Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 55 ---------------------------r INGIBJÖRG SOFFÍA PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN + Ingibjörg Soffía Pálsdóttir Iljaltalín frá Brokey var fædd á Böðvarshólum í Vestur- Hópi í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1918. Hún lést 25. september siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stykkis- hólmskirkju 2. október. Jarð- sett var í Narfeyri á Skógar- strönd. Ingibjörg andaðist hér á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi 25. septem- ber sl. rúmlega 81 árs að aldri. Hún var Húnvetningur, fædd í Böðvars- hólum, Þverárhreppi, hinn 20. ágúst 1918. Hún fluttist til Reykja- víkur 11 ára að aldri og gekk þar í Ingimarsskóla, sem þá starfaði með úrvals kennurum, og sagðist hún hafa fengið þar góða undirstöðu í lífinu og hrósaði kennurum mikið. Atvikin höguðu því svo til að hún fluttist til Brokeyjar og það varð hennar gæfa. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Jóni Vigfússyni Hjaltalín, og giftist honum og áttu þau góða og farsæla samleið, eign- uðust þrjú mannvænleg börn. Jón var í forystu sinnar sveitar, héraðshöfðingi ef svo má að orði kveða, var lengi í sýslunefnd og fleiri málum þeirra Skógstrendinga sinnti hann af kostgæfni. Það var tvíbýli í Brokey þessi ár. Bróðir Jóns, Vilhjálmur, bjó þar og kona hans Jóhanna Guðjónsdóttir og var samlyndi gott milli bræðranna og kvenna þeirra. Skömmu fyrir 1990 fiuttu þau Ingibjörg og Jón til Stykkishólms, en héldu þó áfram búskap í Brokey. Sáu að börnin myndu ekki taka við búsforráðum þar. Ingibjörg var myndar- og dugn- aðarkona að hverju sem hún gekk. Hún hafði ánægju af að taka á móti gestum og það voru því margir sem heimsóttu þau hjónin. Myndaðist þannig vinátta á milli gestanna og þeirra. Ég átti því láni að fagna að eignast Jón að vini mjög fljótt eftir að ég kom sem starfsmaður hjá sýslumanninum í Stykkishólmi og á um þau samskipti góðar og elsku- legar minningar. Elskulegheit þeirra hjóna hlutu að virka þannig á samferðamenn að þar væri sönn vinátta að baki. Ég tel það mikla gæfu að hafa kynnst þeim. Seinustu árin átti Ingibjörg heima í þjón- ustuíbúðum við dvalarheimilið, en áður bjó hún í nágrenni þess. Sá- umst við því nær daglega og var það mér mikil gleði. Þá má geta þess að synir þeirra hjóna hafa fet- að í fótspor þeira og orðið nýtir samborgarar og eiga góð heimili. Það er sjónarsviptir að Ingi- björgu. Brosið hennar ekki lengm- þegar við göngum um dvalarheimil- ið, eða meðal okkar eldri borgara. En þar var hún alltaf svo traust vinkona okkar. Með þessum línum vil ég minnast þeirra góðu hjóna og þakka fyrir að hafa kynnst þeim og eignast vin- fengi þeirra. Ég bið henni allrar blessunar á nýjum áfanga og ást- vinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ingi- bjargar frá Brokey. Arni Helgason, Stykkishólmi. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HARALDUR HERMANNSSON rafvirkjameistari, Fellsmúla 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 13. október ki. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. Pálína Kjartansdóttir, Halldóra Haraldsdóttir, Ingólfur Arnarson, Sigrún Haraldsdóttir, Jón Ástvaldsson, Bergþóra Haraldsdóttir, Guðmundur Ómar Þráinsson, Herdís Haraldsdóttir, Björn Hjálmarsson, Kjartan Haraldsson, Sigríður E. Magnúsdóttir og afabörn. t Ástkæra systir okkar og mákona, INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR (Bíbí), verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 13. október kl. 15.00. Sigríður Sigurjónsdóttir, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Jörgen Sigurjónsson, Jón Oddur Sigurjónsson, Bjöm Önundarson, Sigurður Jónsson, Anna Ingólfsdóttir, Helga Snorradóttir, Sigrún Ingimarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR SIGMARSDÓTTIR, Lyngholti 14c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstu- daginn 8. október. Jarðarförinn fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 15. október kl. 11.00 f.h. Ásdís Árnadóttir, Eiður Sigþórsson, Hörður B. Árnason, Erla S. Jónsdóttir, Helga Árnadóttir, Jón Þorbergsson, Haraldur Árnason, Þorbjörg Traustadóttir, barnabörn og barnabarnaböm. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN SIGURÐSSON, Árskógum 2, áður Miðleiti 7, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógabæ, fimmtu- daginn 7. október, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 13. október kl. 15.00. Sigurgeir Sigurjónsson, Guðleif Fríður Sigurjónsdóttir, Helga Jenný Gísladóttir, Ólafur Ólafsson, Helga Jenný Sigurgeirsdóttir, Hjörtur Ólafsson, Adrian Raybould, Jónas Örn Ólafsson, Benjamín Liam Adrianson, Sigurjón Sigurgeirsson, Benjamfn Sigurgeirsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Miðvangi 22, Egilsstöðum. Hrafnkell A. Jónsson, Aðalsteinn Ingi Jónsson, Jón Hávarður Jónsson, Rósa Jónsdóttir, Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir, Dagur Emilsson, barnabörn og barnabarnabörn Sigríður M. Ingimarsdóttir, Ólavía Sigmarsdóttir, Iris Dóróthea Randversdóttir, Bjami Richter, t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, PÁLL GUNNARSSON líffræðingur, Lynghaga 13, Reykjavík, lést fimmtudaginn 7. október. Jarðarförin auglýst síðar. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Ingileif Bryndís, Sigrún, Áslaug, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson, Ingileif Bryndís, Gyða Björg, Gunnar Þorlákur, Guðrún Snorra, Hjálmar Gunnarsson, Sjöfn Jóhannsdóttir og fjölskylda. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SVANFRfDUR TRYGGVADÓTTIR, Þórunnarstræti 112, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. október kl. 13.30. Pálmi Pálmason, Halla Pálmadóttir, Sigurður G. Símonarson, Soffía Pálmadóttir, Valdimar Sigurgeirsson, Tryggvi Pálmason, Hólmfríður Pétursdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Agnar Bragi Guðmundsson, Kjartan Pálmason, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR, Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. október kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir um að láta Umsjónarfélag einhverfra njóta þess. Halldór G. Ólafsson, Anna Björg Halldórsdóttir, Halla Sólveig Halldórsdóttir, Sigurjón Páll Högnason, Magnús Ólafur Halldórsson, Karl Sigurjónsson, Freyja Sigurjónsdóttir, Halldór Steinn Halldórsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BENEDIKTSDÓTTIR frá Bergsstöðum, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju fimmtu- daginn 14. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda. Jónasína Arnbjörnsdóttir, Benedikt Arnbjörnsson, Hólmfríður Arnbjörnsdóttir, Aðalsteinn Arnbjörnsson. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, teng- damóður, ömmu og langömmu, FJÓLU SIGURÐARDÓTTUR, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð hjúkr- unarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Örn Ágúst Guðmundsson, Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.