Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tónskóli grunnskólanna f Grafarvogi starfar inni í skólunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónskóli grunnskólanna í Grafarvogi býður upp á forskóla fyrir hljóðfæraleik og píanókennslu. Færri komast að en vilja Þeir Jón E. Hjaltason (t.v.) og Hreiðar Sigtryggsson eru upphafsmenn tónskólans, og var hugmyndin á bak við stofnun hans að skapa fleiri möguleika fyrir börn sem hafa áhuga á tónlistarnámi. Grafarvogur TÓNSKÓLI grunnskólanna í Grafarvogi hefur starfað inni í grunnskólum hverfís- ins frá árinu 1996, en í hon- um er boðið upp á forskóla fyrir hljóðfæraleik og píanó- kennslu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Hreiðar Sigtryggsson, ann- an af forstöðumönnum skól- ans. „Tónskólinn var fyrst fremst stofnaður til að skapa fleiri möguleika fyrir böm sem hafa áhuga á tón- listamámi," sagði Hreiðar. „Boðið er upp á tónlistar- nám inni í grunnskólunum um leið og hefðbundnum skóladegi lýkur og þannig er verið að stuðla að heild- stæðari skóladegi fyrir bömin.“ Eins og kom fram í sam- tali við Sigrúnu Magnús- dóttur borgarfulltrúa í Morgunblaðinu 29. septem- ber þá stendur til að færa forskóla tónlistamáms inn í grunnskólana í auknum mæli. Segja má að töluverð reynsla sé komin á þetta fyrirkomulag í Grafarvogin- um og að unnið hafí verið ákveðið brautryðjendastarf í skólunum þar. Kostaði mikið átak að koma skólanum á legg I Tónskóla grunnskól- anna í Grafarvogi, sem starfar í Húsaskóla, Hamra- skóla og Foldaskóla, eru um 80 nemendur. Um 20 eru í píanónámi og 60 í forskólan- um. í forskólanum eru böm í 6 til 8 ára bekk og fara þau í tónlistartíma tvisvar sinn- um í viku, í 40 mínútur í senn. Píanónemamir em í 3. til 10. bekk og eru þeir í pía- nótímum tvisvar í viku í 30 mínútur í senn en síðan eru þeir líka í eina kennslustund í viku í tónfræði. Að sögn Hreiðars hefur skólanum verið mjög vel tekið af nemendum og for- eldrum, enda komast færri nemendur að en vilja. Hreiðar sagði að hann og Jón E. Hjaltason tónlistar- kennari hefðu fyrst rætt hugmyndina að tónskólan- um árið 1994 því, eins og áð- ur sagði, þeir hefðu viljað skapa íleiri möguleika fyrir börn sem hefðu áhuga á tónlistarnámi. Hann sagði að það hefði kostað mikið átak að koma skólanum á legg, en það hefði tekist með góðri samvinnu við skólastjóra Hamra,- Húsa- og Foldaskóla. Stofur standa ónýttar eftir að skóladegi lýkur Þar sem grunnskólamir em margir hverjir einsetnir standa stofur jafnan ónýttar eftir að skóladegi lýkur. Að sögn Hreiðars hentar það því vel að nýta húsnæðið undir tónskóla og sagði hann að hægt væri að spara töluverða fjármuni með því að skipuleggja tónlistamám svona í stað þess að byggja sérhúsnæði fyrir tónskól- ana. Hreiðar sagði að allir tón- skólar fengju styrki frá sveitarfélögunum til að greiða tónlistarkennumm laun, þar með talið Tónskóli grannskólanna í Grafarvogi. Hann sagði að tónskólamir þyrftu hinsvegar sjálfír að borga annað, t.d. standa undir rekstri eigin húsnæðis og.að það hlyti að hafa áhrif á það hversu há skólagjöld tónskólanna væra. Að sögn Hreiðars á Tón- skóli grannskólanna í Graf- arvogi ekkert húsnæði og því getur hann boðið upp á tónlistamám á mjög sann- gjömu verði, en ein önn fyr- ir barn í forskóla kostar 8.000 krónur, en fyrir bam í píanónámi kostar önnin 15.000 krónur. A vegum skólans starfa 4 kennarar en samtals eru stöðugildin 2,5. Hreiðar sagði að tónskól- inn hefði ekki borgað beina leigu fyrir afnot sín af stof- um skólanna, hinsvegar hefði hann staðið fyrir kaup- um á tveimur píanóum og öðram hljóðfæram og hljómtækjum, sem skólarnir hefðu aðgang að. Hann sagði að líklega yrði breyt- ing á þessu fljótlega, þar sem borgin hygðist semja við tónlistarskóla um að þeir bjóði upp á a.m.k. forskóla tónlistarnáms inni í grunn- skólunum, hann sagði að þá mætti gera ráð fyrir að skól- amir borguðu einhverja leigu fyrir afnot af stofun- um. Breytt skipulag Skúlagötu Reykjavík BORGARSKIPULAG aug- lýsir nú breytt deiliskipulag Skúlagötusvæðisins frá 1985, en breytingin varðar lóðina við Klapparstíg 20. I stað op- ins svæðis er nú gert ráð fyr- ir íbúðarhóteli með níu íbúð- um. Byggingarfyrirtækið Sér- verk ehf. sótti um að fá að reisa íbúðarhótelið, en gert er ráð fyrir að það verði um 610 fermetrar, jarðhæð, tvær hæðir og ris. Bifreiðastæða- þörf fyrirhugaðrar byggingar verður leyst með stæðakaup- um í samráði við borgaryfir- völd. Eins og staðan er nú er lóðin ófrágengin og í óhirðu. Elías Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sérverks ehf., sagði að tillagan væri búin að fara í grenndarkynningu og þar hefði verið almenn ánægja með hana. Hann sagði að ekki væri ljóst hvort Sérverk myndi eiga og reka hótelið, þar sem allt væri enn opið í þeim málum. Að hans sögn munu framkvæmdir hefjast um leið og leyfi fæst. Tillagan liggur frammi í sal borgarskipulags í Borgar- túni 3 til 13. október, en ábendingum og athugasemd- um skal skfla skriflega fyrir 27. október. Umferðaröryggi verði aukið Grafarvogur SKIPULAGS- og umferðar- nefnd fékk sent erindi í vor, þar sem farið var fram á að Lokinhamrar og Leiðhamrar yrðu gerðir vistlegri og um- ferðaröryggi aukið. Sá sem sendi erindið býr við Leið- hamra og í samtali við Morg- unblaðið sagði hann að brýnt væri að eitthvað yrði gert í umferðarmálum Hamra- hverfísins. Að hans sögn eru „Lokin- hamrarnir eins og formúla 1- kappaksturbraut". „Það er kannski ekki mjög mikið um hraðakstur á götunni, en hún býður samt óneitanlega upp á þann möguleika, þar sem hún er mjög breið.“ Lokinhamrar er aðalgatan í hverfínu og liggur hringinn í kringum það. Ibúinn sagði að nauðsynlegt væri að setja þrengingai- við götuna og fleiri gangbrautir, þar sem megnið af börnunum í hverf- inu þyrftu að ganga yfír göt- una á leið sinni í skólann. Hverfisnefnd Grafarvogs hyggst fjalla um málið á næstu dögum og hefur beðið þennan íbúa að senda annað erindi sem stílað verði á nefndina. Námsmanna- íbúðir í Asahverfi Garðabær UNDIRBÚNINGUR , að byggingu fjölbýlishúss í Asa- hverfi með íbúðum fyrir námsmenn er nú að komast á lokastig. Byggingin er sam- starfsverkefni Garðabæjar og Félagsstofnunar stúdenta og er búist við að gengið verði frá samningum nú í október. Að sögn Ingimundar Sig- urpálssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, hefur verið unn- ið að undirbúningi málsins um nokkurt skeið. Hann seg- ir að byggt verði nýtt fjölbýl- ishús, væntanlega með um 12-14 íbúðum, en fjöldi þeiira liggi þó ekki fyrir enn- þá. Um leið og gengið verður frá samningum fer lokahönn- un hússins í gang, en hús- næðisnefnd bæjarins hefur undanfarið fundað með arki- tektum frá Arkís og farið yfír hönnun og kostnað við bygg- inguna. Ingimundur segir ástæð- una fyrir byggingunni vera mikla eftirspurn eftir hús- næði í Garðabæ, sérstaklega fyrir ungt fólk. Hann segir það vera á stefnuskrá meiri- hlutans að koma upp húsnæði fyrir námsmenn í bænum og að þetta sé liður í þeim áformum. Búið er að taka frá lóð í Ásahverfi fyrir hús þess- arar gerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.