Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frumvarp Yinstri grænna um dreifða eignaraðild að bönkunum lagt fram Fékk g’óðar viðtökur við fyrstu umræðu FRUMVARP til laga um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, fékk góðar viðtökur þegar það var tekið til fyrstu umræðu í þinginu í gær. Fögnuðu fulltrúar úr öllum þing- flokkum því að slíkt lagafrumvarp skuli hafa verið lagt fram á Alþingi og kvaddi Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sér m.a. hljóðs í því skyni en lagði þó áherslu á að hann hefði ekki tekið afstöðu til einstakra at- riða frumvarpsins. Það var Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfíngar- innar - græns framboðs, sem mælti fyrir lagafrumvarpinu í gær en hann er fyrsti flutningsmaður þess ásamt Ógmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri grænna. í ræðu sinni vísaði Steingrímur til þess að svo virtist sem menn væru nokkuð sammála um að stefnt skuli að dreifðri eignaraðild að viðskiptabönkunum. Vitnaði hann m.a. til orða Davíðs Oddsson- ar forsætisráðhen-a í sumar í því sambandi. Benti Steingrímur á að í mörgum löndum væru sett sérstök lög í þessu skyni. Steingrímur sagði menn standa frammi fyrir þremur kostum í mál- efnum viðskiptabanka. Þeir gætu í fyrsta lagi ákveðið að aðhafast ekk- ert frekar, þ.e. leggja til hliðar öll frekari áform um að selja við- skiptabankana. Þeir gætu einnig valið það sem Steingrímur kallaði „norsku leiðina"; þ.e. að ríkið héldi umtalsverðum eignarhlut £ mikil- vægustu bankastofnunum. I þriðja lagi gætu menn hins vegar sett lög sem tryggi að eign- arhluti hvers aðila geti aldrei orðið meiri en sem nemur ákveðinni pró- sentutölu; og þetta væri sú leið sem farin væri í lagafrumvarpi Vinstri grænna. Fram kom þó í máli þeirra Steingríms og Ög- mundar Jónassonar að Vinstri grænir væru sjálfir hlynntir fyrstu leiðinni; þ.e. að ekki yrði um frek- ari sölu ríkisbanka að ræða. „Við erum hins vegar í minni- hluta hérna í þinginu og fáum ekki miklu um það ráðið. Og það stend- Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Lagaskil á sviði samningarétt- ar. Frh. 1. umræðu. 2. Dreifð eignaraðild að viðskipta- bönkum og öðrum lánastofnunum. Frh. 1. umræðu. 3. Verkaskipting hins opinbera og einkaaðila. Frh. fyrri umræðu. 4. Meðferð einkamála. l. umræða. 5. Vöruhappdrætti SÍBS. 1. um- ræða. 6. Framkvæmdavald ríkisins í héraði. 1. umræða. 7. Greiðslur ríkissjóðs á bótum þolenda afbrota. 1. umræða. 8. Skráð trúfélög. 1. umræða. 9. Ættleiðingar. 1. umræða. 10. Afnám verðtryggingar fjár- skuldbindinga. 1. umræða. 11. Almannatryggingar og félags- leg aðstoð. 1. umræða. 12. Réttindi sjúklinga. 1. umræða. 13. Sérstakar aðgerðir í byggða- málum. Fyrri umræða. 14. Stofnun Snæfellsþjóðgarðs. Fyrri umræða. 15. Aðgerðir vegna striðsátak- anna í Kosovo. Fyrri umræða. 16. Sjálfbær orkustefna. Fyrri umræða. 17. Ráðuneyti lífeyris, almanna- trygginga og vinnumarkaðsmála. Fyrri umræða. jj. iílpii !; ii n J . M WiSM m |®| ALÞINGI ur til að selja þessar fjármálastofn- anir þjóðarinnar,“ sagði Ögmund- ur. „Þá viljum við leggja það af mörkum að það sé staðið eins skynsamlega að því og kostur er.“ Enginn eigi meira en 8% í frumvarpinu er gert ráð fyrir að enginn einn aðili geti átt meira en 8% eignarhlut í viðskiptabönk- unum og sagði Steingrímur var- færnissjónarmið ráða því að svo lágt hlutfall væri lagt til. Benti hann á að þessi mörk mætti ávallt rýmka síðar ef sú staða kæmi upp að mönnum fyndist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því þótt eign- arhluti yrði eitthvað hærri. Taldi hann í öllu falli skynsamlegt að far- ið væri varlega af stað, sökum þess hversu markaðurinn á Islandi væri óþroskaður. Kom fram í máli Steingríms að hann teldi menn á síðasta snúningi með að setja slíkt ákvæði um eign- arhald á viðskiptabönkunum því ef það yrði ekki gert áður en farið er út í frekari einkavæðingu ríkis- bankanna yrði augljóslega síður við komið lagasetningu af þessu tagi. „Tækifærið er núna og menn geta sýnt í verki áhuga sinn á því að láta ekki sitja við orðin tóm, láta ekki nægja umræðumar einar um nauðsyn þess og mikilvægi að sporna gegn óæskilegri samþjöpp- un fjármagnslegs og stjómunar- legs valds i þessum mikilvægu stofnunum,“ sagði Steingrímur. Markaðurinn gangi ekki trylltur og laus Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst í sinni ræðu fagna frumvarpinu, það væri þarft innlegg í umræðuna. Hann tók þó fram að það þýddi ekki endi- lega að hann væri því sammála. Hann spurði m.a. hvers vegna að- eins ætti að setja slíkar reglur um banka, hvers vegna ekki um fjöl- miðla, símafyrirtæki eða orku- stofnanir. Þeir Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingu, og Jóhann Arsælsson, Samfylkingu, kvöddu sér einnig hljóðs í umræðunni en síðastur á mælendaskrá var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sagði forsætis- ráðherra í upphafi síns máls að Morgunblaðið/Kristinn undirliggjandi skilningur væri á því í samfélaginu að um banka giltu önnur lögmál en um aðra starfsemi á hinum frjálsa markaði. Til dæmis myndi engin ríkisstjórn láta bankastofnun fara á höfuðið. „Og hvers vegna skyldi þessi óskráða regla vera í gildi?“ spurði forsætisráðherra. „Hún er í gildi vegna þess að menn telja að um þessar stofnanir þurfi að ríkja al- veg sérstakt traust hjá almenningi gagnvart þessum lánastofnunum." Forsætisráðherra sagðist vonast til þess að lagafrumvarp Vinstri grænna fengi góða skoðun í efna- hags- og viðskipanefnd Alþingis, og jafnframt að nefndin kynnti sér rækilega með hvaða hætti væri staðið að þessum málum erlendis. Hann tók að vísu fram að óskráðar reglur væra honum kærastar og að ekki ætti að setja óþarfa steina í götur markaðarins. „Ég get alveg sagt fyrir mig að ég treysti slíkum hlutum jafnvel og skrifuðum lögum ef þeir hafa haldið áratugum sam- an,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagðist því hins vegar ekki mótfallinn að regl- ur yrðu skráðar og eftirlit með fjármálamarkaði styrkt. Það væri hollt fyrir markaðinn að hann byggi við reglur, það væri enguin til hagsbóta að markaðurinn fengi að ganga trylltur og laus. Forstjóra- mál flug’- stöðvar gagnrýnd HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í óundirbúnum fyr- irspurnatíma á Alþingi í gær að það hefði verið að undirlagi stjórn- ar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem ákveðið var að ráða ekki í starf forstjóra flugstöðvarinnar þrátt fyrir að starfið hefði verið auglýst laust til umsóknar í apríl síðastliðn- um. Kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmanns Samfylk- ingar, að hann telur að farið hafi verið að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna í málinu. Hvað hefur breyst? Guðmundur Árni hafði lýst eftir skýringum á því hvers vegna starf forstjóra flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hefði verið auglýst laust til umsóknar í apríl en síðan verið til- kynnt um síðustu mánaðamót að utanríkisráðherra hefði ákveðið að setja £ embættið til eins árs en ráða engan þeirra umsækjenda sem brugðist höfðu við fyrrgreindri auglýsingu. Sagði Guðmundur Árni að hér væri um mjög óvanalega gjörð að ræða og spurði þvl hvers vegna þessi leið hefði verið farin; hvað hefði breyst frá þvf starfið var aug- lýst laust til umsóknar og til þess dags að ákveðið var að ráða engan umsækjenda heldur setja í starfið og hvort kannað hefði verið hvort þessi niðurstaða væri £ samræmi við lög um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Fór að tillögu sljórnar í svari Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra kom fram að miklar breytingar hefðu orðið á rekstri flugstöðvarinnar á síðustu misserum. Þannig væri t.d. búið að ná utan um þann fjárhagsvanda sem staðið hefði flugstöðinni fyrir þrifum. „Ég tók þá ákvörðun að skipa stjórn yfir flugstöð Leifs Ei- ríkssonar til þess að fara með þau mál. Þeir gerðu það að sinni tillögu að svona yrði haldið á málinu og ég fór einfaldlega að þeirri tillögu,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra sagði óheppi- legt hversu langur dráttur hefði orðið á niðurstöðu £ málinu en að fyllilega hefði verið farið að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Stjórn flugstöðvar- innar hefði einfaldlega talið að hún þyrfti lengri tima til að huga að skipulagsmálum að þvi er varðar starfsemi Flugstöðvarinnar. Fyrirspurn á Alþingi um fyrirhuguð menningarhús á landsbyggðinni Ráðherra segir engin loforð hafa verið svikin BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra sagði í gær að verið væri að vinna úr hugmyndum, sem fram komu eftir að rikisstjórnin léði máls á því í janúar síðastliðn- um að standa að byggingu menn- ingarhúsa á landsbyggðinni, og að tillögur í málinu yrðu lagðar fyrir Alþingi fyrr en síðar. Að sögn ráð- herrans höfðu hin mörgu ólíku sjónarmið, sem fram komu í þeirri umræðu, gert það að verkum að hann taldi nauðsynlegt að hægja á málinu. „Það hafa engin loforð verið svikin, sagði ráðherrann í svari sínu við fyrirspurn Svanfrið- ar Jónasdóttur, þingmanns Sam- fylkingar. í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær leitaði Svanfríður svara við því hvar málefni menn- ingarhúsanna væru niður komin í kerfinu. Vildi hún vita hvort nefnd, sem ráðherra hafði boðað að yrði skipuð, hefði skilað tillög- um og jafnframt spurði hún hvar þess sæjust merki í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar að hún hygðist verða við fyrirheitum sín- um um að stuðla að því að menn- ingarhús risu á landsbyggðinni. Gerði Svanfríður sérstaklega að umtalsefni byggingu menningar- húss á Akureyri. I svari sínu rifjaði menntamála- ráðherra upp að viðbrögð við hug- myndum um menningarhús hefðu verið ærið misjöfn. Fram hefði komið sú skoðun að nauðsynlegt væri að vinna frekari undirbún- ingsvinnu innan kjördæmanna áð- ur en ákveðið væri hvort ráðist yrði í byggingar, auk þess sem ekki hefði alls staðar verið talið að endilega væri best að ráðast í ný- byggingar. „Ég lít svo á að þetta mál sé enn á stefnumótunarstigi,“ sagði Björn. „Það þarf að bregðast við þeim misjöfnu viðbrögðum sem komu fram á síðastliðnum vetri og vinna úr þeim hugmyndum sem voru settar fram í tengslum við þessa stefnumótunarkynningu ríkisstjórnarinnar, og átta sig bet- ur á því hvernig unnt er að koma þessum málum á einstökum stöð- um,“ bætti hann við. Þessi svör ráðherrans sagði Svanfríður merkileg. Augljóst væri að ekki væri lengur verið að vinna í því að reisa menningarhús á landsbyggðinni. Taldi hún auð- sýnt að ríkisstjórnin hefði léð máls á þessu í janúar einfaldlega vegna þess að þingkosningar voru framundan og líklegt var að þetta verkefni myndi afla ríkisstjórninni vinsælda. Þessu harðneitaði menntamála- ráðherra og ítrekaði fyrri ummæli sín, að í Ijósi misjafnra viðbragða við hugmyndum ríkisstjórnarinn- ar hefði hann talið nauðsynlegt að skoða málið betur áður en tillögur yrðu lagðar fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.