Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Landsmótin í nafla- skoðun á ársþingi LANDSAMBAND hestamannafé- laga hefur í áranna rás staðið fyrir þrettán landsmótum sem hvert um sig hefur verið stórkostleg veisla þar sem rjóminn af þvi besta úr hrossastofni landsmanna hefur kömið fram. Þar fyrir utan hafa landsmótin verið fjölskrúðugur mannlífsvettvangur þar sem hesta- menn hafa átt gleðistundir saman. Á áttunda og níunda áratugnum hófst mikil samkeppni milli ein- stakra landshuta og mótssvæða um að fá að halda landsmótin sem leiddi af sér hatrammar deilur inn- an samtakanna og er þess skemmst að minnast þegar eyfirsku hestamannafélögin sögðu sig tímabundið úr samtökunum. Töldu félögin að Skagfirðingar hefðu gengið illilega á bak orða sinna eftir að hafa gefið út viljayf- irlýsingu á Varmahlíðarfundinum /2;.æga 1979 sem túlkuð var á þann veg að Skagfirðingar styddu að Eyfirðingar fengju að halda lands- mót á Melgerðismelum 1990 gegn því að Eyfírðingar sættust á að landsmót 1982 yrði á Vindheimamelum í Skagafirði. Einnig kom síðar upp samkeppni milli tveggja mótsstaða á Suðurlandi, Gaddstaðaflata í Rangár- vallasýslu og Víðivalla í Reykjavík. í dag er staðan sú gtð enn er sóst eftir að halda landsmót þótt með hálfum kunni að vera. Þrátt fyrir ágæta aðsókn hingað til að þessum mótum er fjárhags- grundvöllur þeirra mjög tæpur þar sem lítið má út af bera. Fram að þessu hefur verið unnið mikið sjálfboða- starf við undirbúning og framkvæmd mótanna og á því hefur fjárhagsafkoman meðal annars byggst. Eftir því sem næst verður komist hafa landsmót aldrei komið út í tapi en ljóst er að stór hluti innkomunnar á hverju móti hefur farið í uppbygg- Bigu á svæðunum. Með hverju móti hafa kröfur til þeirrar aðstöðu sem mót- svæðin þurfa að bjóða upp á aukist og reynslan sýnt að alltaf þurfi að leggja mikla fjármuni í uppbyggingu ým- iskonar. Eins og vítamínsprauta í dag eru fjórir mótsstaðir sem þykja hæfir til lands- mótshalds. í Skagfirði eru það Vindheimamelar, Eyjafirði Mel- gerðismelar, Rangárvallasýslu Gaddstaðaflatir og í Reykjavík Víðivellir. Á þremur fyrrnefndu stöðunum hafa nú þegar verið Vikldin landsmót en fyrsta mótið verður haldið í Reykjavík á næsta ári sem kunnugt er. Ailtaf hafa héyrst skoðanir um að velja eigi einn eða tvo landsmótsstaði fyrir framtíðina en á móti verið sagt að nauðsynlegt sé að dreifa mótunum meira því landsmótshald sé mikil vítamínssprauta fyrir þau byggðar- lög sem mótin eru haldin í og tryggi mikla uppbyggingu á móts- svæðunUm. Fram til þessa hafa landsmótin verið haldin fjórða hvert ár en því verið breytt og nú í íyrsta sinn líða tvö ár milli móta. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að bráttan um mótin hjaðnar allnokkuð og allt virðist benda til þess að í framtíðinni verði landsmótsstaðirnir áfram fjórir. Þá verði fyrirkomulagið þannig eins og verið hefur að mótin eru haldin Landsmót hestamannafélaga hefur í sögu landssamtaka hesta- manna verið hápunktur og þungamiðja hestamennskunnar allt frá því fyrsta mótið var haldið, 1950, til þessa dags. Hatrammar deilur hafa skapast kringum mótin, þau valdið tímabundnum klofningi og síðari ár verið sá viðburður í íslensku þjóðlífí sem dregur að flesta útlendinga til landsins. I samræðum við fjölda hestamanna komst Valdimar Kristinsson að því að þrátt fyrir er rekstrarumhverfí mótanna í uppnámi og allir sammála um að endurskoðunar er þörf. þetta til skiptis á Norður- og Suðurlandi. Á Norðurlandi muni mótin skiptast á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og á Suðuriandi á milli Reykjavík- ur og.Gaddstaðaflata. En það eru ýmsar hugmyndir á lofti varðandi landsmótin og nú munu til dæmis komnar í gang viðræður milli áhættu sem tekin væri hverju sinni. Margir utanaðkomandi aðil- ar högnuðust verulega á mótunum án þess að taka verulega áhættu og spurning væri hvort þessir aðilar ættu að koma að rekstri mótanna með einhverjum hætti. Stofnað hefur verið einkahlutafélag um stjórnar L.H. og Skagfirðinga um með hvaða hætti skuli staðið að rekstri landsmótsins árið 2002 sem halda á að Vindheimamelum. Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja að beygur sé í Skagfirðingum varðandi rekstrargrundvöll móts- ins en Ijóst er að þeir ætla sér að skoða vel hvaða möguleikar eru í boði varðandi rekstrarform. Hinn faldi hagnaður Innan stjórnar L.H. eru þær skoðanir ríkjandi að fara þurfi gaumgæfilega ofan í kjölinn á rekstrarumhverfi landsmótanna í sinni víðustu mynd eða eins og einn stjórnamanna orðaði það að finna þyrfti hinn falda hagnað mótanna. Landsmótin veltu miklum fjármun- um, beint og óbeint, og væri það deginum ljósara að þeir aðilar sem stofnuðu til mótanna og ættu þau í raun, hestamannafélögin og Land- sambandið bæru allt of lítið úr být- um miðað við þá fjárhagslegu virtust sammála um að ekki væri glóra í öðru en að reyna það þegar það var samþykkt á ársþingi L.H. á sínum tíma. Spurningin snýst meðal annars mikið um það hvort sá fjöldi útlendinga sem hefur skO- að sér á landsmótin fjórða hvert ár muni skila sér annað hvert ár eða Hátíðleiki og spenna lands- mótanna hefur gert þau að stórkostlegum viðburði í áranna rás. Svo mun verða áfram svo fremi sem tekst að koma rekstri mótanna í viðunandi farveg. rekstur landsmótsins á næsta ári og er víst að margir muni fylgjast með af miklum áhuga hvernig tekst til með það form. Ljóst má heita að Skagfirsku hestamannafé- lögin ætli ekki að standa ein að rekstri landsmótsins 2002 og þykja hugmyndir um stofnun einhverss- konar félagsskapar um reksturinn áhugaverðar. Þá hafa stjórnarmenn LH. bent á að nú þegar mótin væru haldin annað hvert ár þyrfti að huga sér- staklega að samkeppni við mótin. Að sjálfsögðu er rennt blint í sjóinn með það hvort til hagsbóta sé að halda mótin annað hvert ár en allir Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson hvort þeir dreifi sér jafnt á tvö mót eða eitthvað þar á milli. I ljósi þessara breytinga og af ýmsum öðrum sökum telja stjórnamenn L.H. að líta þurfi á bæði Norður- landamótin og sömuleiðis heims- meistaramótin sem ákveðnari sam- keppnisaðila en áður. Með aukinni samkeppni aukist þörfin fyrir sterkri og markvissri markaðs- setningu landsmótanna og eins og ástandið sé í dag séu engir fjár- munir fyrir hendi til að leggja í þann þátt. Di’aumastaðan hvað út- lendingana varðar er sú að sami fjöldi skili sér á mótin annað hvert ár og kom þegar mótin voru haldin fjórða hvert ár. Mönnum þykir lík- legast að svo verði ekki nema með góðri markaðssetningu. Sofið í húsi með sæng og kodda Tímarnir breytast og mennirnir með og landsmótin líka. Á þeim fjörutíu árum sem landsmótin hafa verið haldin hafa þau að sjálfsögðu dregið mjög dám af þeim lífsgæð- um og kröfum sem gerðar eru í þjóðfélaginu hverju sinni.. Allir þættir í mótahaldinu hafa þróast í áranna rás og má þar nefna tjald- búðalífið og ferðamátann á mótin. Stöðugt stærri hluti mótsgesta gerir sér tjaldgistingu á tjaldsvæð- um mótssvæðanna ekki lengur að góðu og kýs að gista í húsum, sofa í rúmum með sæng og kodda. Þeim fer stöðugt fækkandi Islendingun- um sem koma ríðandi á landsmótin en nokkur fjöldi útlendinga kemur ríðandi á mótin eða fer ríðandi frá mótsstað í skipulagðar hestaferðir að loknu móti. Þegar vegnir eru og metnir kostir einstakra mótsstaða sþilar nálægð og magn gistrýmis stöðugt stærri rullu. Nýtingá fjárfestingum Þá virðast menn oi’ðið hugsa meira um staðsetningu mótssvæða með tiHliti til heildarhýtingar þein-a ínannvirkja yfir árið sem byggð eru. Það þykir ekki góð fjárfesting í dag að leggja fjármuni í mannvirki sem eru notuð í örfá skipti ár hvert. Gott dæmi um þennan þankagang er sú staðreynd að samstarf hestamannafé- laga á Vesturlandi um Kald- ármela þar sem haldin hafa verið mörg góð hestamót stærri sem smærri, virðist í uppnámi. Nýting á mann- virkjum á Kaldármelum ár hvert eru kannski tvö, mesta lagi þrjú mót á ári. Annað dæmi sem mætti nefna er sú hugmynd sem kviknaði í sumar í Skagafirði um að færa landsmótið frá Vind- heimamelum til Hóla í Hjaltadal. Á Hólum er rek- inn reiðskóli lungann úr ár- inu auk fjölbreyttra reiðnám- skeiða og tamningastarfsemi. Þar hefur myndast byggða- kjarni sem gerði það að verk- um að nýting á þeim mann- virkjum sem gerð væru til mótahalds myndu nýtast mun betur en það sem byggt væri upp á Vindheimamel- um. Þá er húsakostur og öll aðstaða önnur og betri á Hól- um en á Vindheimamelum. Til dæmis má nefna að stóð- hestahúsið á Vindheimamel- um er löngu orðið úrelt og engar líkur á að nokkur stóð- hestur verði settur þar inn á næsta landsmóti. Vel er skilj- anlegt að Skagfirðingar séu tregir til að leggja í mikinn kostnað við að endurbyggja stóðhestahúsið vit- andi að nýtingin á því verði afar lít- il. Framámaður í Skagafirði sagð- ist ekki telja að framkvæmt yrði til framtíðar á Vindheimamelum fyrir landsmótið 2003. Góð hugmynd í salt Var þessi hugmynd reifuð við stjórn L.H. en því svarað til að þegar stjórnin ákvað að taka til- boði Skagfirðinga um landsmóts- hald 2002 hafi aðeins verið talað um Vindheimamela. Ef Skagfirð- ingar hinsvegar vildu ekki halda mótið þar væri málið opið á nýjan- leik og öllum frjálst að gera tilboð í mótið. Með öðrum orðum, að Skag- firðingar gætu ekki gengið að þvi vísu að þeir fengju mótinu úthlutað öðru sinni og þá til Hóla. Sumir hverjir líta málið öðrum augum. Þeir telja að ef Skagfirðingar skil- uðu mótinu færi mótið sjálfkrafa á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.