Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Debonair leggur upp laup- ana London. Reuters. BREZKA ílugélagið Debonair Airways, sem er þekkt fyrir lág fargjöld, hefur tekið allar vélar sínar úr umferð og dómstóll hefur skipað skiptaráðendum að taka við stjóm félagsins, sem hefur verið rekið með tapi. Degi áður hafði viðskiptum með hlutabréf í Debonair verið hætt. Skiptaráðendumir Delo- ite & Touche eiga í viðræðum við nokkra rekstraraðila til að kanna hvort þeir geta tryggt framtíð flugfélagsins. Lufthansa og Swissair neita Flugfélögin Lufthansa og Swissair, sem bæði hafa gert rekstrarsamninga við Debona- ir, flýttu sér að bera til baka orðróm um að þau kynnu að kaupa hið bágstadda félag. Skiptaráðendur segjast þó standa í viðræðum við bæði fé- lögin til að tiyggja hagsmuni farþega, sem eiga bókaða farmiða. Starfsmenn Debonair vom 480 og það átti 14 flugvélar. Félagið hefur ekki skilað hagn- aði síðan rekstur þess hófst 1996. Sérfræðingar kenna mis- kunnarlausri samkeppni evrópskra flugfélaga, sem bjóða ódýr fargjöld, um ófarir Debonair, en benda einnig á kostnaðarsaman rekstur. Um sama leyti hefur AB-flugfélag- ið, sem var tekið til skiptameð- ferðar í júlílok, tilkynnt að það hafi hætt rekstri. Velta smásöluverslana millj. kr. 1998 1999 Veltubreyting á milli ára % Jan.-júní Jan.-júni Blönduð smásala: matur, drykkur o.fl. Stórmarkaðir 27.721.6 14.881.6 30.834,4 18.760,9 U 11,2% | 26,1% Um Matvöruverslanir, minni en 400 m2 10.684,4 9.943,5 1 -6,9% Söluturn 2.155,5 2.130,1 -1,2% Önnur blönduð smásala 5.143,5 4.151,7 -19,3% Fiskbúðir 269,8 321,2 |19,0% Áfengisverslun 4.943,4 5.545,6 §§ 12,2% Önnur smásala á mat o.fl. í sérversl. 1.447,4 1.400,4 [ -3,2% Apótek 2.817,2 3.386,5 20,2%| Snyrtivöru- og sápuverslun 290,0 271,6 [I -6,3% Vefnaðarvöruverslun 459,3 498,2 g} 8,5% Fataverslun 2.512,5 2.964,2 j 18,0% Skó- og leðurvöruverslun 379,1 388,5 2,5% Smásala: húsgögn, teppi o.fl. 2605,7 3.000,9 ~1 15,2% Smásala: heimilistæki, útvörp o.fl. 2.904,2 3.034,3 4,5% Smásala: járn-, byggingavörur o.fl. 5.743,3 6.170,5 H 7,4% Bóka- og ritfangaverslun 1.628,4 1.791,8 □ 10,0% Smásala: blóm, gjafavörur o.fl. 2.737,6 3.208,3 %v] 17-2% Smásala: tölvur, reiðhjól o.fl. 4.788,7 4.893,4 2,2% SAMTALS: 66.720,9 72.139,5 8,1% Sex mánaða yfírlit Þjóðhagsstofnunar 8,1% veltu- aukning í smá- söluversluninni RÚMLEGA 8% aukning varð á veltu í smásöluverslun fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar sem byggt er á virðisaukaskýrslum. I morgunpunktum Kaupþings er bent á að velta stórmarkaða hafi aukist mikið á milli ára, eða um 26%, og nam hún 18,8 millj- örðum króna fyrstu sex mánuði ársins. Mikil aukning varð einn- ig í veltu apóteka, eða rúm 20%. Endurskoðað uppgjör Sameinada líf- eyrissjóðsins fyrstu 8 mánuði ársins Nafnávöxtun 18% síðustu 12 mánuði SAMKVÆMT endurskoðuðu árs- hlutauppgjöri Sameinaða lífeyris- sjóðsins fyrir fyrstu átta mánuði ársins, nemur nafnávöxtun hans 18% síðustu tólf mánuði og raun- ávöxtun íyrir sama tímabil er 13,3%. Alls p-eiddu 9.962 aðilar ið- gjöld til sjóðsins á tímabilinu að upphæð 1.235 milljónir króna. Líf- eyrisgreiðslur námu 566 milljón- um. I fréttatilkynningu kemur fram að góð ávöxtun skýrist einkum af mikilli hækkun á innlendri og er- lendri hlutabréfaeign sjóðsins. Ið- gjaldatekur hækkuðu einnig veru- lega auk þess sem sjóðfélögum fjölgaði. Samkvæmt tryggingafræðilegri áætlun í lok ágúst nam endurmetin eign sjóðsins til greiðslu lífeyris 38.827 milljónum króna og skuld- binding til greiðslu lífeyris 35.304 milljónir. Samkvæmt því er hrein eign sjóðsins umfram skuldbind- ingu 3.526 milljónir eða 10%. I framhaldi af aðalfundi sjóðsins í maí og staðfestingu fjármálaráðu- neytisins á samþykktum sjóðsins hefur verið ákveðið að taka upp aldurstengt réttindakerfi fyrir nýja sjóðfélaga frá og með 1. október sl. Grundvallarbreytingin sem nýja kerfið felur í sér, felst í því að áunn- in réttindi á hverju ári verða mis- munandi eftir aldri sjóðfélaga, að því er fram kemur í fréttinni. Ald- urstengda kerfið þykir hafa þá kosti fram yfir eldra kerfið að hægt er að sundurgreina einstaka liði betur en verið hefur. Um leið kem- ur fram hvernig til hefur tekist með ávöxtun og henni dreift strax til sjóðfélaganna. Itarlegar upplýsing- ar um sjóðinn er að finna á heima- síðu hans á slóðinni www.Ufeyrir.is BA velur Airbus og veldur Boeing áfalli London. Reuters. BREZKA flugfélagið British Airways ætlar að kaupa 12 A318- flugvélar af Airbus-flugiðnaðar- samsteypunni fyrir 470 milljónir dollara og er það mikið áfall fyrir Boeing-fyrirtækið, sem hefur von- Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 8:00 9:30 SKATTAMAL ATVINNULIF SINS / Tillögur skattahóps Verslunarráös Islands um breytingar • Skattaleg meðferð kaupréttarsamninga • íþyngjandi eignarskattar • Einstaklingsrekstur færður í hlutafélag • Sérreglur um eignarhaldsfélög • Starfsmenn íslenskra íyrirtækja erlendis • Stimpilgjöld o.fl. FRAMSÖGUMENN: ___________________________ Guðjón Rúnarsson, formaður skattahópsins gerir grein fyrir skýrslu hópsins Ámi Tómasson, löggiltur endurskoðandi Gunnlaugur Sigmundsson, ftamkvæmdastjóri FUNDARSTJÓRI: Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulifsins m SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er aö tilkynna þátttöku fyrirfram i síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS 4 azt til að ná fótfestu á markaði fyrir litlar 100 sæta þotur. BA tryggði sér einnig rétt til að kaupa 12 A318-þotur til viðbótar frá Airbus, samsteypu Aerospatiale í Frakklandi, British Aerospace og DaimlerChrysler Aerospace. Samningurinn er síðasta skrefið í þeirri viðleitni félagsins að endur- skipuleggja flugvélaflota sinn á styttri leiðum. Tilkynningin vakti furðu sér- fræðinga, sem höfðu búizt við að British Airways tæki þann kostinn að kaupa B717-þotur, sem Boeing hafði boðið félaginu. I síðustu viku tók BA boði Boeing um að kaupa aftur 34 af B757-vélum flugfélagsins, sem breyta á í flutningavélar fyrir DHL Worldwide, hið kunna umbúða- og dreifingarfyrirtæki. Nýjar A318- þotur Airbus munu koma í staðinn fyrir nokkrar af þessum vélum. Lítill áhugi Boeing hefur gengið erfiðlega að finna kaupendur að minnstu þotum sínum, sem fyrirtækið erfði þegar það keypti McDonnell Douglas Corp. 1997. Síðan B717-þotunni var hleypt af stokkunum hafa ekki bor- izt pantanir í hana frá stóru flugfé- lögunum, sem sérfræðingar telja forsendu þess að það borgi sig að framleiða þotuna til langframa. Fyrir nokkrum dögum skýrði líbýska ríkisflugfélagið Jahmahiri- ya frá því að það hefði pantað 24 Airbus-þotur. Hér er um að ræða fyrsta samning sem gerður hefur verið við Líbýu síðan refsiaðgerð- um gegn landinu var aflétt íýrr á þessu ári. ------........- Viðskipti með IS enn í skoðun KÖNNUN á miklum viðskiptum með hlutabréf íslenskra sjávar- afurða fyi-ir sameiningu fyrirtækis- ins við SÍF stendur enn yfir hjá Verðbréfaþingi Islands og Fjár- málaeftirlitinu. VÞI hefur afhent Fjármálaeftir- litinu gögn sem þingið óskaði eftir frá þingaðilum og fékk afhent í síð- ustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.