Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 63<
BRÉF TIL BLAÐSINS
„Sá sem gín við
fölskum feng“
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
NÝLEGA var helgað eða vígt nýtt
pípuorgel í Neskirkju og kirkjunni
nokkuð breytt hið innra. A vígslu-
daginn var fjöldi fólks viðstaddur,
og mátti búast við að kirkjusókn
ykist til muna við slíka aðgerð.
Næsta sunnudag brá hins vegar
svo við, að sárafátt fólk mætti í
guðsþjónustu hjá prestinum, sem
að þessu sinni var Örn Bárður
Jónsson. Hann gegnir prestsþjón-
ustu frá 1. september sl. til jafn-
lengdar næsta ár, fyrir skipaðan
prest, Halldór Reynisson. Örn
Bárður er góður ræðumaður, tónar
vel og kemur vel fyrir. En sama
var. Fólkið kom ekki. Jú, auðvitað
það sem sjaldan lætur sig vanta. I
ræðu sinni vék prestur að hinni lé-
legu kirkjusókn og átti þá ekki
endilega við Neskirkju, heldur
kirkjusókn almennt talað. Hann
sagði, að svo virtist sem margh-
kæmu helst ekki til guðsþjónustu,
nema „tilbúnir undir tréverk". Góð
samlíking.
Frá Bimi Finnssyni:
EF okkur stígfarendum er annt um
líf og heilsu, ber okkur að hafa end-
urskin og það sem betra er, blikk-
ljós. Hjólendur og skitlar (fólk sem
skýst fram á línuskautum) ættu auk
þess að hafa luktir góðar til að lýsa
veginn. Gangendur og hlaupendur
sjást ekki vel með einföldum endur-
skinsmerkjum og vesti eða endur-
skinsbelti eru vel sjónbær í myrkr-
inu. Ríðendur er líka hópur sem
gæta þarf sömu varúðar og við hin.
Öll eigum við sameiginlegt að
viija lifa hress og kát og því ber
Tilbúnir
undir
tréverk!
Guðsþjónusta er andleg upp-
bygging, hugarfarsleg hressing.
Það get ég borið um, en ég hefi sótt
guðsþjónustur í Neskirkju nokkuð
reglulega í um hálfan annan ára-
tug. Prestarnir leggja sig fram um
að koma Orðinu til skila, en þar á
góð framsögn stóran hlut að.
Prestar þurfa manna mest að ná til
fólks, því að vikulega stíga þeir í
stól og leggja út af biblíutexta
dagsins. Slíkt er ærin áraun, og
aumt, ef áheyrendur láta ekki sjá
sig. Skáldið Davíð Stefánsson sagði
á einum stað í ljóði, að hjartað
heimtaði meira en húsnæði og
brauð. Það er því líkast, að fólk
okkur að gæta fyllsta öryggis og til-
litssemi við aðra.
Ti-yggingafélög gætu stuðlað að
slíku öryggi með ákvæðum um að
notkun hjálma, blikkljósa og þ.h.
væri forsenda bóta ef slys verða. Þá
þyrfti ekki að eyða dýrmætum tíma
alþingis í setningu laga um slíkt.
Hjólreiðaverslanir hafa gott úrval
blikkljósa bæði í belti og á hjól, auk
þess má festa þau á hjálma sum
hver. Apótek og Utilífsverslanir
hafa oft boðið úrval endurskinsbelta
og vesta svo og hestabúðir. Blikk-
ljós eru til rauð sem henta að aftan
en græn eða gul að framan. Þetta
telji mest fengið með því að safna
að sér sem mestu af veraldar-
glingri og peningum, en hugsi
minna um andlegu hliðina. Óll
skiljum við þetta góss eftir, þegar
við erum kölluð héðan. Hyggjum
því að hinum eilífu verðmætum,
sem felast í guðs orði. Sækjum
guðsþjónustur, „uppbyggjumst
sem steinar í andlegt hús“ eins og
Biblían segir á einum stað.
Og að lokum tvö erindi í sama
anda og vitnað var til í grein þess-
ari eða öllu heldur bréfi:
Fjórtán ára fermdur var
sá fýrinn stinni.
Kom svo næst til kirkjunnar
í kistu sinni.
Parf kannske andlegan eldklerk
og aukningu tónlistar,
svo tilbúnir undir tréverk
menn tínist í kirkjurnar?
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
eru mest svokölluð díóðu ljós sem
taka lítinn straum svo rafhlöðurnar
endast gjaman í 1-2 ár.
Það að sjást er öryggi, það að sjá
er að lifa. Hafið hugfast að tryggja
frekar að þið sjáist en sjáið því hinir
eru alltaf vitleysingarnir. Munið
bjölluna í viðvörunarskyni.
Brátt fer að héla á jörð og hálka
að myndast á götum og stígum.
Hjólendur skyldu því huga að
nagladekkjunum og gangendur
broddum, skitlar ættu að leggja
skautum sínum við þær aðstæður.
Þegar fer að blása köldu og snjóa
þarf að huga að vind- og vatnsþétt-
um flíkum sem veita hlífð í hama-
ganginum. Þau föt þurfa að sjást,
vera í björtum litum með endur-
skini.
BJÖRN FINNSSON,
Krummahólum 13, Reykjavík.
Frá Árna Helgasyni:
„HEILBRIGÐ sál í hraustum lík-
ama. Áfengið á enga samleið með
æskunni og íþróttum.“ Þetta voru
heilræði sem þeir er stjórnuðu
íþróttafélögum hér áður fyrr höfðu í
heiðri og þóttu sjálfsögð.
Ég man sérstaklega eftir atvikum
þar sem íþróttamenn fengu áminn-
ingar og jafnvel brottrekstur ef þeir
höfðu neytt áfengis. Nú heyi-ast
þessar raddir varla og menn kippa
sér lítið upp við þótt vín sjáist og
auglýsingar, sem örva til vímuefna-
kaupa, á mótsstöðum eða annars
staðar þar sem íþróttir eru háðar.
Svo mikil afturför er á þessum vett-
vangi. Að ekki sé minnst á lætin þeg-
ar kappleikir eru háðir. Það er eins
og allt verði vitlaust: Óhljóðin, blístr-
ið og ólætin eru slík að það gengur
fram af heilbrigðu fólki. Engin leið
virðist að stöðva slíkt atferli, jafnvel
ekki í beinum útsendingum sjón-
varpanna.
Og nú er svo komið að almælt er
að grunnskólabörn, um fermingu,
drekki áfengi og mörg heimili ráði
ekkert við börn sín hvað þetta snert-
ir. Stjórnvöld eru ráðalaus og sjá
engar vonir til betri háttu barna og
unglinga.
Þá er nú svo komið að almennum
borgurum er vart fært um aðalgötur
höfuðborgarinnar eftir að rökkva
tekur. Og til að kaupa sér frið ræða
stjórnvöld um að veita fé til einhvers
sem þau kalla vímulaust Island upp
úr aldamótum. En hvernig það má
verða skilja ekki viti bornir menn
eins og stefnan og ástandið er.
Ég minnist þess að þegar bjórnum
var hleypt inn í landið fullyrtu þeir
sem að því stóðu að bæði smygl og
bruggun myndu hverfa og eitthvað
sem þeir kölluðu vínmenningu myndi
taka við. Tæpast hefur það nú geng-
ið eftir, samanber framanritað. Og
enn er áfengisveitingastöðum fjölgað
bæði í höfuðborginni og utan hennar.
Enginn þykist geta stundað veit-
ingarekstur nema fá vínsöluleyfi.
Bent hefur verið á að spellvirki og
glæpir aukist með hverju nýju vfn-
söluhúsi. En eigendur þeirra virðast
enga ábyrgð bera, hvorki á því né
sóðaskapnum sem starfseminni fylg-
ir og ónæðinu sem nágrannar
sjoppugreifanna verða fyrir. Og lög-
reglan þarf í svo mörgu að snúast að '
hún kemst vart yfir að hafa hendur í
hári þess lýðs sem veður ölvaður
uppi fram undir morgun.
Ekkert lag kemst á þessa hluti
fyrr en farið verður að ráðum okkar
bindindismanna. Aðalatriðið er að
ala upp bindindissama æsku. Og það
tekst ekki nema fullorðna fólkið
breyti lífsstíl sínum og gerist góð
fyrirmynd. Það dugir ekki að ala á
þeim þúsund ára gömlu bábilju að
hægt sé að kenna almenningi að
leika sér með þann eld sem neysla
vímuefna er. Enginn veit hvenær og
hvar eldurinn verður laus. Og hver
treystir sér til að taka að sér þessa
kennslu? Aðeins eitt getur orðið til
bjargar: Að hætta allri neyslu vímu- ,
efna. Þau eru aðeins til að eitra fyrir
fólki og þegar liggja alltof margir í
svaðinu. Því fyrr sem við áttum okk-
ur á þessu, þeim mun betra. Eða
eins og skáldið segir:
„Sá sem gín við fölskum feng
frelsi sínu tapar.
Bölvað svín úr besta dreng
brennivínið skapar.“
Þessi sannindi blasa við um þessar
mundir.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi. *
Stígfarendur
og myrkrið
Vantar allar gerðir nýlegra díseljeppa á staðinn