Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 45 lll l ’y- Um kynhneigð kirkjufólks FURÐULEG grein birtist á síðum Morgunblaðsins 5. okt. sl., sem bar yfirskriftina „Um kyn- hneigð“ og neðanmáls „Frá kirkjufólki“. Þessi grein á eflaust að vera smyrsl á sár samkyn- hneigðra, sem ég hefi valdið með skrifum mínum sem þjónn kirkjunnar, þó að nafn mitt sé ekki nefnt. Þetta svonefnda kirkjufólk er samsafn af sóknarprestum þjóð- kirkjunnar, fríkirkjupresti, götu- presti, prófessorum við guðfræði- deild Háskólans, djáknum og öðru stórskotaliði kirkjunnar, svo Samkynhneigð Ég bið þess, að kristin kirkja hafí Biblíuna að leiðarljósi, segir Ragnar Fjalar Lárusson, hún er grundvöllurinn, sem byggja skal á. að menn skyldu ætla að verulegt púður væri í skrifum þess og það eru hvorki meira né minna en 14 manns sem undirrita þessa grein. Samkynhneigðir mættu ætla að þarna kæmi góður liðsauki við þeirra málstað. En þegar greinin er lesin yfir, kemur í ljós, að erfitt er að skilja hana, hún er furðulega framsett og segir raunar ekki neitt um það málefni sem umræðan snýst um og að mínum dómi er hún kirkjunni til lítils sóma. Grein þessi er í einskonar véfréttastfl, það er hvergi talað hreint út og ekki ljóst hvað höfundar eru að fara. Á einum stað stendur í grein- inni: „Hvernig myndu hin gagn- kynhneigðu bregðast við ef sam- kynhneigt fólk aftraði þeim frá að njóta sömu réttinda og það nyti sjálft?“ Hvað meinar kirkju- fólkið með þessari yfirlýsingu? Því þarf alltaf þetta loðna orða- lag? Er ekki hér verið að gefa í skyn, að leyfa skuli vígslu sam- kynhneigðra fyrir altari kristinn- ar kirkju? Eg vil spyrja hópinn hvort sú sé meining hans. Þessi loðni véfréttastíll er raunar óþol- andi! Og enn heldur liðsveitin áfram og segir: „Og hvert er svarið við spurningunni um það hvort gagn- kynhneigt fólk hafi rétt og meira að segja skyldu til að snupra hin samkynhneigðu fyrir að vera samkynhneigð?“ Hvað meinar kirkjufólkið með þessu? Er þess- ari furðulegu setningu beint til mín, vegna þess að ég mótmæli að samkynhneigðir vígist fyrir al- tari kristinnar kirkju? Hver er að snupra samkynhneigða fyrir það að vera samkynhneigðir? Ég bið kirkjufólkið að svara þeirri spurningu, en að hafa svarið ekki það loðið að það skiljist ekki. Ég hefi dvalist stuttan tíma er- lendis og þegar ég kom heim biðu mín margar greinar samkyn- hneigðra með margskonar ávirð- ingum, svo ekki sé meira sagt. Ekki sá kirkjufólkið ástæðu til að snupra samkynhneigða fyrir þau skrif. Ef til vill mega samkyn- hneigðir nota hvaða orð sem þeir vilja um gagnkynhneigða, kalla þá „fordómafulla, kærleikslausa, afturhaldsseggi" eins og Fanney Kristín Tryggvadóttir kemst svo vel að orði í ágætri grein, og síð- an er farið að beita hótunarað- ferðinni, þ.e.a.s. „ef þú þegir ekki eða samþykkir okkar sýn, þá er næsta skrefið lögsókn". Vill kirkjufólkið hafa þennan háttinn á? Og svo koma þessir 14 grein- arhöfundar að Biblíunni og þar segir í greininni: „I Biblíunni er sagt frá sköpun Guðs sem vakir sífellt yfir því að sköpunin fái að njóta sín í frelsi, friði og kær- leika. Það verður enginn friður þar sem ekkert er réttlæti, stendur skrifað. Tré friðarins vex af rótum réttlætisins." Hér er verið að lýsa því rjómalogni, sem Biblíunni er ekki tamt að nota. Biblían boðar fleira en rjóma- logn. Jesús talaði tæpitungulaust um synd og náð, um trú og van- trú. Hann ávítaði og aðvaraði og blessaði. ■ Hefur kirkjufólkið gleymt Þrumuræðu hans „Vei yður þér fræðimenn og Fa- rísear“? Hefur það gleymt að Fjallræð- an er ekki öll tóm blíðmælgi? Hefur það gleymt því hvað Biblían segir um samkynhneigð, bæði í Gamla testa- mentinu og í orðum Páls postula í Nýja testamentinu? Og ég spyr: Á hvaða leið er sú kirkja sem alltaf gefur eft- ir, guggnar, þegir? Er það ekki skylda kirkjunnar að byggja á orðum Biblíunnar, hvort sem þau eru blíð eða stríð? Eða á kirkjan að gengis- fella þau siðferðislegu gildi sem hingað til hafa verið hyrningar- steinar kristins samfé- lags og þjóðmenningar á Islandi? Sendingum samkyn- hneigðra til mín ætla ég ekki að svara, þær dæma sig sjálfar. Þeir virðast ekki hafa skilið að málflutningur minn fjallaði ekki um sam- kynhneigð sem slíka heldur um hjónavígsl- una sem að kristnum skilningi er eingöngu hugsanleg milli karls og konu. Nokkrar ágætar greinar hafa líka komið um þessi mál, fyrir þær vil ég þakka og mörg bréf og símtöl. Þetta hefur stutt mig, en prestar landsins hafa allir þagað, nema kirkjufólkið margumtalaða. Ég bið þess, að kristin kirkjp hafi Biblíuna að leiðarljósi, huíi er grundvöllurinn, sem byggja skal á, því að hún boðar Drottin Jesú og orð hans, hvort sem hann ávítar eða blessar. Um eitt atriði er ég sammála kirkjufólkinu og það eru þessi orð: „Við hvetjum kirkjustjórnina að sjá til þess að niðurstaða fáist varðandi stöðu samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar. Málefnið er brýnt." Með þessum orðum hefi ég lok- ið umræðum um þetta mál. Höfundur er prestur. Ragnar Fjalar Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.