Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Islenskar lambalærissneiðar Helmingi ódýrari í Danmörku en á Islandi * Islenskar lambalærissneiðar hafa að undanförnu fengist í Illum á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þar kosta þrjár lærissneiðar 25 krónur danskar sem eru um 258 íslenskar krónur. Samskonar pakkar af lærissneiðum hafa að undanförnu fengist í Nýkaupi og kostar pakkinn þar 499 krónur. mörku. Kostnaðarverð þar er því 51 dönsk króna og þá vantar álagn- ingu búðarinnar. Eðlilegt verð á þessari pakkningu útúr búð í Dan- mörku er í kringum 60 krónur danskar. I ljósi þessa er verðið í Nýkaupi eðlilegt og verðið í Dan- mörku óeðlilegt." - Hvað skýrir þá þessa verðlag- ningu í Danmörku? „Eg á blað frá versluninni Nettó í Danmörku frá því í maí sl. og þar er samskonar pakkning á tilboði á 59 ÍSLENSKU lambalærissneiðarnar eru því næstum helmingi ódýrari í Kaupmannahöfn en í Reykjavík. „Við höfum selt töluvert magn af þremur lærisneiðum í pakka til Danmerkur sem vega þá á bilinu 500-700 grömm og 25 krónur danskar er langt undir kostnaðar- verði,“ segir Steinþór Skúlason for- stjóri Sláturfélags Suðurlands. „Hver pakki kostar frá okkur 40,80 danskar krónur og ofan á það leggst 25% söluskattur í Dan- N Y SENDING af sparipeysum, pilsum og drögtum Hverfisgötu 78, sími 552 8980 I Illum í Kaupmannahöfn kost- uðu þrjár íslenskar lambalæris- sneiðar 25 krónur danskar eða sem nemur 260 ísl. krónum krónur danskar. Annaðhvort er um mistök í verðlagningu að ræða hjá viðkomandi verslun eða verslunin er með lambakjötsútsölu undir kostnaðarverði." 200 tonn til Danmerkur Steinþór segir að íslenska lamba- kjötið sé selt á hæsta mögulega verði til útlanda og að íslenskt ferskt lambakjöt sé selt á svipuðu verði og danskt og þýskt lamba- kjöt. Hann segir að frosið íslenskt lambakjöt sé t.d. selt á 30-40% hærra verði en lambakjöt frá Nýja Sjálandi. Á síðasta ári fóru um 160 tonn af lambakjöti frá Sláturfélagi Suður- lands til Danmerkur. Steinþór býst við að á þessu afurðaári sem hófst í sl. mánuði muni um 200 tonn af kjöti fara frá SS til Danmerkur. Það nemur 35-40% aukningu. „Við höfum samið við danska kjötvinnslu um að vinna fyrir okkur ferskt kjöt sem við getum þá selt í fleiri verslanir í Danmörku sem ekki eru með kjötiðnaðarmenn á sínum snærum og náð þannig fram aukinni dreifingu. Næsta skref er síðan að semja við kjötvinnsluna um að vinna fyrir okkur marinerað kjöt.“ Steinþór segir að Sláturfélag Suðurlands sé þegar búið að skrá vörumerki ytra og undirbúningur iyrir framleiðslu á lokastigi. Aukin neysla grænmetis Heilsufarslegur ávinningur Á MÁLÞINGI um gæði grænmetis frá sjónarhóli neytenda, fjallaði Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs, um erlendar rannsóknir sem sýnt hafa að aukin grænmetisneysla getur minnkað líkur á krabbameini og hjartasjúk- dómum. í erindi Laufeyjar Steingríms- dóttur kom fram að samkvæmt fjölda rannsókna, sem kynntar hafa verið síðastliðin ár, minnkar neysla grænmetis og ávaxta líkur á mörg- um alvarlegum sjúkdómum, þar á meðal mörgum tegundum ki-abba- meins, hjarta- og æðasjúkdómum og offitu. Við þessum upplýsingum hefur verið brugðist með því að hvetja neytendur til að borða meira grænmeti. Á íslandi hafa Krabbameinsfé- lagið, Hjartavemd og Manneldis- ráð leitt saman hesta sína og upp- lýst landsmenn, í auglýsingum og kynningarefni, um kosti grænmetis og ávaxta. En hlutur grænmetis er, að sögn Laufeyjar, óvenju lítill í fæði Islendinga, sem veitir töluvert svigrúm til að auka neysluna og hafa þar með jákvæð áhrif á heilsu- far Islendinga. Samkvæmt síðustu könnun sem gerð var á mataræði Islendinga frá árinu 1990 borðuðu þeir að meðaltali aðeins 275 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag, en samkvæmt fæðuframboð- stölum hefur hins vegar orðið nokk- ur aukning á neyslu grænmetis síð- astliðinn áratug. En þrátt fyrir breytingar í rétta átt er ljóst að neysla þessara vara þarf nánast að tvöfaldast til að ná megi markmið- inu, 500 grömmum á dag. Getur minnkað Iíkurnar á alvarlegum sjúkdómum Laufey segir að fram til þessa hafi verið birtar um tvö hundruð faraldsfræðilegar rannsóknir sem sýnt hafa lækkun á krabban- meinsáhættu meðal þeirra sem borða mikið af grænmeti og ávöxt- um. Þrátt íyrir að niðurstöðumar geti ekki talist óyggjandi eru vís- bendingarnar um áhrif grænmetis og ávaxta orðnar það sterkar, að mati Laufeyjar, að það verður vart undan því vikist að taka afstöðu til þeirra og ákveða með hvaða hætti skuli bregðast við þeim. Málflutn- ingi Laufeyjar til stuðnings nefndi hún útkomu viðamikillar skýrslu á vegum American Institute for Cancer Research og World Cancer Research Fund sem ber heitið Food, Nutrition and the Prevention of Cancer; A Global Perspective. I henni em leidd rök að því að hægt sé að koma í veg fyrir 20% allra teg- unda krabbameins með aukinni neyslu grænmetis og ávaxta. Nýleg rannsókn á sautján Evrópulöndum sýnir að sterkt sam- band er á milli neyslu grænmetis og lágrar dánartíðni af völdum æða- kölkunarsjúkdóma. Eins hafa rann- sóknir á jurtaneytendum sýnt að þeir fá síður kransæðasjúkdóma og lífslíkur þeirra em einnig meiri en þeirra er borða kjöt. Segir Laufey að þegar á heildina sé litið, og tillit tekið til þeirra rannsókna sem sýna engin áhrif grænmetis- og ávaxtan- eyslu á sjúkdómshættu, sem era þó færri en þær sem hér hefur verið greint frá, má búast við því að tíðni æða- og hjartasjúkdóma lækki á bilinu 7-20% með aukinni neyslu grænmetis og ávaxta. Offíta mesti heilsuvandi næstu aldar Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in hefur spáð því að offita sé einn mesti og alvarlegasti heilsuvandi komandi aldar, enda fylgja henni margir mjög alvarlegir sjúkdómar, m.a. hjarta- og æðasjúkdómar. Rannsóknir hafa sýnt að samsetn- ing fæðunnar getur haft veruleg áhrif á líkamsþyngd en ef sterkja er aukin á kostnað fitu í fæðu einstakl- ings má lækka líkamsþynd og koma í veg fyrir offitu. Astæða þess er talin sú að hver hitaeining úr kolvetnum metti bet- ur en sami hitaeiningafjöldi úr fitu. Fita er meira en tvöfalt orkuríkari en kolvetni, hins vegar eykur fitur- ík máltíð ekki brennslu eða orku- notkun á sama hátt og kolvetna- eða próteinrík máltíð gerir, heldur stuðlar hún að fitusöfnun í fituvefj- um. Laufey segir því fituríka fæðu hvetja til ofneyslu og auka líkur á offitu. Grænmeti og ávextir em kol- vetnisrík fæða en innihalda litla eða enga fitu og oftast fáar hitaeining- ar. Því getur mikil neysla grænmet- is og ávaxta verið íiður í því að minnka hættu á offitu og stuðlað að eðlilegri líkamsþyngd. Offita er mjög útbreitt og alvarlegt vanda- mál á Vesturlöndum og einnig hér á íslandi og væri því ráð að Islend- ingar borðuðu meira og fjölbreytt- ara úrval íyrmefndra fæðuteg- unda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.