Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ eeer aaaöTao .sr íujoagiilgih'I 95 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 57 HESTAR Melgerðismela þar sem þeir hefðu verið næstir á blaði á sínum tíma þegar mótið var boðið út. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn virð- ist sú skoðun eiga talsvert fylgi að gera eigi Hóla að landsmótsstað og leggja Vindheimamela af sem slíka. Finnst mörgum að stjórn LH hafí blásið góða hugmynd út af borðinu þótt rökin séu mjög skiljanleg. Landsmótsþing Á ársþingi LH síðar í þessum mánuði er gert ráð fyrir að lands- mótin verði íyrirferðarmikil í dag- skrá þingsins og leggur stjórn samtakanna áherslu á að fljótlega finnist ásættanlegur farvegur í rekstri mótanna. Til margra ára hefur stjórnin reynt að koma á þinghaldi annað hvert ár í stað ár- lega en nú hefur verið látið í veðri Áhugi fyrir landsmótum er alltaf mikill þótt ekki hafi aðsókn að mótunum verið í samræmi við vonir móts- haldara hverju sinni. Skiptar skoðanir eru til dæmis um beinar sjón- varpsútsendingar og verð- ur svo meðan þær ekki skila beinum tekjum til mótshaldara. vaka að ekki verði stefnt á fækkun þinga fyrr en viðunandi rekstrar- form landsmótanna finnist. Fyrir liggur að Byggðastofnun geri út- tekt á gildi landsmóta fyrir hesta- mannafélög í einstökum byggðar- lögum og hverju það breyti og hvers virði það er að halda lands- mót. í dag togast á tvö sjónarmið varðandi landsmótin. Annarsvegar eru það arðsemiskröfur og hins- vegar félagslegi þáttur mótanna. Innan stjómar er áhugi á að stofna rekstrarfélag um landsmótin al- mennt þar sem allir hagsmunaaðil- ar ættu hlut að máli en þar er verið að tala um aðila út fyrir raðir hestamanna eins og til dæmis aðila úr ferðaþjónustu. Þessi hugmynda- smíð er enn á frumstigi en ef til kæmi myndi þessi félagsskapur, hvort sem um yrði að ræða hlutafé- lag eða eitthvert annað form, standa að rekstri landsmóta hvar sem þau yrðu haldin. Hestamenn út á landi leggja ríka áherslu á að arðsemisjónarmiðin ein verði ekki látin ráða ferðinni því þá sé næsta víst að öll landsmót framtíðarinnar yrðu haldin í Reykjavík. Er þá nefnt sem álitlegur kostur að stjóm LH. hverju sinni myndi velja landsmótsstað eins og verið hefur. Félagshyggja og arðsemi Hestamenn standa á krossgötum hvað landsmótshaldið varðar. Mót- in velta háum fjárhæðum, rekstur- inn áhættusamur og lítið kemur í hlut í eigenda mótanna. Meira er horft í þær krónur sem lagðar em í uppbyggingu mótssvæðanna og ljóst að mótssvæði „lengst upp í sveit“ munu detta út sem lands- mótsstaðir. Krafan um góða nýt- ingu svæðanna verður stöðugt há- værari og fróðlegt verður að sjá hvernig félagsþátturinn og byggðastefnan standast moldviðri arðsemiskrafna í væntanlegri naflaskoðun. Hestar/fólk ■ SUÐRI frá Holtsmúla gerði sem kunnugt er góða ferð í reið- höllina á Ingólshvoli í vor þegar hann hljóp þar nokkra hringi án hnakks og knapa og heillaði menn svo upp úr skónum að það fylltist hjá honum á augabragði. Áhrifa ferðarinnar gætir enn því upppantað er undir hestinn á næsta ári. ■ SUÐRI var með um sjötíu og fimm hryssur í sumar en næsta sumar hafa verið bókaðar aðeins fjörutíu hryssur á hann þar sem gert er ráð fyrir að hann komist á landsmót. Þar fyrir utan er talsverður fjöldi á biðlista. ■ HOLTSMÚLABÚIÐ átti tólf hryssur hjá Orra frá Þúfú föður Suðra og þar á meðal var Vaka frá Arnarhóli og móðir hennar Fluga sem eru flaggskipin í hryssufiota Holtsmúlabúsins. ■ VAKA mun skila afkvæmi upp á 132 stig í kynbótaspá Bænda- samtakanna ef allt gengur að óskum og væntanlega stóðhests- efni ef það verður hestur. ■ FANNAR Jónasson hestamað- ur og viðskiptafræðingur á Hellu hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Landsmóts 2000 og er hann nú þegar farinn að starfa með stjórn hlutafélagsins. ■ FANNAR er ekki alveg ókunn- ur málum sem þessum því hann var framkvæmdastjóri á lands- mótinu 1994 á Gaddstaðaflötum Ijórðungsmóti á sama stað tveimur árum síðar. Er því með réttu hægt að segja að ráðinn hafi verið fagmaður til starfans. ■ DANMÖRK varð fyrir valinu sem staður fyrir heimsmeistara- mótið 2003 á aðalfundi FEIF, Al- þjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins nýverið. Danir bjóða fram mótssvæði á Jótlandi sem heitir Herning . Næsta heims- meistaramót verður sem kunn- ugt er haldið í Austurrfld árið 2001. ■ HERNING er stórt og opið svæði þar sem húsakostur er mjög góður, að sögn Sigurðar Sæmundssonar landsliðseinvalds sem var á fundinum ásamt Jóni Alberti Sigurbjörnssyni. Þarna hafa farið fram kynbótasýningar á íslenskum hrossum en eftir er að gera hringvöll og skipuleggja svæðið með tilliti til keppni á ís- lenskum hestum. ■ HERNING er stutt frá Billund og sagði Sigurður það létta mjög flutning keppnishrossanna frá Islandi og sömuleiðis verður auðvelt með ferðir íslenskra áhorfenda á mótið. ■ AÐALFUNDUR FEIF sam- þykkti skyldunotkun reiðhjálma þegar keppt er samkvæmt regl- um samtakanna FIPO. Allir full- trúar greiddu atkvæði með til- lögunni nema fulltrúar Þýska- lands, Austurríkis og Sviss. ■ KEILIR frá Miðsitju hafði í nógu að snúast í sumar. Hann sinnti 90 hryssum og þar af voru 32 afgreiddar á húsi. Eigandi Keilis, Gunnar Jóhannsson segir að ekki sé búið að ómskoða allar hryssurnar en af því sem komið er sé útkoman á milli 80-90% fyljun. ■ KEILIR kom sérstaklega vel út í húshaldinu en þar var hann með 31 hryssu fyljaða af 32 sem var haldið undir hann í vor. Folatollurinn hjá Keili var fjöru- tfu þúsund krónur fyrir utan virðisaukaskatt. ■ SAUÐÁRKRÓKSFEÐGAR þeir Sveinn Guðmundsson og Guðmundur sonur hans notuðu Loga frá Skarði á allar þær hryssur sem þeir gátu vegna köstunar. Einnig keyrðu þeir nokkrar hryssur til annarra hesta. ■ GNÓTT frá Sauðárkróki sem er frægust fyrir að vera móðir Galsa frá Sauðárkróki fór til Þorvars frá Hólum sem er undan Orra frá Þúfu og Þrá frá Hólum. Þá fór ein hryssa Sletta frá Sauðárkróki til Glampa frá Vatnsleysu en hún er undan Anga frá Laugarvatni og Hrafn- kötlu frá Sauðárkróki. ■ SVEINN og Guðmundur ætla ekki að lenda í offjölgunargryíj- unni og hyggjast því selja öll hestfolöld úr ‘99-árgangnum sem eru fimm talsins. Folarnir eru allir undan heiðursverð- launahestinum Stíganda frá Sauðárkróki. Hryssurnar ætla þeir að eiga eitthvað áfram og grisja ef til vill síðar úr þeim hópi. ■ ISLANDSFENGUR önnur út- gáfa sem er væntanleg í endaðan nóvember mun innihalda 120 þúsund hross. Myndum af hross- um hefur verið fjölgað úr 700 í 2.000. Búið er að betrumbæta forritið þannig að leitarmögu- leikar eru einfaldari og aðgengi- legri. ■ JÓN BALDUR LORANGE yf- irmaður tölvumála hjá Bænda- samtökunum er á leið utan til fundar við Clive Philips frá Skotlandi, Jens Otto Veje frá Danmörku og Lutz Lesener frá Þýskalandi. Fundarefnið er Worldfengur og fyrirkomulag hans en stefnt er að því að ganga frá endanlegum samningi á ræktunarfundi FEIF á íslandi í nóvember. Þar með verður þá tryggt að öll íslensk hross í heiminum verði saman í einum gagnagrunni. Sambands- þing UMFÍ á Tálkna- firði FERTUGASTA og fyrsta sam- bandsþing Ungmennafélags ís- lands verður haldið 16. og 17. október 1999. Þingið fer fram í íþróttahúsi Tálknfirðinga á Tálknafirði. Þingið verður sett af formanni UMFI, Þóri Jóns- syni, kl. 9 á laugardeginum. Rétt til þingsetu hefur 131 fulltrúi frá 32 sambandsaðilum UMFÍ. Helstu mál sem tekin verða fyrir eru 4. unglingalandsmót UMFÍ sem halda á 4.-6. ágúst árið 2000 á Tálknafirði - Vestur- byggð og undirbúningur að 23. landsmóti UMFÍ sem haldið verður 12.-15. júlí árið 2001. Einnig verður tekinn fyrir und- irbúningur að norrænu ung- mennamóti, Kultur og ungdom, eða Menning og æska sem hald- ið verður á íslandi 21.-28. júní árið 2000. Tillögur er liggja fyrir að lagabreytingum UMFÍ eru á dagskránni, sem og ýmis önnur mál er varða framtíð og störf Ungmennafélags íslands. Þórir Jónsson, sem verið hef- ur formaður UMFÍ frá 1993, gefur kost á sér til áframhald- andi formennsku til næstu tveggja ára. í stjórn UMFÍ sitja auk formanns 10 fúlltrúar frá öllum landshlutum og í lok þingsins verður kosin ný stjórn til næstu tveggja ára. Þinglok verða kl. 17 á sunnu- deginum. ¥ Gróska held- ur fund um skattamál GRÓSKA, samtök jafnaðar- manna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna, heldur opinn umræðufund um áhrif og tilgang skatta í Hlaðvarpanum miðviku- daginn 13. október kl. 20.30 und- ir yfirskriftinni „Gjaldið keisar- anum það sem keisarans er“. Á fundinum verður rætt hvort skattlagning hafí einhvern ann- an tilgang en að afla ríkissjóði tekna. Skoðað verður tekjujöfn- ^ unarhlutverk skattkerfisins og hvernig skattbyrðin dreifist á hina ýmsu hópa samfélagsins. Þá verða mismunandi skoðanir varðandi hlutverk og eðli skatta reifaðar. Frummælendur eru Bryndís Hlöðversdótth’, þingmaður Sam- fylkingarinnar, Edda Rós Karls- dóttir, hagfræðingur ASÍ, og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Að loknum ræð- um frummælenda verða pall- borðsumræður með þátttöku fundargesta. Fundarstjóri er Ingibjörg Stefánsdóttir, tals- maður Grósku. Opinn fundur " VG um um- hverfísmál VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð á Suðurlandi heldui- annan opna fræðslufund sinn á þessum vetri miðvikudag- inn 13. október á Kaffi krús, Sel- fossi, kl. 20. Á fundinum munu Hjörleifur Guttormsson, varaþingmaður VG og Sigurður Ingi Andrésson, ,, kennari, fjalla um umhverfismál, virkjanir og stóriðju og aðra val- kosti í orkuöflun. Á fyrsta fundi VG á Suður- landi hélt Róbert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, erindi um stöðu atvinnumála í kjördæminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.