Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 f----------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um söguna Endirinn lúrir í jjarlægri nálægð, sífelldlega skotið á frest. MIKILVÆGI sög- unnar í þekkingar- kerfi mannsins jókst verulega á síðustu öld. Sköpunarverkið var ekki kyrrstætt og eilíft, eins og skynsemishyggja upplýsingarinn- ar sá það, heldur síbreytilegt og forgengilegt, hver hlutur var háð- ur framrás tímans, hver hlutur átti sér sögu. Nákvæm flokkun hlut- anna tók nú ekki mið af ytri ein- kennum heldur var það umfram allt framrás tímans sem sagði til um hvernig og hvers vegna fyrir- bæri tengdust eða líktust hvert öðru. Menn skipuðu þeim niður í tímaröð og settu þau í sögulegt samhengi. Ef tveir hlutir tengdust á einhvern hátt var ástæðan ekki sú að þeir sætu hlið við hlið í skyn- sömu flokkunarkerfinu heldur fyrst og fremst sú að þeir höfðu orðið til á sama tímaskeiði í þróun- arsögunni (sbr. Foucault, Orðin og hlutirnir). VIÐHORF Eftir Þröst Helgason Þessi áherslu- breyting í hugs- un mannsins setti hugmynd- ina um tímann á oddinn og ýmsa fylgifiska hans. Ailt frá því að sagan gagntók okk- ur á síðustu öld höfum við þannig verið með þróunina, upphafið og endinn á heilanum. Bók Darwins um Uppruna tegundanna er auð- vitað erkimynd þessarar þrá- hyggju og fyllti fræðingana mikl- um eldmóði í leit að uppruna hlutanna, ekki bara mannsins og umhverfis hans heldur einnig hugsana hans og tilfinninga - ein- hvers staðar hlýtur allt að byrja. Sagan hefur upphafið upphafið, í því hafa svörin við leyndardómum lífsins falist. En á sama tíma hefur endirinn sveipast mýstískri hulu. Hann tilheyrir goðsögunum, hefur enn ekki verið skrifaður inn í handritið nema sem möguleiki, einhvers konar ekki-atburður; lúr- ir í fjarlægri nálægð, sífelldlega skotið á frest. Nú í lok tuttugustu aldarinnar (og annars árþúsunds) halda sumir því fram að sagan sjálf sé liðin undir lok, að endalok sögunnar hafi þegar orðið sem þýði (í tákn- rænum skilningi) að endalok heimsins, sem allir hafa verið að bíða eftir, komi aldrei. Sumir segja þetta afleiðingu af pólitískri þróun undanfarinna ára. Sagan varð til sem díalektísk framvinda á síðustu öld, í lok þeirrar tuttugustu hefur þessi framvinda stöðvast í kjölfar þess að stríðandi andstæður leyst- ust upp, þær sættust og urðu að hinu Sama. Einræði nýfrjálslynd- isins hefur með öðrum orðum stöðvað framgang sögunnar, síð- asti atburður hennar varð í Berlín 1989 (t.d. Fukuyama, The End of History and the Last Man). I augum franska fræðimannsins Jean Baudrillard liggur þetta ekki alveg svona ljóst fyi-ir. Sagan er vissulega á enda sem línuleg fram- vinda en það hefur önnur saga komið í staðinn, saga endur- vinnslunnar. Arið 2000 - sem margir hafa séð sem stund enda- lokanna - mun ekki koma, að mati Baudrillards, vegna þess að sagan, eins og við höfum skilið hana hing- að til, er skáldskapur, hún er til- búin hugmynd um að sagan gerist sem röð orsaka og afleiðinga. Þetta þýðir samt ekki að sagan hafi liðið undir lok - hún mun halda áfram, bara í aðra átt. I fjölmiðlunum hlaðast atburðir nú upp og dreifast í allar áttir á þvílíkum ógnarhraða að þeir tilheyra ekki lengur tímarúmi sögunnar eða sögubókanna öllu heldur, þeir geta eingöngu tilheyrt ofurverulegu tímarúmi fréttanna þar sem hver atburð- urinn flæðir yfir annan í brota- kenndum myndskeiðum. Eina sagan sem við upplifum nú er þess vegna saga sem er þegar liðin, endurunnin saga. Baudrillard telur að þessir undarlegu póst-módern tímar séu endurvinnsla á nútíman- um, við séum nú að endurvinna eða jafnvel endurlifa sögu tutt- ugustu aldarinnar. Tilgangur- inn er öðrum þræði að leiðrétta það sem miður fór, bæta fyrir mistökin, leita fyrirgefningar. En baka til glittir líka í þrána eftir að eiga sögu áfram, að vera hluti af sögu, að taka þátt í hugmyndafræðilegum átök- um, að hafa eitthvað að segja sem brýtur gegn ríkjandi skipulagi en staðfestir ekki að- eins einræðið. Eftir að sagan og atburðir hennar hurfu inn í stjömuþoku fjölmiðlanna erum við því dæmd til að endur- framleiða að eilífu sögulega framvindu aldarinnar, díalekt- ísk átök hennar, úr sér gengna hugmyndafræðina. Þessa sjást merki í stjórn- málum þar sem ímyndir dauðra hugsjóna dúkka upp í umræðum um hvert málið á fætur öðru, eins og fjallað hef- ur verið um áður í þessum dálki. Þessa sjást einnig merki í póstmódernískri list þar sem listasagan er endurunnin í sí- felldum tilvitnunum í eldri verk. Og þessa sáust merki í stríðum í Persaflóa og á Balk- anskaga þar sem tilraunir voru gerðar til að hefja heimsstyrj- öldina þriðju og endurvekja kaldastríðið (The Illusion of the End). Endurvinnslan er þannig táknmynd póstmódernismans, eftir-nútímans, nútímans sem er í raun kominn aftur, bara í einhverju öðru veldi, í x-ta veldi eins og Baudrillard segir á einum stað: „Einu byltingar- kenndu breytingarnar sem verða á hlutunum nú til dags stafa ekki af díalektískum átökum, heldur verða þær þeg- ar hlutirnir eru hafnir upp í x- ta veldi, hvort sem er fyrir til- verknað hryðjuverka, í íróníu eða eftirlíkingu. Díalektíkin gegnir engu hlutverki lengur, algleymið hefur komið í hennar stað. Hryðjuverk birta ofbeldið í algleymi, ríkið birtir samfé- lagið í algleymi, klám birtir kynlífið í algleymi, fáránleikinn birtir hið myndræna og leik- húslega í algleymi, o.s.frv. Svo virðist sem hlutirnir hafi glatað fallvaltleikanum og röklegar skilgreiningar eigi ekki lengur við, þeir geti aðeins endurtekið sig sjálfa í sístækkandi og gagnsæju formi. Þannig er því farið með „hið hreina stríð“ Virilios: það er óraunverulegt stríð í algleymi, mögulegt og alls staðar nálægt. Jafnvel geimferðir eru mise en abyme þessa heims. Alls staðar er veruleikavírusinn og sjálf- speglunin að ná yfirhendinni, leiðandi okkur inn í algleymi sem er líka algleymi tómlætis- ins“ (Cool Memories). Börnin okkar UNDANFARIÐ hafa birst greinar í Morgunblaðinu um leikskóla og þann vanda sem að þeim steðjar nú um stundir. Hafa yfirvöld verið kölluð til ábyrgðar og sagt að þau beri bæði lagalega og siðferði- lega ábyrgð á börnum allra borgarbúa. Þessu er ég sammála. Lagalega skyldan um að sveitarfélög skuli sjá börnum fyrir leik- skólaplássum er ótví- ræð, þó segir ekki til um hversu langt skuli ganga í þeim efnum hvað varðar tímalengd á dag né frá hvaða aldri börn eiga rétt á leikskólaplássi. Eg er þeirrar skoðunar að siðferðilega skyldan sé rík og að í henni felist að sveitarfélögum ásamt foreldrum beri að búa börnum þroskavænlegt umhverfi þar sem þau njóti öryggis og um leið að koma sem best til móts við þarfir foreldra. Að standa með börnum Það var einmitt vegna þessarar skoðunar minnar sem ég tók þátt í því á síðasta kjörtímabili að breyta því ófremdarástandi sem ríkti í leikskólamálum í Reykjavík. Svona aðeins til að rifja það upp þá gátu giftir foreldrar ekki svo mikið sem sótt um heilsdagspláss fyrir börnin sín. Leikskólamir voru að miklu leyti byggðir upp sem hálfsdags- leikskólar og ekki var óalgengt að börn fengju ekki pláss fyrr en þau voru fjögurra til fimm ára gömul. „Hálfsdagsstefnan“ þýddi að for- eldrar, þeir sem á annað borð fengu pláss, voru að keyra börnin á milli staða í hádeginu frá leikskól- anum til dagmæðra, ættingja eða jafnvel að eldri systkini (oft litlu eldri) leystu vandann á meðan foreldramir voru í vinnu. Það sá auðvitað hver hugs- andi manneslga að þetta var ekki hægt að bjóða börnum upp á. Að byggja hús Það var þetta ást- and sem olli því að Reykj avíkurlistinn ákvað að setja leik- skólamál í forgang og gera átak í leikskólabyggingum. Okkur fannst nefnilega að borgaryfirvöld bæru mikla ábyrgð á velferð barna í borginni. Og húsnæði þarf að vera fyrir hendi til að hægt sé að reka leikskóla. Við gerðum okkur líka glögga grein fyiir því að „það er ekki nóg að byggja hús...“ Til þess að reka góðan leikskóla þarf vel menntað og hæft starfsfólk. Það var þess vegna sem: umfangsmikil stefnumótunar- vinna fór fram hjá Leikskólum Reykjavíkur 20 ára afmæli Leikskóla Reykja- víkur (áður Dagvistar barna) var fagnað meðal annars með mennt- unarátaki meðal starfsfólks kannanir á viðhorfum foreldra hafa verið gerðar þróunarsjóður var stofnaður ferðasjóður fyi’ir leikskólakenn- ara var stofnaður Það hefur lengi verið mikið áhyggjuefni hversu fáir leikskóla- Leikskólar Það vantar leikskóla- pláss, segir Kristín Blöndal, og það vantar starfsfólk til að vinna á leikskólunum. kennarar eru til í landinu. Þess vegna höfum við ítrekað hvatt yfir- völd menntamála til að taka fleiri nemendur inn í leikskólakennaran- ám. Til að leggja okkar af mörkum áttum við hjá Leikskólum Reykja- víkur frumkvæði að því að sett yrði af stað undirbúningsnám fyrir leik- skólakennaranám, fyrir starfsfólk á leikskólum í samvinnu við Kenn- araháskólann. Það nám stunduðu 30 nemendur í vetur. Þenslan Þó að það geri ástandið á leik- skólunum ekki betra finnst mér rétt að það komi fram að starfs- mannaskortur er hvorki bundinn við leikskóla né Reykjavík. Mikil þensla í samfélaginu veldur því að það vantar fólk í flestar starfs- greinar. Um það vitna tugir auglýs- ingasíðna í dagblöðunum í hverri viku þar sem auglýst er eftir fólki í öll möguleg störf og skemmst er að minnast þess að flytja þurfti inn hundrað iðnaðarmenn til að klára Kringluna. Samkeppnin um starfs- fólk er því eitilhörð, sem stendur er hreinlega ekki til nægilega margt starfsfólk í landinu til að sinna þeim störfum sem til falla. Það er nokkuð Kristín Blöndal Framtíð Háskólans - rannsóknarsetur eða kennslustofnun? NÝLEGA var und- irritaður samningur, með fyrirvara um samþykkt i fjárlögum, milli Háskóla Islands og stjómvalda um 246 milljóna króna auka- fjárveitingu til skól- ans. Um leið var sagt að nú ætti að semja sérstaklega um fjár- veitingu til rannsókn- arstarfa Háskólans. Það er óskandi að með slíkum samningum verði mörkuð stefna til frambúðar. Hagsmunabarátta stúdenta hefur komið inn á mörg gagnleg svið í gegnum tíðina. Enginn þarf þó að velkjast í vafa um að gæði menntunar eru mikilvægasta hagsmunamálið. I upplýsingasamfélagi nútímans er menntun manna, bókleg eða verk- leg, sú krafa sem einna háværust er. En er einhver ástæða til að kvarta yfir þeirri menntun sem Há- skólinn veitir? Það teljum við í Vöku ekki en við leggjum áherslu á upplýsta og uppbyggilega umræðu því hún leiðir undantekningarlaust til góðs. Stúdentar geta og verða að taka frumkvæðið í slíkri umræðu því það eru hagsmunir okkar og þjóðarinnar allrar sem hér eru í húfi. Þrátt fyrir að yfirvöld Háskólans hafi hingað til staðið sig vel er eng- in ástæða til að þegja þunnu hljóði. Við verðum sífellt að vera á varð- bergi gegn stöðnun. Nýrra leiða verður að leita og nýjar lausnir þarf að finna. Rannsóknarstörfum við Háskóla íslands hefur að mati okkar í Vöku ekki ver- ið gert nógu hátt und- ir höfði. Kennslu- skylda margi-a prófessora er það mik- il, að lítill tími gefst til sjálfstæðra rannsókn- arstarfa. Háskólinn stendur í dag á kross- götum. Til annarrar handar er leið stöðn- unar þar sem ein- göngu er lögð áhersla á kennslu en rann- sóknir fara fram úti í þjóðfélaginu. Til hinn- ar liggur leið Háskól- ans sem mótandi afls hvað varðar rannsóknir, þróun, kennslu og upplýsta umræðu. Bestu háskólar heimsins sam- tvinna þessa hluti og það þarf Há- skóli Islands einnig að gera. Jafn- framt þarf að tryggja prófessorum við Háskólann þá aðstöðu sem nauðsynleg er til að sinna einstakl- ingsbundnum rannsóknum. Til þess þarf aukið fjármagn. Þar geta aukin tengsl Háskólans og atvinnu- lífs komið að gagni, en einnig vilj- um við krefja landsyfirvöld svara um stefnu þeirra í málinu. Fundur með Háskóla- yfirvöldum Það verður að móta stefnu um jafnvægi þennslu og rannsókna við Háskóla Islands. I þvi skyni stend- ur Vaka fyrir umræðufundi um framtíð Háskólans í kvöld kl. 20:30 í hátíðarsal Háskólans. Frummæl- endur þar verða Páll Skúlason rektor, Sigríður Olafsdóttir, sér- fræðingur á Raunvísindastofnun, Háskólinn Það verður að móta stefnu um jafnvægi kennslu og rannsókna við Háskóla Islands, segir Baldvin Þór ------------y--------- Bergsson. I því skyni stendur Vaka fyrir um- ræðufundi um framtíð Háskólans í kvöld kl. 20:30 í hátíðarsal Há- skólans. og Þórlindur Kjartansson, formað- ur Vöku. Auk þeiri’a munu Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Sigríður Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, og Bjarni Ai-mannsson, forstjóri FBA, taka þátt í pallborðsumræðum þar á eft- ir. Hér gefst öllum kostur á að heyra hver vilji yfirvalda Háskól- ans er í þessu máli og að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Framtíð Háskóla íslands er björt og við í Vöku höfum fulla trú á því að hann verði æðsta mennt- astofnun landsins um ókomna framtíð. Til þess þarf þó stuðning og aðhald sem Vaka mun veita áfram. Höfundur situr ístjórn Vöku, félags lýðræöissinnaðra stiídcn ta. Baldvin Þór Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.