Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ íslandsflugsdeildin 1999-2000 Nr. Félaq 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Stiq Röð 1 Taflfélaqið Hellir B 2'h 4 5 0 11 'h 3 6. 2 Taflfélag Reykiavikur A 5'h Th 8 4 25 7 1. 3 Skákfélag Hafnarfiarðar A 4 'A 514 4'h 1414 5 4. 4 Taflfélag Garðabæiar A 3 2'h 4'/2 4’/2 1414 4 5. 5 Skákfélag Akurevrar A 5'h 6 'h 5'/2 2'h 20 6 3. 6 Tafldeild Bolungarvikur 2'h 3 'h Vh 2'h 10 0 7. 7 Taflfélag Reykjavikur B 0 3 54 3 'h 2'h 9'/2 0 8. 8 Taflfélagið Hellir A 8 4 5'h 5'h | 23 7 2 Deildakeppni S.í. 1999-2000. Önnur deild Nr. Félag 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Sticj Röð 1 Taflfélag Kópavogs A 3 3 3/2 4’/2 14 6 2. 2 Skákfélag Akureyrar B 3 T 3 3/2 3’/2 13 6 3. 3 Skákfélaq Selfoss oq náqr. 3 2’/2 21/2 11 2 7. 4 Taflfélag Reykjavfkur C 2/2 114 3’/2 'h 8 2 8 5 Taflfélag Reykjavíkur D 4/2 3 3 2 Vh 11 3 6. 6 Skákfélag Reykianesbæiar A 314 2'/2 3 12 4 4. 7 Taflfélag Akraness A 2’/2 3’/2 5’/2 4 1514 6 1. 8 Taflfélagið HellirC m 2’/2 4’/2 3 ■ 1114 3 5. Deildakeppni S.í. 1999-2000. Þriðja deild Nr. Félag I 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. stig Röð 1 Skákfélag Akureyrar C 3 14 1 3/2 8 3 7. 2 Skáksamband Austurlands 3 '4 4 3 1014 4 5. 3 Skákfélag Grand-Rokk A 5/2 Al4 6 514 221/2 8 1. 4 Skákfélag Seltiarnarness 5 2 5 214 1414 4 2. 5 Taflfélaq Revkiavíkur G 4 4 3 3 14 6 3. 6 Taflfélagið Hellir D 0 1 2 14 314 0 8. 7 Taflfélag Vestmannaevia 2 14 314 3 9 3 6. 8 U.M.S. Eyfirðinga A 214 3 3 514 1 14 4 4. TR efst í íslands- fiugsdeildinni SKAK H e 11 i s h e i m i 1 i ö Deildakeppni SÍ - fyrri hluti 8.-10.10. 1999 TAFLFÉLAG Reykjavíkur hef- ur hlotið 25 vinninga og er með tveggja vinninga forystu í íslands- flugsdeildinni 1999-2000 þegar fyrri hluta keppninnar er lokið. I fyrri hlutanum eru tefldar fjórar umferðir, en alls eru tefldar sjö um- ferðir. Islandsflugsdeildin er efsta deildin í deildakeppni Skáksam- bands Islands, sem er liðakeppni á milli allra taflfélaga landsins. Keppnin er nú haldin í 26. sinn. A þriðja hundrað skákmenn tefla í Deildakeppninni ár hvert. Þetta eru skákmenn úr öllum styrkleika- flokkum, allt frá byrjendum til stórmeistara. Forskot TR er gott veganesti fyr- ir félagið í seinni hluta keppninnar sem fram fer í mars á næsta ári. Það er athyglisvert að TR nær þessum árangri þrátt fyrir að þeirra sterkasti skákmaður, Margeir Pét- ursson, tefldi ekki með sveitinni. Að þessu sinni tefldu heldur engir er- lendir skákmenn með TR eða öðr- um liðum í Islandsflugsdeildinni. Taflfélagið Hellir er í öðru sæti í deildinni með 23 vinninga. TR og Hellir skildu jöfn í þriðju umferð og voru jöfn að vinningum að því loknu, en stórsigur TR gegn Skák- félagi Hafnarfjarðar í fjórðu um- ferð, l'h-h, tryggði félaginu tveggja vinninga forystu. Skákfélag Akureyrar er í þriðja sæti með 20 vinninga. Sveitinni bættist góður liðsstyrkur að þessu sinni þegar „Hólmvíkingurinn" Jó- hann Hjartarson stórmeistari gekk til liðs við Akureyringa. Taflfélag Hólmavíkur hætti reyndar við þátt- töku í keppninni og hafa ýmsir liðs- menn félagsins nú gengið til liðs við Bolvíkinga. Tafldeild Bolungarvíkur tók sæti Hólmavíkur í íslandsflugs- deildinni, enda lenti sveitin í öðru sæti í annarri deild á síðasta keppn- istímabili. Taflfélag Garðabæjar er nýliði í fyrstu deild að þessu sinni eftir sig- ur í annarri deild í fyrra. Garðbæ- ingar óttuðust að falla strax aftur og höfðu því skráð fjölmarga er- lenda skákmenn í félagið til þess að styrkja liðið. Þegar á hólminn var komið beittu þeir hins vegar ein- göngu íslenskum félagsmönnum og sjá varla eftir því. Félagið er nú 4.-5. sæti ásamt Skákfélagi Hafnar- fjarðar og er í öruggri fjarlægð frá fallsætinu. Skákfélag Hafnarfjarðar átti reyndar við það vandamál að stríða að eiga í erfiðleikum með að manna sína sveit sem leiddi til mikilla sveiflna í styrkleika sveitarinnar. Neðstu liðin í Islandsflugsdeild- inni eru svo B-sveit Hellis, Taflf- deild Bolungarvíkur og B-sveit TR Það er athyglisvert að innbyrðis viðureignir þessara sveita fara allar fram í seinni hlut deildakeppninnar ívor. Um úrslit annarra deilda vísast til meðfylgjandi taflna. Hafa verður í huga að átta keppendur skipa hvert lið í íslandsflugsdeOdinni, en í hinum deildunum keppa sex manna sveitir. Rétt er að vekja athygli á hraðsiglingu Grand-Rokk manna upp deildirnar. A-sveit félagsins sigraði með yfirburðum í fjórðu deild í fyrra og að þessu sinni eru þeir komnir með afgerandi forystu í þriðju deild. Þá má geta þess að keppnisfyrirkomulag í fjórðu deild er með öðrum hætti en í hinum deildunum. Skákmót á næstunni 18.10. Hellir, fullorðinsmót kl. 20 21.10. SA, tíu mínútna mót kl. 20 23.10. SI, heimsm.mót bama 25.10. Hellir, atkvöld 28.10. SA, öldungamót kl. 20 31.10. Hellir, kvennamót 31.10. SA, hausthraðskákmót kl. 14 31.10. TR, hausthraðskákmót Daði Örn Jónsson BIODROGA liiffig® f Negro snyrtivörur Skólavörðustíg 21 a JSk, *Q-10* 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 húðkremið r iajæ c~>iella Netfang: 8g jf blanco@itn.is |d Si Bankastræti 3, sími 551 3635. Vefíang: pi « www.blanco.ehf.is ' „ | - Póstkröfusendum I DAG VELVAKAMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Höfum ljósin kveikt MÓÐIR blaðburðar- drengs hafði samband við Velvakanda og vildi hún minna fólk á að hafa ljósin við útidyrnar kveikt á morgnana. Segir hún að það sé orðið svo dimmt á morgnana að erfitt sé fyrir blaðburðarfólkið að sjá til í myrkrinu. Ráðskona JÓHANN hafði samband við Velvakanda vegna greinar sem HVÞ ritaði í Velvakanda um starfsheiti fyrir kvenráðherra í ríkis- stjórninni. Hann segir að það sé lengi búið að glíma við þetta vandamál og aldrei hafi fengist nein nið- urstaða. Segir hann að lausnin sé einfaldlega sú að kalla kvenráðherra „ráðskonur". Göngustígur í ólestri SIGURÐUR hafði sam- band við Velvakanda og er hann með fyrirspurn vegna göngustígsins sem er fyrir neðan Stórhöða sunnan megin í Grafarvog- inum. Segir hann að það hafi tekið 10 ár að fá þenn- an göngustíg. Nú sé verið að byggja þarna fyrir neð- an Stórhöfðann og verk- takamir hafa ýtt öllu rusl- inu yfir göngustíginn. Seg- ir Sigurður að það sé erfitt, og jafnvel illmögu- legt, að komast þarna yfir, sérstaklega að kvöldi til í myrkri. Spyr hann hvort það sé ekki einhver sem beri ábyrgð á þessu og hvort ekki sé hægt að hreinsa stíginn. Tapað/fundið GSM-sími týndist NOKIA GSM-sími 5110 týndist á tónleikum „Sick of it all“ í Utvarpshúsinu 17. september sl. Skilvís finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 553- 9004. Fundarlaun. SKAK llmsjón Margcir Pétursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á heims- meistaramóti unglinga 20 ára og yngri sem fram fór í Jerevan í Armeníu í haust. L. Vajda (2460), Rúmeníu, var með hvítt og átti leik gegn Þjóðverjanum F. Lip- insky (2330) 31. Bd7!! _ Bf5 (Auðvitað ekki 31. _ Dxd7? 32. DÍ8+ og mátar) 32. Bxf5 _ gxf5 33. Dxf5 og svartur gafst upp. I fjölskyldugarðinuin í Laugardal. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... AÐ er með ólíkindum hve erfitt getur verið að ná sambandi við lækna. Víkverji þarf því miður að eiga regluleg samskipti við lækni og þarf að taka lyf daglega. Víkverji er hjá ákveðnum lækni vegna þessa og á að fá lyfjaskammtinn hjá honum með ákveðnu millibili. Það á að fara þannig fram að hringja skal í þá læknastofu, sem hann er á tvo daga í viku, leggja inn skilaboð, sem læknirinn á svo að svara að kvöldi þeirra daga, sem hann er á stofunni. Það er skemmst frá því að segja að tvívegis í röð varð Víkverji að leita annarra leiða til að fá nauðsynleg lyf, þar sem læknirinn „hans“ svar- aði ekki skilaboðum, þrátt fyrir að þeim hafi fylgt skilmerkilega að þörf væri á lyfjunum. I þriðja tilfell- inu náðist loks samband við lækninn í annarri tilraun og lyfjaskammtur- inn fékkst. Þjónusta af þessu tagi er í einu orði sagt óþolandi. Það er eitthvað mikið að ef ekki er hægt að afgreiða svona einfalt mál, því hvorki er um hættuleg né ávanabindandi lyf að ræða, aðeins sýrustillandi lyf vegna bakflæðis og Víkverji hefur fengið lyfjaskírteini vegna þessa. Lyfið er engu síður lyfseðilsskylt og því þarf reglulega að leita tii læknisins. Kannski hefur læknirinn of mikið á sinni könnu, en ef svo er á hann að vísa sjúklingum sínum annað, þar sem þeir geta fengið viðunandi þjónustu. Það er alltof algengt að erfitt sé að ná í lækna eins og reyndar hefur komið fram í Morgunblaðinu. Þeir eru í sumum tilfellum með einn til tvo mjög stutta viðtalstíma á viku og er þá sjúklingum vísað í síma á viðkomandi læknastofum eða heilsugæzlustöðvum. Staðreyndin er sú að mjög erfitt er að ná sam- bandi við þessa staði og oft er hálf- tíma bið til einskis. Því er rétt að ít- reka, að með nettengingu við lækna og læknastöðvar væri hægt að bæta þessi samskipti verulega og það er í raun illskiljanlegt að svo skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu, því það myndi minnka álagið verulega og greiða fyrir öllum samskiptum. Vonandi taka þessir aðilar nútíma- tækni í notkun sem fyrst. XXX JÓNUSTA í heilbrigðisgeiran- um getur reyndar líka verið góð og vert er að geta þess sem vel er gert. Kona tengd Víkverja, búsett í Bandaríkjunum, býr sig nú undir að ala sitt annað barn. Hið fyrra ól hún á fæðingardeild Landspítalans fyrir allnokkru og var það tekið með keisaraskurði. Vegna þungunar sinnar nú þurfti hún að fá ákveðnar upplýsingar um fyrri meðgöngu og fæðingu þar sem seinna barnið mun koma í heiminn vestra. Haft var samband við fæðingardeildina og þar stóð ekki á neinu. Sjálfsagt mál var að veita þessar upplýsingar og þeim snarað á ensku svo ekkert færi á milli mála. Þar var vel að verki staðið. XXX FREGNIR hafa borizt af því að lögreglan í Keflavík sýni nú mikinn dugnað í því að sekta þá sem leggja ólöglega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við brottför og komu til landsins. Kveður svo rammt að þessari sektarsókn að mörgum er hreinlega ofboðið. Víkverji varð vitni að því fyrir skömmu að lögreglumaður gekk af- ar hart fram í þessum málum. Fólk var að koma að utan að kvöldi til í roki og ausandi rigningu. Tekið var á móti ferðalöngunum á bfl og hon- um ekið upp að útgangi flugstöðvar- innar svo ekki þyrfti að berjast með farangurinn í ausandi rigningunni. Ökumaður bílsins stöðvaði hann, en lét vélina ganga og fór ekki út úr bflnum. Það leið varla sekúnda þar tfl lögreglumaður stökk að bílnum og skipaði bflstjóranum að hypja sig brott. Þama mætti ekki leggja. Bfl- stjórinn og ferðalangamir að utan bentu lögreglunni á að ekki væri verið að leggja bflnum heldur stöðva hann í augnablik meðan far- angur og farþegar fæm inn. Það var engu tauti komið við lögreglu- þjóninn, sem hótaði því að sekta bfl- stjóra ef gerð yrði tilraun til að setja farangurinn í skottið. Farang- urinn fór engu síður í skottið og ferðalangamir inn og var hann þá ekki seinn á sér að skrifa sektar- miðann og koma sér svo í skjól og leggjast í leyni fyrir næsta fómar- lambið. Víkverja þykir svona framganga með ólíkindum og ofstopinn og til- litsleysið algjört, sérstaklega í ljósi þess að bílnum var ekki lagt og hann var ekki fyrir neinum. Hann var aðeins stöðvaður og hefði ekki tekið nema 10 til 20 sekúndur að koma farangri og fólki um borð án þess að það væri nokkrum öðrum til ama ef ekki hefðu komið til til- efnislaus afskipti lögreglunnar. Fyrir vikið tók þetta glæpsamlega athæfi líklega rúmlega eina mín- útu. Hvað svona ofstopa veldur er erfitt að skilja. Það er sjálfsagt að sekta þá sem leggja ólöglega en svona ofsóknir eru út í hött, jafnvel þótt lögreglan kunni að vera fjár- þurfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.