hætt sökum þessa. Talið er að tíðindin muni enn veikja stöðu Habibies forseta sem talið er að hafi borið mikinn póli- tískan skaða af málinu. Stjórnar- andstaðan hefur sakað hann um að vera tregur til að leyfa rannsókn vegna meintra spillingar Suhartos. 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfí, 16 ventía, samlæsingar, rafdrifnar rúöur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. Ótrúlegur kraftur, eðall/nur, formfegurð og glæsilegar innréttingar, allt gerir þetta Civic að lúxusbíl sem veitir ökumanni og farþegum Ijúfa ánægjustund í hvert einasta sinn sem upp í hann er sest Komdu og skoðaðu á vefnum www.honda.is eða iíttu inn og fáðu að prófa. 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl. 16 ventla, ABS, tveir loftpúdar, samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar. Lengd; 4,19 m. Hjólhaf; 2,62 m. 3d Chrlc 1.5 LSl - VTEC 115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, fjarstýröar samlæsingar, raf- drifnar rúður og speglar, hiti / speglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. 3d Civic 1.6 VTi • VTBC 160 hestöfí, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, 15" álfelgur, rafdrifin sóllúga, leðurstýri, sportinnrótting, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar, híti I speglum, 6 hátalarar, samlitaður. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. Vatnagörðum 24 ■ Slmi 5201W0 ■ www.honda.is Akraaet: Bilver s/„ siml 431 1985. Akumyri: Höldur h/. simi 4613000 ígilssttðlr: BM- og búvélasalan hf. sími 4712011. Kellarlk Bllasalan BHavtý slmi 4217800. Vastmanaaeyjar Bílamkstæðið Bmgginn, slmi 4811535. V ,4 ‘i- rijjVyjjv * ■.'■■„-'.■i.'V W ; ' : ■ i m d '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.