Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Utangarðsfólk og sköpunargáfa EITT AF af þemum Bók- astefnunnar í Gautaborg var „brjálæði“, og tengd- ist geðheilsuherferð Svía sem hófst með vígslu á stefnunni og mun standa yfir til vorsins 2000. Til herferðarinnar var efnt í tengslum við eitt af þeim verkefnum Samein- uðu þjóðanna sem njóta forgangs á tímabilinu 1998-2000, þar sem fötl- un vegna geðsjúkdóma er sinnt. Að áróðursherferð Svía standa m.a. Þjóðarsamtök félagslegrar og geð- rænnar heilsu (RSMH) og Félag áhugafólks um geðklofa (Riks- IFS). Eitt af mottóum hennar er að „afdramatísera hið dramatíska" og markmiðið er að sálrænt sjúkum sé sinnt af álíka gaumgæfni og öðrum sjúkum, hvað varðar viðbrögð og faglega ummönnun en einnig fyrir- byggjandi starf. Aðferðin er að ná út með menningu sem tengist „brjálæði". „Til hvers bíðum við dögum saman eftir sjaldgæfum fugli, en lítum undan þegar við hitt- um furðulega manneskju? Til hvers að taka á viðkvæmum glösum með silkihönskum, en láta brothættar manneskjur lenda á götunni?" Þannig spurninga er spurt í flugriti herferðarinnar gegn „þjóðarsjúk- dómi sem enginn talar um“. I vísindalegu og listrænu ráði herferðarinnar era vel þekktir höf- undar, prófessorar í geðlækningum og hugmyndasögu. Einnig lista- fólkið Johan de Geer, Susanna Edwards og Suzanna Osten og landskunnu húmoristamir Ronny Eriksson sem titlar sig „áminnari" og guðfræðimenntaði samfélags- gagnrýnadinn Olof Buekard. Hann hélt fyrirlestur á stefnunni, m.a. um OCD (Obsessive Comulsive Di- sorder), sem hann sjálfur þjáist af og um þá hugarburði sem óhjá- kvæmilega fylgja og kalla oft á tímafreka „helgileiki". Hjá forlaginu Brombergs var að finna nýútgefna bók með bæði titli og alþjóðlegu bókanúmeri og auð- um síðum. „Adams bok“ hjá forlag- inu Natur ooch Kultur er hinsvegar bók sem þarf að lesa, því þar stend- ur margt um bók með sama nafni sem aldrei var skrifuð og líka kaflar úr sjálfri bókinni sem aldei var skrifuð en sem ber sama titil: ,Adams bok“. Höfundurinn er ungverskur bar- ón og sænskur ríkisborgari að nafni Adam Inczedy-Combos, fæddur 1940. Móðurmál hans er sagt vera franska en hann segir móður sína alltaf hafa talað ungverskuna bet- ur. Ritstjóri og meðhöfundur bók- Geðheilsuherferð stend- ur nú yfír í Svíþjóð. Kristín Bjarnadóttir fylgdist með umræðum um efnið á nýafstaðinni Bókastefnu í Gautaborg og hefur kynnt sér bækur um fötlun vegna geðsjúkdóma. Ása Moberg og Adam Inczedy-Combos. arinnar um bókina sem aldrei var skrifuð er sambýliskona hans, Ása Moberg, (f. 1947) sem seinast vakti athygli með bók sinni um Simone de Beauvoir (Simone och jag, 1996). Þau komu bæði á Bókastefnuna að kynna bókina um „bókina" og til að leggja íyrrnefndri herferð lið með pallborðsumræðum. Bókin eftir Ása og Adam reynist merkileg heimildarsaga um þung- lyndi sem er of þungt til að skrifa í og „maníu“ sem er of brjálæðisleg til að nokkur nákominn þoli. Um nærminni sem hverfur í maníunni og önnur lögmál sem koma í stað þess. Þunglyndi og „manía“ leysa hvort annað af árum saman og sag- an lýsir sjúklingnum og ljósmynda- ranum Adam og aðstandandanum Ása sem starfar sem sjónvar- psgagnrýnandi. Lýst er baráttu við að fá hjálp, í kerfi þar sem lög og reglur breytast. En líka spuming- unni um það hvað i veröldinni stjórni hinum „maníska“ og hvem- ig hann skynji það sjálfur. I bókinni sést einnig að Adam kann litríkar lýsingar frá bernskuárum í París og unglingsárum sem enduðu í Sví- ok.is Þýðingarstyrkir Bókmenntakynningarsjóður veitir styrki til að þýða íslenskar bókmenntir á önnur tungumál, í samræmi við reglur um sjóðinn nr. 456 1982. Skilyrði til styrkveitingar er að gengið hafi verið frá samningi við erlent forlag um útgáfu viðkomandi verks. Styrkurinn er greiddur eftir að Bok.is hefur borist eintak af bókinni. Sjóðurinn veitir einnig minni styrki til að þýða kynningarefni. Á yfirstandandi ári hefur Bókmenntakynningarsjóður 3 milljónir króna til ráðstöfunar. Styrkjum er úthlutað tvisvar á ári, í apríl og nóvember. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 31. mars og 31. október. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Bok.is Túngötu 14, Reykjavík. BÓKMENNTAKYNNINGARSJÓÐUR Fund for the Promotion of lcelandic Literature Túngata 14, 101 Reykjavík, sími: 552 8500, fax: 552 8570, netfang: bok@bok.is þjóð, hvort sem lýst er flótta í jarð- hýsi, þegar viðvörunarkerfið boðar sprengjuárás, eða ábyrgðarhlut- verki eldri bróður gagnvart hinum yngri þegar foreldrar em víðs fjarri. Aðstandendur tímaritsins 90- TAL vöktu athygli á þemanu á sýn- ingarsvæði stefnunnar og einnig með að tileinka nýjasta tölublaðið umræðu um utangarðsfólk og sköp- unargáfu, frá ýmsum sjónarhorn- um. I leiðara veltir Madeleine Gri- ve íýrir sér skilgreiningu á utangarðsmanneskjunni og að- dráttarafli hennar í heimi lista og bókmennta þar sem hún ósjaldan fær aðalhlutverkið, sem sérvitring- ur eða jafnvel brjálæðingur, allt frá Mysjkin, Raskolnikov og Gösta Berling til persóna í verkum nú- tímaskáldkvenna eins og Marie Hermannson og Inger Edelfeldt. Listafólk samsamar sig helst þeim sem standa fyrir utan, þeim sem ekki lúta settum reglum. Eða hvað? Hver er utangarðsmanneskja, „outsider", er í rauninni ómögulegt að vita, því hún hlýtur strangt til tekið að vera ónefnd - óskilgreind - annars væri hún ekki utangarðs- manneskja! Grive tekur upp verk Colin Wilsons (The Outsider, 1956), þar sem hann fullyrti að menningin væri sjúk og hann einn hinna fáu sem vissi af því. Wilson á sinn þátt í að gera hugtakið utangarðsmann- eskja að því sem það er nú, með greiningu sinni á fyrirbærinu í verkum eftir Sartre, Camus, Dost- ójevskí, Hemmingway, Hesse, Bla- ke, Nietzsehe, Joyce, Kafka, Tol- stoj og Eliot. Röðin af höfundarnöfnum gefur í sjálfu sér vísbendingu um að persónur kven- rithöfunda hafi á dögum „reiðra ungra manna“ með Wilson og Os- borne í fararbroddi, lent utan við hugtakið. Og kannski orðið raun- verulegir fulltrúar þess um leið? Karin Johannisson, pi-ófessor í hugmyndasögu við Uppsalahá- skóla, situr í ráði geðheilsuherferð- arinnar og var meðal þeirra sem tóku virkan þátt í umræðum stefn- unnar, þar sem söguleg sýn á fólk með geðræn vandamál var rædd. Johannisson á grein í 90-TAL um „hið ófreskjulega ég“ þar sem hún skoðar í ljósi sögunnar merkingu þess „að fara yfir mörkin“ í hinu skapandi ferli. I túlkun hennar á þeini sjálfseyðileggingu, sem kvenlegt brjálæði hefur beint gegn eigin líkama, er um að ræða gjörðir gegn þeim takmörkunum sem kon- um hafa verið settar til að vera kon- ur. Það að mörkin milli hins leyfi- lega og óleyfilega, eðlilega og brjálaða, heilbrigða og veika eru verk menningarinnar og ekki nátt- úrunnar, segir Johannisson aftur á móti gefa ástæðu til að vera bjartsýn. -r" v p Excursion 2-1 Reuters Leikmenn Manchester United fagna þreföldum sigri síðasta vor. Saga félagsins er væntanleg hjá bókaútgáfunni Hólum. Fangar, ráðherrar og draugabanar AF föngum og frjálsum mönn- um er ævisaga séra Jóns Bjarmans sem Bókaútgáfan Hólar sendir frá sér á næst- unni. í kynningu segir að bókin sé „án vafa ein sú allra eftir- minnilegasta sem hér hefur komið út í langan tíma, enda á séra Jón að baki ákaflega við- burðaríka ævi. Hann var meðal annars fyrsti fangaprestur landsins og nýlega skipaður þegar Geirfinnsmálið komst á dagskrá.“ Lífsþróttur, er eftir Ólaf G. Sæmundsson, næringarfræðing og fyrirlesara. Þetta er rit fyrir þá sem vilja lifa góðu og heil- brigðu lífi, fjallað er á ítarleg- an hátt um mataræði; hvað má og hvað ekki til að léttast, ná árangri í íþróttum eða einfald- lega til að varðveita heilsu sína gegn t.d. hjartasjúkdómum, vaxandi blóðþrýstingi eða syk- ursýki. Rauðu djöflarnir. Saga Manchester United 1878-1999, er eftir Agnar Frey Helgason og Guðjón Inga Eiríksson. Varpað er ljósi á feril félagsins í sorg og gleði og sagt frá ýmsu sem gerðist á bak við tjöldin. Dagbók Anne Frank kemur nú út á íslandi í fyrsta skiptið óstytt. Allir kaflarnir, sem faðir Anne kaus að sleppa í fyrri út- gáfum, eru hér með. Fyrir vik- ið verður til einstæð þroska- saga ungrar stúlku sem lýsir meðal annars vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, erfið- leikum í sambúð við foreldra og vaxandi einsemd í hlutverki táningsins. Þýðandi bókarinnar er Ólafur Rafn Jónsson. Dans hinna dauðu, eftir Ant- hony Masters, er fyrsta bókin í bókaflokki um draugabanana, tvíburana David og Jenny, sem hafa slegið rækilega í gegn hjá breskum unglingum. Þýðandi er Ásdís fvarsdóttir. Já, ráðherra, er framhald bókarinnar Hæstvirtur forseti, sem kom út í fyrra. Fjallað er um ráðherra og þingmenn í blíðu og stríðu. Ritstjórar eru sem fyrr, Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Skagfirsk skemmtiljóð, í samantekt Bjarna Stefáns Kon- ráðssonar frá Frostastöðum, er 3. bindið í þessum bókaflokki. Sem fyrr leitar Bjarni Stefán í smiðju Skagfirðinga. Aldarreið, eftir sagnfræðing- inn Þórarin Hjartarson, er saga Hestamannafélagsins Hrings en um leið saga hestamennsku og hestamanna í Svarfaðardal á 20. öld. Fjallað er um tímabil kerruhestsins, notkun hesta- verkfæra og hrossakynbætur í fortíð og nútíð svo eitthvað sé nefnt. Bestu barnabrandararnir - svaka stuð, er handa yngstu lesendunum og Gettu nú er spurningabók þar sem lögð er áhersla á að öll fjölskyldan geti verið með. Bleyjubossar í óbyggðaferð KVIKMYNDIR Iláskólabfó THE RUGRATS MOVIE ★ ★% Leikstjórar Igor Kovalyov, Norton Virgien. Handritshöfundur David N. Weiss, J. David Stein. Aðalraddir Elizabeth Daily, Christine Cavana- ugh, Kath Soucie, Melanie Char- toff. Tónskáld . Teiknimynd. 80 mín. Bandan'sk, Paramount 1999. FJÖGUR pelabörn eru söguhetj- ur þessarar furðu góðu gaman- myndar sem ætti ekki að láta nein- um leiðast, en skemmtir fullorðnum af hæversku. Fjór- menningarnir eru sjónvarpsstjörn- ur vestra og er þetta fysta ferð þeirra á tjaldið. Tommy og vinir hans lenda í óvæntum ævintýrum þegar lítill hnokki bætist í fjöl- skylduna, afi gamli dottar í pössun- inni og krílin alltíeinu komin á vit hins óþekkta. Uti í skógi, í „drekan- um“, leikfangi smíðuð af föður eins þeirra. Útlitið er ískyggileg en „drekinn" stendur undir nafni, og allt fer vel. Enda ekki við öðru að búast í barnamynd. Höfundarnir gera sér mat úr því hvernig umhverfið virkar í augum ungabama, einfaldir hlutir verða ægilegir og ekkert einsog það sýn- ist. Boðskapurinn er fyrir hendi, litlu sílin læra ýmsar, þarfar lexíur á óvæntri ferð um mörkina. Ekki síst gildi vináttu og bræðralags, þegar í harðbakkann slær er betra að sameinast. Það gengur mun hér en víða annarsstaðar. The Rugrats Movie er sem fyrr segir byggð á sjónvarpsþáttafígúrum sem njóta víst mikilla vinsælda víða um lönd, ég held að þau séu ekki orðnir gest- ir á íslenskum sjónvarpsstöðvum. Þangað eiga þau erindi, virðist vera. Tommy og vinir hans og skop- skynið í myndinni minnir óneitan- lega á hina einu og sönnu Simpson- fjölskyldu, sem sett hefur mark sitt ótrúlega víða á skemmtiefni sam- tíðarinnar. Ágætir tónlistarmenn, einsog Lenny Kravitz, Iggy Pop og Patti Smith, söngvarar sem maður setur ekki beinlínis í samhnegi við bamaefni, hressa óneitanlega uppá gamanið. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.