Morgunblaðið - 12.10.1999, Page 12

Morgunblaðið - 12.10.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Marie-Lucie Morin, sendiherra Kanada, heimsótti fsland á Kanadadögum Um 100 viðburðir til að minnast sameiginlegrar sögu landanna Nýyfírstaðnir Kanada- dagar snerust að mestu -------------7---------- um viðskipti Islands og Kanada. Geir Svansson ræddi við gestgjafann, Marie-Lucie Morin, sendiherra Kanada. NÁLEGA eitt hundrað viðburðir verða settir á svið í Kanada þegar Kanada og Island halda sameiginlega upp á þúsund ára sögu á næsta ári. Víkingaskip mun taka land á Nýfundnalandi til að minnast landa- fundar Leifs Eiríkssonar og ýmislegt mun verða gert til að minnast þess að fyrstu landnemamir settust að við Winnipeg-vatn fyrir 125 árum. Allt þetta mun án efa enn styrkja tengsl landanna sem hafa farið vaxandi á undanfórnum árum, að sögn sendi- herra Kanada á Islandi. Marie-Lucie Morin hefur verið sendiherra Kanada á íslandi um tveggja ára skeið. Hún er með aðset- ur í Osló en hér á landi er starfrækt aðalræðisskrifstofa í Reykjavík. Sendiherrann setti Kanadadaga fyrir hönd aðalræðisskrifstofunnar í Reykjavík, kanadíska sendiráðsins í Ósló og Nýsköpunarráðs austur- strandar Kanada, ACOA, sem skipu- lögðu viðburðinn. Stofnað var til Kanadadaga, 3.-7. október, m.a. til að gefa íslenskum og kanadískum fyrirtækjum tækifæri til þess að ná saman og auka möguleika Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Marie-Lucie Morin, sendiherra. á viðskiptum þeirra í báðum löndum. Og jafnframt til að kynna kosti vænt- anlegs íríverslunarsamnings milli Kanada og EFTA-landanna. Þrjátíu og flmm fyrirtæki frá sjö umdæmum í Kanada tóku þátt í átakinu. „Kanadísku dagarnir hafa gengið mjög vel,“ segir Morin. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum fyrir einum sex mánuðum að stofna til þessara daga var að við vildum vekja athygli Islendinga og kanadíska viðskipta- samfélagsins á þeim möguleikum sem fríverslunarsamningurinn mun opna í viðskiptum í náinni framtíð.“ Viðræður um samninginn hafa staðið í liðlega eitt ár og Morin segist vongóð um að samningar náist fyrir árslok. „Viðskipti hafa aukist á milli landanna á síðustu tveimur til þrem- ur árum og ég held að fríverslunar- samningur milli Kanada og EFTA- landanna muni virka sem vítamín- sprauta á þau viðskipti." Hátíðahöld vegna árþúsunda Morin segist ánægð með svörun ís- lenskra aðila við framtakinu og lofar jákvætt samstai’f við viðskiptaráð og viðskipta-, utanríkis- og iðnaðarráðu- neyti. „Við erum líka að reyna að hvetja fleiri íslensk fyrirtæki til að koma til Kanada. Þar hafa nokkur þeirra þegar komið sér fyrir og hafa þar til dæmis útflutningsmiðstöðvar. Eg held að fleiri fyrirtæki muni fylgja í kjölfarið. Kanada er mjög opið fyrir erlendum fjárfestum. Efnahagsum- hverfíð er mjög samkeppnishæft og aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Fyr- irtæki í Kanada hafa auðvitað aðgang að markaðslöndum í NAFTA.“ Morin þykist viss um að fjölbreytt hátíðahöld í Kanada og á Islandi í til- efni árþúsunda, landafunda, kristni- töku á Islandi og 125 ára búsetu ís- lenskra vesturfara í Kanada muni efla menningarleg, og þar með við- skiptaleg, tengsl landanna. Að sögn Morin mun Kanada taka þátt í nokkrum viðburðum hérlendis, t.d. í tilefni af „Reykjavík - Menningar- borg Evrópu“ og ýmsu öðru. Megnið af viðburðum fari þó fram í Kanada. „Það verður mikið um að vera, allt frá Nýfundnalandi til Bresku-Kólumbíu. Nærri 100 viðburðir munu styrkja tvíhliða samband landanna. Kanadíska ríkisstjórnin er ákaflega vinveitt þessu framtaki og hefur veitt beinan fjárstuðning til margra þess- ara hátíðahalda. Við hlökkum því mikið til og höldum að þetta muni færa íslenskan anda til Kanada, stranda á milli. I þau tvö ár sem ég hef verið sendi- herra Kanada á Islandi hef ég séð að íslendingar þekkja Kanada nokkuð vel. Flestir virðast meira að segja eiga frændfólk í Kanada! Sama er ekki hægt að segja um Kanadamenn. Þeir eru sér ekki allir jafn meðvitandi um Islendinga og því munu þessi há- tíðahöld vera einkai’ góð kynning fyr- ir ísland. Ég á von á því að þetta verði mikil lyftistöng fyrir samskipti þjóðanna." Morin bendir á að Kanadabúar og Islendingar eigi vel saman enda margt líkt í menningu þjóðanna. „Við skiljum hvort annað samstundis. Þeg- ar efnt er til menningarviðburða verður fólki hugsað til þess hvað það er sem gerir sambandið svona sér- stakt milli landanna. Einn af aðalvið- burðum hátíðahaldanna á næsta ári verður þegar víkingaskip tekur land á Nýfundnalandi og það mun minna á að það voru íslendingar sem fyrstir komu frá Evrópu. Þetta vita ekki enn allir Kanadamenn og ekki skrýtið; það er nýfarið að minnast á þetta í skólum." Ekkert ákveðið um stofnun sendiráða Fjölmiðlaumfjöllun um hátíðahöld- in mun, að sögn Morin, verða gríðar- mikil. ,Áður en árið 2000 er úti mun hver einasti Kanadamaður hafa heyrt um Island!“ segir hún og hlær. Um skeið hefur komið til álita hjá ríkisstjórnum landanna að setja upp sendiráð. ,Á þessari stundu hefur ekkert verið ákveðið. Ráðherrar beggja landa hafa rætt máhð. Til dæmis þegar útflutningsmálaráð- herra Kanada var hér í heimsókn síð- sumars." Hún segir að málið verði áfram til skoðunar hjá ríkisstjórn Kanada. „En svona mál taka alltaf sinn tíma. Þetta er spurning um for- gangsröðun íTkisstjóma og einnig fjármagn. Og að því leyti eru ríkis- stjórnir landanna á sama báti. En það ríkir mikill velvilji á milli landanna og þangað til sendiráð verða sett upp munum við reyna að halda uppi virku sambandi milli landanna í gegnum ræðisski-ifstofurnar og sendiráðið í Ósló.“ Áhugi kanadískra á Islandi hefur aukist mikið að undanförnu, ekki síst vegna nýrra flugleiða í gegnum Hali- fax og líka Minneapolis í Bandaríkj- unum sem Morin segir auðvelda íbú- um í Mið-Kanada að fljúga til Islands. „Island er í huga Kanadamanna sveipað dulúð og goðsögnum. Mjög margir láta í ljós ósk um að heim- sækja landið. ísland er að verða meiri og meiri ferðamannastaður og ég held að kanadískum ferðamönnum muni fjölga mikið á komandi árum. Morin áréttar hversu fjölþætt sam- band þjóðanna sé og á mörgum svið- um. Eitt þessara sviða segir hún kanadísk stjórnvöld vilja efla. „Við höfum lagt mikla áherslu á að fá fleiri íslendinga í háskólanám í Kanada. Menntakei’fíð í Kanada nýtur virðing- ar og ég held því að það sé mikilvægt fyrir samband ríkjanna og viðskipti að hvetja fleiri nemendur til að koma til okkar. Við bjóðum upp á bestu og ódýrustu menntun sem völ er á.“ Hún kveður það ekki hafa komið sér á óvart að þó nokkrir Kanadabúar séu hérlendis við háskólanám. „Við eigum margt sameiginlegt. Umhverfí okkar er norrænt, og heilmikil skipti eiga sér þegar stað á milli skóla. Allt þetta lofar góða. I samskiptum þjóða verður að byggja á fjölþættum tengslum, menningarlegum jafnt sem viðskiptalegum." . brpyttir M * . s toppum tímonn vpqna brpytinqa lokað: mánuda% II. okt. þriðjudaz !2. okt. miðvikudaq 13. okt. Jj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.